Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1995 B 23 NÝINÁGRANNINN NÆSTU nágrannar okkar, sem búið hafa hér við hliðina í mörg ár, fluttu í burtu um daginn. Það var mikil eftirsjá að þeim, því þau voru gott fólk og fyrirmyndar nágrannar. Þau voru af kyni Abrahams og voru raunar búnar búin að búa lengur í sama húsinu heldur en almennt tíðkast um fólk af þeirra kynflokki. Flórída gyð- ingafólk, sem komist hefur vel áfram í lífínu, skiptir tiltölulega oft um húsnæði, jafnvel þótt það flytji ekki burt af svæðinu. Það verður að tolla í tízkunni og flytja í nújustu hverfin. Bygg- ingarstíllinn breytist, innréttingar og heimilistæki taka stökkbreyt- ingum. Allt verður að vera nýjast og fínast. Húsið verður að vera nær nýja, stóra golfvellinum, þar sem klúbbhúsið er stærra og fínna. Þeir gyðingar, sem ekki hafa tök á að flytja sig um set gera það næst bezta, sem er að gera gamla húsið algerlega upp og fá sér ný húsgögn. Það gerðu okkar góðu nágrannar tvisvar á sl. tíu árum. Svo keyptu þau sér lóð hér rétt fyrir vestan og byggðu þar nýja draumahúsið. Þegar ég talaði við manninn um flutningana skildist mér, að það væri konan, sem sýnt hefði meiri áhuga á því að flytja í nýtt hús. Á konunni skildist manni, að hugmyndin hefði komið frá eiginmanninum, hann vildi vera nær stóra golfvellinum. Við söknum þeirra beggja og líka sona þeirra og vonum, að þau verði hamingjusöm á nýja staðnum. Það var spenningur að hitta nýju nágrannanna, því hann var sagður dálítið sérstakur þýzkur maður, auðvitað að nafni Wolf- gang, sem var einn af alþjóða-far- fuglunum, þ.e. fólk, sem kaupir sér fasteignir í Flórída og dvelur þar yfir vetrarmánuðina, þegar kuldabolinn heijar á þeirra heima- slóðum. Margir íslendingar fylla nú þennan flokk og fjölgar óðum. Það eru þeir, sem koma heim á vorin, brúnir og pattaralegir eftir vetrarvistina á sólarslóðum. Ekki held ég samt, að þeir þyki eins ánægjulegir vorboðar og lóan, og hvorki kveða þeir burtu snjóinn né syngja dýrðin-dýrðin eins og hún. Herra Wolfgang reyndist myndarlegasti stútungskarl og kona hans bauð af sér góðan þokka, en var frekar veikluleg, enda barst talið strax að spítala- vist. Við hittum þau fyrst, þá er við vorum fyrir framan hús að huga að garðinum. Við heilsuð- umst og buðum þau velkomin í hverfið. Þau voru frá Munchen og sagðist hann vera kominn á eftirlaun, en þyrfti samt að huga að fasteingum og öðru veraldlegu góssi bæði í Evrópu og á Flórída, skildist mér. „Ég borga skatta hér,“ sagði Wolfgang og leit á mig á skjön, eins og hann héldi, að ég væri spíón fyrir yfirvöldin. Er við stóðum þarna og nýbú- inn leitaði hjá okkur ráða um áveitu, skordýraeitrun og fleiri áríðandi hluti, birtist stór og mik- ill kvenmaður, sem kom til okkar og kynnti sig. Hún hefði reyndar Þórir S. Gröndal ekki þurft að gera það, því ég var strax búinn að gefa henni nafn um leið og ég leit hana augum, Brúnhilda. Hún var ljóshærð og myndarleg, eins og áður er sagt, spengileg, jafnvel kraftaleg, sann- kallaður boldangs-kvenmaður. Það var eins og hún hefði sprott- ið beint út úr Wagner-óperu. Handtakið var þétt, jafnvel karl- mannlegt og hún sagðist heita Lísa. Ég ákvað strax, að halda mig við Brúnhildi. Næstu helgina þar á eftir hitt- umst við aftur á hlaðinu og Wolf- gang tjáði okkur, að þau væru nú á förum til Þýzkalands og ætluðu líka að fara í siglingu um Miðjaðarhaf með lystiskipi. Sagð- ist hann vera búinn að gera allar ráðstafanir til þess, að húsinu yrði haldið vel við, þar á meðal hefði hann gert samning við garð- yrkjumenn, sem myndu slá, klippa tré og runna, planta blómum o.þ.h. Mér létti við að heyra þetta, því á sumrin er slíkur kraftur í gróðrinum í Flórída, að ef ekki er hugað að slætti og að klippa tré og runna getur eitt stykki hús auðveldlega horfið í frumskóginn á tiltölulega skömmum tíma. Það gæti verið leiðinlegt, ef hinn nýi nágranni kæmi til baka i haust og bankaði upp á hjá okkur og spyrði hvað orðið hefði um húsið hans! Nei, hann Wolfgang kallinn ætlaði sko ekki að láta sína eign fara í niðurníðslu. Ég hældi hon- um fyrir þennan hugsunarhátt, sem reyndar var ekki undarlegur hjá Þjóðveija. Því næst tilkynnti hann okkur, að Lísa, sem ég þýddi strax í huganum í Brúnhildi, myndi dvelja í húsinu á meðan þau væru í burtu. Það leizt mér mjög vel á og sögðum við honum, um leið og við kvöddumst, að við skyldum vera henni innanhandar, ef eitthvað kæmi upp. Nokkrum sinnum veifuðum við í Brúnhildi, þá er við sáum hana skjótast milli bíls og húss. Fyrir tveimur vikun skundaði hún svo yfír á okkar lóð, þar sem við vor- um að klippa tré og í humátt á eftir henni skokkaði lítill maður og fínlegur. Hún kynnti okkur fyrir honum. Hét hann dr. Kenner og sagði hún hann vera lækni og jafnframt vin sinn. Hann rétti fram hvíta, fíngerða höndina og ég þorði varla að taka í hana. Ég ímyndaði mér að hann væri heila- skurðlæknir og passaði mig á því að skadda ekki atvinnutæki hans. Sagðist Brúnhilda fara í frí eft- ir viku og ætlaði dr. Kenner að vera í húsinu á meðan. Við kváð- um það gott vera og sögðum eins og áður, að við skyldum líka vera honum innanhandar. Næsta morgun, þegar ég fór í vinnuna, tók ég eftir því, að bíll heilaskurð- læknisins stóð enn fyrir framan fasteign Wolfgangs. Brúnhilda hefir líklega verið að sýna honum húsið og kenna honum á öll tók og tæki. Tíminn hefir eflaust flog- ið og áður en þau hafa vitað af verið komið kvöld og hún hefir þá boðið honum að sofa í sófanum í stofunni, frekar en að fara að keyra í myrkrinu. Svoleiðis er mjög algengt hérna i henni Amer- íku. Eitthvað hefi ég verið að hugsa um fólkið í húsinu við hliðina, því næstu nótt dreymdi mig skrítinn <■ draum. Mér fannst ég vera fyrir framan hús eitt að dunda. Þá kom dr. Kenner til mín og nú ver hann með nýjan kvenmann með sér. Tók ég strax eftir því, að læknir- inn var með hægri hendina í fatla. Ég spurði, hvað komið hefði fyrir. „Brúnhilda kvaddi mig með handabandi, þegar hún fór í frí- ið,“ sagði hann. Athyglin beindist nú að kon- unni, sem reyndist undurfögur vera, af Asíukyni, auðvitað í svörtum aðskomum kjól, stuttum, með klauf upp á mitt læri og svo var hún á háum hælum þar til viðbótar. Andlitið var frítt, hárið svart og þykkt og í því lifandi blóm. Heilaskurðlænirinn tók til máls: „Þetta er Susie Wong, vin- kona mín. Hún ætlar að passa húsið, þegar ég fer í sumarfrí og ég ætla bara að biðja ykkur að vera henni innanhandar ...“ Frá jógastöðinni Heimsljósi, Ármúla 15 Vöðvabólga, vöðvaverkir, höfuð- verkur, bakverkur og síþreyta eru algengir kvillar sem hrjá okk- ur í núb'ma þjóðfélagi. Kripalujóga hefur gefið góða raun og hentar flestum, óháð aldri og Iffsskoðunum. Tveggja vikna vel- líðunarnámskeið hefst fimmtu- daginn 13. júlí. Leiðbeinandi Helga Mogensen. Þriggja vikna byrjendanámskeið hefst mánu- daginn 10. júlí. Leiðbeinandi Jenný Guðmundsdóttir. Upplýsingar og skráning í síma 588 9181 og einnig i símsvara. Samkoma í Breiðholtskirkju í kvöld kl. 20.00. Ragnar Snær Karlsson predikar. Mikil lofgjörð og fyrirbaenir. Allir velkomnir. Jesús sagði: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að læri- sveinum." Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma kl. 20.00. Mikill og fjölbreyttur söngur. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðis- r| herinn Kirkjustrætí 2 Hjálpræðissamkoma kl. 20.00, Áslaug Haugland stjórnar og Ragnheiður Ármannsdóttir talar. Allir velkomnir. Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. VEGURINN Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Samkoma f kvöld kl. 20.00. Ræðumaður Eiður H. Einarsson. Allir hjartanlega velkomnir. Sumarferð skíðadeildar ÍR Farið verður í Kerling- arfjöll 14.-16. júlí. Upplýsingar hjá Sínu í sfma 566-6794. Ferðanefnd. Kristið samfélag Samkoma í Góðtemplarahúsinu, Suðurgötu 7, Hafnarfirði, í dag kl. 16.30. Allir velkomnir. Grensásvegi 8 Samkoma í dag kl. 11.00 Allir hjartanlega velkomnir! Sjónvarpsútsending á OMEGA kl. 16.30. A uMm'kka 2 . Kopiuvúur Sunnudagur: Samkoma í dag kl. 16.30. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Núpstaðaskógur-Skaftafell Fjögurra daga gönguferð um stórglæsilega náttúru. Brottför alla fimmtudaga i júlí og ágúst. Sfmi 854 2959 ogfax 551 1392. fomhjólp Samkoma í Þríbúðum, Hverfis- götu 42, í dag kl. 16. Fjölbreytt- ur söngur. Samhjálparkórinn tekur lagið. Vitnisburðir. Barna- gæsla. Ræðumaður Kristinn Ólason. Kaffi að lokinni sam- komu. Allir velkomnir. Fimmtudagur: Tjáning kl. 19. Bænastund kl. 20.15. Sunnudagur: Samkoma kl. 16.00. Samhjálp. Frá Guðspeki- félaginu Ingólfsstræti 22 Áskriftarsími Ganglera er 896-2070 Þriðjudaginn 4. júlí kl. 20 mun Willy Kuijperfrá Marinus Institut í Danmörku flytja opinbert erindi er nefnist "Endurfæðing-fmynd- un, möguleiki eða raunveru- leiki", f húsi félagsins í Ingólfs- stræti 22. Fyrirlesturinn férfram á dönsku. Eftir erindið verður sýnt myndband um líf Martinus- ar og lífsviðhorf. Hallveigarstig 1 • simi 614330 Dagsferð sunnud. 2. júli' Kl. 10.30 Kvfgindisfell. Dagsferð laugard. 8. júli Kl. 9.00 Kálfstindar, fjallasyrpa 3. áfangi. Dagsferð laugard. 8. júlí Kl. 9.00 Eilífsdalur, Unglingadeildarferð. Dagsferð sunnud. 9. júlí Kl. 10.30 Ketilsstígur-Seltún. Brottför frá BSÍ bensínsölu. Miðar við rútu. Einnig uppl. f textavarpi bl. 616. Helgina7.-9. júlí 1. Eiríksjökull (1675 m.y.s.) Gengið á Eiríksjökul, hæsta fjall á vesturhelmingi landsins. Fararstjóri Reynir Sigurðsson. 2. Hellaskoðun í Hallmundarhrauni Skemmtileg ferð fyrir alla fjölskylduna. Hellar skoðaðir, farið i sund, göngu og leiki. Fararstjóri Fríða Hjálmarsdóttir. 3. Fimmvörðuháls-Básar Kl. 20.00 ekiö að Skógum, Gengið upp á Fimmvörðuháls, gist þar í skála. Gengið niður í Bása, gist þar í tjaldi. Fararstjóri Eyrún Ósk Jensdóttir. 4. Fimmvörðuháls 8.-9. Júlf Fullbókað er í ferðina. Miðar óskast sóttir. 5. Básar i Þórsmörk. Útivist. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SÍMI 568-2533 Dagsferðir F.í. sunnudaginn 2. júlí: 1) Kl. 08.00 Þórsmörk: Dags- ferð. Verð kr. 2.700 sumarleyfis- gestir. (Ath. dvöl f Þórsmörk, hagstætt verð). 2) Kl. 08.00 Fagraskógarfjall í Hnappadal (640 m) vestan við mynni Hítardals. Austan í þvf er Grettisbæli. Munið skrásetn- ingu í Fjallabókina. 3) Kl. 08.00 Eyöibýli í Kolbeins- staðahreppi. Fróðleg ferð um fáfarnar slóðir. Verð kr. 2.500. 4) Kl. 13.00 Marardalur - Nesjavallavegur. Marardalur er sporöskjulöguð sigdæld i hálsi vestur af Hengli, undir Skeggja. Verð kr. 1.200. Miðvikudaginn 5. júlf: 1) Kl. 08.00 Þórsmörk - dags- ferð. 2) Kl. 20.00 verður kvöldganga að Draugatjörn, sunnan Hús- múla. Brottför í dagsferöirnar er frá Umferðarmiöstöðinni, austan- megin og Mörkinni 6. Helgarferðir 7.-9. júií 1) Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs- skál/tjöldum. Gönguferðir. 2) Þjófakrókur - Langjökull - Hagavatn (næturganga á skíðum). 3) Landmannalaugar - Háalda. Gist í sæluhúsi F.l. í Laugum. 4) Yfir Fimmvörðuháls. Gengið frá Þórsmörk yfir að Skógum. Gist f Þórsmörk. Sumarleyfisferðir: Nokkur sæti laus í „Laugavegs- ferðir" 5. júlí og 7. júlí. Hornstrandir: 13.-21. júlí Húsferð: Ystu strandir norðan Djúps. Farar- stjóri: Stefanía Hjartardóttir. 19.-27. júlf Hornvík - Reyðar- fjörður. Gengið á fjórum dögum um Austurstrandir, þ.e. frá Hornvfk um Barösvík og Furu- fjörð til Reykjafjarðar. Farastjóri: Jóhannes Kristjáns- son. 15.-20. júlf Borgarfjörður eystri - Loðmundarfjörður. Stuttar og langar gönguferðir. Gist að Stapa. Farastjóri: Sigurður Krist- insson. 15.-20. júlf Bakpokaferð: Borg- arfjörður eysti-Seyðisfjörður. Fá sæti laus. Fararstjóri: ína Gisladóttir. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.Í., Mörkinni 6. Ferðafélag íslands. Sumarleyfisferðir 4. -9. júli. Landmanna- laugar-Básar. Örfá sæti laus vegna forfalla. Miöar óskast sóttir. Fararstjóri Árni Jóhannsson. 5. -9. júlí Djúpárdalur- Núpsstaðarskógur. Gengið verður að Græna- lóni, um Eystrafjall í Súlna- dal að Súlutindum og dvalið í Núpsstaðarskógi. Bak- pokaferð, gist í tjöldum. Far- arstjóri: Sigurður Sigurðar- son. Athugið, undirbúnings- fundur 3. júlí kl. 17.00 á Hallveigarstíg. 7.-15. júlí Vatnajökull. Fullbókað er í ferðina. Miðar óskast sóttir. Fararstjóri Jósef Hólmjárn. Undirbún- ingsfundur 4. júlí Kl. 18.00 á Hallveigarstíg 1. 7.-12. júlí Eyðifirðir Austfjarða. Gengið milli Norðfjarðar og Reyðarfjarðar. Ævintýraleg ferð um stórbrotið og áhugavert svæði. Tjaldað í Víðfirði, Sandvík. Vöðlavík og við Karlsskála í Reyðar- firði. Fararstjóri Óli Þór Hilmarsson. Undirbúnings- fundur 5. júlí. kl. 17.30 á Hallveigarstíg 1. 13.-16. júlí Emstrur-Básar. Gengið um austanveröar Emstrur, um innanverða Almenninga og um gljúfur og klettaþröng inn á Þórs- mörk. Stuttar dagleiðir, ný gönguleið um skemmtilegt svæði. Fararstjóri Óli Þór Hilmarsson. 13.-16. júií Snæfellsnesfjallgarður. Óvenjuleg gönguferð eftir endilöngum Snæfellsnes- fjallgarði frá Kerlingaskarði að Fróðárheiði. Fagurt út- sýni. Áhugaverð jarðfræði. 17. -24. júlí Hornvík-Reykjafjörður. 18. -24. júlí. Úr Djúpi að Dröngum í Reykjafjörð. 20.-24. júlí Reykjafjörður. 22.-27. júli Hrútafjörður- Árnarvatn-Víðidalur. Upplýsingar og miðasala á skrifstofu Útivistar. Útivist. ATVINNA Barnastjarna Kvikmyndafélag í Reykjavík leitar að strák á aldrinum 6-8 ára til þess að ieika aöalhlutverk f barnamynd. Við leitum að skemmtilegum og hugrökkum strák með góða leikhæfileika og persónutöfra. Vinsamlegast sendið inn ábendingar til af- greiðslu Mbl. með greinargóð- um upplýsingum og Ijósmynd eða myndbandsupptöku af stráknum, merk;„Góður leikari- “fyrir 7. júlí nk. Ef þörf er á nán- ari upplýsingum er hægt að hringja i sfma 568 6853.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.