Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ1995 C 3 KAUPIN handsöluð utan við verkstæði ET í Reykjavík. Frá vinstri: Snorri Arnason frá Heklu, Rainer Jonsson sölustjóri hjá Scania í Svíþjóð, Einar Gíslason og Sverrir Sigfússon fram- kvæmdastjóri Heklu. ET hf • kaupir Scania vörubíla af Heklu FLUTNINGA- og þjónustufyrir- tækið ET hf. í Reykjavík hefur sam- ið við Heklu hf. um kaup á nýjum vörubflum frá Scania í Svíþjóð. Eru þegar ákveðin kaup á tveimur Scan- ia 143 Streamline dráttarbílum og fyrirhuguð kaup á þremur til viðbót- ar. Einar Gíslason, annar eigenda ET hf., segir að fyrirtækið hafi alls 34 bfla í þjónustu sinni og að hér sé um að ræða endurnýjun á hluta flotans en ekki viðbót. ET hf. annast jarðvegsvinnslu og hvers kyns flutningaþjónustu en segja má að gámaflutningar séu umfangsmestir. Þar fyrir utan rek- ur fyrirtækið verkstæði og vara- hlutaverslun og segir Einar að vara- hlutir hafi bæði verið keyptir af umboðum og beint frá framleiðend- um. Auk þess að þjóna eigin 34 bíla flota, þar af 25 Scania vörubfl- um, annast verkstæðið viðhalds- þjónustu á Renault vörubílum, al- mennt viðhald á vörubflum og gámaflutningabúnaði. Einar Gíslason hóf vörubílaakst- ur fyrir nærri 30 árum og bætti fljótlega bflum í flota sinn og stofn- aði fyrirtæki um þjónustuna en það var kringum 1980 þegar gámavæð- ing hófst að marki að umsvifin juk- ust verulega. Samstarfsmaður hans til margra ára, Tryggvi Aðalsteins- son, gerðist sfðan meðeigandi hans fyrir nokkrum árum. ■ CHRYSLER Atlantic er að sumu leyti afturhvarf til fjórða áratug- arins og ólíklegt að hann verði settur í framleiðslu. Amerískir ■m ■ %■■■%■ köqglar ÞRÍR kraftalegir sportbílar hafa vakið mikla athygli á bílasýningum í Bandaríkjunum að undanförnu, bílar sem gæla við ímyndunaraflið ekki síður en augað. Acura, sem er sjálfstætt fyrir- tæki í eigu Honda og framleiðir fyrir Bandaríkjamarkað, sýnir CL-X, tvennra dyra og fjögurra sæta sportbíl. Niðursveigður fram- endinn minnir dálítið á Camaro og Firebird og við fyrstu sýn virðist ólíklegt að fullorðinn maður geti setið beinn í baki í aftursætinu. Þó er hann sagður rúmbetri en Acura Legend Coupe. Þetta er fyrsti Ac- ura-framleiðslubíllinn af sportgerð sem er smíðaður í Bandaríkjunum. CL-X og fernra dyra útfærsla af honum fara í framleiðslu í Ohio vorið 1996. Vélin verður V-6 strokka sem smíðuð er í Ohio. Ac- ACURA CL-X er fyrsti Acura- framleiðslubíllinn sem er smíðað- ur í Bandaríkjunum. ura hefur einnig í hyggju að fram- leiða opinn bíl af þessari gerð. Chrysler Atlantic Svona á að gera hug- myndabíla, segja sumir. Láta allar hugmyndir um hagkvæmni og framleiðslu um lönd og leið og leyfa hönnuðum að spreyta sig í frjálsum spuna. Útkoman er er Atlantic. Framendinn minnir reyndar meira á 1937 árgerð af Ford en nokkurn af klassískum bíl- um Chrysler frá fjórða áratugnum. Þessi stóri bíll vakti engu að síður einna mesta athygli á stærstu bíla- sýningunni í Bandaríkjunum í Detroit þegar hann var frumsýndur þar í janúar. Vélin er fjögurra lítra, 8 strokka línuvél (reyndar gerð úr tveimur 2ja Iítra, 4 strokka DOHC vélum) og þykir hún sjálf æði ævin- týraleg hönnun. En hún er kraft- mikil og er sögð gefa frá sér skemmtileg hljóð. Atlantic er á 21 tommu hjólbörðum að framan og 22 tommu að aftan og sæti eru fyrir fjóra fullorðna í bílnum. Afar ólíklegt þykir að Atlantic verði nokkurn tíma íjöldaframleiddur en þess ber þó að geta að það þótti EAGLE Jazz, fernra dyra hlaðbakur. líka fjarska ósennilegt þegar Viper kom fyrst fram sem hugmyndabíll að hann yrði settur í framleiðslu sem þó varð raunin. Eagle Jazz Eagle Jazz er fernra dyra hlað- bakur sem þykir draga sterkan dám af Porsche 911 en þó með ramman Eagle framsvip. Innanrýmið er yfrið nóg fyrir heila fjölskyldu en því má einkum þakka „cab-forward“ hönnuninni sem í Eagle er áber- andi. Að innan eru rafstýringar á öllu sem í venjulegum bílum er auk margra raftækninýjunga. ■ Fornbílar í Árbæjar- safni FORNBÍLAKLÚBBUR íslands held- ur sína árvissu eðalvagnasýningu í Árbæjarsafni í dag, 2. júlí. Sýndar verða glæsikerrur og eðalvagnar frá 3. áratugnum og fram til 1960. Auk eðalvagnanna má líta jeppa og voru- bíla. Félagar í Fombflaklúbbnum og sérfræðingar á hans vegum verða á staðnum til skrafs og ráðagerða. Bömum verður boðið í bfltúr um safn- svæðið í pallbfl. Háð verður keppni í kassabílarallí. Árbæjarsafn mun einn- ig sýna úr safni sínu slökkviliðsbíla, allt frá hestakerrum til vélfáka, auk gamla gufuvaltarans Bríeti og eim- reiðinni Pionér frá árinu 1892. ■ QH *—4—r~] f pl 1 láf,- Bílaf lutningavagn í þjónustu Heklu HEKLA hf. hefur fram til þessa ekið bílum til kynningar um landið en nú hefur fyrirtækið tekið nútí- matækni í þjónustu sína og flytur bílana á sérbúnum bílaflutninga- vagni á sýnignarstaðina. Þar eru þeir teknir af vagninum á ör- skammri stund og boðnir til skoðun- ar og reynsluaksturs. Á myndinni er bílaflutningavagninn en sýning- arbílarnir eru frá fimm framleiðend- um, þ.e. Scania í Svíþjóð, Volkswagen og Audi í Þýskalandi, Mitsubishi í Japan og Kia frá Suður- Kóreu. ■ r UJKD Galaxy smiðaður í samvmnu við VW nýrri verksmiðju í Portúgal. Hvernig farnqst f jölnotabílum í Evrópu? Sagðir 50% ódýr ari í vestanhaf s BÍLAFRAMLEIÐENDUR hafa lagt tugmilljarða króna undir í íjölnota- bílavæðingu í Evrópu og vonast þeir til að viðtökur Evrópubúa á fjölnota- bílum verði jafn innilegar og í Bandaríkjunum. Fjölnotabílar, sem hafa sveigjanlega notkunarmögu- leika, eru í eðli sínu lúxusbílar sem taka allt upp í sjö manns í sæti. Skiptar skoðanir eru um hveijar við- tökurnar verða almennt í Evrópu. Meðmælendur segja að fjölnotabílar með breytilega sætaskipan og sætis- bekki sem hægt er að fjarlægja en aksturseiginleika fólksbíla muni höfða mun meira til kaupenda en hefðbundnir fólksbílar. Einmitt vegna sveigjanlegra notkunarmögu- leika muni þeir slá í gegn á síðari hluta tíunda áratugarins. Úrtölu- menn segja að fjölnotabílar séu dæmdir til að verða útskúfaðir í álf- unni vegna þess hvernig verðlagn- ingu þeirra er háttað og ekki síst vegna þess hve frekir þeir eru á elds- neytið. Þeir benda einnig á að sex manna fjölskyldur með tvo hunda sé æ fátíðari í nútímasamfélagi en til vara benda þeir á að ef svo ólík- lega vildi til að fjölnotabílar nytu hylli yrði það aðeins á kostnað ann- arra bílaflokka, eins og t.d. fjórhjóla- drifsbíla og langbaka. Of mikil bjartsýnf rlkjandi Fjölnotabílar hafa verið góð sölu- vara í Bandaríkjunum þar sem þeir eru kallaðir „minivan". í byijun níunda áratugarins seldust þeir nán- ast ekki þar en í fyrra nam salan 1,2 milljón bílum. Sérfræðingar telja ólíklegt að sagan endurtaki sig í Evrópu og að spár um markað upp á eina milljón bíla á ári séu ekki á rökum reistar. Þess í stað telja þeir líklegt að upp úr næstu aldamótum verði unnt að selja á bilinu 300 til 550 þúsund bíla á ári. CITROEN Evasion Turbo D. VW Sharan er fyrsti fjöl- notabíll VW og er smíðaður í Portúgal. Þrátt fyrir allar hrakspár halda bílframleiðendur sínu striki og á bíla- sýningunni í Genf voru sýndir fjöl- margir fjölnotabílar, þar á meðal VW Sharan og Ford Galaxy sem er ávöxtur samstarfsverkefnis Ford og VW. Bílarnir eru smíðaðir í sameig- inlegum verksmiðjum fyrirtækjanna í Portúgal sem kostaði 1,8 milljarð bandaríkjadollara að reisa. Öll evrópsku bílafyrirtækin fram- leiða fjölnotabíla, að undanskildu GM í Evrópu sem flytur inn sinn bíl frá Bandaríkjunum. Renault Espace er söluhæsti bíllinn á þessum mark- aði með um 40% allrar sölunnar en á síðasta ári seldust í allt 200 þús- und fjölnotabílar í Evrópu. Peter Schmidt annar tveggja framkvæmdastjóra ráðgjafafyrir- tækisins Automotive Industry Data segir að framleiðendur séu á hálum ís. „Það er ólíklegt að fjölnotabíla- markaðurinn í Evrópu taki við sér meðan bílarnir eru boðnir á þessu verði. Framleiðendur verðleggja þá of hátt, þeir eru ágjarnir. Eg spái því að verði verðlagningin í Evrópu ekki á skynsamari nótum takist Ford og VW ekki að halda úti nema þriggja daga vinnuviku í verksmiðj- unni í Portúgal innan eins árs, þegar mesta nýjabrumið er farið af bílun- um,“ segir Schmidt. Schmidt segir að verð á fjölnota- bíl í Evrópu sé á milli 40-50% hærra en á sams konar bíl í Bandaríkjun- um. John Lawson hjá ráðgjafafyrir- tækinu McGraw Hiil’s í London, seg- ir að framleiðendur hafi nú end- urmetið söluspárnar og séu komnir niður á jörðina. Hann segir að 400 þúsund bílar seljist á þessum mark- aði næstu árin. Hann bendir einnig á að nýlegar skattahækkanir á elds- neyti í Evrópu hafi skaðað þennan markað og að öll söluaukning á fjöl- notabílum muni koma fram í minni sölu á fjórhjóladrifsbilum, og nefnir hann til sögunnar Mitsubishi Pajero, Range Rover og Volvo langbaka. I Bandaríkjunum hafi Ijölnotabíll oft- ast verið hrein viðbót við fjölskyldu- bílaflotann. ■ Alkóhóllás gegn ölv- unarakstri ALKÓHÓLLÁS er nýr búnaður í baráttunni gegn ölvunarakstri. Búnaðurinn hefur verið tekinn í notkun í 30 ríkjum Bandaríkjanna og í nokkrum fylkjum í Kanada. Svíar ætla einnig að taka búnaðinn í notkun í Stokkhólmi. Alkóhóllás mælir á mjög nákvæman hátt alkóhól innihald í útöndun öku- manns. Sé það yfir vissum mörk- um sér búnaðurinn til þess að ekki er hægt að ræsa bílvélina. Skynrænn tölvubúnaður í bílnum stýrir þessu og skráir jafnframt niður allar tilraunir sem ökumaður gerir til þess að ræsa bílinn eftir neyslu áfengis og til þess að af- tengja búnaðinn. Auk þess að anda í alkóhóllás- inn verður ökumaðurinn að hósta í tækið en með því móti á ekki að vera hægt að plata það með því að dæla lofti úr pumpu í það. Búnaðurinn getur beðið um nýtt próf hvenær sem er þegar á akstri sténdur. Verði ökumaðurinn ekki við því fer bílflautan í gang og bíllinn stöðvast innan þriggja mín- útna. Morgunblaðið/jt VOTTORÐ um skoðunina prentað út. Skoða um 70 bíla á dag NÝJA bílaskoðunarstöðin í Reykja- vík, Athugun, hefur nú verið starf- rækt í hálfan annan mánuð og hafa að jafnaði verið skoðaðir kringum 70 bílar á dag. Jóhannes Jóhannes- son framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir aðsóknina hafa verið eins og við var búist. Skoðunarstöðin er til húsa við Klettagarða 11. Skoðunarmenn eru fimm og í móttöku starfa tveir starfsmenn. Aðaleigendur fyrirtækisins eru Ein- ar Gíslason og Tryggvi Aðalsteins- son en stofnaðilar eru fimmtán. Hægt er að skoða fjóra bíla í senn, þqá fólksbíla og einn vörubíl af stærstu gerð eða allt að 20 metra langan og eru allir skoðunarmenn jafnvígir á hverja tegund bíls. Verð- ið hjá Athugun er 10% lægra en útgefin verðskrá ráðuneytisins mæl- ir fyrir um. Jóhannes Jóhannesson segir að allir starfsmenn temji sér sams kon- ar vinnulag við skoðunina en með því megi tryggja sem best góðan árangur og kvaðst hann í upphafi hafa lagt á það megin áherslu í þjálf- un starfsmanna að öll handtök verði nánast eins og vélræn. Nú þegar menn væru búnir að ná leikni væri hraðinn að aukast og tekur að með- altali 7-8 mínútur að skoða fólksbíl. Forráðamenn Athugunar hyggj- ast byggja nýtt hús fyrir skoðunar- stöðina á lóðinni við Klettagarða og er ráðgert að hefja framkvæmdir á þessu ári. ■ ALKÓHÓLLÁS mælir alkóhólinnihald í útöndun ökumanns og læsir vélinni ef það er yfir vissum mörkum. Alkóhóllás en missa skírteinið ella I Bandaríkjunum er ökumönn- um sem hafa verið gripnir við ölv- unarakstur gefinn kostur á því að setja upp þennan búnaði í bílum sínum en missa ökuskírteinið ella. Þiggi hann boðið fær hann sér- stakt ökuskírteini með ýmsum tak- mörkunum, m.a. þeim að hann má vænta refsingar fyrir að aka öðrum bíl en þeim með alkóhól- lásnum. Ökumaðurinn fer síðan á reglulegum fresti í eftirlit þar sem upplýsingar frá alkóhóllásnum eru lesnar. Niðurstöðurnar geta síðan haft áhrif á það hve lengi viðkom- andi ökumaður fær að aka með þessum skilmálum. Eina leiðin til þess að fara í kringum þetta kerfi er að hafa ódrukkinn farþega í framsæti sem sér um að gefa önd- unarpróf. Þessi búnaður er dýr og öku- maðurinn sjálfur verður að bera allan kostnað af honum. Búnaður- inn er leigður út og í Svíþjóð verð- ur mánaðarleigan rétt um 10 þús- und ÍSK, þ.e. leigan á búnaðinum og kostnaður við eftirlitið. ■ WP VARAHLUTIR r fyrir japanska bíla Tímareimar - Viftureimar - Kúplingar - Bremsuhlutir - Þurrkur Hljóllegusett - Bensíndælur - Vatnsdælur - Pakkningasett Kertaþræðir - Olíurofar - Hitarofar - Framlugtir - Öxulliðir Öxulhosur - Demparar - Aukahlutir - Sendum út á land SMIÐJUVEGUR 24 C 200 Kópavogi SÍMI 587 0240 — FAX 587 0250 TILBOÐ ÓSKAST í Jeep Grand Cherokee Laredo 4x4 (4 dyra) 8 cyl., árgerð '93 (ekinn 8 þús. mílur), Chevrolet Blazer S - 10 Sport 4x4 árgerð 90, Plymouth Sundance árgerð '89, Ford Bronco U - 15 XLT 4x4 árgerð ’88 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 4. júlí kl. 12-15. Ennfremur óskast tilþoð í G.M.C. tankbifreið m/dieselvél 5000 gal. árgerð 77. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.