Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ w, PEUGEOT 306 SL er fremur hefðbundinn bfll í millistærðarflokki. Bíllinn er traustur í akstri og með stórt farangursrými. Peugeot 306 SL - yfirlætis laus fólksbíll í millistærð Peugeot 306 SL f hnotskurn Vél: 4 strokkar, 1360 ccm, 75 hestöfl Framdrif Beinskiptur, fímm gíra Bremsur: Diskar fram- an, skálar aftan, hjálp- arátak Fjöðrun að framan: McPherson gormaijöðrun Fjöðrun að aftan: Snúningsstangir Dekkjastærð: 165/70R13 Lengd: 4,232 m Breidd: 1,689 m Hæð: 1,380 m Hjólhaf: 2,580 m Beygjuradíus: 5,5 m Þyngd: 1.040 kg Burðargeta: 525 kg Stærð bensíntanks: 60 lítrar Hámarkshraði 165 km Hröðun úr kyrrstöðu í 100 km: 14,9 sek. Uppgefin bensíneyðsla á jöfnum 90 km/klst: 5 1/100 km Uppgefin innanbæjar- eyðsla: 8,31/100 km Eldsneyti: 95/98 oct., blýlaust ■ HVAÐ er það sem meðaljón- inn athugar þegar hann kaupir bfl? Líklega er það fyrst útlit bílsins, síðan verð og ef hvort tveggja er viðun- andi þá er farið betur ofan í innviði farartækisins. í þessum pistli verður leit- ast við að lýsa hvemig bfllinn kemur hinum almenna öku- manni fyrir sjónir, en ekki gerð nein tæknileg úttekt á honum sem venjulegir ökumenn hafa yfirleitt engan áhuga á. Hins vegar fylgir greininni tölulegur listi fyrir þá sem vilja vita meira. Sterk Peugeot-einkennl Bfllinn sem hér er prófaður er Peugeot 306 SL, með 1360 rúm- sentimetra vél, beinni innspýt- ingu, 75 hestöfl, beinskiptur, 5 gíra. Ekki er hægt að segja að Peu- geot-verksmiðjumar hafí brotið neitt blað í sögu bílsins með fram- leiðslu þessa bíls og má segja að Peugeot 306 SL sé hinn dæmi- gerði miliistærðar fjölskyldubfll. Að ytra útliti ber hann sterk Peugeot-einkenni, sem koma t.d. fram í ljósum og bogadreginni sílsalínu sem er mjög sérstök, og erfítt er að mgla honum saman við aðrar bílategundir af svipaðri stærð. Hins vegar er ekkert sérstakt við Peugeot 306 SL að innan. Sumir gætu haldið því fram að innréttingin væri sígild, en hún er a.m.k. komin til ára sinna hvað útlit varðar og lítið í hana lagt. Sætin vom heldur mjúk og setan var fullstutt og því vantar stuðn- ing undir hné, bakið veitti ekki heldur stuðning á réttum stöðum. Undir áklæðinu aftan á sætisbök- um var einhver undarlegur gúlpur og í ljós kom að þar undir var komið fyrir nokkuð vönduðum sætishitumm. Armpúðar á fram- hurðum vom sérstaklega leið- inlegir, gripið utan um þá var allt- of framarlega og ekki vildi ég halda hurðinni í miklu roki. Hljóm- tækin í bflnum ollu nokkrum von- brigðum og er væntanlegum Morgunblaðið/Sverrir LÍTIÐ er lagt í mælaborðið í Peugeot 306 SL og innrétting öll er komin til ára sinna hvað útlit og hönnun varðar. kaupendum bent á að athuga hvað í boði er. Letinginn fyrir rúðu- þurrkumar er undir mælaborðinu og var hávaðinn í honum slíkur, þegar hann fór í gang og slökkti aftur, að það vantaði lítið upp á að hann væri jafn hávær stefnu- ljósunum. Taktvisst áreiti sem heyrist í gegnum útvarp, veghljóð og vindgnauð, sem var nokkuð ef ekið var á móti vindi. Ekið var í roki og rigningu en miðstöðin hafði vel undan að móðuhreinsa rúður. Á mölinni var granur um skrölt í vinstri framhurð sem ágerðist þegar á leið. Áreynslulaus í akstri Bíllinn var allur hinn þægileg- asti á vegi, rásfastur og nákvæm- ur í stýri. Hann þolir að aka í hryggjunum á malarvegum án þess að stýrinu sé haldið. Pjöðrun- in er mjúk og góð, en dempunin frekar lin og átti hann það til að taka dýfur ef honum var misboðið með hraða og holum. Afturfjöðr- unin er þannig gerð að hún hjálp- ar til við að stýra bflnum. Engin aukahljóð heyrðust frá fjöðranar- búnaði. Óvinur flestra framhjóladri- fínna bíla er brattar og holóttar malarbrekkur og var þessi bíll engin undantekning. Kvartaði hann svo mjög undan brekkunni að hann hrökk úr öðrum gír, en það hefði hann alls ekki átt að gera. Tilfinnlngin verAur að duga Útsýni um afturrúðu var ekki gott vegna hæðar á skottloki og hillu fyrir aftan sæti. Ekki er nokkur Ieið að sjá afturendann á bílnum, hvorki í baksýnis- né hlið- arspeglum, og verður tilfinningin að duga til að vita hvenær þú ert kominn upp að vegg þegar bakkað er í stæði, og við þröngar aðstæð- ur innanbæjar leggur bíllinn varla nóg á. Skottið er mjög rúmgott, 463 lítrar, og komust fjögur fólks- bfladekk þar auðveldlega fyrir auk farangurs. Miðað við stærð vélarinnar skil- aði bíllinn sínu þokkalega — það má taka skammlaust fram úr ef þörf krefur — en ekki er hægt að segja að hann sé sprækur. Þegar búið var að fullhlaða bílinn fólki og farangri var enginn af- gangur af aflinu í þjóðvegaakstri. Innanbæjar er aflið þó fullnægj- andi ef ökumaður er einn í bílnum. Nokkur hávaði og titringur kemur frá vélinni og einnig gírkassa og verður þess mest vart í átaki í lágu gíranum og sérstaklega áber- andi í innanbæjarakstri, en þó ekki fyrr en hann er orðinn vel heitur. Þá var fremur stíft að skipta'niður í fyrsta gír. í innan- bæjarakstri var hann þokkalega lipur en miðað við að bfllinn er búinn vökvastýri er hann varla nógu léttur í stýri. Staðal- og aukabúnaður Prufubíllinn var fímm dyra, Rósfastur, mjúk f jöörun, mjög rúmgott skott. Vökvostýri mætti vero léttaro og út- sýni um oft- urrúðu er tok- mnrknð. Sæti veito ekki næg- nn stuðning, hondgrip á örm- um er illo stoðsett, hóvær þurrkuletingi. búinn vökva- og veltistýri, styrkt- arbitum í hurðum og hvarfakút. Einnig er loftpúði í stýri, hiti í framsætum og hæð öryggisbelta og framljósa stillanleg. Lituð gler eru í rúðum. Með þessum búnaði kostar bíllinn 1.219 þúsund. Hægt er að fá hann með málmlit ef bætt er 18.000 krónum við verðið, útvarp/segulband ef bætt er við 24.000 krónum og álfelgur kosta 65.000. Með öllum þessum búnaði er verð bílsins komið upp í 1.326 þúsund. Hægt er að fá dýrari út- gáfur af bflnum með stærri vél, allt að 103 hestöfl, sjálfskiptingu, ABS-bremsum, lúxusinnréttingu o.fl., en þá er verðið komið í um eða yfir 1.600 þúsund. Góðlr aksturselginlelkar Þessi bíll virkar nokkuð traust- vekjandi og aksturseiginleikar hans era mjög góðir. Hann var bæði traustur og mjúkur á vegi og refsaði ekki fyrir mistökin. Gírskipting, kúpling og bremsur voru létt og lipur. Innrétting og sæti hefðu mátt vera betur úr garði gerð og letinginn fyrir þurrkurnar hljóðlátari. Viðkynn- ing við þennan bíl var þrautalaus og viðkunnanleg en vöktu enga ofsahrifningu hjá undirritaðri. ■ Gudlaug S. Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.