Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 1
OKKAR MENN JMtrcgtittfifafrft ■ PPPV 4 já [7 i « 1 y 1 ÍM J * Ly FRÉTTARITARAR og nokkrir starfsmenn Morgunblaðsins stilla sér upp til myndatöku fyrir framan Morgunblaðshúsið eftir aðalfund Okkar manna og afhendingu verðlauna í ljósmyndasamkeppni félagsins 13. maí sl. Morgunblaðið/Sverrir Tíu ár frá stofnun Okkar manna ÍU ár eru á þessu ári liðin frá stofnun Okkar manna, félags fréttarit- ara Morgunblaðsins. Fréttaritararnir eru hátt í 100 tals- ins og starfa um allt landið. í þess- um blaðauka eru fréttaritararnir kynntir og sagt frá störfum þeirra og félagsins með viðtölum og á annan hátt. Morgunblaðið hefur frá fyrsta degi lagt áherslu á að birta fréttir af landsbyggðinni og alltaf haft á að skipa fréttariturum víða um landið. Margir þeirra hafa starfað lengi við blaðið. Sá sem lengst hefur verið að er Sigurður Pétur Björnsson, Silli á Húsavík. Hann var ráðinn fréttaritari árið 1936 og er enn í fullu fjöri sem fréttarit- ari. Hann hefur því verið fréttarit- ari í nærri því 60 ár af þeim lið- lega 80 sem blaðið hefur starfað og allir þeir starfsmenn Morgun- blaðsins sem þar voru þegaj- Silli varð fréttaritari eru löngu íiættir. Nokkrir aðrir fréttaritarar hafa unnið lengi að fréttaskrifum. Einn af þekktustu fréttariturunum, Björn Jónsson í Bæ á Höfða- strönd, hóf störf um svipað leyti og Sig- urður Pétur eða litlu fyrr og starfaði óslitið til dauða- dags, árið 1989. Árni Helgason í Stykkishólmi hefur sent fréttir frá 1943 og er enn í hópi duglegustu frétta- ritara Morgun- blaðsins. Skrifin efldust Fréttaritararnir höfðu ekki með sér formlegan félags- skap fyrr en fyrir tíu árum. „Mér datt í hug hvort það væri ekki þess virði að stofna einhvers konar féiag til að efla innbyrðis sam- band fréttaritar- anna og ekki síður að efla blaðið,“ segir Helgi Kristjánsson, fréttarit- ari í Olafsvík, i nýlegu fréttabréfi félagsins en hann átti hugmyndina að stofnun félags fréttaritaranna fyr- ir tíu árum. Vel var tekið í hugmyndina og var félagið stofnað 12. apríl 1985. „Það fer ekki rnilli mála að þetta framtak okkar efldi skrifin. Á þessum tíma var stöðug hvatning frá blað- inu til fréttaritara um að senda meira efni. Allt hafði þetta áhrif og blað- ið tók afgerandi forystu í skrifum utan af landi,“ segir Helgi. Tilgangur fé- lagsins er að efla og treysta frétta- öflun fyrir Morg- unblaðið og vinna að hágsmunum fréttaritara. Félagið hefur í sam- vinnu við blaðið fylgt þessu leiðar- ljósi. Fyrstu árin var sérstök áhersla lögð á fræðslumálin. Morgunblaðið hélt fjölmörg fræðslunámskeið fyrir fréttaritara og bauð þeim í skipulagða starfs- kynningu á blaðið. Félagið hefur frá upphafi gefið út fréttabréf og eru þau nú orðin yfir 50 alls. Þar er fræðsluefni komið á framfæri, birt skilaboð frá ritstjórn Morgun- blaðsins og sagt frá störfum fé- lagsins og ýmsum áföngum í lífi fréttaritaranna. Félagið hefur tvisvar efnt til samkeppni um bestu ljósmyndir fréttaritara og unnið að kjaramálum fréttaritara- hópsins. Stjórnarmenn Ulfar Ágústsson á Isafirði var kjörinn fyrsti formaður stjórnar Okkar manna og með honum í stjórn þeir Helgi Kristjánsson í Olafsvík en hann var gjaldkeri og Ólafur Guðmundsson á Egilsstöð- uín ritari. Eftir tvö ár var Sigurð- ur Jónsson á Selfossi kosinn for- maður og með honum Jón Sigurðs- son á Blönduósi gjaldkeri og Jón Gunnlaugsson á Akranesi ritari. Helgi Bjarnason blaðamaður hefur starfað með stjórninni frá upphafi. Kveðj a frá rit- stjórum Fréttaritarar Morgunblaðsins hafa frá fyrsta fari verið helztu tengsl blaðsins við landsbyggðina og hefur starf þeirra ávallt verið ómetanlegur þáttur í ritstjórn þess. Til þessara starfa hafa val- izt margir ágætir fréttamenn sem liafa sinnt þörfum blaðsins og les- enda þess, jafnframt því sem þeir hafa verið einn mikilvægasti hlekkur byggðalaganna við þjóð- lífið allt og samtíð okkar. Á tíu ára afmæli Okkar manna er því full ástæða til að þakka þessi störf og fagna góðum samskiptum Morgunblaðsins við allt landið. Það voru ekki sízt tímamót þegar félag Okkar tnanna var stofnað og skulu þeini öllum sem að því stóðu færðar sérstakar þakkir á þessu fyrsta merkisafmæli félags- ins. Það er engin tilviljun að Morgunblaðið hefur verið kallað Blað allra landsmanna, en án fréttaritaranna á landsbyggðinni hefði slíkunt áfanga ekki verið náð. Ritstjórar Morgunblaðsins senda ölluni fréttariturum blaðs- ins kveðju og þakklæti af þessu tilefni og vona að samskiptin verði áfram jafngóð og verið hef- ur, blaðinu til góðs, lcsendum til fróðleiks og landinu öllu til fram- gangs og farsældar. Látið fréttarit- ara vita MIKILVÆGT er fyrir fréttaritara að halda sem bestu sambandi við íbúa staðanna sem þeir þjóna og reyna þeir það eins og best þeir geta. Þeir frétta þó ekki ajla hluti. Því er mikilvægt að fólk láti fréttaritara sína vita strax um alla fréttnæma atburði. Það hjálpar þeim og Morgun- blaöinu aö þjóna lesend- um blaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.