Morgunblaðið - 04.07.1995, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.07.1995, Qupperneq 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Verðlauna- hafar í ljós- mynda- samkeppni OKKAR menn hafa tvisvar efnt til ljósmyndasamkeppni frétta- ritara Morgnnblaðsins, annars vegar fyrir árin 1991-92 og hins vegar fyrir árin 1993-94. I fyrri keppninni bar Sigur- geir Jónasson í Vestmannaeyj- um sigur úr býtum fyrir mynd- ina Eldhafið. Ágúst Blöndal í Neskaupstað varð hlutskarpast- ur í síðari keppninni með mynd- ina Frækilegt björgunarafrek. Ljósmyndir úr þessum keppn- um voru settar upp á sýningu í anddyri Morgunblaðshússins og fóru síðar út um land. Sýn- ingin Til sjós og lands gengur einmitt milli staða um þessar mundir. Á efri myndinni sem tekin var eftir afhendingu viðurkenningu fyrir ljósmyndasamkeppnina 1991-92 eru verðlaunahafamir, þeir sem tóku við viðurkenning- um fyrir þá, dómnefnd og rit- stjóri Morgunblaðsins. Þau eru frá vinstri: Frey- steinn Jóhannsson, Sigríður Óskarsdóttir, Ragnar Axelsson, Júlíus Sigurjónsson, Matthías Johannessen, Alfons Finnsson í Ólafsvík, Ágúst Ágústsson og Anna María Ágústsdóttir sem tóku við verðlaunum Róberts Schmidt á Bíldudal, Sigurgeir Jónasson í Vestmannaeyjum, Úlfar Ágústsson á ísafirði, Vil- mundur Hansen í Trékyllisvík, Hólmfríður Vala og Margrét HrÖnn Svavarsdætur sem tóku við verðlaunum Svavars B. Magnússonar á Ólafsfirði, Sig- urður Jónsson á Selfossi og Theodór Kr. Þórðarson í Borg- arnesi. Hallgrímur Magnússon í Grundarfirði fékk einnig verð- laun en hann gat ekki verið við- staddur verðlaunaafhending- una. Neðri myndin var tekin í vor eftir að afhent höfðu verið verð- laun í samkeppninni 1993-94 og þar em verðlaunahafar, fulltrú- ar þeirra og dómnefnd. Sigríður Óskarsdóttir, Jóhanna Jóhanns- dóttir sem tók við verðlaunum Benedikts Jóhannssonar á Eski- firði, Ingibjörg Ólafsdóttir, Freysteinn Jóhannsson, Sigur- björg og Auður Gunnarsdætur sem tóku við verðlaunum Gunn- ars Hallssonar í Bolungarvík, Úlfar Ágústsson á ísafirði, Ellen Kristjánsdóttir sem tók við verðlaunum Péturs Krislj- ánssonar á Seyðisfirði, Sigrún Sveinbjörnsdóttir á Höfn, Theo- dór Kr. Þórðarson í Borgar- nesi, Gunnar Rúnar Eyjólfsson sem tók við verðlaunum Eyjólfs M. Guðmundssonar í Vogum, Jónas Erlendsson í Fagradal, Alfons Finnsson í Ólafsvík, Jón Sigurðsson á Blönduósi, Sig- urður Aðalsteinsson á Vað- brekku, Ágúst Blöndal í Nes- kaupstað, Sigurgeir Jónasson í Vestmannaeyjum, Sigurður Sigmundsson í Syðra-Lang- holti, Sigurgeir Svavarsson sem tók við verðlaunum Svavars B. Magnússonar á Ólafsfirði, Kári Jónsson sem tók við verðlaun- um Sigurðar Jónssonar á Sel- fossi og Sigtryggur Sigtryggs- son. Teiknar upp kirkjugarða og skráir legstæði Sigurður Pétur Bjömsson, Silli, fréttaritari á Húsavík, hefur verið fréttaritari Morgun- blaðsins í 58 ár. 1 samtali við Helga Bjamason segir hann frá fréttaritara- starfínu og öðmm áhugamálum. Morgunblaðið/Pétur SIGURÐUR Pétur Bjömsson við útsaum. AÐ er mitt mesta lán hvað ég er vinnuglaður," segir Sigurður Pétur Björns- son, fréttaritari á Húsa- vík. Hann lét af störfum sem útibús- stjóri Landsbanka Íslands á Húsa- vík fyrir átta árum, þegar hann varð sjötugur, en hefur ekki setið auðum höndum síðan. Sigurður Pétur, eða Silli eins og hann er oftast nefndur, hefur verið fréttarit- ari Morgunblaðsins í 58 ár, eða frá því hann fór innan við tvítugt suður í Verslunarskólann og er hann sá fréttaritari blaðsins sem lengst hef- ur starfað. Silli segir að Valtýr Stefánsson ritstjóri hafi ráðið sig sem fréttarit- ara og jafnframt útsölumann í upp- hafí. Og hann bendir á að allir þeir starfsmenn sem þá voru við blaðið séu löngu hættir. „Eg man að þeg- ar skrifleg próf voru í Verslunar- skólanum kom ég við í afgreiðsl- unni hjá Ottesen til að fá blaðið og láta kennarann sem sat yfír í próf- inu fá. Kennarnir spurðu hvort ég hefði ekki komið við á Mogganum ef ég var ekki með blaðið með mér,“ segir Silli. „Haldið í mér lífinu“ Frá því hann hætti í bankanum hefur hann unnið mikið við að teikna upp kirkjugarða og skrá leg- stæði. Það tók hann þrjú ár að teikna upp garðinn á Húsavík og hann er nú búinn að teikna upp tíu kirkjugarða og alla heimagrafreiti í prófastsdæminu sem eru 21 tals- ins. Segir að nákvæmnin sé að minnsta kosti 95% í Húsavíkurgarð- inum og sumir segi 99%. Þetta starf hefur verið vanrækt. Sem dæmi má nefna að í kirkjugarðinum á Húsavík var einn maður skráður sem enn er lifandi og einn var bæði skráður grafinn á Húsavík og Skútustöðum. Þetta hefur verið mikið verk en það hefur haldið í mér lífinu." Sigurður Pétur hefur tekið mikið af ljósmyndum og er að skrá myndasafnið í tölvu sína um þessar mundir. Hefur komið í ljós að hann á meira af myndum en hann hélt. Þá hefur hann samið handrit að lit- skyggnumyndröðum. Semur hann texta um ákveðið viðfangsefni og lætur lesa inn á segulband. Mynd- irnar eru síðan sýndar á meðan textinn er spilaður af bandinu. Eitt verkefnið er „Kirkjur í Suður-Þing- eyjarsýslu" og annað er ,,Húsavík að 1100 árum liðnum“. „Eg lít að- eins á þetta sem heimildamyndir og er frekar tregur að sýna þær.“ Erfitt að meta fréttagildið Silli hefur haldið áfram að senda fréttir í Morgunblaðið og frekar aukið það eftir að hann hætti í bankanum. Hann segist vera mikið inni við að sinna áhugamálunum og frétti því ekki allt. „Menn eru ekki nógu duglegir að láta mig vita. Sömu menn geta svo móðgast yfír því að ekki sé sagt frá því sem þeir eru að gera. Ég tel að það sé mikils virði fyrir bæinn að Morgun- blaðið segi frá því sem hér gerist, þótt ég geti ekki hælt mér af dugn- aðinum við það. Helsta vandamálið er að meta fréttagildið, hvort at- burðurinn eigi erindi við alþjóð eða hvort hann sé svo mikið innanbæj- armál að ekki sé ástæða til að segja frá honum. Á þessu hafa menn mismunandi mat.“ Eftirminnilegar fréttir Silli hefur sérstakan áhuga á menningaratburðum og varðveislu gamals fróðleiks og segist vona að það komi að einhveiju leyti fram í fréttaskrifum sínum, þó betur megi gera. „Ég hef gaman af að nota orð og tiisvör sem eingöngu þekkj- ast hér um slóðir og Valtýr hvatti mig til þess á sínum tíma að nota þau í fréttunum. í seinni tíð er meira farið að laga fréttirnar til á ritstjórninni og þá vill þetta detta út.“ Sigurður Pétur nefnir tvö mál þegar hann er beðinn um að segja frá eftirminnilegustu fréttunum. Minnisstæðasti atburðurinn er þeg- ar Súðin varð fyrir árás Þjóðverja út af Skjálfanda í síðari heimsstyrj- öldinni. Hann lét Morgunblaðið vita og var síðan beðinn um að taka myndir af skipinu þegar það kom til hafnar á Húsavík en Morgun- blaðið hafði fengið til þess leyfi hjá herstjórninni. „Mér varð ekki um sel þegar hermenn komu á móti mér með byssurnar á lofti þegar ég ætlaði um borð. Þeir tóku af mér myndavélina á meðan þeir voru að fá það staðfest að ég hefði leyfi til Ijósmyndunar. Ég held að þetta séu einu myndirnar sem til eru af því þegar skipið kom til hafnar,“ segir Silli. Hann minnist einnig á aprílgabb- ið frá 1960. Þá sendi Silli „frétt“ um risalax, 88 punda, sem átti að hafa veiðst við Grímsey og fékk birta í blaðinu á viðeigandi degi, 1. apríl. Með frásögninni birtist mynd sem Silli útbjó þannig að maðurinn hélt á risalaxinum með annarri hendi. Heppnaðist gabbið svo vel að það var tekið upp í Öld- inni okkar og birt þar athugasemda- laust. Silli var búinn að koma sér upp góðu bókasafni og hugsaði sér að Iesa meira þegar hann hætti að vinna. En hann hefur haft svo mikið að gera að enn hefur hann lítið komist í bóklesturinn. Hann hefur alltaf saumað mikið og hefur haldið því áfram, situr frekar við sauma á kvöldin en að horfa á sjón- varpið. „Það er mikill misskilning- ur að það eigi að láta eldra fólk fá spil og föndur þegar það hættir að vinna. Miklu skemmtilegra er að fást við einhver raunveruleg og gagnleg verkefni. Það hef ég gert og ég veit að mögulegt er að nýta reynslu gamals fólks betur en gert er í dag.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.