Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fréttaritarar og ljósmyndarar Morgunblaðsins sinna flestir starfinu með öðrum störfum. Sumir eru einnig mikið í félagsmálum og hafa því nóg fyrir stafni og þurfa að nýta tímann vel. Aslaug — r—— Asgeirsdóttir ræddi við nokkra þeirra um gleðifréttimar, erfíðu stundimar, minnisstæðar myndir og eiginleika góðra fréttaritara. Sigurgeir Jónasson í Vestmannaeyjum Allt fullt af verkefnum ÚLFAR Ágústsson er gamall sjómaður og heldur enn tengslun- um við það starf með því að skreppa á handfæri á trillu sinni Pólstjörnunni. Hér er hann í aðgerð úti á ísafjarðardjúpi. Úlfar Ágústsson á ísafirði Með nefið í öllu og á kunningja alls staðar SIGURGEIR Jónasson ljósmyndari í Vestmannaeyjum hefur myndað fyrir Morgunblaðið í rúmlega 35 ár og skipta myndimar sem hann hefur birt í blaðinu þúsundum. Undan far- in 10 ár hefur hann einnig haft umboð fyrir blaðið í Eyjum og segir hann að líf hans snúist um Moggann frá morgni til kvölds. „Maður er búinn að vera margfaldur í roðinu fyrir blaðið í langan tíma,“ segir hann. Sigurgeir segir að upphaflega hafi hann verið fenginn til að mynda fyr- ir blaðið, en inn á milli hafi hann einnig verið fréttaritari. Hann hafi leyst Bjöm Guðmundsson af áður en Heimaeyjargosið hófst árið 1973. „Ég vildi hins vegar fría mig við að vera fréttaritari, það átti ekki eins vel við mig,“ segir hann. „Ég hef kannski bara verið allt of ragur við að fara í erfíð mál. Bak við myndavél- ALFONS Finnsson á Ólafsvík hefur tekið myndir fyrir Morgunblaðið í um 5 ár. „Þetta hafði alltaf blundað í mér,“ segir hann um upphaf þess að hann fór að taka myndir. Hann tók myndir fyrir Ólsarann, en það var blað sem eitt sinn var gefíð út á Ólafsvík og var Sigurður M. Egilsson ritstjóri þess. „Síðan bara þróaðst þetta," segir Alfons. „Þetta er orðin della núna.“ Honum fínnst skemmtilegast að mynda mannlífið og vinnuna í kring- um sjávarútveginn, enda snúist at- vinnulífíð á Ólafsvík um það. Júdómynd eftirminnilegnst En Alfons hefur annað áhugamál en ljósmyndun. Hann er með blátt belti í júdó og er júdóþjálfari á Ólafs- vík. Tengist eftirminnilegasta mynd- in sem hann hefur tekið því hugðar- efni, en Alfons hefur oft myndað júdómót fyrir Morgunblaðið. Okkar menn stóðu fyrir ljósmyndasam- keppni fyrir nokkru og fékk Alfons verðlaun þar fyrir mynd sem hann tók á júdómóti í Reykjavík. „Ég held að þetta sé besta mynd sem ég hef tekið,“ segir hann. Alfons segist oft lenda í veseni þegar hann er að mynda. „Sérstak- lega þegar maður er að taka myndir af óhöppum," segir hann. Fólk bregð- ist oft illa við þegar hann fari að taka myndir af slíkum atburðum. „Svo hef ég tekið eftir því að það er oft fyrsta fólkið sem kaupir Mogg- ann daginn eftir,“ segir hann. En ljósmyndunin er bara auka- starf Alfons. Aðalstarfíð er sjó- ina á maður síður von á að standa í einhveijum leiðindamálum sem fréttaritarar þurfa að standa í.“ Fyrir um tíu árum ákvað Sigur- geir að segja upp starfí sínu á Flug- leiðum og láta kylfu ráða kasti um hvort hann gæti lifað af því að vera ljósmyndari, en hann starfaði hjá flugfélaginu í um 20 ár. Auk þess að mynda fyrir Morgunblaðið hefur Sigurgeir selt myndir sínar í bækur, blöð og bæklinga erlendis. „Ég tek sáralítið umfram það sem er að gerast hér í Eyjurn," segir hann. „Það er alltaf fullt af verkefn- um sem maður getur skapað sér héma. Þau verða frekar einhliða því þau tengjast óskaplega mikið sjó, sjósókn og fískvinnslu." Þó svo að flestar myndir Sigur- geirs tengist atvinnulífínu í Eyjum, segir hann að sér þyki þó skemmti- legast að mynda fólk og fugla. „Ég mennskan, lengi vel var hann á ver- tíðarbát hjá föður sínum, en nýlega keypti hann 2,5 tonna trillu og hóf eigin útgerð. Trillan er nefnd Karen, í höfuðið á ömmu danskrar eiginkonu Alfons sem heitir Annette Bertelsen. Saman eiga þau tvo syni, þriggja og sex ára. Alfons er aðallega ljósmyndari, en hann segist hafa gripið í fréttaritara- störfín þegar fréttaritarinn í pláss- inu, Helgi Kristjánsson, hefur mikið að gera. Lengi haft áhuga á ljósmyndun Alfons segist alltaf hafa haft áhuga á ljósmyndun, þó það séu einungis tíu ár síðan hann hóf að á mikið fugiasafn í myndum," segir hann, „og svo hefur ég safnað manna- myndum síðan ég man eftir mér.“ En þær myndir sem hafa borið hróður Sigurgeirs hvað víðast eru myndir hans frá Surtseyjargosinu sem hófst 1963 og frá eldgosinu í Heimaey sem hófst 1973. Ein mynda hans af eldingunum yfir Surtsey sem tekin var 1. desember 1963 var út- nefnd mynd mánaðarins hjá frétta- þjónustinni Associated Press. Sigurgeir segir að þessi mynd sé um margt eftirminnileg. „Myndin var tekin í miklum flýti því eiginkonan og böm biðu í bflnum," segir hann. Eiginkona hans heitir Jakobína Guð- laugsdóttir, kölluð Jagga, og eiga þau þijú böm, tvær dætur og einn son. „Það var búið að hræða alla, að það gæti komið flóðbylgja vegna gossins eins og gerðist í eldgosi í Krakatá. Þar féll sjór ofan í gíginn og síðan kom hrina sem spýtti sjónum upp aftur. Þau voru svona hrædd í bflnum því við vomm alveg við sjóinn. Og Sigurgeir heldur áfram: „Þetta var svo skrýtið að það heyrðist eins og eitthvað væri að rifna. Það voru ekki venjulegar þrumur sem fylgdu eldingunum, heldur hljóð eins og væri verið að rífa himininn. Ég náði líklega betri mynd fyrir það hvað fjölskyldan var hrædd og vildi kom- ast í bæinn. Ég gleymi þessu aldrei, þetta er eins og þetta hafí gerst í gær. Þetta er ein mesta heppnin sem maður hefur orðið aðnjótandi." Tíu ámm síðar hófst eldgosið í Heimaey og meðan það varaði fór Sigurgeir aldrei frá Vestmannaeyj- um. „Ég held að ég hafi myndað einar 130.000 myndir í gosinu," seg- ir hann. „Enda er húsið fullt af mynd- um. Ég vona að það verði hirt um þetta að mér látnum, enda eru mynd- imar ómetanlegar heimildir." munda vélina af einhverri alvöru. Eftir að hann hætti að mynda fyrir Ólsarann, fór Alfons að mynda fyrir Dagblaðið. Hann var ekki allskostar ánægður þar á bæ og hafði heyrt að Moggann vantaði mann. „Það kom svo upp atburður sem þeir á Mogganum þurftu myndir af þegar trilla lenti í óhappi,“ segir Alfons. „Síðan hef ég verið hjá Mogganum og líkað vel.“ Alfons segist vera í góðu sam- bandi við yfirvöld á staðnum og menn séu duglegir að hnippa í hann þegar eitthvað er um að vera. Það hafi einnig hjálpað að hann var í lögreglunni á Ólafsvík eitt sumar og því þekki hann hvem mann þar. „GÓÐUR fréttaritari sem hefur áhuga á starfí sínu hefur nefíð í öllu í samfélaginu. Hann þekkir alla og á enga vini,“ segir Úlfar Ágústsson á Isafirði. „Ég á enga vini og hef ekki efni á því vegna þess að ég er fréttaritari Morgun- blaðsins. En ég á kunningja alls staðar." Úlfar fiefur verið fréttaritari Morgunblaðsins frá árinu 1976. Einnig hefur hann rekið verslunina Hamraborg í 26 ár. Úlfar var einn af stofnendum Okkar manna, félags fréttaritara Morgunblaðsins og var formaður þess fyrstu tvö árin. Þgð hefur ýmislegt breyst á þeim 18 árum sem Úlfar hefur verið fréttaritari og nefnir hann þá sér- staklega að tölvutæknin hafí breytt miklu. Nú sendi hann greinar sínar beint inn á tölvukerfí Morgunblaðs- ins í gegnum mótald og einnig sé farið að senda mýndir á þennan hátt. „En það sem mér hefur fundist vera merkilegasta breytingin og varða mig sem mann em kynni mín við fólkið á Morgunblaðinu,“ segir Úlfar. „Fyrstu árin þekkti ég engan í útliti, ég þekkti bara raddir. Ég vissi aldrei hver var bak við raddirn- ar. Ég var hálfhræddur við þetta apparat fyrir sunnan." Úlfar segir flutning Morgun- blaðsins frá Aðalstrætinu og upp í Kringlu árið 1993, þar sem miklu rýmra varð um starfsemi blaðsins, eiga stóran þátt í þessu. Nú hitti hann frekar fólk sem hann þekkir þegar hann komi suður. „Þessi per- sónulegu kynni sem hafa skapast milli mín og margra manna á Morg- unblaðinu hafa auðgað mitt líf,“ segir hann. En ekki eru allar breytingar til góðs að mati Úlfars. Fyrir nokkm var hætt að merkja fréttir fréttarit- aranna með nafni þeirra eða upp- hafsstöfum. „Við emm kannski ekki alvörublaðamenn og höfum oft persónulegri stíl en blaðamenn," segir hann. „Ég held að það skaði ekki fréttafrásögnina þó hún sé örlítið persónulegri. Einnig taki merkingar af allan vafa um hver það sé sem skrifi fréttina.“ Einn á ferð á annan í jólum Hann segir að erfitt sé að gera upp á milli minnisstæðra atburða sem hann hefur skrifað um í gegn- um árin. Hann segir að það sitji þó alltaf í huga hans frétt sem hann skrifði á annan í jólum fyrir um 15 ámm. Þá féll stór steinn á hús á Suðureyri og endaði í eldhús- inu, rétt við hliðina á tveimur drengjum, sonunum í fjölskyldunni. „Það meiddist enginn en þetta var óskaplega óhuggulegt atvik,“ segir Úlfar. „Það voru engar sam- göngur á milli og ég þurfti að fara yfir Breiðadalsheiðina. Það átti að koma snjósleði að vestan til að sækja mig en hann kom aldrei. Ég labbaði því yfír heiðina í þessu óskaplega fallega bjarta og stillta vetrarveðri. Að vera þama einn með sjálfum mér á þessari skammdegis- nótt situr í mér.“ Fréttaritarastarfinu fylgir einnig að stundum þarf að skrifa fréttir af óþægilegum málum. Úlfar segir að oft þurfi fréttaritarar að takast á við hryllinginn og sársaukann sem fylgi slysum. „Maður finnur alltaf til með fólkinu og hef ég leitast við að fá upplýsingar hjá nánustu að- standendum,“ segir Úlfar. „Ég geri það af virðingu við þá, enda er það fólkinu sjálfu oftast fyrir bestu að það fái að segja sjálft frá atburðum með eigin orðum.“ Mikilvægt að kveða niður gróusögur Úlfar segir að þetta sé besta leið- in til að kveða niður gróusögur. „Ég er löngu búinn að sjá það að ef ekki kemur greinargóð frétt eða frásögn af atburðinum í einhveijum alvöruíjölmiðli eins og Morgunblað- inu þá ganga tómar sögusagnir og misskilningur og vitleysa er í gangi vikum og mánuðum saman. Þeim er oft afar erfitt að ná niður,“ seg- ir hann. „Komi strax sannsöguleg lýsing á atburðinum sem er eðlileg og rétt þá veður hún grunnurinn að umræðunni og kjaftasnakkið nær sér aldrei á strik.“ Úlfar talar af eigin reynslu. Hann er giftur Jósefínu Gísladóttur og einu og hálfu ári eftir að hann gerð- ist fréttaritari misstu þau einn fjög- urra sona sinn í umferðarslysi. „Þetta var mér óskaplega erfítt,“ segir hann. „En ég mun alltaf muna það svo lengi sem ég lifi að einn af félögum mínum af Mogganum hringdi beint í mig og talaði um þetta við mig. Við búum í svo opnu þjóðfélagi að það þýðir ekki að segja að fólki komi ekki hlutirnir við. Ef blaðamenn ganga of langt á auðvit- að að fordæma það, en það á ekki að fordæma að sagt sé frá hlutun- um.“ SIGURGEIR Jónasson hreppti verðlaun fyrir bestu myndina í ljós- myndasamkeppni Okkar manna fyrir tveimur árum. Er það mynd af upphafi síðasta Heklugoss. Hér tekur Sigurgeir við verðlaunum Morgunblaðsins úr hendi Matthíasar Johannessen ritstjóra. Alfons Finnsson á Ólafsvík Ljósmyndun blundaði í mér ALFONS Finnsson og eiginkona hans, Annette Bertelsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.