Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fréttaritarar Morgunblabsins Grenivík ' Isafjörbur — ÚUarAgústsson Bolungarvík------- Gunnar Hailsson Subureyri |— Kirkjubær vib Skutulsfjörb Jens Guðmundsson ------- Kópasker Ingibjörg Jóhannesdóttir — Grímstunga á Hólsfjöllum Bragi Benediktsson Raufarhöfn Helgi Ólafsson Garbur í Þistilfirbi Björgvin Þóroddsson Þórshöfn Bakkafjörbur Áki H.Guðmundsson Sturla Páll Sturluson Flateyri — Steinþór Bjarni Kristjánsson Þingeyri - Sigurður Blöndal Bíldudalur----- Elfar Logi Hannesson Tálknafjörbur Helgajónsdóttir, Patreksfjörbur —, Gústaf Gústafsson Innri-Múli á Barbaströnd SveinnJ. Þórðarson Búbardalur - KristjanaR.Agustsdóttir Bre1ðajjOrOttr Stykkishólmur Árni Helgason Grundarfjörbur Hallgrímur Magnússon He;!ii>..iiídur»«,!: Olafsvík . Helgi Kristjánsson Laugarbrekka------' í Breibuvík Finnbogi G. Lárusson Borgarnes Theodór Kr. Þórðarson Faxaflói' Akranes Jón Gunnlaugsson Kibafell í Kjós Hjalti Sigurbjörnsson Reykir f Mosfellsbæ Jón M. Guðmundsson Garbur Arnór Uagnarsson Sandgerbi Hrefna Björg Óskarsdóttir Keflavík Björn Blöndal Grindavík Eyjólfur M. Guðmnndsson 0 Vopnafjörbur Pétur H. ísleifeson Vabbrekkaíjökuldal SigurðurAðaisteinsson Geitagerbi f Fljótsdal Guttormur V Þormar — Egilsstabir Breibdalsvík Sif Hauksdóttir Stöbvarfjörbur Bjarni Gíslason Fáskrúbsf|örbur Albert Kcmp Djúpivogur Gísli Bogason Sigrún Sveinbjörnsdóttir Snorri Aðalsteinsson Kálfafellsstabur í Subursveit Einarjónsson Gísli Gíslason Steinunn Kolbeinsdóttir¥ Vestmannaeyjar —' Grimur Gísiason Sigurgeirjónasson Halldór Gunnarsson Kirkjulækur í Fljótshlíb Eggert Pálsson Kirkjubæjarklaustur Hanna Hjartardóttir Hnausar í Meballandi Villijálmur Eyjólfsson - Fagridalur í Mýrdal Jónas Erlendsson -----------Vík Hnappavellir í Öræfum Sigurður Gunnarsson Keynir Ragnarsson Tíu ár frá opnun Akureyrarskrifstofunnar Umsvifin aukist jafnt og þétt TIU ár verða í desember næstkomandi liðin frá því Morgunblaðið opnaði skrifstofu á Akureyri. I fyrstu, eða fram á vor 1986 var Skapti Hallgrímsson blaðamað- ur einn að störfum á skrifstofunni en um mánaðamótin maí júní kom til starfa fólk sem sinnti ýmsum störfum, afgreiðslu, dreifingu og auglýsingum svo eitthvað sé nefnt. Þettafólk, Rúnar Antonsson og Ásbjörg Hjálmarsdótth- sem komu úr höfuðstöðvunum í Reykjavík og Jódís Jósefsdóttir sem hafði verið umboðsmaður blaðsins á Akur- eyri frá árinu 1961, er enn að störfum á skrifstofunni á Akureyri. Eftir að Skapti hélt aftur til starfa sunnan heiða tók Jóhanna Ingvarsdóttir við, en í mars árið 1989 tók Margrét Þóra Þórsdóttir við blaðamannsstarfinu á Akureyrarskrifstofunni. Fleiri hafa einnig komið við sögu um skemmri tíma. Ráðinn var Ijósmyndari í fullu starfi snemma árs 1988, en það var Rúnar Þór Björnsson sem enn er með vélina á lofti og verður til loka júlímánaðar er hann flytur búferlum til útlanda. Sérstök síða frá 1986 Fréttir frá Skapta voru í upphafi á víð og dreif í blaðinu eftir efnum og ástæðum, en fljótlega vaknaði sú hugmynd að safna þeim saman á eina síðu. Fyrsta Akureyrarsíðan Ieit dagsins ljós vorið 1986 og frá þeim tíma hefur Morgunblaðið helgað fréttum frá Akur- eyri og Eyjafirði eina síðu í blaðinu dag hvern - utan sunnudaga. Á þessum tæpu tíu árum hafa umsvif blaðsins á Akureyri smám saman aukist, áskrifendum hefur fjölgað jafnt og þétt og á síðustu mánuðum hafa á fjórða hundrað nýir áskrifendur bæst við í kjölfar átaks sem efnt var til í bænum. Þá hafa auglýsingar einnig aukist á þessum tíma og fjölmörg fyrirtæki í bænum sjá sér hag í því að auglýsa vöru sína og þjónustu á Akureyrarsíðunni, heimasíðu Akur- eyringa. Auk þess sem blaðamaður og ljósmyndari á Akureyrarskrifstof- unni leggja til efni á síðuna er þéttriðið net f réttarita í Eyjafirði, en þeir Ieggja einnig hönd á plóg við fréttaöflunina. Þetta eru frétta- ritarar í Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppi, Grímsey, Ólafsfirði, Dalvík og Hrísey og þá hefur fréttaritari blaðsins í Mývatnssveit einnig sent sínarfréttir um Akureyrarskrifstofuna. „FRETTIR hvaðanæva af landinu mun og eigi skorta í blað vort. Símfréttir munu við og við birtast frá öllum stærri bæjum og kaupt- únum landsins, og úr sveit- um, þegar þess gefst kost- ur." Þannig hljóðaði boð- skapur Vilhjálms Finsens, stofnanda Morgunblaðsins, þegar hann fylgdi blaðinu úr hlaði 2. nóvember 1913 eða fyrir tæpum 82 árum. Finsen boðaði nýjungar í blaðamennsku og voru, sím- frétt'ir af landsbyggðinni og frá útlöndum liður í því. A forsíðu fyrsta tölublaðs fyrsta árgangs var símfregn frá Seyðisfirði um ljósahátíð og í blað- inu voru einnig símfréttir frá Akureyri og ísafirði. í ævisögu sinni segir Vilhjálmur Finsen að þessar fréttir hafi þótt nýnæmi. „Símuð var oss frétt" Fyrirsögnin á ísafjarðarfrétt- inni var ekki ýkja frumleg, eða „Frá ísafirði". Fréttin var kynnt sem símfrétt 1. nóvember, klukk- an 8 síðdegis. Hún var því frá klukkan átta kvöldið fyrir útgáfu- dag og hlaut að vera mikilvæg. Fréttin hljóðaði svo: „Hér er rosa- samt, gæftir litlar, en fiskur nóg- ur þegar á sjó gefur. Annars tíð- indalaust." Undir fréttinni stóð „R". Fréttirnar frá Seyðisfirði og Akureyri voru ekki merktar fréttaritara en þetta voru allt sím- fréttir og því freistandi að álykta að „R" á ísafirði og þeir sem sendu fréttirnar frá Akureyri og Seyðis- firði hafi verið fyrstu fréttaritarar Morgunblaðsins. Næstu dagar bættust fleiri staðir á landakort hins unga blaðs og fyrirsagnir urðu hressilegri. „Næturbardagi á „Hér er rosasamt og gæft- ir litlar" Fréttaritarar á lands- byggðinni hafa fylgt Morgunblaðinu frá fyrsta degi. Helgi Bjarnasonsegirhér frá upphafinu. Breiðafirði, eltingarleikur Valsins við botnvörpung" var fyrirsögn á frétt sem „símuð var oss" frá Stykkishólmi. Fljótlega fóru Gísli, sem titlaður var fréttaritari á Akranesi, að síma fréttir og var hann iðinn við aflafréttirnar. Síð- an komu Hrafn í Vestmannaeyj- um, Run. á Akureyri og Jón á Patreksfirði. Ólafsvík og Hafnar- fjörður bættust á kortið og síðan P. í Dýrafirði og O.J.P. á Snæfells- nesi, Asmundur á Siglufirði og svo Húsavík. I f ótspor Björns Jónssonar Finsen gerði sér grein fyrir því að Morgunblaðið yrði fyrst um sinn aðallega blað Reykja- víkur og að ekki yrði unnt að fá miklar fréttir utan af landi eða frá útlöndum vegna kostnaðar. En hann virðist þó hafa byggt upp fréttaöflunarnet úti um landið á fyrstu mánuðum blaðsins og því var haldið áfram. Sumarið eftir^ stofnun blaðsins fékk Árni Óla blaðamaður frí í orði kveðnu. Hann var sendur með Sterling umhverfis landið til þess að útvega Morgunblaðinu útsölumenn og fréttaritara sem víðast. Hann segir frá þessu fríi í bók sinni „Erill og ferill blaðamanns". Skipið kom á hverja höfn, en ekki varð ferðin jafnhentug og hann hafði búist við. Á mörgum stöðum var ekki íagst að bryggju og við- stöðutími sums staðar svo stuttur, að ekki gafst ráðrúm til að fara í land. Á öðrum stöðum fékk skip- ið afgreiðslu um nætur og Jmr þýddi ekki að fara í Iand. Arni segir að samt sem áður hafi sér tekist að útvega útsölumenn í öll- um helstu höfnum og nær 20 fréttaritara. Þótti Finsen þetta góð erindis- lok, er Árni kom heim úr þessu „fríi" sínu. Sjálfur var hann ánægður og fannst Morgunblaðið hafa þarna fetað í fótspor Björns Jónssonar, ritstjóra ísafoldar, um fréttaöflun víðs vegar um landið. Árni telur að ferðin með Sterling hafi verið upphaf þess að Morgun- blaðið ruddi sér til rúms í kauptún- um landsins. Fréttaritarakerfið sem Vil- hjálmur Finsen og Árni Óla byggðu upp á fyrsta starfsári Morgunblaðsins er sá grunnur sem enn er byggt á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.