Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fréttaritarar Morgunblabsins Grenivík ísafjör&ur - Úlfar Agústsson Bolungarvík ----- Gunnar Hallsson ----- Kópasker Ingibjörg Jóhanncsdóttir — Grímstunga á Hólsfjöllum Bragi Bcncdiktsson Raufarhöfn Hdgi Ólafsson Garöur í Þistilfiröi Björgvin l>óroddsson Þórshöfn Suöureyri Sturla Páll Sturluson Flateyri — Stcinþór Bjarni Kristjánsson Þingeyri------, Sigurður Blöndal Bíldudalur — Elfar Ix)gi Hanncsson Tálknafjöröur -— Hclga Jónsdóttir PatreksfjörÖur Gústaf Gústafsson Innri-Múli á Baröaströnd Svcinn J. Þórðarson Búöardalur Bakkafjöröur Áki H.Guðmundsson Vopnafjöröur Pctur H. Isleifsson Vaöbrekka í jökuldal SigurðurAðalsteinsson Geitageröi í Fljótsdal GuttormurV. I>ormar Egilsstaöir Anna Ingólfsdóttir Ámi Margcirsson Seyöisfjöröur Pctur Kristjánsson Neskaupstaöur - Ágúst Blöndal Kristjana R.Ágústsdóttir BveÍðíífjÖrður Stykkishólmur Árni Helgason Grundarfjöröur Hallgrímur Magnússon Hellíssandúr Olafsvík Hclgi Kristjánsson Laugarbrekka í BreiÖuvík Finnbogi G. Lárusson Borgarnes Theodór Kr. Þórðarson Faxaflói' Akranes Jón Gunnlaugsson Kiöafell í Kjós Hjaiti Sigurbjörnsson Reykir í Mosfellsbæ----• Jón M.Guðmundsson Garöur Arnór Uagnarsson Sandgeröi Hrcfna Björg Óskarsdóttir Keflavík Eyjólfur M. Guðmundsson Breiödalsvík Sif Hauksdóttir Stöövarfjöröur Bjarni Gíslason Fáskrúösfjöröur Albcrt Kcntp Djúpivogur Gísli Bogason Sigríin Svcinbjömsdóttir Snorri Aðalstcinsson Kálfafellsstaöur í Suöursveit Einar Jónsson Hnappavellir í Öræfum Sigurður Gunnarsson Gísli Gíslason Stcinunn Kolbcinsdóttir ¥ Vestmannaeyjar —' Gríntur Gíslason Sigurgcir Jóna^son Kirkjulækur í Fljótshlíö Eggcrt Pálsson Hnausar í Meöallandi Vilhjálmur Eyjólfsson Fagridalur í Mýrdal Jónas Erlcndsson Vík Rcynir Ragnarsson Tíu ár frá opnun Akureyrarskrifstofunnar Umsvifin aukist jafnt o g þétt TIU ár verða í desember næstkomandi liðin frá því Morgunblaðið opnaði skrifstofu á Akureyri. I fyrstu, eða fram á vor 1986 var Skapti Hallgrímsson blaðamað- ur einn að störfum á skrifstofunni en um mánaðamótin maí júní kom til starfa fólk sem sinnti ýmsum störfum, afgreiðslu, dreifingu og auglýsingum svo eitthvað sé nefnt. Þetta fólk, Rúnar Antonsson og Asbjörg Hjálmarsdóttir sem komu úr höfuðstöðvunum í Reykjavík og Jódís Jósefsdóttir sem hafði verið umboðsmaður blaðsins á Akur- eyri frá árinu 1961, er enn að störfum á skrifstofunni á Akureyri. Eftir að Skapti hélt aftur til starfa sunnan heiða tók Jóhanna Ingvarsdóttir við, en í mars árið 1989 tók Margrét Þóra Þórsdóttir við blaðamannsstarfinu á Akureyrarskrifstofunni. Fleiri hafa einnig komið við sögu um skemmri tíma. Ráðinn var ljósmyndari í fullu starfi snemma árs 1988, en það var Rúnar Þór Björnsson sem enn er með vélina á lofti og verður til loka júlímánaðar er hann flytur búferlum til útlanda. Sérstök síða frá 1986 Fréttir frá Skapta voru í upphafi á víð og dreif í blaðinu eftir efnum og ástæðum, en fljótlega vaknaði sú hugmynd að safna þeim saman á eina síðu. Fyrsta Akureyrarsíðan leit dagsins ljós vorið 1986 og frá þeim tíma hefur Morgunblaðið helgað fréttum frá Akur- eyri og Eyjafirði eina síðu i blaðinu dag hvern - utan sunnudaga. A þessum tæpu tíu árum hafa umsvif blaðsins á Akureyri smám saman aukist, áskrifendum hefur fjölgað jafnt og þétt og á síðustu mánuðum hafa á fjórða hundrað nýir áskrifendur bæst við í kjölfar átaks sem efnt var til í bænum. Þá hafa auglýsingar einnig aukist á þessum tíma og fjölmörg fyrirtæki í bænum sjá sér hag í því að auglýsa vöru sína og þjónustu á Akureyrarsíðunni, heimasíðu Akur- eyringa. Auk þess sem blaðamaður og ljósmyndari á Akureyrarskrifstof- unni leggja til efni á síðuna er þéttriðið net fréttarita í Eyjafirði, en þeir leggja einnig hönd á plóg við fréttaöflunina. Þetta eru frétta- ritarar í Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppi, Grímsey, Ólafsfirði, Dalvík og Hrísey og þá hefur fréttaritari blaðsins í Mývatnssveit einnig sent sínar'fréttir um Akureyrarskrifstofuna. „Hér er rosasamt og gæft- ir litlar“ „FRÉTTIR hvaðanæva af landinu mun og eigi skorta í blað vort. Símfréttir munu við og við birtast frá öllum stærri bæjum og kaupt- únum landsins, og úr sveit- um, þegar þess gefst kost- ur.“ Þannig hljóðaði boð- skapur Vilhjálms Finsens, stofnanda Morgunblaðsins, þegar hann fylgdi blaðinu úr hlaði 2. nóvember 1913 eða fyrir tæpum 82 árum. Finsen boðaði nýjungar í blaðamennsku og voru, sím- frétCir af landsbyggðinni og frá útlöndum liður í því. A forsíðu fyrsta tölublaðs fyrsta árgangs var símfregn frá Seyðisfirði um ljósahátíð og í blað- inu voru einnig símfréttir frá Akureyri og ísafirði. í ævisögu sinni segir Vilhjálmur Finsen að þessar fréttir hafi þótt nýnæmi. „Símuð var oss frétt“ Fyrirsögnin á Ísaíjarðarfrétt- inni var ekki ýkja frumleg, eða „Frá Isafirði". Fréttin var kynnt sem símfrétt 1. nóvember, klukk- an 8 síðdegis. Hún var því frá klukkan átta kvöldið fyrir útgáfu- dag og hlaut að vera mikilvæg. Fréttin hljóðaði svo: „Hér er rosa- samt, gæftir litlar, en fiskur nóg- ur þegar á sjó gefur. Annars tíð- indalaust.“ Undir fréttinni stóð „R“. Fréttirnar frá Seyðisfirði og Akureyri voru ekki merktar fréttaritara en þetta voru allt sím- fréttir og því freistandi að álykta að „R“ á Isafirði og þeir sem sendu fréttirnar frá Akureyri og Seyðis- firði hafi verið fyrstu fréttaritarar Morgunblaðsins. Næstu dagar bættust fleiri staðir á landakort hins unga blaðs og fyrirsagnir urðu hressilegri. „Næturbardagi á Fréttaritarar á lands- byggðinni hafa fylgt Morgunblaðinu frá fyrsta degi. Helgi Bjarnasonsegirhér frá upphafinu. Breiðafirði, eltingarleikur Valsins við botnvörpung" var fyrirsögn á frétt sem „símuð var oss“ frá Stykkishólmi. Fljótlega fóru Gísli, sem titlaður var fréttaritari á Akranesi, að síma fréttir og var hann iðinn við aflafréttirnar. Síð- an komu Hrafn í Vestmannaeyj- um, Run. á Akureyri og Jón á Patreksfirði. Ólafsvík og Hafnar- fjörður bættust á koriið og síðan P. í Dýrafirði og O.J.P. á Snæfells- nesi, Asmundur á Siglufirði og svo Húsavík. I fótspor Björns Jónssonar Finsen gerði sér grein fyrir því að Morgunblaðið yrði fyrst um sinn aðallega blað Reykja- víkur og að ekki yrði unnt að fá miklar fréttir utan af landi eða frá útlöndum vegna kostnaðar. En hann virðist þó hafa byggt upp fréttaöflunarnet úti um landið á fyrstu mánuðum blaðsins og því var haldið áfram. Sumarið eftir stofnun blaðsins fékk Árni Óla blaðamaður frí í orði kveðnu. Hann var sendur með Sterling umhverfis landið til þess að útvega Morgunblaðinu útsölumenn og fréttaritara sem víðast. Hann segir frá þessu fríi í bók sinni „Erill og ferill blaðamanns". Skipið kom á hveija höfn, en ekki varð ferðin jafnhentug og hann hafði búist við. Á mörgum stöðum var ekki lagst að bryggju og við- stöðutími sums staðar svo stuttur, að ekki gafst ráðrúm til að fara í land. Á öðrum stöðum fékk skip- ið afgreiðslu um nætur og Jiar þýddi ekki að fara í land. Árni segir að samt sem áður hafi sér tekist að útvega útsölumenn í öll- um helstu höfnum og nær 20 fréttaritara. Þótti Finsen þetta góð erindis- lok, er Árni kom heim úr þessu „fríi“ sínu. Sjálfur var hann ánægður og fannst Morgunblaðið hafa þarna fetað í fótspor Björns Jónssonar, ritstjóra ísafoldar, um fréttaöflun víðs vegar um landið. Árni telur að ferðin með Sterling hafi verið upphaf þess að Morgun- blaðið ruddi sér til rúms í kauptún- um landsins. Fréttaritarakerfið sem Vil- hjálmur Finsen og Árni Óla byggðu upp á fyrsta starfsári Morgunblaðsins er sá grunnur sem enn er byggt á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.