Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ A'LLRA LAN A N N A JfottgtmlMbifrifr 1995 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ BLAÐ C :*.;:,:¦ FRJALSIÞROTTIR met Aouíta follið Noureddine Morceli frá Alsír setti heimsmet í 2.000 m hlaupi á stigamóti alþjóða frjáls- íþróttasambandsins í París í gær- kvöldi. Þessi snjalli hlaupari sló þar með síðasta metið sem hinn kunni hlaupari Said Aouita átti. Morceli kom í mark á 4:47,88 mín., gamla metið sem Aouita átti frá 1987, 4:50.81, var einnig sett í París. Þetta er fjórða metið sem Morc- eli hefur skráð í metabókina sína, síðan hann setti met í 1.500 árið 1992. Þá setti hann met í mílu- hlaupi 1993 og á síðasta ári setti hann heimsmet í 3.000 m hlaupi. Þegar Morceli var sþurður hvernig væri að slá síðasta met Marokkómannsins, sagði hann að hann bæri mikla virðingu fyrir Aouita. „Hann gerði mikið fyrir íþróttirnar, var fyrirmynd yngri íþróttamanna um allan heim. Að slá met, er það sem alltaf er að gerast í íþróttum," sagði Morceli, sem hljóp fyrsta hringinn á 57,06 sek., var á tímanum 1:57,09 mín. eftir 800 m og á 2:55,03 mín. eftir þriðja hringinn. Þegar klukkan glumdi, til að gefa til kynna að einn hringur væri eftir, var tími hans 3:52,82, þannig að hann hljóp síðasta hringinn á 55,06 sek. Morceli fagnar í París Urslit / C10 NOUREDDINE Morcell fagnadi geysllega í París, þegar hann kom í mark 2.000 m hlaupi á 4:47,88 mín. — nýju heimsmetf. Garðveisla á sextándu SKONDIÐ atvik átti sér stað á opnu móti Golf- klúbbs Suðurnesja á sunnudaginn. Á miðju móti, þar sem 122 keppendur tóku þátt, kom erlend fjölskylda gangandi með nokkrar töskur og teppi undir hendinni og rölti inná völlinn. Kylfingarn- ir störðu agndofa á og menn héldu að sér hönd- um, þó ekki væri nema vegna slysahættu. Ferðalangarnir röltu sem leiðJá á 16. braut, leist greinilega vel á hana, opnuðu töskurnar, breiddu úr teppi og undirbjuggu máltíð fyrir garðveislu fjölskyldunnar. Krakkarnir voru sendir til að leika sér í „sandkassanum", sem golfarar vilja meina að kallist sandglompa og sé ekki leiktæki. Þegar golfarar fóru að trúa eigin augum, héldu menn til ferðalanganna og sögðu þeim að á staðnum væri golfmót í gangi. En ferðalangarnir létu sig ekki, sögðu þessar litlu hvítu kúlur sakleysislegar og buðust til að beygja sig þegar þær kæmu fljúgandi. Eftir nokkra umræðu féllst fólkið á að yfir- gefa staðinn. Stoichkov sendir Cruyff tóninn HRISTO Stoichkov, sem Parma hefur keypt frá Barcelona, sendir Johan Cruyff tóninn — segir að hann sé öfundsjúkur vegna góðs gengi hans hjá Barcel- ona. „Það var ljóst að Cruyff vildi ekki hafa mig — hann sagði mér, að ef ég yrði áfram, myndi ég ekki leika," sagði Stoic- hkov og bætti við: „Ég hef náð að afreka meira hjá Barcelona en Cruyff, þegar hann lék með liðinu. Það hefur sært hann." Stoic- hkov, sem segir að hon- um hafi verið kastað á dyr hjá Barcelona, sagði að hann hafi hafnað mjög góðu tilboði frá París St. Germain fyrir þremur árum, þar sem hann vildi vera áfram hjá Barcelona — nú eru aðstæð- ur aðrar. Stoichkov og Cruyff lentu nokkrum sinnum saman á sl. keppnistímabili og setti Cru- yff kappann þá í fimmtán daga æfingabann. Cruyff hafði ekki áhuga að hafa hann áfram, sagði að án Stoichkov væru færri vandamál. „Það var eins og vera með sprengju í búnings- klefanum, að hafa Stoichkov í liðinu." „Parma er eins og Barcelona, frábært félag. Eg er ánægður að vera kominn í herbúðir liðs- ins," sagði Stoichkov. Reuter STOICHKOV með nýju bók- ina, sem hann sendi f rá sér á dögunum. KNATTSPYRNA Óli Þór í fimm leikja bann Oli Þór Magnússon hefur verið settur í 5 leikja bann og árs farbann af stjórn Keflavíkurliðsins eftir að hann lenti í handalögmálum við tollvörð á Keflavíkurflugvelli við komu liðsins frá Skotlandi á laugardaginn. „Mér þykir þetta mjög leitt og get ekki afsakað þessa framkomu og mun hlýta þessu banni," sagði Óli Þór við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Lið Keflvíkinga var að- koma frá Glasgow í Skotlandi um miðnætti á laugardag eftir leik liðsins við Partick Thistle í Totokeppninni, þegar Óli Þór var tekinn til skoðun- ar af tollverði. „Ég var tekinn til skoðunar og var með of mikið af vínflöskum. Það var farið með mig í skýrslutöku og þá urðu einhver orðskipti og misskilningur hjá mér, sem var mín sök, sem endaði með því að ég danglaði til tollvarðarins. Ég kýldi hann ekki með krepptum hnefa en það afsakar ekki neitt," sagði Óli Þór. „Mér þykir þetta mjög leitt og hef verið að reyna að ná í tollvörðinn til að biðja hann innilegrar afsökunar en ég vii taka það fram að ég var ekki ölvaður." Keflvíkingar brugðust strax við og dæmdu Ola Þór í 5 leikja bann og árs farbann, sem þýðir að hann leikur ekki neina leiki erlendis með liðinu í eitt ár. „Ég var ekki við- staddur og get því ekki tjáð mig um atvikið en þetta er hið versta mál fyrir okkur," sagði Jóhannes Ellertsson formaður knattspyrnu- deildar Keflavíkur. „Við erum bún- ir að afgreiða málið frá okkur, það er nú að baki. Óli Þór er niðurbrot- inn maður eftir þetta og ætlar að sætta sig við bannið," bætti Jó- hannes við. „Ég mun sætta mig við þetta bann og afleiðingar þess, ferðin var á vegum félagsins og þeir verða að taka hart á málinu," sagði Óli Þór. FJÓRÐUNGSMOT AUSTFIRSKRA HESTAMAWWA Á FORNUSTEKKUM / C8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.