Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR BELGÍA ÍV9:!Ú,Í lunkirk Seraing Charleroi Fécamj 2. júlí Perros-Cuirreci" Qpnlorpí / 1 «1 Sainte-Geneviéve- AlenQon f des-Bois Vitré Mayenne Keppendur fluttir flugleiöis 10. júlí Keppendur fluttir meö hraölest @ Upphaf v' 0 Borg viökomandi keppnishluta -■JU Tímatakaliös \ rxnr. Einstaklings tímataka Limoges ac de Vassiviére 22. júlí ^21-júli Salnt-Etiem ’ (‘ Montpon-Ménestérol /f 'Bordeaux 14.júlí# Le Grand Upphaf St-Brieuc Þetta er 82. Frakklandskeppnin (Tour de France) í hjólreiðum. 189 keppendur frá 21 liði taka nú þátt; hjóla alls 3.635 km. 33 hlutar keppninnar eru I Frakklandi og fimm I Belgiu. I ár eru 20 fjallaleiðir í keppninni. La Plagne fl2. júlí L’Alpe d’Huez Bourg d Oisans f Revel 16. júlí 19. júlí Cauterets 18. júl Guzet-Neige Gul skyrta Sá keppandi sem hefur bestan heildartíma klæðist henni. J Grænskyrta |Í9| Sá keppandi sem hefur flest llMffli stig klæöist henni. Stigin eru reiknuö út eftir því í hvaöa sæti menn lenda á hverjum hluta keppninnar oa sérstökum tímatöku brautum nokkrum sinnum í keppninni. Fjallakóngur Sá keppandi sem hefur best í keppninni um Fiallakóngs-nafnbótina klæöist henni. Gefin eru sérstök stig fyrir ákveðnar leiöir þar sem kapp- arnir hjóla mikiö upp í mót. ■ DANIELA Bartova frá Tékk- landi setti um helgina heimsmet í stangarstökki er hún stökk 4,14 metra á móti í Englandi og bætti þar með gamla metið um tvo senti- metra. ■ ALAN Ball gekk um helgina frá samningi við enska knattspyrnuliðs- ins Manchester City og hefur því látið af starfi framkvæmdastjóra hjá Southampton. Stjórnarmenn á Mai- ne Road eru mjög ánægðir með að hafa krækt í Ball og ætla að hafa sérstaka kynningu á honum á vellin- um í næstu viku þegar hann kemur úr fríi frá Spáni. Fyrir rúmum mán- uði endumýjaði Ball samninginn við Southampton til tveggja ára, en er nú hættur við. Bæði liðin leika í ensku úrvalsdeildinni. ■ TVEIR argentínskir knatt- spyrnumenn fengu um helgina stað- festingu á því að héðan í frá teldust þeir ítalskir, sem knattspyrnumenn. Þetta eru þeir Nestor Sensini hjá Parma og Abel Balbo hjá Roma, báðir landsliðsmenn Argentínu, en félögin hafa verið með fjóra erlenda leikmenn og einn því þurft að hvíla í hverjum leik. ■ MICHELLE Martin frá Ástral- íu varð um helgina heimsmeistari í skvassi kvenna er hún vann löndu ípféntR FOLK sína Söru Fitz-Gerald í úrslitaleik, 3:1. Hún tapaði fyrstu lotu 8:10 en vann síðan 9:2, 9:6 og 9:3. Þetta var í þriðja sinn á jafnmörgum ánzm sem hin 28 gamla stúlka frá Ástralíu verður heimsmeistari. ■ JON Grétar Hafsteinsson keppti fyrir skömmu á heimsmeist- aramóti þroskaheftra í borðtennis sem haldið var í Belgíu. Hann var eini keppandinn frá íslandi og keppti því með Tékkum í liðakeppn- inni. Sú sveit náði í fjórða sætið, tapaði aðeins fyrir Þjóðverjum sem urðu í öðru sæti. Jón Grétar byrj- aði illa, tapaði fyrstu tveimur leíkjum sínum en er upp var staðið hafði hann sigrað í 8 leikjum en tapað þremur. ■ ROMARIO, framheijinn mark- sækni sem nú spilar með Flamengo í Brasilíu, var rekinn útaf í vináttu- leik þar í landi fyrir að rífast við dómarann. Romario var rekinn útaf í fyrri hálfleik og í leikhléinu fóru flestir af 9.000 árhorfendunum. ■ ROBERTO Baggio, sem lék með Juventus á Italíu í vetur, sagði eft- ir að hann kom heim um helgina af andaskytteríi í Argentínu að hann væri enn ekki viss hvar hann myndi spiia á næsta tímabili. Hann er nú orðaður við AC Milan og ætl- ar að ræða við ráðamenn þar í vik- unni til að vita hvort raunverulegur áhugi þeirra væri fyrir hendi en þeir setja fyrir sig verðið, sem er um 882 milljónir. ■ STAN Collymore hefur gengið frá samningi sínum við Liverpool og yfirgefur því herbúðir Notting- ham Forest en verðið er um 850 milljónir. ■ BRUCE Grobbelaar, Hans Se- ger og John Fashanu, sem sakað- ir eru um að hafa hagrætt úrsiit- um í ensku deildinni, eiga að máeta á lögreglustöð í dag og hlýða á úrskurð hvort hvort fallið verður frá ákæru á hendur þeim, hvort rannsóknin haldi áfram eða hvort þeir verði lausir allra mála. Leik- mennirnir hafa allir lýst yfir sak- leysi sínu en þeir hafa gengið lausir gegn tryggingu síðustu fjóra mán- uði. MEÐALVEGUR Knattspyrnan á að vera gleði- leikur. Hún er skemmtun og knattspyrnumenn eiga fyrst og fremst að vera skemmtikraft- ar; fólk kemur á völlinn í þeim tilgangi að eiga ánægju- lega stund. Ekki til að láta sér leiðast. Það saraa má auðvitað segja um aðrar íþróttir. Sigurður Sveinsson, vin- sælasti íþróttamaður þjóðarinnar, nefndi í við- tali í vetur að handbolta- menn mættu gjarnan brosa ör- lítið meira en þeir gerðu al- mennt í leikjum — og menn tóku margir hveijir heilshugar undir það. Þetta á einnig við um knatt- spymuna. Guðjón Þórðarson, þjálfari KR, var á sama máli hér í blað- inu á laugardag. Þrátt fyrir að hann teldi knattspymuna góða í sumar, sagði Guðjón alla sem kæmu nálægt knattspymunni verða að taka það til umhgusun- ar að oft virtist leikgleðina skorta, og bætti við: „Ég held áð hluti ástæðunnar séu hve miklar kröfur eru gerðar til leik- manna frá stjórnarmönnum og áhorfendum — kröfur sem þjálf- arar og leikmenn standa jafnvel ekki undir.“ Þetta em athygli- verð orð; einnig í ljósi þess sem Guðjón sagði jafnframt, að menn leggi oft upp, í byijun keppnistímabils, með óraunhæft mat á eigin liði. „Þessi spenna dregur úr gleðinni og þeim létt- leika sem menn þurfa að hafa í hjarta til að gera knattspyrn- una skemmtilegri. Það er lykil- atriði að menn hafí meira gaman af knattspyrnunni en nú virist oft vera.“ Leiðinleg knattspyrna er harmleikur. Slíkir leikir þykja góðir þar sem þeir eiga við, í annars konar leikhúsi — en fólk kemur ekki oft að horfa á lið sem bjóða upp á knattspyrnu- harmleiki. Og um leið og áhorf- endum fækkar minnkar stemmningin og af því leiðir að mennimir á sviðinu hafa ekki jafn gaman af því að koma fram. Guðjón nefndi kröfur frá sljórnarmönnum og áhorfend- um. Þjálfarar gera auðvitað einnig kröfur svo og leikmenn sjálfir, bæði til sjálfs sín og ann- arra. En þrýstingur og kröfur um árangur mega ekki bera menn ofurliði. Menn verða að hafa gaman af því sem þeir eru að gera — það er kjami máls- ins. Undirritaður trúir því ekki að knattspymumenn nenni að æfa í hálft ár, oft við hroðalegar aðstæður, til þess eins að koma svo áhyggjufullir í leiki, þann stutta tíma sem þeir fá að spreyta sig á grænu grasinu, að þeir njóti ekki augnabliksins. Það er því nauðsynlegt að forystumenn, þjálfarar og leik- menn fínni lausn á því vanda- máli sem skortur á leikgleði er. Því fyrr því betra. Eflaust er það vandasamt en menn verða engu að síður að finna hinn gullna meðalveg: krefjast ekki aðeins árangurs heldur og skemmtunar. Þegar næst að sameina þetta tvennt verður ferð á völlinn fullkomin. Skapti Hallgrímsson Lykilatriði að leik- menn hafi gaman af verkefni sínu Hvernig ferhin efnilega SUNNA GESTSDÓTTIR að þjálfaralaus á Blönduósi? Bréfaskólanám f frjálsíþróttum ÞAÐ eru ekki mörg ár síðan Guðrún Sunna Gestsdóttir fór að láta verulega að sér kveða ífrjálsíþróttum hér á landi, en eftir að hún gerði það hefur hún verið áberandi og fróðir menn telja að hún eigi eftir að verða enn meira áberandi, enda er stúlkan grtðarlega efnileg. Um helgina var hún mjög nærri því að slá tíu ára gamalt íslandsmet í sjöþraut, það tókst að vísu ekki en hún náði því að komast yfir 5.000 stiga múrinn í fyrsta sinn. Menn telja að það sé aðeins spurning hvenær hún nær íslandsmetinu í200 metra hlaupi, og allir eru sammála um að sjöþrautarmetið verður ekki langlíft. Eftir Skúla Unnar Sveinsson Sunna, eins og hún er alltaf kölluð, er fædd og uppalin á Blönduósi og þar býr hún enn í foreldrahúsum. Hún er fædd 27. júní 1976 og er því nýorðin 19 ára. Eftir að hún hafði lokið grunnskólanámi í sinni heimabyggð hélt hún til Akureyrar til frekara náms og var í þriðja bekk í MA í vetur, en hvers vegna ætli Sunna hafi byijað að æfa frjálsíþróttir? „Ég veit það eiginlega ekki. Ég var í öllum íþróttum þegar ég var yngrí, fótbolta, sundi, körfu og svo fijálsum. Ég hætti í öllum öðrum íþróttum en fijálsum árið 1989 og ætli ég hafi ekki valið fijálsar vegna þess að þegar ég var litil vann maður svo mikið í fijálsum og hefur sjálfsagt vonast til að maður gæti haldið því áfram.“ Nú æfa fijálsíþróttamenn mikið einir, er ekki leiðinlegt að æfa? Nú gat Sunna ekki annað en brosað áður en hún svaraði. „Nei! Manni finnst eitthvað vanta ef maður fer ekki reglulega út að æfa. Ftjálsar eru ekki þannig að menn séu alltaf einir að æfa þann- ig að félagsskapinn vantar alls ekki.“ Ertu komin af íþróttafjölskyldu? „Pabbi var í kringlu og kúlu þegar hann var ungur og svo á ég eldri systkini sem voru í íþrótt- um þegar þau voru yngri.“ Er pabbi þinn ekki að leiðbeina þér í kúlunni? „Jú, jú hann er stundum að sýna mér hvemig á að fara að þessu, inni í stofu.“ Hvert er markmiðið hjá þér á næstunni? „Markmiðið er auðvitað að halda áfram að bæta mig og svo Morgunblaðið/Gunnlaugur Rö^nvaldsson SUNNA Gestsdóttlr var nærri tíu ára gömlu íslandsmeti í sjöþraut og aðeins þykir tímaspursmál hvenær metið fellur. eru met sem mig langar til að ná í. Metið í 200 metra hlaupi er 24,18 sekúndur en ég er búinn að hlaupa á 24,24 og finn að ég get bætt mig enn frekar þarna.“ Hvað með sjöþrautina, er hún bara svona með? „Já, maður hefur hana svona í bakhöndinni. Ég tek yfirleitt nokkrar æfingar fyrir hvert mót, en það eru fyrst og fremst köstin sem ég þarf að leggja rækt við, en það er ekki langt þangað til metið í sjöþrautinni fellur." Ertu með þjálfara á Blönduósi? „Nei, en ég er með æfingapró- gramm héðan að sunnan þannig að það má ef til vill segja að ég sé í bréfaskóla í fijálsum. Það getur stundum verið svolítið þreytandi að vera ein að æfa heima, en svo kemur á móti að það eru mörg mót sem maður fer á.“ Finnur þú fyrir því að fólkið á Blönduósi fylgist með því sem þú ert að gera? „Það er ekki mjög mikill áhugi á fijálsíþróttum heima, en er þó að koma upp aftur. Þegar nýja íþróttahúsið kom kviknaði mikill áhugi á handbolta og körfubolta og svo er áhuginn á fótbolta mik- ill, en fijálsar eru að koma upp aftur og ég finn fyrir því að fólk- ið heima íýlgist með því sem ég er að gera og passar svona dálítið uppá mig.“ Hvað heldur þú að þú værir að gera efþú værir ekki í fijálsíþrótt- um? „Ég veit það ekki, en það er eiginlega öruggt að ég væri í ein- hverri annarri íþróttagrein.“ ■ ■ i-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.