Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 C 3 KNATTSPYRNA ÍÞRÚm FOLK ■ ANDRI Marteinsson, fyrrum landsliðsmaður, kom inná í síðari hálfleik í lið Þórsara. Andri, sem hætti sem þjálfari Fölnis í síðustu viku, skipti í Þór á laugardag og má búast við að hann eigi eftir að styrkja lið Þórs það sem eftir lifir sumars. ■ KA lék án eins leikreyndasta manns liðsins, Steingríms Birgis- sonar, sem var meiddur. Hjá Þórs- urum var Orn Viðar Arnarson meiddur og lék ekki með. ■ NOI Björnsson þjálfari Þórs- ara var ekki á bekknum. Nói fékk rautt spjald í bikarleiknum í Eyjum og var því í leikbanni. ■ JON Hrannar Einarsson leik- maður KA-maður fékk annað gula spjaldið sitt á lokamínútunum og þar með rautt spjald. Snilldartilþrif og Þrótt- arar komnir á toppinn „VIÐ sáum á móti Val í bikarnum að við gátum þetta. Þjálfari Stjörn- unnar sagði fyrir stuttu að Fylkir og Stjarnan væru aðal liðin i deildinni, en við sýndum og sönnuðum í dag að við erum það líka“ sagði Gunnar Gunnarsson Þróttari eftir að Þróttur hafði iagt topp- lið 2. deildar, Stjörnuna, með fjórum mörkum gegn tveimur á heima- velli Stjörnunnar á sunnudaginn, og færst þar með upp að hlið þeirra á toppi deildarinnar. Leikurinn var fjörugur frá bytjun og bæði lið fengu góð mark- tækifæri áður en fyrsta markið kom á 13. mín. Hreiðar Bjarnason skoraði Stefán fynr Þrótt með lag- Eiríksson legum skalla eftir sknfar horn. Við markið tóku Þróttarar öll völd á vellinum. Á 25. mín. bættu þeir við marki; Árni Sveinn Pálsson skoraði snilldarlegt mark beint úr aukaspyrnu, skaut í stöng og inn. Stjörnumenn virtust við það að vera tveimur mörkum undir vakna örlítið, fengu í tvígang dauðafæri á 32. mín., en náðu ekki að skora. Það gerðu hins vegar Þrótt- arar tveimur mín. síðar, er Heiðar Siguijónsson skoraði þriðja mark þeirra eftir frábæra fyrirgjöf Guð- mundar Gíslasonar frá hægri. I síðari hálfleik náðu Stjörnumenn að minnka muninn strax á þriðju mínútu, er Rúnar Sigmundsson skor- aði beint úr aukaspyrnu af hægri kantinum, mark sem líklega má skrifa á reikning markvarðar Þrótt- ar. Stjörnumenn reyndu að halda uppi kröftugri sókn áfram, með litl- um árangri, oftast nær ekki öðrum en þeim að hieypa Þrótturum í skyndisóknir. Úr einni slíkri á 63. mín. skoruðu þeir; Gunnar Gunnars- son fékk stungusendingu innfyrir, dró að sér varnarmenn Stjörnunnar og renndi þá til hægri á Guðmund Gíslason sem skoraði með öruggu skoti. Tveimur mín. síðar náði Baldur Bjarnason að minnka muninn með góðu marki úr vítateignum vinstra megin. Þrátt fyrir að Stjörnumenn misstu Goran Micic af leikvelli á 69. mín. fengu þeir þó þrívegis dauða- færi það sem eftir var, og það var aðeins stórkostleg markvarsla Fjal- ars sem kom í veg fyrir að boltinn færi í netið. Þróttarar fengu líka upplögð færi en inn vildi boltinn ekki. Þróttarar léku frábærlega í fyrri hálfleik - stuðningsmenn Þróttara kölluðu tilburðina óhikað sannkall- aða samba-knattspymu - og sýndu að mestu yfirvegaðan leik í þeim síð- ari. Sigur þeirra var sanngjarn og liðið sýndi svo ekki verður um villst að það á heima á toppi deiidarinnar. Gunnar Gunnarsson átti frábæran leik, barðist af krafti, var duglegur að hjálpa til á miðjunni og skapaði mikið pláss fyrir samheija sína í sókninni. Guðmundur Gíslason lék vel og í vörninni var Sævar Guðjóns- son óvenju traustur. Stjörnumenn virkuðu flestir þungir, varnarmenn-t irnir ekki síst ef frá er talinn Goran^ Micic. ,.i Morgunblaðið/Rúnar ÁRNI Þór Árnason skorar fyrir Þór, eftir að hafa stolið knettinum frá nafna sinum Stefáns- syni (t.v.) í vörn KA. Árni Stefánsson hafði stuttu áður skorað hjá fyrrum félögum sínum Þórssigur á erki- fjendunum í KA ÞÓRSARAR lögðu erkifjendurna í KA að velli, 3:1, er liðin mættust á sunnudagskvöldið í rúmlega 20 stiga hita, sólskini og logni. Eftir slakt gengi í upphafi mótsins hefur liðið verið á uppleiðs í síðustu leikjum og var sigurinn á KA mjög mikilvæg- ur. Að sama skapi var sárt fyrir KA-menn að sjá á eftir stigun- um þremurtil Þórsara í baráttunni ídeildinni. Þetta var góður sigur og stigin þijú mjög mikilvæg. Leikur- inn var ekki beint áferðarfallegur en það eru úrslitin sem telja. Við höf- um verið á uppleið í síðustu leikjum og erum nú komnir á beinu brautina“, sagði Þórir Reynir B. Eiríksson skrifar frá Akureyri Áskelsson fyrirliði Þórs eftir leik- inn. Fyrri háifleikur var mjög daufur af beggja hálfu og einungis eitt færi varð staðreynd, þegar Þor- valdur Makan Sigbjörnsson átti gott skot að marki Þórs af stuttu færi sem Ólafur varði glæsilega. Þórsarar komnu ákveðnir til síðari Fyrsti sigur ÍR-inga Sindri Bergmann Eiðsson skrifar IR-ingar tóku á móti HK í Breið- holtinu á sunnudaginn og unnu sanngjarnan sigur 5:2. Heima- menn mættu mun frískari til leiks og áttu í litlum erfið- leikum með að bijóta vörn HK á bak aftur. 27. mínútu kom fyrsta markið og var þar Alan Mulamu- hic að verki er hann potaði boltan- um í markið eftir sendingu Guð- jóns Þorvaldssonar. Gestirnir jöfn- uðu fimm mínútum síðar þegar Sindri Grétarsson lyfti yfir mark- vörðu ÍR. ÍR-ingar náðu að bæta við tveimur mörkum fyrir leikhlé og sá Guðjón Þorvaldsson um það, fyrst með skoti af 20 metra færi og síðan úr þvögu í markteig HK. í síðari hálfleik réðu ÍR-ingar að mestum hluta yfír miðjunni og spiluðu á köflum ágætis knatt- spyrnu. Pétur Bjarnason bætti fjórða markinu við á 50. mínútu með fallegum skalla eftir auka- spyrnu Enes Cogic en HK minnk- aði muninn mgð marki Ivars Jóns- sonar. ÍR-ingar kvöddu síðan með marki Pálma Guðmundssonar tíu mínútum fyrir leikslok. Enes var góður hjá ÍR ásamt Pétri en hjá HK var Þorsteinn Sveinsson mest áberandi. hálfleiks og sóttu um meira á fyrstu mínútunum og uppskáru mark á 55. mínútu þegar Þórir Áskelsson skallaði í netið af stuttu færi eftir að Páll Gíslason hafði skallað fyrir markið. Eftir markið héldu Þórsarar uppteknum hætti og sóttu meira, en smám saman fóru KA-menn að koma meira inn í leikinn og gerðu þeir harða hríð. að Þórsmarkinu á 75. mínútu sem endaði með marki Árna Stefáns- son, en hann skoraði með skalla eftir horn. Sex mínútum síðar kom Árni Þór Árnason Þórsurum yfír á ný þegar hann stal boltanum af nafna sínum Stefánssyni í vörn KA og skoraði af stuttu færi. Undir lok leiksins átti Árni Þór svo skot í stöng, en það var svo á lokamínútum leiksins sem Hreinn Hringsson innsiglaði sigur- inn. Þórsarar áttu ágætt skot að marki KA sem Eggert missti frá sér og Hringur var fyrstu á vett- vang, náði knettinum og skoraði af öryggi. Knattspyrnan sem liðin sýndu í leiknum var ekki góð og var fyrri hálfleikurinn slakur. Það lifnaði þó heldur yfir leiknum í þeim síð- ari og brá þá fyrir ágætum köflum af hálfu beggja liða. Jafn var á með liðunum í fyrri hálfleik en Þórsarar voru sterkari í þeim síð- ari og verðskulduðu þeir sigur I leiknum- Víkingar meira með knöttinn - en Borgnesingarskoruðu „ÞETTA var góður leikur hjá okkur nema hvað við bökkuð- um of mikið. Þeir voru meira með boltann en náðu ekki nein- um færurn," sagði Hjörtur Hjartarson úr Skailagrími eftir 2:0 sigur liðsins á Víkingum í 2. deild á sunnudaginn. Víkingar réðu meiru á miðjunni og sóttu en gekk afleitlega upp við mark gestanna, sem áttu þó sín færi uppúr skyndisóknum upp kantana. Strax eftir hlé gleymdu Víking- ar sér í vöminni er Hilmar Hákonarson fékk sendingu innfyrir og lyfti boltanum laglega yfir Eirík Þorvarðarson markvörð, sem var kominn útúr markinu. Vík- ingar náðu samt að halda áfram ágætri baráttu og spili á miðjunni en fyrir framan mark Skallagríms fór að bera á örvæntingu og mjög Stefán Stefánsson skrífar mörg skot fóru yfir markið. Borg- nesingar nýttu hinsvegar sitt færi og úr aukaspyrnu Antonios Junior fyrir miðju, á 70. mínútu, stökk Hjörtur manna hæst inní markteig,, skallaði boltann, Eiríkur markvörð- ‘ ur varði en hélt ekki boltanum og Hjörtur potaði boltanum í markið — hinir horfðu á. Víkingar sóttu áfram en undir lokin sóttu Borgnesingar meira. „Ég er ánægður með mína menn, þeir reyndu þó að spila fótbolta og ef einhverjir áttu að fara með þijú stig, erum það við,“ sagði Pétur Pétursson þjálfari Víkinga. Einar Örn Birgisson, Aðalsteinn Aðal- steinsson, Sigurður R. Eyjólfsson og Stefán M. Ómarsson voru bestir Víkinga. Enginn stóð uppúr í liði Skalla- gríms, þeir unnu leikinn fyrst og fremst að að nýta sín færi en létu Víkinga um að stjórna á miðjunni. Tvö rauð spjöld á lofli Fylkismenn gerði góða ferð í Garðinn, 2:1 Kristín Blöndal skrifar Fylkismenn gerðu góða ferð í Garð- inn í gærkvöldi og unnu heima- menn í Víði 1:2 í baráttuleik. Með sigri halda Árbæing- ar sig í toppi deildar- innar, hafa jafnmörg stig og Þróttur frá Reykjavík og Stjarn- an, 13, en lakari markatölu. Leikurinn byijaði fjörlega og Víðis- menn fengu upplagt færi á fyrstu mínútu til að skora en tókst ekki. Eftir það jafnaðist leikurinn en gest- irnir voru meira með boltann og höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik. Þeir skor- uðu á 26. mínútu þegar Ólafur Stígs- son einlék upp vinstri kantinn og þrumaði í mark Víðismanna af 25 metra færi — í bláhornið. Víðismfenn byijuðu af miklum krafti eftir hlé og komust inní leikinn en á 58. mínútu hafði Ólafur næstum snúið dæminu við þegar hann komst einn innfyrir vörn Víðis en renndi boltanum rétt framhjá í opnu færi. Fjórum mínútum síðar fengu heima- menn dæmda vítaspyrnu þegar Ólaf- ur ívar Jónsson skaut beint í hendi Guðmunds Torfasonar og Sævar Leifsson skoraði úr spyrnunni. Eftir það varð jafnræði með liðunum á ný en undir lokin færðist harka í leikinn og tveimur mínútum fyrir leikslok var Daníel Einarssyni vikið af velli með rautt spjald en hann hafði áður feng- ið að líta það gula. Fylkismenn fengu við það aukaspyrnu út við horn og Þórhallur Dan Jóhannesson gaf fyrir markið þar sem Kristinn Tómasson skallaði með glæsibrag í mark Víðis. Eftir það færðist líf í leikinn og bæði lið fengu færi á að skora án þess að nýta þau og Ólafur ívar var rekinn af velli með rautt spjald. Víðismenn börðust sem fyrr að krafti og Ólafur ívar var þeirra besti maður en hjá Fylki átti Kristinn mjög góðan ieik og Ólafur Stígsson var ágætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.