Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4.JÚLÍ 1995 C 5 KÖRFUKIMATTLEIKUR Sigurmerkið á lofti! JÚGÓSLAVAR fagna ógurlega eftir aö sigurinn var í höfn. í Serbíu nota menn þrjá flngur sem merki fyrir sigur eins og sjá má, en þetta er sama merki og dómarar nota í körfuknattleik þegar leikmaður hefur skorað þriggja stiga körfu. Júgóslavar urðu Evrópumeistarar JÚGÓSLAVAR urðu á sunnu- daginn Evrópumeistarar í körfuknattleik er þeir sigruðu Litháa 96:90 í æsispennandi úrslitaleik, þar sem litlu mun- aði að allt syði uppúr á loka- mínútunum er Litháar ætluðu að neita að fara inná völlinn til að mótmæla dómgæslunni sem þeirtöldu halla mjög á sig. Króatar urðu í þriðja sæti, unnu Grikki 73:68. Þegar tvær mínútur voru til loka var staðan 89:83 og dæmt var tæknivíti á varamannabekk Litháens fyrir að mótmæla hinum bandaríska dómara. í kjölfarið ákváðu leikmenn að yfirgefa völlinn og hætta leik. „Ég tel að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá okkur, en okkur var sagt að við yrðum að greiða háa sekt [rúmar þtjár milljónir króna] ef við kláruðum ekki leikinn. Við vorum ekki nógu kjarkmiklir til að standa vð ákvörðun okkar þrátt fyr- ir að Sabonis byðist til að borga sektina," sagði Vladas Garastas þjálfari Litháa eftir leikinn. „Júgó- slavar voru á grænu ljósi allan leik- inn. Þeir áttu að verða Evrópumeist- arar. Þetta er bara pólitík,“ bætti hann við. Litháar voru mjög ósáttir við dóm- gæsluna, sérstaklega var hinn bandaríski dómari, George Toliver, þeim óvilhallur að þeirra mati. „Hann var hræðilegur," sagði Ga- rastas og Dusan Ivkovic þjálfari Júgóslava var ekki heldur ánægður með dómarann. „Ég er ekki heldur ánægður með dómgæsluna. En það sem gerði útslagið var að okkur tókst að halda Sabonis og Marciulionis niðri. Tvö bestu liðin áttust hér við, á því er ekki nokkur vafi. Við höfð- um áhorfendur á móti okkur vegna þess að við unnum Grikki í undanúr- slitunum, en leikmenn mínir létu það ekki á sig fá,“ sagði Ivkovie sem var einnig þjálfari Júgóslava þegar þeir urðu heimsmeistarar árið 1990 og Ev.rópumeistarar ári síðar. Tuttugu þúsund Grikkir létu vel í sér heyra allan leikinn og þeir voru allir sem einn á bandi Litháa, en Júgóslövum tókst engu að síður að leika vel og höfðu yfir er tvær mínút- ur voru eftir. Svo virtist sem ekki yrði leikið meira en eftir fortölur leikmanna Júgóslavíu komu Lithá- arnir aftur inná og luku leiknum. Litháinn Sarunas Marciulionis leikmaður Seattle SuperSonics var Reuter Sigurinn tryggður PREDRAG Danilovic frá Júgóslavíu lék vel í úrslitaleiknum og hér fer hann alls óhræddur upp í skot á móti þremur varnarmönnum Litháa. Um tíma var útlit fyrir aö Litháar myndu ekki leika síöustu tvær mínúturnar en þá voru þeir búnir aö fá sig fullsadda af bandarískum dómara sem þeir töldu dæma eins og æðstu menn FIBA óskuöu — Júgóslavar ættu að sigra hvaö sem það kostaði. En um síðir létu leik- menn Litháens til leiðast. valinn besti maður mótsins og hann gerði þriggja stiga körfu um leið og leikurinn hófst á ný og minnkaði muninn í 91:86 en bestu menn Júgó- slavíu, þeir Aleksandar Djordejevic og Predrag Danilovic settu niður vítaskot og tryggðu sigur Júgóslava. Ungur bakvörður í liði Júgóslava, Dejan Bodiroga átti einnig mjög góðan leik en Vlade Divac gerði aðeins 5 stig í leiknum en lék vel í vörninni. Litháar tóku 25 varnarfrá- köst en Júgóslavar 23. Ahorfendur ekki sáttir við nýja Evrópumeistara Fyrirfram ákveðið! Þetta var ákveðið fyrirfram," r— ..... kölluðu 20 þúsund áhorfend- ur í íþróttahöllinni í Aþenu þegar Júgóslavar tóku við bikarnum fyrir Evrópumeistaratitilinn í körfu- knattleik. En það voru fleiri en áhorfendur og leikmenn Litháen sem sökuðu Bandaríkjamanninn George Toliver, annan dómara leiksins, fyrir að hafa dæmt eftir pöntun æðstu manna Alþjóðak- örfuknattleikssambandsins, FIBA. „Sigurinn var hreinlega tekinn af Litháum, sem voru með besta liðið hér og áttu skilið að sigra,“ sagði Costas Politis fyrrum lands- liðsþjálfari Grikkja eftir leikinn. „Svo virðist sem þrýstingur frá Serbum hafi orðið til þess að ákveðið var fyrir keppnina hvaða lið ætti að sigra,“ sagði hann. „Krúnan er leikaraskapur" stóð í stórri forsíðufyrirsögn í Sportime, stærsta íþróttablaði Grikklands og undirfyrirsögnin var: „Júgóslavía vann Litháen 96:90 í „svartasta“ úrslitaleik sögunnar". Sarunas Marciulionis, besti maður mótsins sagði eftir keppn- ina: „Við erum ekki brúður, við erum körfuknattleiksmenn og það er dapurlegt að geta ekki haft áhrif á hvernig leikurinn þróast, sama hversu vel menn leika. Körfuknattleikur í Evrópu hefur náð botninum, þetta er bara pólí- tík.“ Borislav Stankovic, fram- kvæmdastjóri FIBA, sem er frá Júgóslavíu, slapp ekki heldur við gagnrýni. „Ef FIBA og hinn sterki maður í körfuknattleiknum [Stankovic] vildu endilega að Júgó- slavía yrði Evrópumeistari hefðu þeir getað gert það án þess að láta alla leggja svona mikið á sig Óhress ARVYDAS Sabonis var óhress með bandaríska dómarann og lét það í Ijós. í hálfan mánuð,“ sagði í grein Sportime. Stankovic, sem barðist af krafti fyrir þvl að Sameinuðu þjóðirnar afléttu íþróttabanninu af Júgóslavíu, var ekki viðstaddur verðlaunaafhendinguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.