Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 6
6 C ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 Gott langstökk GÓÐUR árangur náðist í langstökki kvenna, sem var fyrsta kvennagreinin í blíðunni á sunnudaginn. Vala Flosadóttir bætti sig mest allra, um 67 sentimetra, en Charlotte Beiter frá Danmörku bætti sig einnig verulega, eða um 27 sentimetra og landa hennar Anja Lindholm bætti sig einnig. Strákamir hefðu gjaman viljað hafa langstökkið sitt á sunnudeginum því þá var hlítt og aðeins andvari undan, að- stæður eins og þær gerast bestar. íslenski hópur- inn samhentur ÞAÐ var áberandi hversu vel íslensku keppendumir héldu hópinn, sérstaklega stúlkurnar. Þær vom alltaf saman, á milli greina sátu þær saman og þegar verið var að hita upp gerðu þær það saman. Að sögn þeirra hjálpar þetta þeim mikið þegar út í keppnina er komið, þær fá mikinn stuðning hver frá annarri. Kúnstir í kúlu KEPPNIN í kúluvarpi karia varð nokkuð kúnstug. Áður en keppni hófst á laugar- daginn meiddist einn Lettinn og því vom þeir aðeins þn'r í sveitinni og töldu því allir til stiga. í kúluvarpinu gerði hins veg- ar Ronalds Blums ógilt í öllum þremur köstunum, en hann er sterkasti tugþraut- armaðurinn í sveitinni þó svo hann sé ekki sterkur í kúlu, en þarna missti hann og sveitin af rúmum 600 stigum, sem kom reyndar ekki að sök í keppninni við Dani. Einn Dani gerði einnig öll köstin í kúlunni ógild, kastaði stutt í fyrsta kasti og steig framfyrir til að gera ógilt en kastaði út fyrir geirann í næstu tveimur! Nokkur meiðsli TALSVERT var um að fólk meiddist og yrði að hætta keppni. Áður er getið Lett- ans sem meiddist fyrir fyrsta hlaup, annar úr þeirra hópi snéri sig í fyrstu grein sunnu- dagsins en harkaði af sér og lauk keppn- inni með sæmd. Næst besta stúlkan í danska liðinu tognaði illa á læri í miðju 200 metra hlaupinu og gat ekki verið meira með. Slóveninn, sem keppti sem gestur tognaði lítillega í 400 m hlaupinu og treysti sér ekki til að keppa siðari dag- inn og Sunna snéri sig í spjótkastinu en lauk samt keppninni. Glæsilegt list- flug í Laugardal ÞEGAR 200 metra hlaup kvenna var um það bil að hefjast á laugardeginum kom í Ijós lítil flugvél sem náði athygli allra, keppenda, áhorfenda og starfsfólks. Flug- maðurinn sýndi listflug af miklum krafti í einar sex mínútur og á meðan var ekk- ert keppt á vellinum, enda allir að fylgjast með þessu óvænta en skemmtilega atriði. Góð fram- kvæmd hjá FRÍ TÆKNIFULLTRÚI Frjálsíþróttasam- bands Evrópu, A1 Guy frá írlandi, var mjög ánægður með alla framkvæmd móts- ins o g umgjörð. Hann sagði að allt hefði verið til mikillar fyrirmyndar, en ef íslend- ingar vildu halda stærri mót en þetta yrði að bæta við einni stökkgryfju við hliðina á þeirri sem fyrir framan stúkuna og einn- ig yrði að laga atrennubrautina fyrir spjót- kastið, en hann taldi það ekki vera mikið mái. Viðtöl í beinni BRYNDÍS Hólm, íslandsmethafí í lang- stökki kvenna, var aðalþulur á mótinu og stóð sig vel. Það þótti mörgum þó dálítið furðulegt þegar hún tók öðru hvoru menn tali og spurði þá um mótið, á meðan keppn- in stóð sem hæst. Þetta er hið besta mál, en verður helst að vera á milli þess sem verið er að keppa. MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 C 7 FRJALSIÞROTTIR FRJALSIÞROTTIR Islenska karlalandsliðið ítugþraut komst upp ítyrstu deild Evrópubikarkeppninnar ííyrsta sinn Jón Amar fór aflur yfir8.000 stig Sunna Gestsdóttir aðeins 53 stigum frá metinu í sjöþraut Skúli Urnar Sveinsson skrifar ÍSLENSKA landsliðið í tugþraut náði um helgina langþráðum draumi, að komast úr annarri deild Evrópubikarkeppninnar í þá fyrstu. Sveitin sigraði í þeim riðli sem fram fór á Laugardals- velli og mun því keppa við mun sterkari þjóðir í 1. deild að ári. Konurnar urðu hins vegar í öðru sæti, á eftir dönsku stúlkunum. Keppnin tókst í alla staði mjög vel og ekki skemmdi veðrið fyrir. Reyndar var nokkuð svalt á laugardaginn en á sunnudaginn var veður eins og best verður á kosið, nema ef til fyrir keppni í kringlukasti. Árangurinn var einnig góður og gaman er til þess að vita að Jón Arnar Magnússon virðist vera að ná festu í tugþrautina og náði því að komast yfir 8.000 stigin öðru sinni á stuttum tíma. Allar ís- lensku stúlkurnar sem luku keppni bættu sig og hin 17 ára Vala R. Flosadóttir krækti sér í eitt íslands- met, hlaut 4.897 stig í sjöþraut og bætti stúlknamet Sunnu Gestsdóttur (4.756 stig) frá árinu 1993. Sunna var hins vegar sjálf alveg við að bæta tíu ára gamalt íslandsmet Birgittu Guðjónsdóttur, 5.204 stig. Sunna hlaut 5.151 stig og fór í fyrsta sinn yfir 5.000 stigin. Byrjun Jóns Arnars lofaði góðu Jón Arnar byijaði mjög vel og menn höfðu árangur hans frá því í Götzis í maí til hliðsjónar, en þá setti hann hið glæsilega íslandsmet. Hann bætti sig í 100 metra hlaup- inu, hljóp á 10,77 og hlaut 940 stig fyrir það. í langstökkinu gerði hann aðeins ógilt í fyrsta stökki sem var um 7,50 metrar, tók næsta stökk af öryggi, 7,27 en síðasta stökkið var ógilt — 18 sentimetrum styttra en þegar hann setti metið. Kúlan flaug 35 sentimetrum styttra en í Götzis þannig að menn gerðu sér vonir um góðan árangur í hástökk- inu, en því miður gekk það ekki eft- ir. Jón stökk 1,92 metra, 10 senti- metrum styttra en þegar metið féll og í síðustu grein laugardagisins, 400 m hlaupi var hann með 2/100 lakari tíma en í Götzis. í 110 m grind hljóp Jón Arnar á 14,33 sekúndum, sem er 1/100 lak- ara en hann gerði þegar hann setti íslandsmetið. Þegar hér var komið sögu var ljóst að hann myndi fara með sigur af hólmi í tugþrautinni og allar líkur á að íslenska sveitin myndi sigra í liðakeppninni. Kringlu- kastið var næst og þar köstuðu allir talsvert styttra en þeir eiga að sér, Jón Arnar 45,42 en í Götzis kastaði hann 49,96 metra. Eftir þetta var ljóst að hann ætti erfitt með að bæta metið, en þá var að einbeita sér að því að ná 8.000 stigum. Stangarstökkið var næst. Þar á Jón Arnar best 4,90 metra. Hann byijaði á að stökkva 4,00 og 4,20 metra í fyrstu tilraun og var langt yfir. Hann sleppti síðan 4,30, fór yfir 4,40 í fyrstu tilraun og lét síðan hækka í 4,60 en felldi naumlega í þremur tilraunum. í spjótkastinu bætti hann sig, kastaði 61,10 en átti áður 58,94. Þá var ljóst að hann varð að hlaupa 1.500 metrana á 4.58,30 til að ná 8.000 stigunum. Það gerði han og örlítið betur — hljóp á 4.51,59 og komst í fyrsta sinn undir fímm mínúturnar. íslenska sigursveitin Morgunblaðið/Gunnlaugur ISLENSKA karlasveitin sigraði í tugþrautarkeppninni og keppir því í fyrstu deild Evrópubikar- keppninnar að ári. Hér er sveitin aö lokinni keppni. Frá vinstri eru Theódór Karlsson, Ólafur Guðmundsson, Jón Arnar Magnússon og Friðgeir Halldórsson. Engum hinna strákanna tókst heldur að bæta sinn persónulega árangur í samanlögðu. Olafur Guð- mundsson jafnaði sinn besta árangur í tugþrautarkeppni í kúluvarpi og kringlukasti og bætti sig nokkuð í 1.500 metra hlaupi. Friðgeir Hall- dórsson náði sínum lengsta kasti í kúluvarpi, og bætti tugþrautarár- angur sinn í langstökki og 1.500 metra hlaupi. Theódór Karlsson bætti sig í 400 og 1.500 metra hlaupi og einnig í spjótkastinu. Stöðug bæting hjá stúlkunum Stúlkurnar bættu sig allar þrjár verulega, en Þuríður Ingvarsdóttir var hálfveik og gat því illa einbeitt sér, en stóð sig engu að síður með ágætum, bætti sjöþrautarárangur sinn í 100 m grind og langstökki. Sunna byijaði alveg eins og engill og bætti árangur sinn í fyrstu þrem- ur greinunum, 100 m grind, há- stökki og kúluvarpi og var auk þess alveg við sinn besta tíma í 200 m hlaupi og bætti árangur sinn í sjö- þraut í þeirri grein. Á sunnudaginn byijaði hún á að bæta þrautarárang- ur sinn í langstökki, og í spjótkasti, en það tók sinn toll. Hún snéri sig nokkuð illa á ökla í öðru kasti sínu og tvísýnt var um hvort hún gæti klárað keppnina með því að hlaupa 800 metrana. Hún harkaði samt af sér og hljóp á 2.31,98 mínútum en hefði þurft að hlaupa á 2.27,7 til að bæta íslandsmetið. En það féli eitt met. Vala R. Flosa- dóttir bætti stúlknametið sem Sunna átti um 141 stig, enda bætti stúlkan sinn persónulega árangur í fimm greinum og í hástökkinu jafnaði hún sjöþrautarárangur sinn. Það var að- eins í kúluvarpi sem hún bætti sig ekki. Besta afrekið vann hún án efa í langstökkinu því þar bætti hún sig um litla 67 sentimetra, stökk 5,64 metra. Vala hlaut 4.897 stig en gamla metið var 4.756. Sigríður Anna Guðjónsdóttir bætti einnig sinn árangur í sjöþraut, hlaut 4.856 stig en átti áður 4.506. Hún setti persónulegt met í 100 m grind, 400 m, spjótkasti og 800 metra hlaupi og bætti þrautarárangur sinn í hástökki og langstökki. Sannarlega glæsilegur árangur hjá stúlkunum. Morgunblaðið/Gunnlaugur Samstilltar stúlkur STÚLKURNAR stóðu sig einnig vel og bættu sig verulega, en þær réðu ekki við sprækar stúlkur frá Danmörku. Frá vinstri eru Sigríður Anna Guðjónsdóttir. Sunna Gestsdóttir, Vala R. Flosadóttir og Þuríður Ingvarsdóttir. Ánægð en pínu svekkt „ AUÐVITAÐ er ég pínu svekkt að háfa ekki náð íslandsmetinu, en það kemur bara næst,“ sagði Sunna Gestsdóttir eftir sjöþraut- arkeppnina. „Ég byrjaði mjög vel og bætti mig í þremur fyrstu greinunum og var alveg við mitt besta í 200 m hlaupinu. Svo meiddi ég mig í spjótkastinu en ákvað að láta reyna á hvort öklinn héldi. Það kom svo í ljós að ég gat eiginlega ekkert tekið á í hlaupinu og eftir fyrri hringinn var ég orðin ansi þreytt í honum. Annars er ég mjög ánægð með árangurinn í þrautinni, ég komst í fyrsta sinn yfir fimm þúsund stigin og raum þar með þann múr og ég held að það verði ekki langt þangað til metið verði bætt. Þetta var frábært mót, gott veður og mikil hvatning frá áhorfendum sem er geysilega gaman.“ Stefndi að meti „ÉG er mjög ánægð með þetta allt, enda stefndi ég að því að bæta metið,“ sagði hin unga og efnilega Vala R. Flosadóttir eftir að hún hafði lokið keppni og sett Islandsmet í stúlknaHokki í sjö- þraut. „Mér gekk betur í dag [sunnudag] nema kanski í kúiunni og ég þarf að laga spjótkastið hjá mér. Grindahlaupið er að koma og ég stefni að því að hlaupa á undir 15 sekúndum í sumar. Ég átti ekki von á að bæta mig svona mikið í langstökki. Ég stökk þó um 5,50 i upphituninni en hélt að ég hefði litið svona vitlaust á mælistikuna, en að bæta mig um 67 sentimetra átti ég alls ekki von á,“ sagði Vala hin ánægðasta. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Hátt yfir en... JÓN Arnar Magnússon náðl rúmum 8.000 stlgum í tugþraut um helgina, öðru sinni á stuttum tíma. Hér er hann í stangarstökkinu, en þar náðl hann sér reyndar ekki nægilega wel á strik, stökk 4,40 m en felldl 4,60 m þrívegis. Hann var langt yfir ránni en felldi á niðurleið. Mörg stig í sjónmáli Það má segja að maður hafi komi í mark á síðustu dropunum," sagði Jón Amar Magnússon tug- þrautarkappi þegar hann kom í mark í síðustu greininni í tugþraut, 1.500 m hlaupi og ljóst var að hann hafði hlaupið undir fimm mínútum. „Ég er nokkuð ánægður með flestar greinarnar, nema þá langstökkið og hástökkið. Ég er alveg sáttur við stangarstökkið, maður er bara ekki orðin nógu sjóaður til að ná alltaf því besta í öllum greinum. Áhorfendur voru alveg frábærir og vonandi verður þetta svona í framtíðinni og vonandi er maður kominn í það að vera alltaf yfir 8.000 stigunum, það væri mjög gott og fyrst þú spyrð þá er ekki fjarlægt takmark að horfa til Norð- urlandametsins sem er 8.403 stig.“ Er ekki erfitt fyrir þig að keppa í þrautinni núna þegar þú ert að undirbúa þig fyrir HM í Svíþjóð? „Nei, nei, ég sleppi bara æfingu í staðinn. Ég og Gísli þjálfarinn minn förum til Gautaborgar í fyrra- málið [í gær] og verðum þar til 20. júlí þannig að maður ætti að vera orðin vanur loftslaginu í Gautaborg þegar HM verður. Ef maður verður svo heppinn að hitta á góðan dag á HM getur í rauninni allt gerst, ég held að það sé engin spurning,“ sagði Jón Arnar. Gísli Sigurðsson þjálfari hans segir Jón Arnar eiga mikið inni, í flestum greinunum en núna er hann i 10. sæti í heiminum í tugþraut. „Þetta hefur gengið vel hingað til og ef hann verður heill þá á hann að geta bætt sig tölvert," sagði Gísli. IÞROTTIR KNATTSPYRNA Keflvíkingar nýttu ekki færin KEFLVÍKINGAR töpuðu öðrum leik sínum í Evrópukeppninni, Intertoto bikarkeppninni, á laugardaginn þegar liðið lék við Partick Thistle í Glasgow í Skotlandi. Þeir naga sig í hand- arbökin fyrir að hafa ekki nýtt opin færi, þegar staðan var 1:0 fyrir þá, og segja að það hefði breytt gangi leiksins. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, Skotar að vísu aðeins meira með boltann en náðu ekki að skapa sér nein færi. Hinsvegar áttu Keflvíkingar fleiri færi og Marko Tanasic skoraði á 20. mín- útu en að auki björguðu Skotar á marklínu eftir opnu færi Tanasics rétt fyrir leikhlé. Síðari hálfleikur byijaði vel fyrir Keflvíkinga og þeir náðu góðu færi. Þá komst Jóhann B. Guðmundsson innfyrir vörn Skota, Kjartan Einars- son fylgi fast á eftir og Jóhann renndi boltanum yfir til hans en línuvörðurinn veifaði rangstöðu. Ekki voru allir sáttir við þann úr- skurð og taldi þulur BBC útvarps- stöðvarinnar hann t.d. í meiri lagi vafasaman. Skotar jöfnuðu á 62. mínútu með marki Alberts Craig og leikurinn jafnaðist en Keflvíkingar voru bún- ir að missa sjálfstraustið. Heima- menn fóru að sækja og uppskáru annað mark, þegar varnarmaður Keflvíkinga ætlaði að hreinsa frá KAPPAKSTUR er engin hætta virtist á ferðum, en ekki vildi betur til en svo að boltinn fór fyrir markið þar sem Tom Smith þrumaði í netið, 1:2. Þar með voru Skotar komnir inní leikinn og þriðja markið, sem Tom Smith gerði, kom ekki á óvart. „Við vorum óheppnir að hafa ekki 2:0 í leikhléi og ég held að það hefði breytt öllu,“ sagði Þórir Sig- fússon þjálfari Keflvíkinga við Morgunblaðið. „Við spiluðum að mörgu leyti mjög vel, héldum bolt- anum og létum þá elta okkur en við ekki þá. Þeir spiluðu fast, léku hraða knattspyrnu og voru alveg ágætir.“ Þórir segist hafa þurft að taka Tanasic útaf, hreinlega til að vernda hann, því hann hafi aldrei fengið neinn frið, Skotarnir hafi sparkað hann niður um leið og hann fékk boltann. Þórir sagði líka umhugsunarefni hvers vegna liðið hafi tapað tveimur leikjum í keppninni á síðari hluta leiks, telur að menn verði smeykir og eitthvað þurfi að laga á þeim örstutta tíma sem þeir hafi á milli leikja. „Nú verður spilað í deildinni á miðvikudaginn og svo við Zagreb frá Júgóslavíu í Keflavík á sunnu- daginn,“ sagði Þórir. „Það verða tveir leikir í viku fram í ágúst og það tekur á að spila svona mikið en ég held að menn hafi ekki gert sér grein fyrir því í upphafí sumars- ins. Ef við náum áfram í bikarnum leggst það ofan á.“ Forysta Schu- machers eykst Heimsmeistarinn í kappakstri, Michael Schumacher frá Þýskalandi, jók forystu sínu um 11 stig í keppni um heimsmeistaratitil ökumanna í Formúla 1 á sunnudag- inn þegar hann sigraði í franska kappakstrinum í Magny. Hann er nú kominn með 46 stig og hefur fjórum sinnum fagnað sigri í ár. Helsti keppinautur hans, Damon Hill frá Bretlandi, kom rúmri 31 sekúndu á eftir honum og er með 35 stig svo að hann þarf að vinna næstu keppni, sem verður á Silvers- tone brautinni eftir tvær vikur. Úrslitin voru endurtekning á keppninni 1994 fyrir þá félagana og áfall fyrir Hill, sem tókst ekki einu sinni að brosa við hlið Schum- achers á verðlaunapallinum og sagði: „Okkur gekk vel í undirbún- ingnum en ekki í keppninni, en hvers vegna er mér hulin ráðgáta. Við vorum heldur ekki nógu fljótir að setja eldsneyti á bílana. Ég vil ekki lenda í öðru sæti og verð hrein- lega að vinna næstu keppni." Schumacher var á hælum Hills fyrsta 21 hringinn en aldrei meira en hálfri sekúndu frá honum. Schumacher fór þá á undan Hill í viðgerðahlé og náði forystu skömmu síðar, sem hann hélt út keppnina. Hann fór heilan hring framúr 22 af 26 keppendum en í lokin luku aðeins 16 af þessum 26 keppni. Sú stefna hans að taka aðeins tvö viðgerðarhlé skilaði honum ekki síst sigri: „Ég sá að möguleikinn á að fara fram úr Hill myndi koma upp með því að taka bara tvö við- gerðarhlé,“ sagði Schumacher. „Bíllinn okkar nógu góður til að keyra þannig til loka.“ Eftir keppnina sakaði Schumach- er Hill um óíþróttamannslegan og hættulegan akstur. Hann sagði að Reuter MICHAEL Schumacher fagnar sigri í Frakklandí. svo virtist sem Hill hefði í þrettánda hring, þegar Schumacher var rétt fyrir aftan hann, „prófað“ brems- urnar eða slakað á bensíninngjöf- inni. „Ég var mjög reiður út í Hill,“ sagði Schumacher, „en ég mun ekki ræða þetta við hann fyrr en við höfum róað okkur niður, líklega í rólegheitunum í næstu viku. Ef hann gerir þetta aftur, veit ég hvað ég geri við hann,“ sagði heims- meistarinn. Þessir kappar hafa oft deilt hart og eiga menn von á að þessi yfirlýs- ing muni ekki bæta samskipti þeirra. Sérstaklega var umdeild at- vik á Adelaide brautinni í síðustu keppni síðasta árs, þegar Schum- acher keyrði í veg fyrir Hill og báðir bílar skemmdust þannig að þeir urðu báðir að hætta keppni en við það vann Schumacher titilinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.