Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 C 9 FJÓRÐUNGSMÓT AUSTFIRSKRA HESTAMANNA GÆFA frá Úlfsstöðum ein af mörgum góðum klárhrossum á mótinu, knapl Daníel Jónsson. Atta ræktunarhópar Sýning ræktunarhópa tókst með miklum ágætum. Atta hópar voru sýndir og gaf þetta atriði nokkuð góða þverskurðarmynd af því hvað Austlendingar rækta um þessar mundir. Þrír hópar voru verð- launaðir og stóð þar efstur hópur feðganna Metúsalems og Hans Kjerúlf frá Reyðarfirði en Hans var með þrjá hesta í úrslitum í B-flokki gæðinga. í öðru sæti var hópur frá Stóra-Sandfelli í Skrið- dal og Tjarnarlandshópurinn þriðji með gæðingshryssuna Kórínu í broddi fylkingar. Ræktunarhóps- sýningarnar eru alltaf að sanna enn betur gildi sitt sem góð kynn- ing og auglýsing fyrir hrossarækt- endur og áhugaverð og fróðleg skemmtun fyrir mótsgesti. Kynbótasýning ijórðungsmóts- ins var góð skemmtun enda ekki við öðru að búast þegar tölt og aðrir hæfileikar eru í góðu lagi en skynsamlegt fyrir hrossaræktend- ur í fjórðungnum að gleyma ekki útkomunni byggingarmegin þegar lögð verða drög að kynbótahross- um framtíðarinnar. Hinrik hætti við keppni að ósk formanns L.H. HINRIK Bragason varð við til- mælum Guðmundar Jónsson- ar formanns Landsambands hestamanafélaga um að taka ekki þátt í skeiðinu á fjórð- ungsmótinu eins og hann hugðist gera. Beiðni for- mannsins er til komin vegna kæru á hendur Hinriki í Gýmismálinu svokallaða. Hinrik sagðist bera mikla virð- ingu fyrir formanni L.H. og fyrst þeim í stjórninni þætti betra að hann keppti ekki væri sjálfsagt að verða við beiðni hans á þessu móti en þetta ætti aðeins við um þetta mót. Um þáttöku á íslands- mótinu um næstu helgi sagði Hin- rik að aldrei hafi staðið til að hann tæki þátt í því þar sem hann verði með reiðnámskeið í Austur- ríki á sama tíma. „Það skipti mig ekki stóru máli hvort ég sæti hrossin á Fornustekkum eða Hulda konan mín“ sagði hann ennfremur og bætti við að ákvörð- un sín um að keppa á heimsmeist- aramótinu stæði óhögguð. Hinrik mun hinsvegar keppa í skeiði á Eitli frá Akureyri á þýska meist- armótinu sem fer fram 21. til 23. júlí n.k. IMíur og tíur í kynbótadómum TÖLTIÐ kemur sterkt út á Austurlandi í ár, voru skilaboð ráðunautanna á fjórðungmót- inu en jafnframt bentu þeir á að herða þyrfi tökin í ræktun fagurrar og sterkrar byggingar hrossanna en þar kreppir skó- inn fyrst og fremst í aust- lenskri hrossarækt. Eins og fram hefur komið voru það hryssurnar sem héldu uppi stemmningunni í kynbótasýn- ingu mótsins. Þar var fremst í flokki gæðings- hryssan Kórína frá Krístínsson Tjarnarlandi, gull- skrifar falleg klárhryssa með einkunn yfir 8 fyrir byggingu og 9 fyrir tölt, brokk, stökk og fegurð í reið. En bæði hún og sú er næst kom í sex vetra flokknum, Snegla frá Eyrar- landi, eru undan Kjarval frá Sauð- árkróki en hann átti góðan hóp afkomenda á mótinu og virðist ætla að setja mark sitt á ræktun- ina þar eystra. Einnig átti bróðir hans, Otur, nokkur afkvæmi og sonur hans, Orri frá Þúfu, virðist einnig ætla að skila sér vel í fjórð- ungnum en hann átti einar fjórar hryssur á mótinu, allar ijögurra vetra. Gæfa sló í gegn En það var líklega fimm vetra hryssan Gæfa frá Úlfsstöðum í Vallahreppi sem sló hvað eftir- minnilegast í gegn. Hún stóð sig með mikilli prýði á mótinu, hafði hlotið 8,27 í einkunn fyrir hæfi- leika og bætti um betur á mótinu því hún hækkaði sig tvívegis á mótinu, meðal annars úr 9 í 9,5 fyrir tölt. Einnig bætti hún hálfu stigi við sig í stökki og geðslagi. Byggingareinkunnin er hins vegar ekkert til að hrópa húrra fyrir, 7,73, og má segja að Gæfa sé kannski dæmigerð fyrir hrossin í fjórðungnum, miklir hæfileikar en bygging í tæpari kantinum. Þá vakti klárhryssan Snælda frá Bjarnanesi athygli en hún er al- systir Þokka sem vermdi efsta sætið í flokki stóðhesta. Sömuleið- is var hryssan Tyrkjasól býsna spræk. Framkvæmd frá Ketilsstöð- um skaust upp í fyrsta sætið í flokki ijögurra vetra hryssna þegar hún á yfirlitssýningu hækkaði sig í 8,5 fyrir skeið sem hún hafði reyndar fengið áður í forskoðun. Einu stigi neðar var Orka frá Reyð- arfirði með 8,5 fyrir tölt, skeið, vilja og geðslag og 8,34 fyrir hæfi- leika. Væri hún í alfremstu röð ef ekki kæmi til grátlega lág bygg- ingareinkunn, 7,43. Fleiri góðar hryssur mætti hér nefna til sög- unnar en þetta skal látið gott heita að sinni. Stóöhesta- sýningln Stóðhestasýningin var heldur fátækleg hvað fjöldann varðaði en þar fóru fremstir þeir Þokki frá Bjarnanesi og Kópur frá Mykju- nesi. Börðust þeir um fyrsta sætið í sex vetra flokknum en þrátt fyr- ir að knapinn á Kópi, Kristinn Guðnason, legði allt í sölurnar tókst honum ekki að komast upp fyrir Þokka og Jens Einarsson en Þokki bætti sig fyrir tölt, fór í 9,5. Hjörvar frá Ketilsstöðum vann það fágæta afrek að fá 10 fyrir skeið og er þar á ferðinni upplagður hestur fyrir þá sem vilja rækta mikinn vilja og skeið. Einn hestur kom fram i fjögurra vetra flokki, Nökkvi frá Hafnarnesi, af horn- firsku bergi brotinn að stærstum hluta. Ekki sérlega spennandi hest- ur á þessu stigi málsins en þó rými- lega yfir gömlu ættbókarmörkum, en það er fyrst og fremst bygging- areinkunnin sem setur spurningar- merki á hestinn, hæfileikana á hann alla möguleika á að bæta. Efstur í sex vetra flokki Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ÞOKKI frá Bjarnanesi stóöhestur af hornfirskum meiði stóö efstur í sex vetra flokki, knapi er Jens Efnarsson sem jafnframt var framkvæmdastjóri mótsins. Vel heppnað mót hjá fámennu félagi FRAMKVÆMD fjórðungs- mótsins á Fornustekkum þótti takast nokkuð vel. Það sem kannski vekur mesta athygli er að það er fámennt hestamannafélag, Hornfirð- ingur, sem stendur eitt og sér að framkvæmd mótsins. Dagskrá var nokkuð létt í vöfum og hefði að líkindum mátt hespa mótinu af á þrem- ur dögum í stað fjögurra. Framkvæmdastjóri mótsins Jens Einarsson sagði þá Hornfirðinga vilja hafa vini sína úr röðum hestamanna sem lengst þegar þeir loksins fjölmenntu á hestamót á Hornafirði og því ekki verið ástæða til að hafa mótið neitt styttra. Veðrið hélst all þokkalegt alla dagana meðan á mótshaldi stóð, ekki kom dropi úr lofti allan tímann en vindur lét á sér bæra öðru hvoru en ekki þó þannig að til vandræða væri. Aðstaða á Fornustekkum er hin ágæt- asta vel rúmt um bæði menn og hesta og stutt í alla nauð- synlega þjónustu. Sigurbjörn vann sig upp á jökul SIGURBJÖRN Bárðarson fór ekki alveg erindisleysu á Hornafjörð þótt honum tæk- ist ekki að höndla hundrað þúsund krónurnar í tölt- keppninni því hann sigraði i bæði 150 og 250 metra skeiði og hlaut tvær fríar jöklaferð- ir auk gullpeninga að laun- um. Þátttaka í kappreiðum mótsins var annars mjög dræm eins og hefur jafnan viljað vera um þessr mundir. Af sex skráðum í 250 metra skeið mættu aðeins þrjú og af tíu skráðum í 150 metra skeiði mættu sex, keppni féll niður í 250 metra stökki þar sem aðeins einn af tveimur skráðum mætti svo dæmi sé tekið. Vel tækni- vætt mót TÆKNIBÚN AÐUR mótsins vakti verðskuldaða athygli þeirra sem höfðu afnot af honum með einum eða öðrum hætti. Tölvukerfið sem notað var í gæðingakeppninni þótti til að mynda nýög vel að- gengilegt. Hægt var að prenta út stöðuna í miðri keppninni eða sundurliðaðar einkunnir hvers keppanda á augabragði. Stöðu og sund- urliðuðum einkunnum var að sjálfsögðu sjónvarpað í veit- ingahúsið Stekkhól eins og hefur tíðkast á stórum mót- um. Þá var símkerfið á staðn- um betra en menn eiga að venjast á hestamótum. Hægt var að hringja í báða dóm- palla, stjórn og meira segja var síma við innganginn inn á svæðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.