Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Davíð Oddsson, forsætisráðherra, í fjögurra daga heimsókn í Namibíu Aðstoð Islendinga nemur 240 milljónum á 4 árum Windhoek, Namibíu. Morgunblaðið. NAMIBÍUMENN meta aðstoð Islendinga í sjáv- arútvegsmálum mikils, að því er fram kom í ávarpi Sam Nujoma, forseta Namibíu, við upp- haf fjögurra daga opinberrar heimsóknar Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, til Namibíu í gær. Fram kom, að aðstoðin næmi um 4 milljónum dollara (240 milljónir króna) á árunum 1995- 1998. Davíð Oddsson lagði í ávarpi sínu áherslu á að enn þyrfti að auka samstarf þjóðanna, sem nú beindist að menntun og þjálfun heimamanna í sjavarútvegsmálum. Á annað hundrað íslendinga eru nú búsettir 5 Namibíu. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, kom í fjög- urra daga opinbera heimsókn til Namibíu í gær ásamt eiginkonu sinni, frú Ástríði Thorarensen, og sjö manna föruneyti. Tekið var á móti forsæt- isráðherra og fylgdarliði hans með mikilli við- höfn á flugvellinum í Windhoek, höfuðborg Namibíu, laust fyrir kl. 8 í gærmorgun. Hage Geingobe, forsætisráðherra Namibíu og eiginkona hans, tóku á móti íslensku forsætisráð- herrahjónunum, ásamt Qölda ráðherra og hátt- settra embættismanna. Skotið var nítján fall- byssuskotum til heiðurs íslensku forsætisráð- herrahjónunum, Davíð kannaði heiðursvörð og flöldi namibískra bama stóð í röð á flugvellinum, veifaði íslenska fánanum og söng. Einnig dans- aði hópur namibískra ungmenna þjóðdansa sína, i skrautlegum klæðum með drumbuslætti. Þjóðvegurinn frá flugvellinum til höfuðborgar- innar er skreyttur fánum og myndum af Davíð Oddssyni og Sam Nujoma, forseta Namibíu og götur höfuðborgarinnar eru einnig skreyttar myndum af þeim. Forsætisráðherra og fylgdarliði hans var ekið að embættisbústað forsetans, þar sem dvalið var í nótt. Þar hitti Davíð Nujoma forseta og áttu þeir óformlegar viðræður. Því næst var ekið á Okapuka búgarðinn, sem er griðland fyrir villt dýr. Síðdegis hófust formlegar viðræður um samskipti. ríkjanna. Fleiri möguleikar á samstarfi í ávarpi Sam Nujoma, forseta Namibíu, við upphaf viðræðnanna, kom fram að Namibíumenn mætu mikils þá aðstoð sem íslendingar veittu í sjávarútvegsmálum, en hún næmi nú um 4 millj- ónum bandaríkjadala (240 milljónir króna) á árunum 1995-1998. Hann sagði einnig möguleika á auknu sam- starfi í heilbrigðisþjónustu og hvað varðaði stjómun og tækni í sjávarútvegsmálum, auk þess sem íslensk og namibísk fyrirtæki ættu ýmsa frekari möguleika á auknu samstarfí í sjáv- arútvegsmálum. Davíð Oddsson lýsti sérstakri ánægju íslensku ríkisstjórnarinnar með samstarf þjóðanna og lagði áherslu á að auka þyrfti það enn. Á annað hundrað íslendingar væru nú búsettir í Namibíu og samstarf þjóðanna væri nú að beinast meira að menntun og þjálfun heimamanna í sjávarút- vegsmálum. I gærkvöldi buðu Nujoma forseti og eiginkona hans til kvöldverðar til heiðurs íslensku forsætis- ráðherrahjónunum. í dag flýgur Davíð og fýlgd- arlið til Lúderitz, sem er fískibær í suðurhluta Namibíu, en þar búa nú 58 íslendingar. Þar skoðar forsætisráðherra m.a. fyrirtækið Seaflower Whitefish,_ samstarfsfyrirtæki namibí- skra stjómvalda og íslenskra sjávarafurða, sem eiga 20% í fyrirtækinu. Davíð hittir einnig íslend- inga í Lúderitz, en síðdegis heldur hann til bæjar- ins Swakopmund, en þar er einnig fjöldi íslend- inga. Nú er vetur í Namibíu og í höfuðborginni Windhoek, sem er á hásléttu í miðju landinu, var í gær sól og 15 stiga hiti. ■ Verið að byggja upp/8 Svifdrekamaður fót- brotnaði í lendingu Sagði brand- ara þegar félagarnir komu á slys- staðinn Selfossi. Morgunblaðið. _EINN reyndasti þátttakandinn í íslandsmótinu í svifdrekaflugi, sem fram fer í Landsveit þessa dagana, varð í gær fyrir óhappi í lendingu og fótbrotnaði. Atvikið átti sér stað skammt frá Brúarlandi á mjög ójöfnu land- svæði. Svifdrekamaðurinn var ásamt fleirum í punkt-lendingar- keppni og fór síðastur þátttakenda af stað frá Skarðsfjalli og átti að lenda við Brúarland. Aðstæður breyttust hjá honum á leiðinni við það að vindur jókst með ókyrrð í lofti er hann fékk á móti sér rign- ingarbakka. Hann ákvað því að lenda fyrr en ætlað var. Bleyta þyngdi drekann Að sögn félaga hans magnaðist ókyrrðin í loftinu af landslaginu auk þess sem bleytan hefur þyngt svifdrekann. Þegar hann var um það bil að lenda fékk hann hnút undir annan vænginn sem neyddi hann í krappa hægri beygju. Við það rakst drekinn í jörð og maður- inn fór hreinlega stangarstökk á öðmm vængnum. Þannig lýstu félagar hans atvikinu en þeir fylgdust með flugi drekans. Þeir gerðu ráð fyrir að hraði drekans hefði verið um 20 kílómetrar þeg- ar hann rakst í jörðina. Hlupum af stað „Við hlupum allir af stað þegar við sáum þetta gerast og vissum auðvitað ekkert hvernig honum hefði reitt af. En þegar við komum á staðinn þá sagði hann bara brandara og var hinn rólegasti,“ sagði einn félaganna. Sjúkrabíll sem kom á staðinn flutti svifdreka- manninn til Reykjavíkur á sjúkra- hús. GUÐMUNDUR Ólafur landaði í Krossanesi í gær. Bræðsla hafin í Krossanesi Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson FYRSTA loðna sumarsins kom á land í Krossanesi í gær þegar Guðmundur Ólafur frá Ólafs- firði kom þangað með um 570 tonna afla. Jóhann P. Andersen, fram- kvæmdastjóri Krossaness, sagði að þetta væri allt að vonum; Ioðna hefði tekið að veiðast og berast að í júlíbyrjun á undan- förnum árum. Leitað að Ioðnu Hann sagði loðnuna kær- komna en óljóst væri hvenær Krossanesi bærist meira af henni. Þessi tæplega 600 tonn væru rúmlega sólarhrings vinna í verksmiðjunni, sem ella væri keyrð á beinum þessa dagana. Eftir ágæta veiði aðfaranótt þriðjudags höfðu 15 til 20 loðnu- skip á loðnumiðunum norður af Kolbeinsey lítið uppúr krafs- inu í gærdag. Viðar Karlsson, skipstjóri á Víkingi AK, sagði að Ioðnan hefði týnst og verið væri að leita hana uppi. Þó veiðin hefði verið lítil hefðu einhver skip skrapað nægilega mikið saman til að fylla sig eftir ágæta veiði í fyrri- nótt, til dæmis væri Svanur á leið til hafnar og ekki væri langt í Keflvíking. Viðar Karlsson spáði brælu síðustu nótt. Hann sagðist hafa landað fullfermi, 1.300 tonnum af loðnu á Seyðis- firði, og komið aftur á miðin um hádegi í gær. Enginn afli hafði fengist á tíunda tímanum í gærkvöldi. Viðtalið við for- seta íslands Blaðakon- an stend- ur við sitt BLAÐAKONAN Yu-hui Chen frá dagblaðinu United Daily News í Tævan segir að frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, hafi ekki boðið Lee Teng-hui í heimsókn, hún hefði sagt að hann væri vel- kominn jafnt og aðrir í einka- heimsókn til landsins. Chen segist hafa skilið ummæli frú Vigdíar sem hennar persónulegu skoðun. Chen segir hún hafi haft rétt eftir forsetanum og hafi við- talið verið tekið upp á segul- band. Chen segist hafa spurt Vig- dísi hvort mögulegt væri fyrir forseta Tævans að koma í einkaheimsókn til íslands og þá hafí forsetinn svarað að allir væru velkomnir í heim- sókn til íslands og því ekki hann líka. Chen segist þá hafa spurt hvort Vigdís myndi hitta Lee Teng-hui og hafí forseti íslands ekki neitað því. Hvað varði þau ummæli að forseta íslands fyndist óhygg- ið af Kínveijum að reyna að koma í veg fyrir heimsóknir Lee Ting-hui til annarra landa segir Chen að þetta séu henn- ar eigin orð, en ekki forset- ans. „Þetta voru mín orð,“ segir Yu-hui Chen, og bætir við að Vigdís hafi ekki mót- mælt þegar hún hafí sett þetta fram. Fyrirsögnin vandamálið Chen segir að vandamálið við greinina liggi í fyrirsögn- inni eins og hún birtist í Un- ited Daily News og hljóðaði þannig: Forseti íslands býður forseta Tævans velkominn. Chen skrifaði fyrirsögnina ekki sjálf og segir hún að ummælin um að allir væru velkomnir til íslands hefðu verið notuð á þennan hátt. Chen segir að henni sé ekki illa við forseta íslands og vilji ekki á neinn hátt ráðast gegn henni. „Það getur vel verið að henni hafi sámað eða að henni hafi fundist ég hafa notað hana,“ segir blaðakon- an. „Ég var ekki að því. Ég var bara að sinna starfí mínu. Ég skrifaði bara það sem hún sagði mér.“ Ráðning borgar- ritara staðfest RÁÐNINGARSAMNINGUR milli Helgu Jónsdóttur, sem ráðin hefur verið í stöðu borgarritara, og Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, borg- arstjóra, var staðfestur á borgarráðs- fundi í gær og sátu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá við atkvæða- greiðsluna. I ráðningarsamningnum kemur fram að Helga sé ráðin í stöðu borg- arritara eins og starfínu er lýst í samþykkt um stjórn Reykjavíkur- borgar og í nýsamþykktu skipuriti. Verði staðan lögð niður fái hún laun í sex mánuði, ef hún hefur starf- að skemur en í tíu ár, en tólf mán- uði, ef hún hefur starfað lengiir. Þá geti hún fengið lausn með sömu réttindum verði gerð umtalsverð breyting á verkefnum, kjörum eða stöðu borgarritara. Verði Helgu sagt upp störfum án sakar eigi hún rétt á launum í 1 ár. Það heyrir til undantekninga ai ráðningarsamningar séu afgreiddi af borgarráði. Ingibjörg Sólrún seg ist hafa talið eðlilegt að allt lægi ; borðinu við afgreiðslu málsins. Réttarstaðan tryggð „I raun er verið að tryggja réttar stöðu hennar við þessar aðstæður, segjr hún. „Það er að hennar eigii ósk, enda er hún að láta af störfun hjá ríkinu þar sem forsetaskipui tryggir rétt hennar verulega. Þá e hún að ráða sig í starf sem ákveðii óvissa er um, eftir þær umræður ser átt hafa sér stað um þetta mál.“ „Eg er þó sannfærð um að þa muni ekki á þetta reyna einfaldleg vegna þess að það stendur ekki t: að skipta um meirihluta í borginn; Auk þess held ég að borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hafi áttað sig frumhlaupi sínu í málinu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.