Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1995 9 FRETTIR Andlát ARNIBJORNSSON ARNI BJÓRNSSON, tónskáld, lést í Reykjavík mánudagirin 3. júlí, á nítugasta aldursári. Árni fæddist 23. des- ember 1905 í Lóni í Kelduhverfi í Norður- Þingeyjarsýslu, sonur hjónanna Bjarnínu Ás- mundsdóttur, ljósmóður, og Björns Guðmunds- sonar' hreppstjóra og bónda þar. Hann stundaði nám hjá Páli ísólfssyni í tvo vetur og í Tónlistarskól- anum í Reykjavík frá 1931 til 1935. Á árunum 1944-46 stundaði hann framhaldsnám í Manchester í Eng- landi í flautu- og píanóleik ásamt tónfræði, tónsmíðum, kammertónlist og undirleik. Árni var kennari við Tónlistarskól- ann í Reykjavík, undirleikari, útse- tjari, hljóðfæraleikari í Sinfóníuhljómsveit ís- lands og öðrum hljóm- sveitum auk þess sem hann vann að tónsmíð- um. Eftir hann liggja hundruð sönglaga, marsa fyrir lúðrasveitir, hljómsveitarverk og kammertónlist. Tónsmíð- ar hans hafa verið gefnar út á prenti, fjöldá hljóm- platna og hljómdiska. Þann 14. júní 1952 varð Árni fyrir líkamsá- rás sem batt enda á frama hans sem tónlistarmanns. Engu að síður samdi hann tónverk allt til þessa árs auk þess sem hann var organisti í kap- ellu Landspítalans um áratuga skeið. Eftirlifandi eiginkona Árna er Helga Þorsteinsdóttir. Þau eignuðust tvær dætur. Flugvélahlutar á Jökuldýpi Fimmtíu ára brak? BRAK sem Sigurbjörg ÓF 1 fékk í trollið og sagt var frá í Morgunblað- inu í gær gæti verið úr stórri bensín- birgðavél Bandaríkjahers sem fórst vestur af Reykjanesi fyrir 50_ árum. Að sögn Magnúsar Árnar Óskars- sonar, sem var skipveiji á Akurey á þessum árum, fórst flugvél á þessum slóðum og flugvélarhlutarnir komu í trollið hjá Sigurbjörgu. „Við vorum kallaðir úr miklum veiðiskap til að hirða upp brakið og vorum komnir að því nokkrum klukkustundum eftir að slysið varð,“ segir Magnús. Hann segir að vélin hafi sprungið í öflugri sprengingu. Enginn af áhöfn flugvélarinnar komst lífs af úr slysinu. Býður Tegund 251 stærðir 36-41 litir svart og brúnt Tegund 883 stærðir 36-41 litir svart, brúnt og beige verð: 3790 Opiökl. 18-18.30 Laugard. kl. 10-16 Simi 581 1290. Sendum í póstkröfu. ÞORPIÐ BORGARKRINGLUNNI verð: 3790 Ítalskír dömu- skór m/ loflpúóa- innleggí Framhaldsskólarnir Allir nýnemar fá skólavist ALLIR nýnemar munu fá skólavist í framhaldsskólum í vetur. Karl Kristjánsson hjá framhaldsskóladeild menntamálaráðuneytisins segir að 40 umsækjendur hafi ekki ennþá fengið skólavist, en þeirra vandi muni leysast fyrir ágústlok. Að sögn Karls eiga nemendur sem hafa fengið inni í framhaldsskólum að staðfesta umsóknir sínar í júlí og ágúst og reynslan sé sú að alltaf verði nokkur afföll. Þannig muni skapast pláss fyrir þessa 40 umsækj- endur sem eftir eru. Karl segir ennfremur að frétt í Ríkissjónvarpinu á mánudag hafi verið röng, en þar kom fram að um 1100 umsækjendum um framhalds- skóla hafi verið neitað um skólavist. Meðal annars væru inni í þeirri tölu umsóknir nemenda sem væru þegar við nám í framhaldsskólum en hafi ætlað að skipta um skóla eða náms- brautir. „Allir framhaldsskólarnir í Reykjavík eru troðfullir", segir Karl, „en það hafa þó ekki verið gerðar ráðstafanir til að búa til nýja bekki. Þessi vandi mun að mestu leysast næsta haust þegar Borgarholtsskól- inn verður tekinn í notkun. Úti á landi hefur ekki verið vandamál að útvega nýnemum skólavist." fftergunHatob -kjarni málslns! Verðlækkun í viku - Kerrur og vagnar í nokkrum litum. - Bílstólar í nokkrum litum. 1 20-40% afsl. af kerrupokum og bílstólapokum. 20-50% afsl. af sængurverum, himnum, rúmstuðurum og teppum. Ýmis önnur tilboð í gangi ALLT FYRIR BORNIN KLAPPARSTÍG 27 - SÍMI 55 22 522 HUSGOGN I SUMARHÚSIÐ OSLO hornsófi - stgr. kr. 96.900 VIBORG hornsófi - stgr. kr. 69.600 ' : Einnig kommóður, símabekkir, skatthol, senkar o.m.fl. Vandaðar vörur á mjög góðu verði. □□□□□□ HUSGAGNAVERSLUN Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 565 4100 Ríkisvíxlar! Fjáimálastjórar - sjóðir - stofnanir - fyrirtæki • Ríkisvíxlar hafa fjölmarga kosti við fjárstýringu. • Ríkisvíxlar eru örugg skammtímaverðbréf með tryggri ávöxtun. Þau eru skráö á Verðbréfaþingi íslands sem tryggir greið viðskipti við kaup og sölu. Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa um tilboð á vexti á ríkisvíxlum. Sími 562 6040. Útboð fer fram í dag kl. 14:00. í boði eru 3ja, 6 og 12 mánaða víxlar. Getum útvegað ríkisvíxla með styttri lánstíma. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu) sími 562 6040, fax 562 6068. Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.