Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1995 13 FERÐALÖG Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir ÞEGAR fréttaritari var á ferð í hálendismiðstöðinni voru stjórnarmenn í Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands á fundi í Hrauneyjum. Lengst til liægri á myndinni er Sveinn Tyrfingsson Gististaður á hálendinu Hellu -S.l. vor opnaði hálendi- smiðstöðin í Hrauneyjum, en þar er að fá gistingu, veitingar, bens- ín og olíur. Staðurinn er við vega- mót Landmannalaugavegar og Sprengisandsleiðar og þaðan er hægt að fara í ferðir í allar áttir, s.s. í Laugar, inná Sprengisand, í veiði í nágrenninu, í Þjórsárver, Veiðivötn og Jökulheima svo fátt eitt sé nefnt. Að sögn Sveins Tyrfingssonar í Lækjártúni sem rekur staðinn ásamt konu sinni Jórunni Eggerts- dóttur eru 66 gistirými í Hrauneyj- um í eins og 2ja manna herbergj- um og velja um að fá uppbúið rúm eða svefnpokapláss. „Við höfum u.þ.b. 600 gistinætur bókaðar í sumar og eru það aðallega erlend- ir hópar á vegum ferðaskrifstofa sem eru ýmist á leið norður Sprengisand eða að koma að norð- an, en einnig á leið á aðra staði að Fjallabaki. Við vonumst eftir talsverðri lausatraffík en staður- inn hentar vel þeim sem eru á leið inná öræfín. Hér eru einnig til sölu hefðbundnar veitingar og bensín og ekki á gleyma veiðileyf- um í Þórisvatn sem við fullyrðum að sé eitt af þeim vötnum sem næsta öruggt er að fá fisk í og Köldukvísl, en í henni er bæði urr- iði og bleikja. Svæðið umhverfis Hrauneyjar og Landmannalaugar nýtur mikilla vinsælda vélsleða- og jeppafólks, en hingað til hefur aðstaða engin verið. Umhverfis Hrauneyjar er kjörið land fyrir gönguskíðafólk, þannig að hingað er hægt að koma bæði sumar og vetur.“ Tillaga að helgarferð um hálendið. Föstudagur: Ekið frá Reykjavík í Hrauneyjar um 150 km með viðkomu í Þjórsárdal, þar sem eru m.a. Hjálparfoss, Sögualdarbær- inn, Gjáin og Stöng. Laugardag- ur, tillaga 1: Ekið í Landmanna- laugar og Eldgjá, dvalið þar dag- langt við göngu- og laugarferðir. Laugardagur, tillaga 2: Eftir morgunverð er ekið vestur yfir Köldukvísl á Trippavaði (aðeins fært jeppum). Ekið upp á Búðar- háls en þaðan er útsýni m.a. til sex jökla landsins. Frá Þrívörðum er gengið niður að Dynk, einum fallegasta fossi á íslandi, en fáum kunnur. Afram gengið suður Bása framhjá Búðarhálsfossi og jafnvel allt að Sultartangalóni. í bakaleið er ekið á Klifshagavelli og Gljú- frið þar skoðað. Þeir sem kjósa Sprengisand, geta rennt fyrir fisk í Kvíslaveitum. Áfram Kvísla- veituveg í Þjórsárver sem er frið- land og eitt helsta varpland heiða- gæsar í heiminum, Eyvindarver, jeppaslóð er inn fyrir Háumýrar og í Nýjadal. Ekið aftur suður Sprengisandsleið. Sunnudagur: Ekið að Heklu, gengið á fjallið ef veður leyfir, Skjólkvíahraun skoðað, og farið í Valagjá. FÁIR HAFA komið að þessum fallega fossi sem heitir Dynkur, einnig þekktur sem Búðarhálsfoss. HÁLENDISMIÐSTÖÐIN stendur við vegamót Landvegar 26, Sprengisandsleiðar F28 og Fjallabaksleiðar nyrðri F22 Sumardagskrá tjald,- og hjólhýsasvæða á Laugarvatni Á LAUGARVATNI hefur verið byggt upp eitt stærsta tjald,- og hjólhýsasvæði á landinu. Meðfram uppbyggingu svæðanna hefur ætíð verið lögð sérstök áhersla á að fjöl- skyldur ættu sér þar öruggan griða- stað í kyrrlátu og öruggu umhverfí. Undanfarið hefur' verið unnið kynn- ingarstarf til þess að hvetja fjöl- skyldur að heimsækja Laugarvatn um helgar, að sögn lóu Ólafsdóttur umsjónarmanns svæðisins . Gerð hefur verið sumardagskrá um helgar fyrir fjölskyldufólk og byrjaði hún síðustu helgi. Þar verður margt i boði, t.d. sundferðir, kvöldgöngur, grillveislur, leikfími, ýmiskonar sprell, diskótek svo fátt eitt sé nefnt. Um næstu helgi birtist Laufi lau- flétti, traktoirinn góðir og krakkar geta fengið sér far með honum i sund, en hann verður fastur liður í sumar. Um kvöldið er safnast saman við Tjaldmiðstöðina og farin gönguferð úpp í Stóragil. Lagt af stað kl. 21. Kjörís til hressingar í ferðalok. Á sunnudaginn eru margskonar leikir fyrir börn frá kl. 10 fyrir hádegið Um helgina 14.-16.júlí verður alls konar sprell og uppákomur og lýkur með poppkoimveislu og síðar kvöldvöku með varðeldi og harmon- ikuspili. Á sunnudeginum býðst far með Lauga í sund. Tjaldstæði kostar 370 krónur fyrir fullorðna en kostar ekkert fyr- ir börn yngrfen 12 ára. Þáttaka í sumardagskrá er gestum á tjald- svæði að kostnaðarlausu. Aðgangs- eyri að sundlaug þúrfa gestir að greiða, eða kr. 100 fyrir fullorðna og 40 krónur fyrir börn, miðar fást á afsláttarverði hjá umsjónarfólki. Hafnar- göngu- hópurinn HAFNARGÖNGUHÓPURINN heldur áfram með raðgöngu sína og er Vífilsgangan í kvöld, miðvikudaginn 5-júlí. Mæting við Miðbakkatjaldið á Reykjavíkurhöfn kl. 20 og síðan litið inn á sýninguna ís- land og hafið í Hafnarhúsinu og spjallað um fiskibáta landn- ámsmanna og útbúnað þeirra til veiða. Síðan verður farið með Al- menningsvögnum suður í Garðabæ og gangan sjálf hefst við Garðaskóla og gengið með Hraunholtslæk, landamerkjum Vífils og Ásbjarnar Össurason- ar upp að Vífilsstöðum með viðkomu á Hofsstöðum. Með í för verða fróðir fylgdarmenn um staðhætti. Gönguferð við allra hæfi. Ferjan Fagranes. Fim. 6/7 kl. 8 Aðalvík, Hornvík, Reykjafj. Fös. 7/7 kl. 8 ísafjarðardjúp. Kl. 14 Aðalvík. Laugard. 8/7 fjölsk ferð til Hesteyrar kl. 13. V Hestar Hestaleigan Reykjakoti í dalnum fyrir ofan Hveragerði. Opið allt árið. 1 -4 klst. og dagsferðir. Uppl. í sima 483-4462 og fax 483-4911. Jöklasel sími 478-1001. Spennandi hestaferðir alla daga. Stuttar og langar ferðir. Erum i alfaraleið við þjóðveg nr. 1 hjá Hveragerði. Upplýsingar í síma 483-4884. Sund Glæsileg sundlaug Heitir pottar, nuddpottur, nudd og Ijós. Hlíðarlaug - Úthlíð, Biskupstungum, sími 486 8770. Engimýri Gisting á fögrum stað í grennd við Akur eyri. Veitingar - hestaleiga - gönguferðir - vatnaveiði. Simar 462-6838 og 462-6938. Bæklingur okkar er ómissandi í ferða- lagið. Ferðaþjónusta um allt land. Gisting, veiði, hestaleiga, gönguferðir o.fl. Upplýsingar í símum 562-3640 og 562-3643, fax 562-3644. Falleg sumarhús til leigu. Stórt tjaldsvæði á sama stað. Hlíðarlaug - Úthlíð, Biskupstungum, sfmi 486 8770. Akureyri. Leigjum út 2-4 manna stúdió íbúðir með öllum búnaði. Opið allt árið. Stúdíóíbúðir, Strandgötu 13, Ak. s. 461-2035, fax 461-1227. efþw þarir Sigling v Tialdstæði Tjald- og hjólhýsasvæðið á Laugar- vatni býður fjölskyldur og ferðalanga vel- komna í birkigrónar hlíðar Laugarvatnsfjalls. Heitt og kalt vatn, sturtur, úti grill, helgar- dagskrá fyrir fjölskylduna. Lágt gistigjald - allt innifalið. Uppl. i s. 486-1155 og 486-1272. Laugarvatn- fjölskyldustaður. Vestfirðir - örugglega öðruvisi Vesturferðir bjóða: Bátsferðir, gönguferðir, rútuferðir, flugferðir, stuttar og langar ferðir. Dagsferðir á Hornstrandir, siglingar i Vigur og Jökulfirði. Komdu vestur. Vesturferðir, ísafirði, sími 456-5111. Ferðir með leiðsögn Reykjavik - Akureyri um Sprengisand mánudaga og fimmtudaga kl. 08.00 og Akureyri — Reykjavík um Kjalveg mið vikudaga og laugardaga kl. 08.30. Norðurleið-Landleiðir hf. sími 551 1145. Ferð með leiðsögn Reykjavík - Nesjavellir - Skálholt - Þjórsárdalur (sögualdarbær - Stöng - Gjáin) Selfoss - Reykjavik sunnudaga, þriðjud. fimmtud. og laugard. kl. 09.00. Norðurleið Landleiðir hf. sími 551 1145. Jöklaferðir Ævintýralegar vélsleðaferðir á Mýrdalsjökul. Opið alla daga. Tveggja tíma akstur frá Reykjavík. Uppl. i simum 568-8888 og 853-7757. HKðariaug Úthlíð BISKUP.ST.UNGUM -.. ......J AA V.... ■■... Lauqarvntn 19km_^7V-. Gnyw 10ln« Nýr og skemmtilegur 9 holu golfvöllur - par 35 Verið velkomin! Simi 486 8770, fax 486 8776 'WMk' Véitingar Réttin - Hliðarlaug Verslun - veitingar - bensínstöð. Hlíðarlaug - Úthlíð, Biskupstungum, sími 486 8770. *''■ ^Hrútafirði • Opið frá kl. 8.00 - 25.30 Sími 451 1150 • Fax 451 1107 Fjölbreytilegir gistimöguleikar Sumarhús - svefnpokagisting - uppbúin rúm. Þjóðlegir réttir - spennandi réttir - skyndiréttir. Áætlunarferðir Reykjavik/Akureyri - Akureyri/Reykjavík um Kjalveg daglega kl. 09.00 í júlí og ágúst með viðkomu í Kerlingarfjöllum. Norðurleið-Landleiðir hf.sími 551 1145. Fljótasiglingar á gúmmíbátum og kanó- ferðir á Hvitá í Árnessýslu. Kajak-námsk. Tjaldsvæði, svefnpokagisting. Bátafólkið, Drumboddsstöðum, Biskupstungum, Árness. s. 588-2900. Reykjavík - Akureyri alla daga kl. 08.00 og 17.00. Akureyri/Reykjavík alla daga kl. 09.30 og 17.00. Norðurleið-Landleiðir hf. sími551 1145. Ævintýrasiglingar um Breiðafjörð með skelveiði og smökkun. Fjölbreytt fuglalíf - Lifandi leiðsögn - Gisting við allra hæfi. EYJAFERÐIR Stykkishólmi, s. 438-1450. SUMARTILBOÐ: Mánud. -fimmtud. BANTHAI Allir réttir TÆLENSKUR MATUR Laugavegi 130 Nýtt simanúmer 552 2444 kr. 990

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.