Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLENT Kohl tengir NATQ- og ESB-aðild Póllands Pólverjar biðja um þýzkan stuðning Varsjá. Reuter. KANZLARI Þýzkalands, Helmut Kohl, sagði í sjónvarpsviðtali á sunnudag, að skoða ætti aðildarum- sókn Póllands að NATO samhliða umsókninni um aðild að Evrópusam- bandinu (ESB). Kohl er væntanlegur í þriggja daga opinbera heimsókn til Póllands á morgun, fimmtudag; það er fyrsta heimsókn hans þangað síð- an 1989. Kohl sagði jafnframt í viðtalinu, að taka yrði tillit til áhyggna Rúss- lands af stækkun NATO, til að forða því að nýir múrar rísi í Evrópu. Aðspurður, hvenær Pólland ætti að ganga í NATO, sagði hann: „Ég er þeirrar skoðunar, að spurningin um aðild að NATO eigi að skoðast samhliða aðildinni að ESB.“ Pólska sjónvarpið túlkaði orð kanzlarans svo, að þau þýddu, að stækkun NATO í austur yrði seinkað, þar sem eiginlegar viðræður um ESB-aðild Póllands hefjast að líkindum ekki fyrr en eftir tvö ár. Kohl sagði, að Pólland ætti að gerast aðili að ESB eins fljótt og það væri undir það búið. Þýzkaland mikilvægasti bandamaðurinn Jozef Oleksy, forsætisráðherra Pól- lands, brást við þessum yfirlýsingum Kohls á mánudag, og sagði frétta- mönnum þýzka sjónvarpsins að Pól- land reiknaði með stuðningi Þýzka- lands við samningu tímaáætlunar sem varði veg Póllands inn í ESB. „Við reiknum með stuðningi Þýzkalands við að flýta því að búin verði til tímaáætlun með ákveðnum dagsetningum, hversu ljarlægar sem þær verða,“ sagði Oleksy. Oleksy sagði áreiðanlegar dag- setningar nauðsynlegar, vegna þess að með þeim væri tii muna auðveld- ara að virkja almenning til að fram- kvæma þær umbætur sem Pólland þarfnaðist. Enn sem komið er hefur ESB ekki getað nefnt neina ákveðna dagsetningu, hvenær af aðild Pól- lands og hinna A-Evrópuríkjanna sem nú þegar eru í aðildarbiðröðinni geti orðið. En gefin hefur verið út „Hvítbók" sem segir fyrir um helztu breytingarnar, sem gera þarf á efna- hagskerfum þessara ríkja til að upp- fylla ESB-aðildarskilyrðin. Pólvetjar þurfa nú að fást við það mikla verk- efni að aðlaga löggjöf sína reglum hins sameiginlega innri markaðar Evrópu. Að sögn Wladyslaws Barto- szewskis, utanríkisráðherra Pól- lands, er Þýzkaland mikilvægasti bandamaður og stuðningsaðili Pól- lands meðal Vesturlanda. Oleksy for- sætisráðherra sagði Pólland vilja auka viðskipti við nágrannann í vestri, sem þegar væri mikilvægasta viðskiptalandið með 35% af viðskipt- um Póllands. Hann sagðist vilja sjá þetta hlutfall aukast enn frekar, m.a. með auknum þýzkum fjárfest- ingum í Póllandi. Chirac vill stærra hlutverk ESB í Miðausturlöndum JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, heilsar Hussein Jórdaníu- konungi í garði Elysée-hallarinn- ar, en sá síðarnefndi kom í opin- bera heimsókn til Frakklands í fyrradag. Að sögn talsmanns for- setans lagði Chirac áherzlu á það við Hussein að Evrópusambandið vildi nú taka sér stærra pólitískt hlutverk í Miðausturlöndum, til samræmis við þá staðreynd að sambandið væri nú stærsti veit- andi þróunaraðstoðar á svæðinu. ESB lagði 1.944 milljarða króna til þróunaraðstoðar í ríkjunum fyrir botni Miðjarðarhafs árið 1993, meira en þrefalt framlag Bandaríkjanna, sem lögðu fram 564 milljarða. ítök Bandaríkjanna hafa löngum verið mikil í Miðaust- urlöndum. Svar Lúxemborgar við stífni Frakka Taka upp eftirlit við frönsku landamærin Lúxemborg. Reuter. LÚXEMBORG hefur ákveðið að taka að nýju upp eftirlit með ferðamönn- um, sem koma yfir landamærin frá Frakklandi. Þessi ákvörðun er tekin vegna tregðu Frakka við að sam- þykkja að Schengen-samkomulagið um afnám landamæraeftirlits taki að fullu gildi. Frakkar lýstu því yfir einhliða á fundi Schengen-ríkjanna í síðustu viku að þeir áskildu sér rétt til að halda áfram landamæraeftirliti, þar sem Schengen-samningurinn hefði ekki reynzt sem skyldi. Lúxemborg svarar Frökkum nú í sömu mynt. Eftirlit inni í landi Ekki er um það að ræða að tekið verði upp eiginlegt Iandamséraeftirlit, þ.e. skoðun.vegabréfa eða farangurs á landamærunum sjálfum, enda bann- ar Schengen-sáttmálinn sh'kt. Lúxem- borgarar hyggjast stöðva ferðamenn þegar þeir verða komnir nokkur hundruð metra inn í landið. „Það er leyndarmál sem stendur hvenær og hvar í Lúxemborg við grípum til að- gerða,“ sagði Peter Hiltchen, yfirmað- ur tolleftirlits furstadæmisins, í sam- tali við jBeutere-fréttastofuna. • • Ofgasamtök múslima lýsa tilræðinu við Mubarak á hendur sér Egyptar segja margt enn óljóst um tildrögin Kaíró. Reuter. STÆRSTU samtök múslimskra öfgamanna í Egyptalandi lýstu í gær á hendur sér ábýrgð á banatil- ræðinu við Hosni Mubarak, forseta landsins, í Eþíópíu í síðustu viku. Fögnuðu yfirvöld í Súdan þessum fréttum og sögðu þær sanna að ásakanir Egypta um að Súdanir hefðu tengst málinu, væru úr lausu lofti gripnar. Egypsk yfirvöld segja hins vegar að enn sé margt óljóst varðandi tilræðið, t.d. hver hafi staðið að baki því. „Gama a al-Islamiya [íslamski hópurinn] í Egyptalandi lýsir yfir ábyrgð sinni á tilrauninni til að myrða þennan einræðisherra í Ad- dis Ababa, 26. júní,“ sagði í yfírlýs- ingu samtakanna, sem send var til alþjóðlegrar fréttastofu. Þá sagði ennfremur í henni að árásin væri þriðja tilraunin til þess að ráða Mubarak af dögum og er því heitið að halda baráttunni áfram þar til allir íslamskir fangar í Egyptalandi verða látnir lausir og íslömskum lögum komið á í Egyptalandi. Samtökin hafa síðustu þijú árin staðið að blóðugri herferð til að steypa Mubarak af stóli og „bjarga egypsku þjóðinni sem býr nú við fátækt og neyð“. Upplýsingamálaráðherra lands- ins, Safwat el-Sherif, segir margt enn óljóst varðandi tilræðið. „Hver skipulagði það? Hver fjármagnaði það? Hver þjálfaði [árásarmenn- ina]? Og hver er að baki þessum öflum, Egyptar eða aðrir?“ sagði ráðherrann. Súdanir sögðu í gær að sú niður- staða Eþíópíumanna að árásar- mennirnir hefðu verið egypskir, af- sannaði kenningar og ásakanir egypskra stjórnvalda. „Þetta er skýrt dæmi um fljótræði egypskra stjórnvalda sem sökuðu Súdani þeg- ar um tilræðið," sagði Ali Osman Mohammad Taha, utanríkisráð- herra Súdans. Stefnumóti lýkur í geimnum BANDARÍSKA geimferjan Atl- antis hélt frá Mír-geimstöðinni í gær eftir að 10 bandarískir og rússneskir geimfarar höfðu starfað þar saman að vísinda- rannsóknum í fimm daga. Um borð i Atlantis, sem snýr til jarð- ar á föstudag, eru átta menn, þ.á m. tveir rússneskir geimfar- ar og einn bandarískur sem dval- ið hafa um borð i Mír í rúma þijá mánuði. Þegar tenging Atlantis við Mír var rofin og feijan leið rólega í burtu varð Robert Gibson leið- angursstjóra að orði að „kos- mískum ballett" væri lokið. Gert er ráð fyrir að Atlantis fari sex ferðir til viðbótar til Mír-stöðvar- innar á næstu tveimur árum. Að því loknu verður hafist handa um að byggja nýja geimstöð sem Bandaríkin, Rússland, Kanada, Japan og Evrópuríki sem aðild eiga að geimferðastofnun Evr- ópujESA) standa sameiginlega að. Aætlað er að hún kosti 40 milljarða dollara. A stærri myndinni er efri hluti Mír-stöðvarinnar en myndin er tekin er Atlantis sigldi frá stöð- inni í gær. Á minni myndinni sést inn í opið sem Atlantis lagði upp að er feijan var tengd við Mír-stöðina. Versnandi samskipti Kína og Bandaríkjanna Harðar deilur um afdrif andófsmanns Peking, Tæpei. Reuter. KÍNVERSK yfirvöld snupruðu í gær bandarískan stjórnarerindreka fyrir að reyna að heimsækja Harry Wu, kínverskan baráttumann fyrir mannréttindum án þess að leita samþykkis yfirvalda. Wu situr í varðhaldi og vöruðu Kínveijar Bandaríkjamenn við því að gera það að pólitísku máli. Deilur ríkjanna eru til marks um versnandi sam- skipti þeirra í kjölfar þess að for- seti Tævans hélt til Bandaríkjanna í einkaerindum í maí en Kínveijar mótmæltu því harðlega. Bandaríkjamenn sendu harðorð mótmæli til kínverskra yfirvalda í kjölfar þess að starfsmaður banda- ríska sendiráðsins ferðaðist um Xinjiang-hérað þvert og endjlangt í leit að Wu. Honum tókst ekki að hafa uppi á andófsmanninum sem var með bandarískt vegabréf með kínverskri áritun þegar hann var handtekinn þann 19. júní sl. Kom hann til landsins frá Kazakhstan, að sögn Bandaríkjamanna. Wu var dæmdur til nítján ára fangelsisvistar árið 1960. Eftir að hann var látinn laus, fluttist hann til Bandaríkjanna þar sem hann hefur búið frá 1985 og fékk síðar bandarískan ríkisborgararétt. Hann vinnur nú að rannsóknum við Stan- ford-háskólann. Kínverjar neita því að þeir hafi brotið samkomulag við Bandaríkin með því að neita þeim um að nálg- ast Wu. Bandaríkjamenn segja Kín- veijum skylt að gefa upp dvalarstað Wus innan 48 stunda frá því að ósk um slíkt sé lögð fram. Wu hefur m.a. fullyrt að kínversk yfirvöld selji líffæri úr föngum sem séu líf- látnir en þau hafa neitað þessum ásökunum. Óttast umræður um mannréttindamál Forseti Kína, Jiang Zemin, mun reyna að Ieggja áherslu á efnahags- málin í heimsókn sinni til nokkurra Evrópuríkja í þessari viku, að sögn vestrænna stjórnarerindreka í Kína. Kínverjar vilja komast hjá umræð- um um mannréttindamál og óttast að önnur ríki kunni að fylgja í fót- spor Bandaríkjanna, sem leyfðu heimsókn forseta Tævans, Lee Teng-Hui fyrr á árinu. Stjórnmála- samskipti ríkjanna hafa ekki verið eins slæm frá árinu 1979 er þeim var komið á. Lien Chan, forsætisráðherra Tævans, hlaut fyrir skömmu hlýleg- ar móttökur í Austurríki og Tékk- landi en það vakti hörð viðbrögð Kínveija. Kínverskar heræfingar Embættismaður í tævanska hernum sagði í gær að Kínveijar hefðu hafið heræfingar undan ströndum Kína, um 250 mílur frá Tævan. Ekki liggja fyrir upplýs- ingar um hversu umfangsmiklar þær eru eða hversu lengi þær munu standa. Hið víðlesna China Times hafði í gær eftir háttsettum kínverskum embættismanni að líta mætti á her- æfinguna sem merki um að Kínveij- ar vildu sýna herstyrk sinn, að um „pólitísk og sálfræðileg átök væri að ræða“. Kínversk yfirvöld hafa ekki útilokað að þau muni beita valdi gegn Tævan, sem þau líta á sem hluta af Kína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.