Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1995 15 ERLEIMT Major segir tíma klofnings innan flokksins á enda Reuter JOHN Redwood (fyrir miðju), andstæðingur John Majors forsætisráðherra í leiðtogakjöri íhalds- flokksins, gekkst án málalenginga við ósigri sínum á fundi með fréttamönnum í gær. „Stórglæsilegur og ótvíræður sigur“ Sir Bernard Ingham var talsmaður og nánasti samverkamaður Marg- aret Thatcher í tæp 12 ár. Asgeir Sverrisson leitaði viðbragða hans þegar niðurstaða í leið- ----------------^----- togakjöri breska Ihalds- flokksins lá fyrir. Sir Bernard Ingham „ÞETTA er stórglæsileg frammi- staða. Hann mun augljóslega halda áfram sem forsætisráðherra enda hefur enginn leiðtoga íhalds- flokksins fengið svo góða kosn- ingu frá því núverandi kerfi var tekið upp,“ sagði Sir Bernard Ing- ham, fyrrum talsmaður Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, er Morgunblaðið leitaði við- bragða hans síðdegis í gær þegar fyrir lá að John Major hafði unnið sigur í leiðtogakjöri breska íhalds- flokksins. „Það hefur aldrei áður gerst að leiðtogi íhaldsflokksins fái svo mörg atkvæði í fyrstu umferð, né heldur eru fordæmi fyrir því að hann fái svo hátt hlutfall at- kvæða. Þetta er mikill og gjör- samlega ótvíræður sigur,“ sagði Sir Bernard, sem ritar nú m.a. stjórnmáladálka í dagblaðið The Daily Express en hann var í tæp 12 ár talsmaður og náinn ráð- gjafi Margaret Thatcher. í Bret- landi er því haldið fram að enginn hafi haft jafn góðan aðgang að „Járnfrúnni" og var Sir Bernard jafnan talinn til hennar nánustu trúnaðarmanna. „Þessi úrslit ættu að þýða að breski íhaldsflokkurinn er nú fær um að mæta til leiks í næstu þing- kosningum. Skilyrði þess er á hinn bóginn það að þingmenn fylki sér að baki John Major. Það vekur vonir að nú skuli nokkrir þeirra sem unnu að falli Majors lýsa því yfir að þeir hyggist styðja hann.“ Kom ekki á óvart Sir Bernard kvað úrslitin ekki hafa komið sér svo mjög á óvart. „í raun var þetta nærri því sem ég bjóst viðHvegna þéss að ég var búinn að veðja einu sterlingspundi á að 206 til 207 þingmenn myndu styðja John Major.“ I Bretlandi höfðu menn velt því mjög fyrir sér hvort Major myndi auðnast að vinna raunverulegan pólitískan sigur í leiðtogakjörinu eða hvort hann myndi einungis ná að vinna „tæknilegan sigur“ þ.e. í samræmi við reglur flokks- ins sem kveða á um að leiðtoginn verði að ná hreinum meirihluta og 15% betri árangri en andstæð- ingur sinn í fyrstu umferð. Af 329 þingmönnum tóku 327 þátt. Major hlaut 218 atkvæði, andstæðingur hans John Redwood 89, 8 þing- menn sátu hjá og 12 atkvæði voru ógild. „Það leikur enginn vafi á því að þetta er raunverulegur pólitísk- ur sigur Majors í þessu leiðtoga- kjöri. Frú Thatcher fékk aldrei meira en 55% og flest fékk hún 204 atkvæði,“ sagði Sir Bernard. John Major boðaði í gær er hann lýsti yfir sigri sínum að hann hygðist gera breytingar á ríkis- stjórn sinni og er búist við að þær liggi fyrir í dag, miðvikudag. „Ég held að þetta verði mjög erfitt," sagði Sir Bernard aðspurður um þetta. „Ég tel að svigrúm hans sé frekar takmarkað. Það sem vekur mesta athygli verður hver hreppir embætti utanríkisráð- herra,“ bætti hann við en Douglas Hurd, núverandi utanríkisráð- herra, sem hefur gegnt því emb- ætti í fimm ár, tilkynnti fyrir skemmstu að hann hygðist segja af sér næst þegar ríkisstjórninni yrði breytt. „Ég held að það verði annaðhvort Malcolm Rifkind [nú- verandi varnarmálaráðherra] eða Michael Howard [núverandi inn- anríkisráðherra]". Heimskuleg umræða Sir Bernard sagði að allt tal um klofning Ihaldsflokksins vegna stefnunnar í Evrópumálum skipti nú engu máli. „Það breytir engu nú. Málið er að flokkurinn hefur alltaf verið klofínn. Það gildir einnig um Verkamanna- flokkinn. Það sem mestu skiptir er framkvæmd og stjórnun sjálfr- ar umræðunnar. Þeirri umræðu hefur verið einstaklega illa og heimskulega stjórnað og nú þurfa íhaldsmenn að ná áttum og vera kann að þessi úrslit verði til þess að þessi vandi heyri sögunni til. Þeir munu verða að breyta um- ræðunni nú.“ Sir Bernard kvaðst að lokum ekki vænta þess að aftur kæmi fram mótframboð gegn John Maj- or fyrir næstu þingkosningar sem efna þarf til í síðasta lagi vorið 1997. „Þessi úrslit þýða að mínu mati að þetta mál hefur verið af- greitt. Og ég tel að flokkurinn muni fylkja sér um leiðtogann, vegna þess að þingmenn geri sér ljóst að nú eigi þeir engan annan valkost, það skiptir mestu.“ London. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, sigraði með yfirburðum í leiðtogakjörinu sem fram fór í þingflokki íhaldsflokksins í gær. Hann fékk 218 atkvæði en and- stæðingurinn, John Redwood, 89 atkvæði. Major sagðist telja að með þessum úrslitum væri öllum bolla- leggingum um nýjan leiðtoga lokið fram að næstu þingkosningum sem verða ekki síðar en 1997. Stjórn- málaskýrendur benda á að þrátt fyrir sigur Majors sé ekki búið að útkljá deilurnar innan flokksins um Evrópumál og talsmenn Verka- mannaflokksins bentu á að 111 þingmenn af 329 hefðu ekki greitt Major atkvæði sitt. Boðar uppstokkun í stjórn „Tími klofningsins er liðinn," sagði Major er hann ræddi við fréttamenn við bústað breskra for- sætisráðherra, Downingstræti 10, þegar úrslitin voru ljós. Hann sagði að ríkisstjórnin yrði stokkuð upp og er búist við tilkynningu um skip- an hennar í dag. Óljóst er hvaða breytingar verða helstar en emb- ætti utanríkisráðherra er í reynd laust þar sem Douglas Hurd sagð- ist fyrir skömmu ætla að draga sig í hlé. Andstæðingurinn, John Redwo- od, var ráðherra Wales í stjóm Majors en sagði af sér áður en hann bauð sig fram gegn forsætis- ráðherranum. „Hann vann, það er óumdeilanlegt, öllum reglum var fylgt og ég mun virða sigurinn," sagði Redwood í stuttri yfirlýsingu en vonbrigði margra stuðnings- manna hans voru augljós. Sumir þeirra bentu samt á að árangur Redwoods væri mjög góður miðað við að hann var lítt þekktur áður en hann bauð sig fram. Auk þess væri ekki hægt að hundsa þá þing- menn sem studdu hann og eru and- vígir auknum Evrópusamruna. Eðli- legt væri að Redwood tæki við valdameira ráðherraembætti en hann gegndi. Portillo létti Ráðherrar Majors, sem sumir voru taldir bíða færis ef honum gengi illa í kjörinu, lýstu allir stuðn- ingi við hann í gær og sagði Mich- ael Portillo atvinnumálaráðherra að hann teldi úrslitin ótvíræð, málið væri útkljáð. Major hefði tekið mikla áhættu en „það er mér mik- ill léttir að þetta skyldi enda svona vel“. Flestir gagnrýnendur forsætis- ráðherrans sögðust myndu sætta sig við niðurstöðuna og fylkja sér að baki Major. Stjórnarandstæðingar töldu að staða Majors hefði ekkert batnað. Ihaldsmenn „lyftu lokinu með leið- togakjörinu, gægðust inn en fylltust svo mikilli skelfingu að þeir skelltu , lokinu aftur“, sagði Tony Blair, leið- togi Verkamannaflokksins. Blair benti á að þriðji hver þing- maður Majors hefði annaðhvort stutt annan mann, setið hjá, gert ógilt eða verið fjarverandi. Hann sagðist telja að útilokað væri að sameina stríðandi fylkingar íhalds- flokksins. Starfs- menn Berlusc- onis fyrir rétt Mílanó. Reuter. RANNSÓKNARDÓMARI á Ítalíu hefur ákveðið að 22 starfsmenn auglýsingafyrir- tækisins Publitalia verði ákærðir fyrir spillingu, þ. á m. fyrrverandi stjórnarfor- maður og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri þess. Publitalia er í eigu Silvios Berlusconis, fyrrverandi forsætisráðherra. Starfsmennirnir eru sakað- ir um að hafa falsað bókhald og reikninga, einnig um skattsvik og misnotkun á sjóðum. Fær frest Fyrr í gær ákvað dómari í Mílanó að fresta þar til í sept- ember ákvörðun um það hvort Berlusconi skuli sjálfur verða dreginn fyrir rétt til að svara ákæru um mútugreiðsl- ur til opinberra embættis- manna. Sú ákæra tengist Fin- invest, fjölmiðlafyrirtæki ráð- herrans fyrrverandi. For- senda frestsins er að hinir ákærðu eigi að fá meiri tíma til að kynna sér ákæruskjölin. Talið er að fresturinn valdi því að Berlusconi muni síður leggja áherslu á að kosið verði á ný til þings í haust þar sem hann vilji ekki að máiaferlin verði efst á baugi í kosningunum sjálfum. Við blöndum litinn... DU PONT bílalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bíllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. Faxafeni 12. Sími 553 8000 IHfjpíJt! ...blabib - kjarni málsins! Digranessókn Sumarferðalag Digranessafnaðar verður farin á vegum kirkjufélagsins sunnudaginn 9. júlí. Farið verður um uppsveitir Árnessýslu og Kjalveg að Hvítárvatni. Lagt verður af stað frá Digraneskirkju kl. 9 árdegis. Upplýsingar í símum 554 0863, Guðlaug og 554 0317, Guðborg. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.