Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1995 19 GREINARGERÐ UM GÝMISMÁLIÐ Sýnataka átti að fara fram að við- stöddum eiganda og strax eftir slys Morgunblaðið birtir hér í heild greinargerð Birgis Guðjónssonar læknis um hið svonefnda Gýmismál. Greinargerð þessi var tekin saman að beiðni Steingríms Þormóðssonar, héraðsdóms- lögmanns, sem er lögmaður Hinriks Bragasonar, eiganda Gýmis. I upphafi birtast svör Birgis Guðjónssonar við spurningum lögmannsins um menntun og starfsferil en síðar greinargerð hans: ÉG ÚTSKRIFAÐIST úr lækna- deild Háskóla íslands 1965. Fram- haldsmenntun mín var aðallega við Yale University, New Haven Connecticut USA eða frá 1968-1972 í lyflæknisfræði og meltingarsjúk- dómum. Síðan var ég þar Assistant Professor of Medicine 1972-1973, 1977-1978 og sept.-des. 1982. Læknaleyfi og helstu próf: Lækningaleyfi á Islandi 1967, Connecticut USA 1972. American Board in Internal Medicine 1972. American Board in Gastroenterology 1973. Membership Examination (MRCP, UK) Royal College of Physic- ians 1979. Recertification American Board in Internal Medicine 1980. Helstu störf: Rekstur eigjn iækningastofu í ly- flæknisfræði og meltingarsjúkdómum frá því í janúar 1974. Læknir á Hrafn- istu í Hafnarfirði frá 1980, yfirlæknir frá 1982. Helstu erlend læknafélög: Amerian College of Physicians, member 1974, fellow FACP 1978. American Gastroenterological Assoc- iation, member 1975. Royal College of Physicians, MRCP (UK) 1979, fellow FRCP 1991. British - Society of Gastroenterology, overseas mem- ber 1979 Royal Society of Medicine, affiliate 1979, fellow 1980. New York Academy of Sciences, member 1980. Alþjóðleg læknaþing og nám- skeið, rannsóknarstörf: Hef sótt þing tvisvar til þrisvar á ári frá 1972. Rannsóknarstörf hafa aðallega verið varðandi krabbamein í briskirtli. Hef skrifað nokkrar grein- ar um það í erlend tímarit og haldið fyrirlestra á þingum. Helstu íþróttaafskipti: Á námsárunum var ég virkur í fim- leika- og fijálsíþróttahreyfingunni (FRÍ). Var ég m.a. formaður og þjálf- ari fimleikadeildar ÍR 1958-63 og í landsliðinu í fqálsíþróttum 1963. Eft- ir heimkomu 1978 var ég beðinn að koma aftur til starfa í íþróttahreyfing- unni. Meginstarf mitt hefur verið í Laga- og tækninefnd FRI þar sem hef ég verið formaður frá 1982. Nefndin annast sérstaklega kennslu í leikreglum og mótahaldi í fijáls- íþróttum. Sem formaður nefndarinnar hef ég setið öll þing Frjálsíþrótta- sambands Evrópu og Alþjóðafrjáls- íþróttasambandsins frá því haustið 1984. Var útnefndur alþjóðlegur dóm- ari 1987 og aftur 1994. Lyfjamál: Foi-mlegt lyíjaeftiriit í íþróttum hófst 1968 og hefur síðan verið vax- andi þáttur í öllu íþróttastarfi og ver- ið talsvert í brennidepli á íslandi frá 1984. Sem læknir og fonnaður nefnd- ar sem sérstaklega á að annast alla þætti mótahalds hefur þetta orðið vaxandi þáttur í starfi mínu. Fyrstu formleg kynni mín af lyfjaeftiriiti voru á námskeiði Fijálsíþróttasam- bands Evrópu fyrir dómara árið 1984 þar sem framkvæmd lyfjaeftirlits var sérstaklega tekin fyrir. Arið 1986 sat ég í nefnd sem endurskoðaði reglur ÍSÍ um lyfjaeftirlit og hef verið í nefndinni frá 1990. Ég hef verið virk- ur í umræðum á alþjóðlegum þingum og ráðstefnum um þessi mál og sett fram tillögur. Ég hef setið eftirfarandi alþjóða- þing um lyfjamisnotkun: 1989 Int. Athl. Foundation World Symposium um lyíjamisnotkun, Monaco. 1991 Int. Athl. Foundation Sym- posium on Sport and Law, Monaco. 1991 3rd Permanent World Confer- ence on Doping, með aðild Alþj. Ólympíunefndarinnar, Bergen, Nor- egi. 1993 4th Permanent World Confer- ence on Doping, með aðild Alþj. Ólympíunefndarinnar, London, Eng- landi. 1994 Int. Athl. Federation Anti- Doping Seminar, Heusenstamm, Þýskalandi. Á þessum ráðstefnum hafa prófess- orar í lögfræði, dómarar og starfandi lögfræðingar með reynslu af lyfjamál- um bent á, hvaða skilyrði, sýnataka og öll meðferð, þurfi að uppfylla til þess að almennir borgaralegir dóm- stólar (civil courts) staðfestu úrskurði íþróttahreyfinganna. Stjómvöld flestra landa hafa bann- að lyijamisnotkun og „Evrópusamn- ingurinn gegn misnotkun lyfja í íþróttum“, er dæmi um samstarf þjóða í þessum efnum. Samningurinn átti uppruna sinn á ráðherrafundi í Reykjavík og hefur verið staðfestur hér á landi. Starfsreglur íþróttahreyf- ingarinnar eru því „de facto" alþjóða- reglur um meðferð slíkra mála. Hægt er leggja fram gögn þessu til stuðn- ings eins og óskað væri. Lyfjaeftirlit á íþróttafólki Reglur og framkvæmd. 1. Lyfjamisnotkun var upphafiega skilgreind sem notkun efna eða að- ferða sem bættu ástand líkamans óeðlilega. Flest þau lyf sem íþrótta- menn hafa misnotað eru réttmæt þegar þau eru notuð í réttum til- gangi. Orðin „ólögleg lyf“ í íþróttum eru skilgreining íþróttahreyfingarinn- ar á þeim lyíjum sem notuð hafa verið í ofanskráðum tilgangi. Bann við lyfjamisnotkun er tilkomið vegna dauða einstaklinga í keppni árin 1960 og 1967 eftir misnotkun lyfja. 2. Alþjóðaólympíunefndin (AÓN) var frumkvöðull að lyflabanni og læknanefnd hennar skilgreindi upp- haflega þau lyf sem voru bönnuð. Fyrstu próf voru framkvæmd á Ólympíuleikunum 1968. Síðan hefur lyfjaeftirlit færst einnig til alþjóðasér- sambanda (ASB), en læknanefndir ASB og AÓN vinna náið saman. Hvert sérsamband getur skilgreint eigin bannlista sem getur verið breyti- legur frá einu sambandi til annars en meginflokkar eru þeir sömu. Fram- kvæmdaatriði lyfjaeftirlits og refsi- ákvæði eru í höndum hvers ASB og eru ákveðin á þingum þeirra. Keppnis- bann getur verið allt frá þrem mánuð- um til lífstíðar. 3. AÓN setur hinsvegar staðalkröf- ur, viðurkennir og hefur eftirlit með þeim rannsóknarstofum sem rann- saka sýni. Rannsóknir á sýnum er mjög sérhæfð vinna sem hefur verið þróuð í þessu skyni. Rannsóknarstof- ur eru taldar þurfa að afgreiða árlega verulegan fjölda sýna til þess að geta haldið uppi staðli. Stofurnar verða reglutega að gangast undir eftirlit og eru mörg dæmi þess að þekktar rann- sóknarstofur hafi misst viðurkenn- ingu tímabundið eða varanlega. 4. I sérhveiju landi er yfirleitt að- eins ein stofnun/nefnd sem annast lyijaeftirlit. Getur það hvort sem er verið annars vegar íþróttasamband eða ólympíunefnd eða hins vegar rík- isvaldið. Þessi aðili getur sett strang- ari reglur varðandi eftirlit og refsing- ar en getur aldrei haft mildari reglur eða refsiákvæði en sérsamband við- komandi íþróttamanns. 5. Lyflaeftirliþ var upphaflega að- eins á mótum. Á síðari árum hefur meiri áhersla verið lögð á fyrirvara- laus lyflapróf á æfíngatímabili. Á mótum eru einstaklingar valdir sam- kvæmt röð í úrslitum og þess utan skv. útdrætti. Tilkynning er skrifleg og staðfest með undirskrift íþrótta- manns. Lyflaeftirlitsmönnum er einn- ig heimilt að velja til viðbótar einstakl- inga er þeir telja ástæðu til, án frek- ari skýringa. íþróttamaðurinn verður að vera undi'- eftirliti þar til sýnistöku er lokið. 6. Utan keppni er dregið úr völdum markhópum en þróunin er sú að veita eftirlitsmönnum nánast ótakmarkað vald til vals. Einstaklingur sem er þannig rétt valinn, er skuldbundinn til að gangast undir lyfjapróf og á neitun er litið sem jákvætt próf og refsing ákveðin í samræmi við það. 7. Iþróttir hafa gjörbreyst á und- anfömum árum. Mörkin milli áhuga- og atvinnumennsku hafa fyrir löngu þurrkast út og þeir peningar sem afreksfólk í íþróttum á möguleika á að afla sér eru gífurlegir. Starfsæfí íþróttamanns er hinsvegar aðeins nokkur ár. Verði íþróttamaður uppvís að lyfjamisnotkun eru því miklir hags- munir í húfi. Nokkurra ára keppnis- bann sviptir íþróttamanninn því mikl- um tekjumöguleikum. Lyíjamisnotk- un þykir nú einnig mikil siðferðisleg hneisa og blettur á mannorði. I sum- um löndum er misnotkun einnig bönn- uð með lögum og getur leitt til refs- inga yfírvalda. * 8. Iþróttamenn um heim allan hafa því í vaxandi mæli reynt að vefengja jákvæð lyfjapróf með málsókn fyrir almennum borgaralegum dómstólum. Að fenginni slíkri reynslu hafa því allar reglur um framkvæmd lyfjaeftir- lits verið hertar að ráðgjöf færustu lögmanna innan sem utan íþrótta- hreyfíngarinnar. Segja má að núver- andi vinnureglur séu beint og óbeint settar að fyrirmælum almennra borg- aralegra dómstóla (civil courts). Þvagsýni 9. Sýnistaka og meðhöndlun þvag- sýnis er mikið nákvæmnisverk. Gerð- ar eru kröfur um sérstaka aðstöðu með biðherbergi og salerni. íþrótta- maðurinn má hafa með sér aðstoðar- mann/vitni í biðherbergi. Iþróttamað- urinn/konan velur sjálfur innsiglað þvagglas og verður að kasta af sér þvagi í augsýn eftirlitsmanns/konu, þannig að staðfesta megi að rétt sé gert og íþróttamaðurinn/konan séu ekki með nein ílát á eða í líkama sín- um og þvagið komi frá þeim sjálfum. Dæmi eru um það að íþróttamenn hafi skipt um þvag með notkun þvag- leggs. 10. Eðlisþyngd og sýrustig þvags- ins eru mæld strax. Iþróttamaðurinn velur sjálfur 2 merktar innsiglaðar flöskur og verður sjálfur að hella þvaginu í flöskurnar, kallaðar A og B, og loka þeim. Flöskurnar voru áður innsiglaðar og settar ásamt upp- lýsingum í umbúðit' sem aftur eru innsiglaðar. Með nýivi útbúnaði setur íþróttamaðumn flöskumar í sérhönn- uð hylki og lokar þeim. Þessi hylki er aðeins hægt að opna með því að rífa þau í sundur og teljast því innsigl- uð eftir rétta lokun. 11. Sérstakt eyðublað er fyllt út í margiiti þar sem koma fram upplýs- ingar um sýnið svo sem númer (kódi) sýnisins. Iþróttamaðurinn staðfestir með undirskrift að allt sé rétt og fær eitt eiptak. Flaska A er send til rann- sóknarstofu sem er viðurkennd af AÓN, ásamt afriti af eyðublaði, en án nafns íþróttamannsins. Lyfjæftir- litsnefnd varðveitir B hluta sýnis. 12. Ef A sýni er jákvætt er viðkom- andi sérsambandi gert viðvart. Full- trúa sérsambandsins og íþrótta- mannsins er þá boðið að vera við- staddur rannsókn á sýni B. 13. Sé það einnig jákvætt er það tilkynnt opinberlega og eftir álit lækna/lyíjanefndar er málinu vísað til dómstóls viðkomandi sambands. íþróttamaðurinn á rétt á að koma á framfæri athugasemdum og kannað er hvort að öllú léyti hafí verið rétt að málinu staðið. Síðan er viðeigandi refsing, þ.e. keppnisbann, ákveðin, sem getur verið frá 3 mánuðum til Hfstíðar. Blóðsýni 14. Vinnureglur við blóðsýni eru í meginatriðum þær sömu, þ.e. íþrótta- maðurinn velur sjálfur blóðtökuglös. Sýnum er skipt í A og B hluta og innsigluð. íþróttamaðurinn staðfestir upplýsingar svo sem auðkenni (kóda) sýnis með undirskrift og fær afrit. 15. Sýni telst jákvætt ef bannað efni fínnst í því þó þannig að anaból- ískir sterar og skyld efni eru ætíð bönnuð en sum önnur lyf aðeins í keppni. Keppandi er sjálfur ætíð ábyrgur fyrir því ef bannað efni fínnst þ.e. ekki er hægt að afsaka sig með því að einhver annar hafí laumað efn- inu í fæðu hans eða drykk. 16. Sýni teljast eign þess aðila sem biður um prófunina, t.d. viðkomandi alþjóðasambands eða lyijaeftirlits- nefndar/stofnunar. Svar rannsóknar- stofu fer beint til þess aðila. 17. Refsingar eru alfarið í höndum hvers alþjóðasérsambands. Óljnnpíu- hreyfingin ákveður t.d. ekkert um slíkt en reynt hefur verið að samræma refsiákvæði. 18. Meginatriði eni því eftirfarandi: a) Sýna verður fram á með stað- festingu íþróttamanns að sýnið sé hans. b) Sýni verða að berast til rann- sóknarstofu í innsigluðum ílátum. ílát sem hefðu verið opnuð (tampered with) yrðu ekki rannsökuð. c. Ékki mætti vera vafí á varð- veislu sýnanna (chain of custody). d. Rannsóknarstofan verður að hafa sérstaka viðurkenningu. e. Staðfesta verður jákvætt A sýni með jákvæðu B sýni. Ef B sýni er ekki jákvætt eða ekki til staðar færi málið aldrei til dómstóla íþróttahreyf- ingarinnar. Lyfjaeftírlit á hestum í íþróttum 1. Öll þau meginatriði sem getið er um að ofan gilda við sýnistöku á hestum. Krafíst er mjög strangrar gæslu, en þekkt er að utanaðkomandi aðilar hafí komið efnum í hesta. Eft- ir að eiganda hefur verið tilkynnt um fyrirhugaða sýnatöku er gæsla hests- ins á hans ábyrgð. 2. Eigandi eða fulltrúi hans eiga rétt á að vera viðstaddir sýnatöku. Bæði þvag- og blóðsýnum er skipt í A og B hluta. Sérstaklega er tekið fram í reglum Fédération Equestre Intemationale að framkvæmdin verði að standast stranga Iagalega skoðun í réttarsal (must be capable of wit- hstanding rigorous legal objection in court). Bent er sérstaklega á Annex IU, 1, að þar sé oftast efast um með- ferð sýnisins fram að skoðun í rann- sóknarstofu og sönnun á því úr hveij- um sýnið sé, verði að vera óvefengjan- leg (unassailable). Þetta kreQist sérs- takrar og óbreytanlegar innsiglunar og merkingar sýnisins í ílátum sem ekki er hægt að íjúfa án þess að það sé augljóst (tamperproof). 3. Sýni eru aðeins send til rann- sóknastofa sem hlotið hafa viðurkenn- ingu Fédération Equestre Internati- onale, sbr. Article 1022, 1. Fulltrúi rannsóknarstofunnar sem fram- kvæmir rannsóknina verður að bera vitni ef málið fer til almennra borg- aralegra dómstóla (civil courts) (Article 1022, 2). 4. Frávikið i reglum er þó það að í hesti mega ekki fínnast nein efni í keppni og sérstaklega er deyfing út- lima bönnuð. Hinsvegar eru þau flest leyfíleg eftir og utan keppni. Sýni sem t.d. væri tekið úr lifandi hesti, sólar- hring eftir atburðinn, hefði því ekkert gildi. 5. Hið sérstæða í þessu máli er að hesturinn hefur verið felldur en tíma- setning frá slysi er óljós. Hesturinn var ekki undir eftirliti eiganda meðan hann enn lifði og hræið var ekki vakt- að. Þetta býður uppá ýmsar „fræði- legar“ getgátur þar sem ég fer að fara út fyrir mína „absólút" þekkingu en ég leyfí mér að fullyrða að ekki verði auðgreint milli inndælingar staðdeyfiefnis í lifandi eða „dauðann" fótlegg. Tæknilega hlýtur einnig að vera hægt að koma bæði utanaðkom- andi blóði inn í æðakerfi og þvagi inn í blöðru dauðs hests, eins og hægt er við menn. Nánari svör við spurningum lögmanns (sbr. bréf) Áreiðanleiki sýna sem tekin voru úr Gými. Sýnistaka átti að fara fram að viðstöddum eigendum og strax eftir slys. Sýnum átti að skipta í A og B hluta og innsigla og eigendur að staðfesta. Öryggisreglur mega ekki verða neitt slakari þótt hesturinn sé dauður. Nægilegt er að taka eitt sýni en því verður að skipta í A og B hluta til staðfestingar. Ef slíkt væri ekki gert er ekki hægt að stað- festa jákvætt sýni. Sýnin og meðferð þeirra standast á engan hátt þær kröfur sem gerðar eru á alþjóðavett- vangi til sönnunar á misnotkun lyfja. Ég tel ósannanlegt að utanaðkomandi aðili hefði ekki getað hagrætt málum á þessu tímabili. Niðurstöður eru birt- ar sem tölur um magn eða hlutföll með skýringum. Eigendur og lög- menn þeirra fengju strax að vera við- staddir B athugun og fengju fullan aðgang að gögnum ásamt sínum sér- fræðilegu vitnum (expert witness). Svarið er því afdráttarlaust neikvætt sbr. að ofan. Staðfesting eigenda eða fulltrúa þeirra hefði þurft að fylgja. Sýnin hefðu þurft að vera innsigluð og geymslu/varðveislukeðja (chain of custody) óvefengjanleg. Viðurkenningar á rannsókn- arstofum og þar á meðal Rann- sóknarstofu í lyfjafræði íþróttahreyfíngin verður að senda sýni frá íþróttafólki til viðurkenndrar rannsóknarstofu, þ.e. „IOC accredited laboratory", til þess að sýni væri tek- ið gilt hvort sem um væri að ræða jákvætt eða neikvætt sýni. Enginn íþróttamaður mundi una dómi innan íþróttahreyfíngarinnar ef sýnið væri frá rannsóknarstofu sem ekki hefði viðurkenningu. Málið væri íþrótta- hreyfíngunni fyrirfram tapað í al- mennum borgaralegum dómstólum. Almenningur tæki hinsvegar ekki gilt neikvætt sýni frá rannsóknarstofu án viðurkenningar. Sýni frá hestum verður að senda til rannsóknarstofu sem hlotið hafa viðurkenningu Féd- ération Equestre Intemationale. Lyfjaeftirlitsnefnd hefur átt mjög gott samstarf við Rannsóknarstofu í lyQafræði og hún nýtur álits, en hún hefur ekki ofanskráðar viðurkenning- ar. Lyfjaeftirlitsnefnd getur því ekki sent sýni úr mönnum né hestum til hennar. Alþjóðlegar skuldbindingar Evrópusáttmálinn gegn ljrfjamis- notkun í íþróttum var saminn á fundi íþróttaráðherra Evrópu hér í Reykja- vík og hefur verið staðfestur hér á landi. í honum er meðal annars tekið fram, að fara verði að alþjóðlegum réttarfarsreglum um sönnun á lyQa- misnotkun og að rannsóknarstofur verði að hafa viðurkenningu alþjóð- legra íþróttahreyfinga. Lokaorð Borgaraleg dómsyfirvöld víða um lönd hafa eftir mörg dömsmál, gefíð hinni alþjóðlegu íþróttahreyfíngu skýr fyrirmæli um, hvaða skilyrði, þó ekki væri meira en þriggja mánaða keppn- isbann, þyrfti að uppfylla til að stand- ast áfrýjun til almennra dómstóla. Ofanskráð mál varðandi hestinn Gými stæðist ekki þær kröfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.