Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 FlNNSf&HS óeþAÞ HAFt VE&DÍ GAX SBM GG OTS KScJFADíSr FZU t>ESSUM 'oO 01995. THbune MedSa Servteet, loc. 01995 TMbuneMeda AJI Rights Reserved. Grettir Tommi og Jenni Ferdinand Smáfólk Að afhenda forræðið Frá Páli V. Daníelssyni: HEIMSMEISTARAKEPPNIN í handbolta er að baki og spennan sem henni fylgdi fallin. Væntingar fyrir íslenska liðið voru miklar en stóðust ekki og skal ekki súta það heldur vonast eftir að betur gangi næst. Talið er að vel hafi tekist til um framkvæmd keppninnar. Þó skyggði það mjög á keppnina í heild hvað hún var tengd áfengis- fyrirtæki og að hún skyldi vera snar þáttur í markaðssetningu ákveðinnar bjórteg- undar er algert hneyksli. Áfengi og íþróttir eiga ekki samleið og þvi var hér um mikið áfall að ræða fyrir ís- lenska íþróttahreyfmgu. Fólk hefur treyst henni fyrir bömum og ungling- um og að það skyldi líðast að leyfa það að bjórfyrirtæki fengi að mark- aðsetja vöru sína í íþróttahúsunum er fráleitt. íþróttahreyfíngin þarf virkilega að taka sig á til að hrinda af sér ámæli í þessu efni og vinna glatað traust margra. Forsvarsmenn keppninnar áttu að búa yfir þeirri reisn og hollustu í garð íslenskrar æsku að fara ekki fram á leyfi til bjórsölu í íþróttahús- unum og sveitarsijómimar hefðu átt að sýna þann manndóm að hafna slíkri beiðni. Þar brást það vamar- virki íslenskrar æsku. Meira að segja gekk svo langt að krafist var auka- fundar í einni sveitarstjóminni til að gefa bjórfyrirtækinu kost á markaðs- setningu framleiðslu sinnar í íþrótta- húsi á staðnum. Trúlega er hér um heimsmet að ræða sem geta mætti í heimsmetaskræðum. Það getur verið gott að vera frægur en þá má frægð- in ekki vera endemum tengd. Við íslendingar emm gjamir á að apa eftir útlendingum og slæðist þá margt með sem ekki er af góðum fordæmum sprottið. Jafnvel eigum við agenta sem vilja að útlendingar marki stefnu okkar í áfengismálum og það þjóðir sem halda þannig á eigin málum í þessu efni að 500 þús- und manns i Evrópu liggja í valnum fyrir aldur fram á ári hveiju vegna áfengisneyslu. Opinberir aðilar hafa forræði í áfengismálum og ættu þeir að sjá sóma sinn í því að vemda íþrótta- og æskulýðsstarfsemi fyrir áfengis- neyslu. A þeim vettvangi á ekki að hafa áfengið í hávegum hvorki al- mennt né á góðri stund. Það er brenglaður hugsunarháttur, eða á að kalla það andlegan alkóhólisma, að standa að slíku. Hér í Hafnarfirði hefur þrívegis verið sótt um að fá vmve'tingaleyfi í golfskálann. Það er rökstutt með því að annars staðar, heima og er- lendis, tíðkist slíkt. Ekki nóg með það heldur voru þau rök tíunduð við afgreiðslu málsins að áfengi hafi alltaf fylgt golfíþróttinni og er þá trúlega óijúfanlegur fömnautur hennar. Og svo er þessi íþrótt styrkt sem almenningsíþrótt af opinberu fé og m.a. ungt fólk hvatt til að taka þátt í henni. Að nota áfengi á þennan hátt í íþróttum er meirihátt- ar öfugmæli og tilheyrir varla heil- brigðu fólki. Þegar svo er komið málum okkar Íslendinga að við látum útlendinga segja okkur hvernig við eigum að stjórna, afhenda þeim forræði okkar áfengismálum, þá er niðurlægingin alger. Það þótti ekki gott að vera neyddur til að skríða undir jarðar- menið á árum áður en verra er þó að bijóta stolt sitt svo að skríða sjálfviljugur torfu neðar. PÁLL V. DANÍELSSON, viðskiptafræðingur. Páll V. Daníelsson. Áskorun til ráðherra Frá Eiði Sveinssyni: HAFRÉTTARSTEFNA íslendinga stendur á brauðfótum og tek ég heils hugar undir þá skoðun Ónundar Ás- geirssonar í Morgunblaðinu 4. maí að við höfum ekki um neitt að semja við Norðmenn í fiskveiðimálum í Norður-Atlantshafi. Þegar ég skrifa þessar línur erum við staddir að veið- um á Flæmska hattinum og erum að reyna að draga björg í bú og skapa íslensku þjóðnni gjaldeyristekjur, en eins og allir vita er ekki nægur fiskur í sjónum fyrir alla á íslandsmiðum. Mér svíður að heyra að félagar mínir sem staddir eru norður við Svalbarða verða að láta skipin reka vegna að- gerðarleysis íslenskra stjómvalda. Þannig er nefnilega mál með vexti að utanríkis- og sjávarútvegsráðu- neytið hafa hvatt til veiða við Sval- barða og sagt að við séum í sé á þeim stofni. En viti menn um leið og það reynir á rétt okkar er farið fram á að ekki sé veitt á meðan réttar- staða okkar er könnuð. Hverslags vinnubrögð eru þetta hafa menn ekki haft nægan tíma til að kanna, hefur sem sagt ekkert verið gert? Það er nefnilega þannig að ef við eigum að ná rétti okkar verðum við að vinna að þvi en ekki hopa eins og lúbarðir hundar í hvert skipti sem norska ljón- ið hvæsir á okkur. Ég held að ráðherr- ar okkar sem vinna eig að þessum málum ættu að fara að hysja upp um sig buxumar og standa á rétti okkar því þaðan koma gjaldeyristekjumar sem dreginn er fiskur úr sjó og veitir víst ekki af ef allir eiga að hafa vinnu á íslandi. Ég skora hér með á ráð- herra sjávarútvegs- og utanríkismála að klára þetta mál og það strax svo ekki tapist meira en orðið er. Ég vil og nefna mál eins og útvarp til sjó- manna á hafi úti, ég held satt að segja að ekki séu þeir orðnir beysnir sendamir sem fréttimar eru sendar út á, því það er eins og allur kraftur sé úr þeim þegar fréttatíminn er hálfnaður og held ég að mætti nú fara að fjárfesta í nýjum sendum þannig að minnsta kosti væri hægt að heyra hvað er að gerast á landinu en eins og allir vita eru íslendingar fréttaþyrstir mjög. Ég bið svo kærlega að heilsa héðan úr suðurhöfum. EIÐUR SVEINSSON, skipstjóri, Skólavegi 85, Fáskrúðsfirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.