Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1995 29 ____BREF TIL BLAÐSHMS_ Bylting í fæðing- arorlofsmálum? Frá Ingólfi V. Gíslasyni: EITT AF lokaverkum Alþingis nú í vor var að samþykkja lög um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað. Nokk- ur umræða hefur farið fram um málið í íjölmiðlum og ekki alltaf jafn sanngjörn. Hefur þar um of verið einblínt á hina beinu launaliði í ákvörðun þingsins. Mér virðist á hinn bóginn sem litið hafi verið fram hjá mjög verulegri breytingu í réttindamálum, sem felst í þessum lögum. Hér er átt við ákvæði um fæð- ingarorlof þingmanna. í 12. gr. hinna nýsam- þykktu laga segir m.a: „Alþingismaður á rétt á fæðingarorlofi þann tíma sem lög ^ eða kjarasamningar opinberra starfs- manna ákveða. Tekur varamaður þá sæti j á meðan en þingmaðurinn skal einskis í ■ missa af launum og föstum greiðslum sam- kvæmt lögum þessum meðan á fæðingaror- lofi stendur." Samkvæmt almennum lögum um fæð- ingarorlof eiga menn rétt á slíku í sex mánuði. Auk þess hafa opinberir starfs- menn átt rétt á að lengja orlofið í allt að eitt ár gegn samsvarandi skerðingu launa. Þar sem í lögunum er talað um rétt þing- | manna til fæðingarorlofs þann tíma sem j lög eða kjarasamningar opinberra starfs- I manna ákveða hlýtur að vera átt við að þingmönnum sé boðið upp á sömu lengingu og opinberum starfsmönnum. Annars væri ákvæðið óþarf þar sem allir foreldrar sem gegna launuðum störfum og eiga lögheim- ili á íslandi eiga rétt á fæðingarorlofi. Ákvæði laganna um laun í fæðingarorl- ofi er hins vegar nýmæli og besti réttur sem boðið er upp á á íslandi í dag. Tvenns konar greiðslur Fólk á almennum vinnumarkaði á rétt á tvenns konar greiðslum í sex mánuði. Annars vegar fæðingarstyrk, sem allar mæður fá. Hins vegar eru það fæðingar- dagpeningar sem eru háðir vinnuframlagi. Fullir fæðingardagpeningar og fæðingar- styrkur munu nú vera um 57.000 krónur á mánuði. Ljóst er því að tekjur flestra heimila lækka þegar konan fer í fæðingar- orlof, svo ekki sé minnst á ef faðirinn leyf- ir sér slíkt, því oftar en ekki eru tekjur karla hærri en maka þeirra. Konur í opinberri þjónustu hafa á hinn bóginn notið þeirra kjara að halda fullum launum í þrjá mánuði en fá eftir það grunn- laun. Það er því byltingarkennt ákvæði sem þingmenn voru að samþykkja, „þing- maðurinn skal einskis í missa af launum og föstum greiðslum samkvæmt lögum þessum meðan á fæðingarorlofi stendur". Yrði þetta almenn regla myndi það veru- lega bæta hag barnafjölskyldna. Þá er það ekki síður mikilvægt að með slíku almennu ákvæði félli sú efnahagslega hindrun sem verið hefur fyrir því að karlmenn nýttu sér rétt til fæðingarorlofs. Feðrum í engu mismunað Þá er það verulegt fagnaðarefni að í hinum nýju lögum um þingfararkaup er feðrum í engu mismunað. Það hefur lengi verið áhyggjuefni að karlar sem kvæntir eru konum í opinberri þjónustu hafa ekki átt rétt á nokkrum greiðslum í fæðingaror- lofi. Kærunefnd jafnréttismála hefur í tví- gang úrskurðað að sú mismunun sé brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Ákvæðið um fæðingaror- lof í lögum um þingfararkaup gerir á hinn bóginn engan greinarmun á kynjum. Og í greinargerð með frumvarpinu er tekið fram að ákvæði 12. greinar um fæðingarorlof séu beinlínis sett til að taka af tvímæli um rétt feðra. Það hlýtur að vera fagnaðar- efni að Alþingi skuli á þennan hátt taka af skarið og gæta þess við lagasetningu að kynjunum sé á engan hátt mismunað. Samkvæmt framkvæmdaáætlun ríkis- stjórnarinnar í jafnréttismálum, sem gildir til 1997 á að endurskoða lög um fæðingar- orlof. í grein 6.1. segir: „Á gildistíma þess- arar áætlunar verði lögfestar reglur sem tryggja jafnan rétt foreldra til töku fæðing- arorlofs og til greiðslna í fæðingarorlofi óháð því hvort um er að ræða opinberan starfsmann eða starfsmann á almennum vinnumarkaði. Jafnframt verði gildandi lög um fæðingarorlof endurskoðuð að því er varðar sjálfstæðan rétt feðra til töku fæð- ingarorlofs.“ Með samþykkt hinna nýju laga um þing fararkaup og þingfararkostnað hefur Al- þingi íslendinga lagt línur um hyers megi vænta af þeirri endurskoðun, sem hlýtur að hefjast von bráðar. Full laun í fæðingar- orlofi og sjálfstæður réttur feðra til töku fæðingarorlofs. Alþingi hefur hér verið djarfhuga í stefnumótun sinni og á heiður skilið fyrir frumkvæðið. Næst liggur þá fyrir að vinda sér í að gera þessi réttindi alþingismanna að almennum rétti. INGÓLFUR V. GÍSLASON, starfsmaður á Skrifstofu jafnréttismála og ritari karlanefndar jafnréttisráðs. Ingólfur V. Gíslason 'i 1 i J % i I I i í I i I i í i •j rað a ljgl ys inga r ■ / \ V—/V—/ L / \ v—'/ V/ v HEILSUGÆSLAN í REYKJAVÍK Barónsstíg 47-101 Reykjavík, ts. 552 2400 - bs. 562 2415. Laúsar stöður Hafnarsjóður Þorlákshafnar óskar eftir starfsmanní við höfnina í Þorláks- höfn. Viðkomandi þarf að hafa skipstjórnar- réttindi. Umsóknir berist fyrir 20. júlí á hafnarskrif- stofu, Óseyrarbraut 2, 815 Þorlákshöfn. lækna við heilsugæslustöðvarnar í Mjódd og Efra Breiðholti Lausar eru til umsóknar ný staða læknis við Heilsugæslustöðina í Mjódd og ný staða læknis við Heilsugæslustöðina í Efra Breið- holti. Stöðurnar veitast frá 1. október nk. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf, sendist stjórnsýslu Heilsugæslunnar í Reykjavík á þar til gerðum eyðublöðum, sem þar fást, eigi síðar en 4. ágúst nk. Krafist er sérfræði- menntunar í heimilislækningum. Nánari upplýsingar veita yfirlæknar heilsu- gæslustöðvanna, Samúel J. Samúelsson, yf- irlæknir Heilsugæslustöðvarinnar í Mjódd, í síma 567 0440 og Þórður Ólafsson, yfirlækn- ir Heilsugæslustöðvarinnar í Efra Breiðholti, í síma 567 0200. I.júlí 1995. Heilsugæslan íReykjavík, stjórnsýsla, Barónsstíg 47, 101 Reykjavík. RALA Möðruvöllum Bústjóri Rannsóknastofnun landbúnaðarins óskar eftir að ráða verktaka (bústjóra) sem á að sjá um búreksturinn á Tilraunastöðinni Möðruvöllum í Hörgárdal frá og með 1. september 1995. Umsóknir, sem tilgreini menntun og fyrri störf, berist tilraunastjóra, Þóroddi Sveinssyni, Óseyri 2, 603 Akureyri, fyrir 15. júlí nk. Hafnarstjóri. Skeifan -til leigu 846 fm jarðhæð/kjallari (áður Golfheimar). Hentar fyrir t.d. verslun eða lager o.fl. Upplýsingar í símum 587 2220, 568 6673 og á kvöldin og um helgar í síma 568 1680. K I P U L A G R í K I S I N S Holtahlíðarnáma í Gilsfirði, Saurbæjarhreppi Mat á umhverfisáhrifum Niðurstöður frumathugunar og úrskurður skipulagsstjóra ríkisins, samkvæmt lögum nr. 63/1993. Skipulagsstjóri ríkisins hefur úrskurðað, sam- kvæmt 8. grein laga nr. 63/1993 um mat á umhverfisáhrifum. Fallist er á framkvæmdina eins og hún er kynnt ífrummatsskýrslu Vega- gerðarinnar með þeim skilyrðum að: 1. Haft verði samráð við Landsvirkjun um efnisvinnsluna vegna öryggis Vesturlínu og væntanlegra breytinga á henni. 2. Haft verði samráð við Náttúruverndarráð um frágang að efnistöku lokinni. Úrskurðurinn í heild sinni fæst hjá embætti skipulagsstjóra ríkisins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskurðinn má kæra til umhverfisráðherra og rennur kærufrestur út þann 3. ágúst 1995. Skipulagsstjóri ríkisins. KIPULAG RÍKISINS Fljótsdalslína 1 Fljótsdalsvirkjun - Veggjafell Mat á umhverfisáhrifum - frumathugun Skipulag ríkisins kynnir lagningu Fljótsdals- línu 1, frá fyrirhugaðri Fljótsdalsvirkjun við Teigsbjarg í Fljótsdal að Veggjafelli norðan Herðubreiðarfjalia. Um er að ræða 220kV háspennulínu, alls um 88 km. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 5. júlí til 10. ágúst 1995 á eftirtöldum stöðum: Skipulagi ríkisins, Laugavegi 166, Reykjavík, kl. 8-16 mánud.-föstud., skrifstofum Egilsstaðabæj- ar, Lyngási 12, Egilsstöðum kl. 10-12 og 13-16 mánud.-föstud., skrifstofum Skútu- staðahrepps, Hlíðarvegi 6, Reykjahlíð, kl. 8-15 mánud.-fimmtud. og 8-12 föstud. og Dalakaffi, Skjöldólfsstaðaskóla, Jökuldal. Ennfremur hjá oddvita Fljótsdalshrepps, Hrafnkelsstöðum, Fljótsdal, eftir samkomu- lagi. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Frestur til að skila athugasemdum við ofangreinda fram- kvæmd rennur út þann 10. ágúst 1995 og skal skila þeim skriflega til Skipulags ríkis- ins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993. Skipulagsstjóri ríkisins. ®Landsmót Oddfellowa ígolfi 1995 verður haidið á golfvellinum í Urriðavatnsdöl- um föstudaginn 14. og laugardaginn 15. júlí nk. Þátttaka tilkynnist í síma 565-9092. Skráningu lýkur mánudaginn 10. júlí. Mótsstjórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.