Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 40
V í K I G LVTIW alltaf á Miðvikudöguin MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Meirihlutinn í Stöð 2 í viðræðum við Chase Manhattan-bankann um fjármögnun hlutabréfa og endurfjármögnun félagsins Lánsfjárhæðin á þriðja milljarð kr. Hlutfall neytenda sem komu til meðferðar á Vogi 0/0 r Stórneytendur á hass 20 //\\ /— Stórneytendur 7/ A á amfetamín Fleiri sprautu- fíklar SPRAUTUFÍKLUM sem komu til meðferðar á Vogi á síðasta ári fjölg- aði um 110 einstaklinga. Að sögn Þórarins Tyrfíngssonar, formanns SÁÁ og yfirlæknis á Vogi, fylgir fjölgun sprautufíkla aukin 'hætta á eyðnismiti. Hann sagði það nánast slembi- i«kku, að ekki hefði komið til eyðni- smits enn meðal þessa stóra áhættu- hóps. Hins vegar væri nú þegar allt að helmingur allra sprautufíkla hér á landi smitaður af lifrarbólgu, sem er veirusýking sem smitast eftir sams konar leiðum og eyðni. í ársskýrslu SÁÁ fyrir árið 1994 kemur fram að verulega hefur dreg- ið úr fjölda þeirra, sem leggjast inn á Vog vegna kannabis- og amfeta- mínmisnotkunar. Samtímis hefur ungu fólki sem leita hefur þurft meðferðar vegna vímuefnavanda fjölgað talsvert. ■ Fleiri ungmenni/6 SAMNINGAR eru komnir vel á veg milli Útherja hf., hlutafélags meiri- hlutans í Islenska útvarpsfélaginu hf., og bandaríska bankans Chase Manhattan um fjármögnun á 46% hlutabréfa minnihlutans í félaginu. Jafnframt er gert ráð fyrir að bankinn endurfjármagni öll eldri lán Islenska útvarpsfélagsins þannig að heildarlánsfjárhæðin verði eitthvað á þriðja milljarð króna, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Útherji hf. er félag Jóns Ólafs- sonar, Sigurjóns Sighvatssonar, Haraldar Haraldssonar, Jóhanns J. Ólafssonar og 16 annarra aðila. Félagið keypti í lok apríl öll hluta- bréf þeirra hluthafa sem deilt hafa við þá um yfirráðin í íslenska út- varpsfélaginu, þ.e. um 46% hluta- fjárins. Bandaríska verðbréfafyrirtækið Oppenheimer tók að sér að hafa milligöngu um fjármögnun bréf- anna og hefur niðurstaðan orðið sú að endurfjármagna jafnframt eldri lán útvarpsfélagsins. Nokkrar þreifingar hafa einnig átt sér stað um fjármögnun á hlutabréfunum innanlands en án árangurs. Þegar hafa náðst samningar um kjör og skilmála lánsins en bankinn á eftir að staðreyna upplýsingar með athugun á bókhaldi og ýmsum ytri þáttum og ganga úr skugga um að lántakendurnir uppfylli öll skilyrði. Hlutabréf minnihlutans í félag- inu sem munu skipta um hendur, ef að líkum lætur, eru samtals um 253 milljónir að nafnverði. Verða þau seld á genginu 4,0 þannig að heildarsöluandvirðið nemur 1.012 milljónum. Útheiji hefur frest til 27. júlí til að staðgreiða bréfin en veittur verður 30 daga lokafrestur ef við- unandi tilboð um fjármögnun ligg- ur fyrir. Gangi Útherji ekki að til- boði um fjármögnun sem telst við- unandi og skilgreind er nánar í samningnum þarf félagið að greiða 30 milljóna skaðabætur. Koma kínverska skurðlæknisins dregst Stendur á leyfi frá sjúkrahúsi í Sjanghæ KÍNVERSKI skurðlæknirinn dr. Zhang Shaocheng kemst ekki hingað til lands á tilsettum tíma til fyrirhugaðrar aðgerðar á Hrafnhildi Thoroddsen. Morgun- blaðið skýrði frá því á föstudag að von væri á honum í þessari viku og stæði til að skera Hrafn- hildi upp á föstudag. Dr. Halldór Jónsson, yfirmaður bæklunardeildar Landspítalans, segir að menn séu bjartsýnir á að leyfið fáist, þó það geti dregist um óákveðinn tíma. Halldór fékk í gær staðfestingu frá íslenska sendiráðinu í Peking um að yfírvöld hersjúkrahússins í Sjanghæ, þar sem dr. Zhang er prófessor, dragi að veita honum leyfi til fararinnar, vitandi um þá vinnu sem búið er að leggja í málið og þann aukakostnað sem af töfinni hlýst. Hann segir að íslenska sendi- ráðið og utanríkisráðuneyti Kína hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að fá þessari hindrun rutt úr vegi. Hins vegar heyri sjúkrahúsið undir hermálayfirvöld landsins og þar með varnarmálaráðuneytið. Hafi utanríkisráðuneyti Kína ekki völd til að skipa varnarmálaráðu- neytinu fyrir. Ölfusárbrú máluð LOKIÐ var við að mála Ölfusár- brú á Selfossi í góða veðrinu sl. mánudag. Hafist var handa við að mála Olfusárbrú í fyrrasum- ar. Málarinn sem hangir hvergi banginn yfir Ölfusá við vinnu sína heitir Jósef Húnfjörð. Nú þegar hann og félagar hans hafa lokið sinu verki er endurbótum á brúnni að fullu lokið. ^Samkeppnisráð finnur að ýmsu varðandi samkeppnisstöðu í útvarpsrekstri ÝMIS atriði skekkja samkeppnis- stöðu einkarekinna ljósvakamiðla- fyrirtækja og takmarka aðgang þeirra að markaðnum, einkum þeirra sem aðeins reka hljóðvarp- stöðvar. Þetta kemur m.a. fram í áliti Samkeppnisráðs í tilefni kvört- unar Aðalstöðvarinnar vegna Ríkis- útvarpsins. Menningarsjóður íþyngir Samkeppnisráð segir æskilegt að við samningu nýrra útvarpslaga verði tekið tillit til fjögurra atriða. Hið fyrsta er að ákvæði 1. og 2. mgr. 11. gr. útvarpslaga um Menn- ingarsjóð útvarpsstöðva íþyngi einkareknum útvarpsstöðvum sem hafi mestan hluta tekna sinna af auglýsingum umfram þær útvarps- stöðvar sem jafnframt hafi tekjur Aðskilja ætti fjárhag* ólíkra ljósvakamiðla af afnotagjöldum í einhveiju formi. Að sama skapi að tekið verði til- lit til þess að lögbundin afnotagjöld Rfkisútvarpsins skapi stofnuninni tekjulegt forskot á aðrar útvarps- stöðvar og jöfn heimild Ríkisút- varpsins og einkarekinna útvarps- stöðva til fijálsrar tekjuöflunar (auglýsingar, fjármögnun o.fl.), á meðan Ríkisútvarpið hafi einnig lögbundin afnotagjöld, viðhaldi yfir- burðarstöðu RÚV á markaðnum. Að lokum er tekið fram að að- gangur að sjónvarpsrásum sé tak- markaður. Þær útvarpsstöðvar sem hafi yfir að ráða þeim takmörkuðu gæðum sem sjónvarpsrásir séu, og hafi fengið þeim úthlutað af hinu opinbera, hafí við það öðlast forskot á markaðnum. Ekki sýnt f ram á misnotkun Ekki er talið óeðlilegt að gera kröfur til þess að þær stofnanir og fyrirtæki sem reka hljóðvarpstöðv- ar, jafnframt sjónvarpsstöðvum, skilji að fjárhagslegan rekstur hvers þess ljósvakamiðils sem þau reka. Jafnframt verði sett ákvæði um samnýtingu ólíkra ljósvakamiðla í öflun tekna s.s. við birtingu auglýs- inga. Samkeppnisráð telur ekki _að sýnt hafi verið fram á að RÚV hafi misnotað stöðu sína á auglýs- ingamarkaðnum með því að veita afslátt frá staðfestri gjaldskrá. Morgunblaðið/Golli * Islendingur í Eyjaálfu Stundar arðbærar búra- veiðar ÍSLENSKUR skipstjóri, Sig- urgeir Pétursson, hefur und- anfarin ár stundað búraveiðar í Eyjaálfu með góðum ár- angri. Um þessar mundir er skip hans, Austral Leader, að koma til hafnar í Nýja-Sjá- landi með 600 tonn af búraaf- urðum að verðmæti um 180 milljónir króna. Sigurgeir stundar veiðar sínar á alþjóðlegu hafsvæði milli Ástralíu og Nýja-Sjá- lands. Mörg skip veiða á svip- uðum slóðum en með misjöfn- um árangri. Sigurgeir þakkar árangurinn að hluta til góðum veiðarfærum frá íslandi en hann notar íslensk troll og hlera við veiðarnar. ■ Sigurgeir Péturs/B2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.