Morgunblaðið - 05.07.1995, Page 1

Morgunblaðið - 05.07.1995, Page 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ1995 BLAD EFIMI Viðtal 3 Erla Kristinsdótt- ir, framkvæmda- stjóri Sjávariðj- unnar Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiski- skipanna Markaðsmái 0 Hafa snúið vörn í sókn þrátt fyrir þorskleysið Greinar 7 Garðar Björgvinsson SKELIN SKOÐUÐ Morgunbiaðið/Jón Páll Ásgeirsson ÞAÐ ER margt skrýtið, sem kemur upp af sjávarbotninum. Frænd- systkinin Birgir Þór, Jón Einar og Alda Sif skoða hér skelina úr Breiðafirði um borð í skipi Eyjaferða. Aflaverðmæti frystítogara jókst um rumlega fjórðung Arnar HU með mest verðmæti frystitogara AFLAVERÐMÆTI frystitogara var ríflega fjórðungi meira á fyrstu flórum mánuðum þessa árs samanborið við sama tíma- bil á síðasta ári. Skýrist þetta að hluta til af því að frystitogurum hefur fjölgað. Aflaverðmæti ísfisktogara óx ekki jafnmikið, en þeir fengu rúmlega fimm prósent hærra verð fyrir aflann fyrstu fjóra mánuði þessa árs samanborið við síðasta ár. Úthaldsdögum ísfisktog- aranna fækkaði frá sama tímabili árið áður og munar þar rúmum tveimur pró- sentum. Úthaldsdögum frystitogaraflotans fjölgaði hins vegar á milli ára og munar þar rúmum tuttugu og tveimur prósentum. Þetta er meginniðurstaða Togaraskýrslunnar vegna fyrsta ársþriðjungs þessa árs. Það er LÍÚ, sem gefur skýrsluna út, en þar kemur ennfremur fram, ef litið er til meðalafla á úthaldsdag í tonnum talið, að frystitogarar hafa að jafnaði fengið 11,2 tonn á dag á móti 13,49 tonnum á sama tímabili í fyrra, sem er minnkun upp á 16,39%. Á sama tímabili hækkar hins vegar meðal- skiptaverðmætið, vex úr 966 þúsund krónum á dag í fyrra í 1.012 þúsund krónur í ár. Munar þar 7,8% á milli ára. Meðalskiptaverðmæti ísfisktogara hækkar einnig, vex úr 466 þúsund tonnum-í fyrra 4 603 þúsund í ár og meðaltalstölur alls togaraflotans eru þær að skiptaverðmætið vex úr 641 þúsundi króna í 705 þúsund krónur á dag, sem er aukning um 9,86%. Háll önnur mllljón á dag Hæsta aflaverðmæti frystiskipa á tímabilinu náði Arnar HU 1, en hann fískaði fyrir rúmar 222 milljónir króna fyrstu fjóra mánuði ársins. Meðal- skiptaverðmæti á úthaldsdag var tæp hálf önnur milljón króna og meðalafli á úthaldsdag var 14,75 tonn. AUs veiddi skipið 1.653 tonn á tímabilinu. Næst hæstu aflaverðmæti náði Höfr- ungur III AK 250, tæpum 214 milljón- um króna og var meðalskiptaverðmæti á úthaldsdag rúm 1.650 þúsund. Heild- arafli skipsins á tímabilinu var hins vegar 1.221 tonn. Ásbjörn hæstur ísflsktogara Hæsta aflaverðmæti ísfisktogara náði Ásbjörn RE 50, en hann fiskaði fyrir tæpar 120 milljónir króna á tíma- bilinu. Heildarafli skipsins var 2.260 tonn og meðalskiptaverðmæti á út- haldsdag var rúmar 825 þúsund krón- ur. í öðru sæti var Skagfirðingur SK 4 með 116,6 milljónir króna. Alls veiddi togarinn 913 tonn og var með meðal- skiptaverðmæti á úthaldsdag tæpar 786 þúsund krónur. Úthaldsdagar ísfisktogara voru 5.416 talsins fyrstu fjóra mánuði árs- ins, en 5.532 á sama tímabili í fyrra. Fækkar úthaldsdögum um ríflega 2%. Úthaldsdögum frystitogaranna fjölgaði hins vegar á tímabilinu. Þeir voru 3.556 fyrsta ársþriðjunginn á móti 2.911 í fyrra sem er fjölgun um 22.16%. Fréttir Markaðir Með 600 tonn af búraafurðum • SIGURGEIR Pétursson, skipstjóri, heldur áfram að gera það gott í Eyjaálfu. Hann er um þessar mundir að koma inn til hafnar á Nýja Sjálandi með 600 tonn af búraafurðum að verð- mæti um 180 milljónir króna. Sigurgeir er með verksmiðjutogarann Austr- al Leader og stóð túrinn í 8 vikur, en veiðarnar eru stundaðar á alþjóðlegu hafssvæði. Sigurgeir notar íslenzk veiðarfæri við veið- arnar./2 Góður gangur SH í Grimsby • IFPL dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna í Grimsby í Eng- landi, Icelandic Freezing Plant Ltd., hefur aukið heildarsölu sína á sjávaraf- urðum verulega það sem af er þessu ári miðað við árið í fyrra. Fyrirtækið framleiðir og selur sjávar- afurðir og sér einnig um sölu sjávarafurða frá ís- landi./2 171 skiphefur fengið úreldingu • 171 skip hafa nú fengið úreldingarstyrki úr Ha- græðingasjóði. 5.738 rúm- lestir hafa verið tekin til úreldingar en alls hafa einn milljarður og 814 miHjónir króna verið veittar í styrki til þessa. 253 skip hafa sótt um úreldingu, þar af 147 þilfarsskip og 106 opnir bátar./5 Samvinna um útfhitninginn • SAMSTARFSVETT- VANGUR sjávarútvegs og iðnaðar hefur í eitt ár unn- ið að verkefni sem tengist markaðssetningu á vörum og búnaði fyrir sjávarútveg um allan heim. Þessa dag- ana er verið að safna upp- lýsingum um þau fyrirtæki sem framleiða vörur og búnað fyrir fiskvinnslu og sjávarútveg eða veita þjón- ustu á því sviði. Einungis er verið að leita eftir vörum sem verið er að framleiða og gætu verið boðlegar á erlendum markaði. Vörurn- ar geta náð til hvaða sviðs sjávarútvegsins sem er./8 Minni afli á úthaldsdag • AFLI á úthaldsdag togara fyrstu fjóra mánuði þessa árs er rúmlega 6% minni nú en á sama tímabili í fyrra. Mestur er samdrátturinn í afla frystitogara, en afli þeirra á úthaldsdag er nú að meðaltali 11,2 tonn, en var 13,5 tonn í fyrra. Sam- drátturinn er því um 17%. ísfisktogarar bætu meðaltal sitt um rúmlega 0,5% og fengu að meðaltali 9,1 tonn á dag nú. ísfisktogarar frá Suður- Vestur og Norður- landi bættu sig, en vestfirzk- ir og austfirzkir togarar voru með lakari útkomu nú en í fyrra. Janúar-apríl 1994 og 1995 Meðalafli á úthaldsdag, tonn janúar til apríl Breyt. 1994 1995 % ísfisktogarar 9,04 9,10 0,6 Vestmannaeyjar -Snæfellsnes 10,29 11,80 7,7 Vestfirðir 9,02 8,60 -4,6 Norðurland 7,34 7,65 4,3 Austfirðir 8,88 8,04 -9,5 Frystitogarar 13,49 11,2 ■16,9 Allir togarar 10,59 9,93 -6,21 Verðmæti aflans meira Janúar-apríl 1994 og 1995 Meðalskiptaverðmæti á úthaldsdag janúar til aprfl Breyt. 1994 1995 % isfisktogarar 466 503 7,8 Vestmannaeyjar - Snæfellsnes 486 528 8,6 Vestfirðir 470 476 1,4 Norðurland 416 472 13,3 Austfirðir 494 522 5,6 Frystitogarar 9661.012 4,7 Allir togarar 641 705 9,9 • ÞRÁTT fyrir að afli á út- haldsdag hafi dregizt sam- an, hefur meðalskiptaverð- æti á úthaldsdag aukizt. Bendir það annaðhvort til þess að verð á afurðum sé nú hærra, eða að verið sé að veiða dýrari tegundir en á sama tíma í fyrra eða vinna í dýrari pakkningar. Mest aukning á skiptaverð- mæti er hjá togurum frá Norðurlandi, sem kann að stafa af mikilli ýsuveiði. Þrátt fyrir 17% samdrátt í afla frystitogara á úthalds- dag eykst, skiptaverðmætið um 4,7%./6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.