Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 2
2 B MIÐVJKUDAGUR 5. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Gengur vel að selja humar • HUMARVEIÐI hefur gengið afleitlega það sem af er vertíðinni og útlit er fyrir að ekki veiðist upp í þá samninga sem gerðir hafa verið. Markaðshorfur eru hinsvegar mjög góðar samkvæmt upplýsingum frá íslenskum sjávarafurð- um hf. Að sögn Aðaisteins Gottskálkssonar, fram- kvæmdastjóra framleiðslu og þjónustusviðs Islenskra sjávarafurða, eru markaðs- horfur á humri mjög góðar en veiðarnar að sama skapi lélegar. Hann segir að gerð- ir hafi verið rammasamn- ingar um hátt í fimmhundr- uð tonn af humri, bæði í vesturátt og eins við lönd í suður-Evrópu. Framleiðsl- an væri hinsvegar hörmu- lega lítil og nú væri aðeins búið að framleiða um fjöru- tíu tonn miðað við tvö- hundruð tonn á sama tíma í fyrra. Aðalsteinn segir að nú sé verið að skýra út fyr- ir kaupendum ástæðurnar fyrir þessari litlu fram- leiðslu því þeir væru eðli- lega ekki ánægðir. Hann segist vona að ástandið breyttist fljótlega og reynt yrði að viðhalda sambönd- um við helstu viðskiptaað- ila. Nýr „plotter“ með tíu tommu litaskjá • FRIÐRIK A. JÓNSSON hf. hefur tekið til sölu nýja gerð af „kortaplotter“, Shipmate RS2400, fyrir all- ar gerðir skipa. „Plotter- inn“ er með innbyggðu GPS-staðsetningarkerfi og tíu tommu litaskjá sem gef- ur fullkomna mynd við öll birtuskiiyrði. Heimskort er innbyggt í „plotterínn" en auk þess er hægt að fá í hann nákvæm kort af ein- stökum svæðum. Háþróað- ur bendiil tryggir fþ'óta og auðvelda kortanotkun og með honum er hægt að setja inn staðsetningar, merki og siglingaleiðir. Einnig má setja inn staðsetningartölur með lyklaborði. Tækið býð- ur upp á fimmtán mismun- andi gerðir af staðsetn- ingarmerkjum og tólf mis- munandi leturgerðir. Tvö- faldur vinnsluhraði gefur samstundis upplýsingar um meðaltöl og hraða. Tækið er búið svokölluðu NMEA kerfi en það er alþjóðlegur staðall sem gerir því kleift að tengjast öðrum búnaði, s.s. sjálfsstýringu, dýptar- mæli og radar. Upplýsingar um stefnu, vindátt, dýpt og hraða, auk annarra gagna birtast jafnóðum á skjánum ef tækið er tengt Robertson Dataline kerfinu. ! Renni- /X • smioi = HÉÐINN = SMIÐJA STÓRÁSI6 • GARDA6Æ • SlMI 565 2921 • FAX 565 2927 Hönnun • smíöi • viðgeröir • þjónusta FRÉTTIR Signrgeir Péturs með búra fyrir 180 milljónir króna SIGURGEIR Pétursson, skipstjóri, heldur áfram að gera það gott í Eyja- álfu. Hann er um þessar mundir að koma inn til hafnar á Nýja Sjálandi með 600 tonn af búraafurðum að verðmæti um 180 milljónir króna. Sigurgeir er með verksmiðjutogarann Austral Lead- er og stóð túrinn í 8 vikur, en veiðarnar eru stundaðar á alþjóðlegu hafssvæði. Notar íslenzk troll og hlera við veiðamar Sigurgeir hefur verið búsettur á Nýja Sjálandi undanfarin ár og stundað þaðan veiðar á búra með góðum árangri. Hann réð sig svo á Austral Leader, sem gerður er út frá Ástralíu af fyrirtækinu Austral Fisheries, sem er að miklu leyti í eigu spænska risans Pescanova. Veiðarnar stundar Sigurgeir á al- þjóðlegu hafsvæði um þúsund mílur vestur af Brisbane í Ástralíu, eða norð-norðaustur af Nýja Sjálandi. Þar hafa 12 til 15 skip verið á búra- veiðum með misjöfnum árangri. Búrinn er lítið unninn um borð, annaðhvort heilfrystur eða hausað- ur og slægður fyrst. Lítið er lagt upp úr pakkningum, fiskinum er raðað í pönnur og hann frystur þannig og síðan pakkað í plastpoka sem komið er fyrir í frystilest skips- ins. Meö troll frá Hampiðjunni og hlera frá Jósafat Aflanum er landað í Nelson, nyrst á Suðureynni, og fer hann allur á markað í Japan. í næsta túr er fyrirhugað að halda til veiða á „patagónískum tannfiski" (patag- onian toothfish), sem er verðmætur fiskur og veiðist hann langt suður af Ástralíu. Sigurgeir hefur notað íslenzk veiðarfæri við þessar veiðar. Á búr- anum hefur hann mest verið með Champion-troll frá Hampiðjunni og í þessum túr notaði hann Poly-Ice toghlera frá J. Hinrikssyni. Þá reyndi hann fyrir sér með Gloríu- troll frá Hamiðjunni, sem einnig gengur undir nafninu Járnfrúin, í síðasta túr, en ætlunin er að notað það á „tannfiskinn“, þegar farið verður á hann. Sigurgeir þakkar árangurinn að hluta til góðum veið- arfærum frá íslandi. í AÐGERÐINNI Morgunblaðift/Bjöm Jónsson ÞAÐ er oft nóg að gera í aðgerðinni um borð í Gjafara VE. Þeir reyna fyrir sér á ýmsum slóðum með trollið, meðal annars á búranum. 5,3% söluaukning hjá IFPL fyrstu sex mánuði ársins tmmmmmmmmmmm^mmmmmmmm dótturfyrirtæki Selt fyrir rúma 2,8 aJ£ milljarða þennan tíma FreeSngndpiantelaLtddlc hefur aukið heildarsölu sína á sjávarafurðum verulega það sem af er þessu ári miðað við árið í fyrra. Fyrirtækið framleiðir og selur sjávaraf- urðir og sér einnig um sölu sjávarafurða frá íslandi. Heildarsala Iceland Freezing Plant Ltd. í janúar til júní á þessú ári nam um 28,4 milljónum sterl- ingspunda. Það er um 5,3% aukn- ing frá síðasta ári en alls var heild- arsalan um 11 þúsund tonn af unnum sjávarafurðum á þessum tíma. Verksmiðjan gengur Eietur Agnar Friðriksson, fram- kvæmdastjóri IFPL, segir að und- anfarin ár hafi verið ágæt hvað afkomu snerti. Aukning á afkomu sé að mestum hluta vegna þess að verksmiðjan gangi mun betur en áður og vöruþróun sé því góð. Afköst verksmiðjunnar hafa verið aukin jafnt og þétt undanfarin ár og því sé meiri og betri nýting á fjárfestingum og mannskap og framleiðsla hafi tvöfaldast síðan 1989. Um 650 manns vinna í verk- smiðjum IFPL í Grimsby en Agnar segir að margir séu þar í liálfs dags starfi þannig að verksmiðjan skapi um 350 ársstörf í heildina. í verksmiðjunni í Grimsby eru meðal annars framleiddir tilbúnir fískréttir út íslensku iiráefni. „1 fyrra var lilutfall íslensks hráefnis í vinnslu hjá okkur um 60% og ég reikna með að það sé eitthvað álíka núna en einnig erum við að vinna vöru úr fiski allsstað- ar að úr heiminum, það er að segja fiski sem er ekki fáanlegur við ísland, til dæmis alaskaufsa, hok- inhala og fleiri tegunum. Agnar segir að mest sé selt á Englandi í stórmarkaði, verslanakeðjur og veitingahús en töluvert sé selt til Frakklands eða um 8-9% af fram- leiðslu. Vaxandi fiskneysla í Englandi Agnar segir að merkja megi aukna neyslu á fiski í Bretlandi undanfarin ár. „Samkvæmt könn- unum hér í Englandi hefur sala eggjahvítuefna verið að aukast og þar af leiðandi hefur fiskneysla vaxið. Árið 1992 var fiskur kominn í annað sætið í því sem Bretarnir kalla heildar prótein-neyslu, næst á eftir hvítu kjöti eða kjúldingum Aðspurður segist Agnar ekki verða mikið var við að meiri ásókn sé í íslenskan fisk en annann. „Auðvitað njótum við góðs af því að vera hluti af Sölumiðstöðinni og með aðgang að íslensku hrá- efni.“ Skipsskrokkur til Skotlands • SKIPASMÍÐASTÖÐ Njarðvíkur hf. hefur selt Brúsa, tólf ára gamlan skips- skrokk, til Skotlands. Kaup- verð er 34 niilljónir. Skrokk- urinn er 26 metra iangui-, átta metra breiður og fjög- urra metra djúpur og fékk snemma gælunafnið Brúsi vegna kubblegs útlits. Skipa- smíðastöðin keypti skrokkinn fyrir tólf árum og var hug snyndin þá að smíða úr hon- '■ um skip og aelja Sslenskum aðilum. E»að þóttí Iiinsvegar j of dýrt )g hefur skrokkurinn staðið óhreyfður 5 skipa- smíðastöðinni síðan. Að sögn Jóns Pálssonar, 5ýá flkipa- amíðastöðínni, náðist íoksins að selja skrokkinn í gegnum aðila í Skotlandi og var sett ó skipið pera, gálgi og hús og það dregið til Skotlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.