Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 6
6' B MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Fískverð he/'ma Fískverðytra Alls fóru 189,3 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 62,6 tonn á 89,60 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 45,3 tonn á 100,66 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 81,4 tonn á 92,14 kr./kg. Af karfa voru seld 161,7 tonn. í Hafnarfirði á 53,93 kr. (2,21), á Faxagarði á 57,02 kr./kg (3,11) en á 52,33 kr. (156,4t) á F. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 90,9 tonn. í Hafnarfirði á 51,96 kr. (11,71), á Faxagarði á 61,33 kr. (33,11) og á 62,95 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (46,11). Af ýsu voru seld 136,4 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 74,45 kr./kg. Ufsi -70 * __>» ----- ^*^** -60 9 %of*S ¥¦ '""^s,. -50 ^Ét.y' PsSnKp^ -40 Maf Júní r J «. Júlí 25. vika 26.vika Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 397,0 tonná 112,47 kr./kg. Þar af voru 47,3 tonn af þorski seld á 98,23 kr./kg. Af ýsu voru seld 168,0 tonná 92,33 kr./kg, 31,5 tonn af kolaál 42,27 kr./kg, 25,4 tonn af grálúðu á152,15kr./kgog 29,0 tonn af karfa á 90,10 kr.hvertkíló. Þorskur - Karfi —«— Ufsi Ekkert íslenskt skip seldi afla í Þýskalandi í síðustu viku. Hafa snúið vörn 1 sókn þrátt fyrir þorskleysið Fiskvinnsla á Nýfundnalandi að aukast vegna nýrra veiða „FISKUR- INN", það er þorskurinn, er að vísu horfinn en það þýðir ekki, að fískiðnaðurinn á Nýfundnalandi sé farinn líka. Raun- ar þvert á móti eins og sést á því, að útflutningur sjávarafurða frá landinu nam 19,7 milljörðum kr. á síðasta ári og hafði aukist um 10% frá árinu áður. Það er vissulega miklu minna en þegar þorskurinn var mestur, um 37 milljarðar kr. seint á síðasta áratug, en góðu fréttirnar eru þær, að fiskiðnaðurinn er farinn að sækja í sig veðrið eftir mörg mögur ár. Ekkert hérað í Kanada er jafn háð fískveiðum og Nýfundnaland. Helmingur starfa þar er á vegum hins opinbera en síðan má heita, að ekki sé um annað að ræða en sjávarútveginn. Það er hins vegar athyglisvert, að fiskiðnaðurinn skuli þrífast enn þrátt fyrir, að botnfiskaflinn hafi farið úr 400.000 tonnum 1989 í aðeins 28.000 á síðasta ári. Skýringin á því er meðal annars krabbinn. Uppgangur í krabba Um er að ræða snækrabba, sem Kanadamenn kalla svo, og kemur nú um helmingur aflans í Kanada frá Nýfundnalandi. Hafa veiðar aukist úr 11.000 tonnum 1990 í tæp 30.000 tonn á síðasta ári og stafar aukningin líklega af því, að nú er minna um þorsk til að éta krabbann. Svo vill líka til, að verð- ið hefur verið að hækka en það má aftur rekja til miklu minni veiði við Alaska þar sem þorskstofninn stendur mjög vel. Þótt krabbinn hafi komið sér mjög vel þá bjargar hann ekki öllu en á síðustu fimm árum hafa veið- ar á skelfíski eða smyrslingi aukist mikið. Hefur tekist vel að markaðs- setja hann í Japan þar sem hann er notaður í sushi. Var útflutning- ur á smyrslingnum rúmlega 1,2 milljarðar kr. á síðasta ári. Veiðar á kaldsjávarrækju hafa einnig farið vaxandi, 11.000 tonn fyrir fimm árum en 25.000 tonn í fyrra, og búist er við, að þýðing þessara veiða muni vaxa á næstu Evrópusambandið árum. Hefur aflinn verið heilfryst- ur úti á sjó og fluttur síðan til Danmerkur aðallega en nú er verið að reisa fullkomna verksmiðju í Port -aux-Choix á vesturströnd- 120.000 tonn af skötu Auk þessara veiða má einnig nefna, að hörpudiskurinn er í sókn og verulegar vonir eru bundnar við skötu og skötusel. Um 30 bátar eru nú á skötu en talið er, að afl- inn geti orðið allt að 120.000 tonn ef vel gengur að markaðssetja hana. Á Nýfundnalandi hefur verið lögð mikil vinna í að endurreisa Samkomulagi náð um „írska hólfið" Lúxemborg. Reuter. SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRAR Evrópusambandsins (ESB) hafa náð samkomulagi um hversu mikið hvert ríki sambandsins fær að veiða í lögsögum aðildarríkjanna. Náðist samkomulagið eftir að málamiðlunartillaga franska sjávarútvegsráðherrans um veiðar Spánverja í Irska hólfinu var samþykkt. I samkomulaginu felst að allt að átta spænsk skip geti veitt í einu í norðurhluta hólfsins en allt að 32 í einu í suðurhluta þess. Svo virðist sem Spánverjum hafi tekist að fá að minnsta kosti eina af kröfum sínum samþykkta, þar sem horfið var frá þeirri fyrirætlan að stjórna veiðum með tilliti til veiðarfæra, svo sem togvörpu eða línu. Þar með getur ákvörðun Evrópusambandsins frá í desember sl. um að veita Spánverjum og Portúgölum full veiðiréttindi við vestur- strönd Bretlands og írlands frá og með 1. janúar 1996 tekið gildi. Aðgangur 40 spænskra skipa að írska hólfinu, að írlandshafi og Bristolsundi undanskildum, var samþykktur í desember sem málamiðlun til að Spánverjar og Portúgalir gætu að fullu heyrt undir sameiginlega fiskveiðistefnu ESB. selveiðarnar en þær voru áður verulegur iðnaður í landinu. Eftir að grænfriðungum tókst að eyði- leggja markaðin fyrir selskinn hef- ur selnum fjölgað gífurlega og er honum meðal annars kennt um hvernig komið er fyrir þorsknum. Framleiðsla sellýsis Markaður fyrir selskinn er raunar farinn að aukast í Evrópu og Asíu en auk þess er nokkuð um, að getnaðarlimur sela sé seld- ur til Asíu sem frjósemislyf. Meiri vonir eru þó bundnar við þær rannsóknir, sem fram hafa farið við Memorial-háskólann á Ný- fundnalandi, en þær hafa leitt í ljós, að í selnum eru þrjá tegundir af omega-3-fitusýru en í fiski finnast aðeins tvær. í Asíu er mikið eftirspurn eftir heilsuelixírum alls konar ó'g nú hefur tekist samstarf milli kín- versks fyrirtækis og fyrirtækis á Nýfundnalandi um að framleiða sellýsi fyrir almennan markað. Þar að auki er unnið að því að búa til rétti úr selkjöti og á Nýfundna- landi trúa menn því, að eftirspurn eftir selafurðum muni að lokum verða meiri en unnt sé að verða við. Verði selnum fækkað mun það hjálpa þorskinum en þótt engar þorskveiðar séu stundaðar núna er ekki þar með sagt, að enginn þorskur sé unninn á Nýfundna- landi. Vinnslurnar hafa keypt mik- ið og vaxandi magn af þorski af Rússum og hefur það hjálpað til að halda þeim og mörkuðunum opnum. Bannið við þorskveiðum mun gilda í einhver ár enn og loðnuveið- arnar hafa brugðist líka. Samt hefur ræst úr á mörgum sviðum og Nýfundnalendingar trúa því, að hér eftir muni ástandið fara batn- andi. VERÐVISITOLUR I SDR, 1866 = 100 (heimild: Þjóðhagsstofnun) 170 160 150------------------- 140 Heildarvísitala 13Q sjávarafurða^ Landfrystar afurðir 1993 1994 '95 - . A Botnfiskurán Sjofrystar afurðir Saltaðar afurðir ísfisks Rækja *95 1993 1994 '95 1993 1994 '95 1993 1994 Loðnumjotnglísl Verðvísitölur í SDR, 1986=100 Mjöl og lýsi 130 100 90 80 m \/ ^ S0I 1993 1994 '95 Afurðaverðið fremur stöðugt VERÐ á loðituin.jöli og lýsi hefur lítið breytzt frá því í árbyrjun 1993 mælt í SDR. Verðvísitalan þá var 114,2 en er nú 108 sam- kvæmt upplýsingum frá Þjóð- hagsstofnun. Sveifur í verði þessara afurða hafa verið frem- ur litlar, en lægst hefur verðvísi- talan þó orðið 96,4 um mitt síð- asta ár. Hæst varð hún hins veg- ar 119,4 í marzmánuði síðastl- iðnum. Verð á loðnumjöli hefur verið nánast óbreytt í eitt og hálft ár, en meiri sveiflur eru í verði á lýsisverðinu. Vísitala þess varð lægst í október í fyrra, 92,8 en fór upp í 157,1 í marz- mánuði. I júni var vísitalan svo komin niður í 118,9. Fred-og saltsíld Verðvísitölur í SDR, 1986=100 \m Síld 100----------- 90-— i 80 ....,., ¦-.^•¦•¦;-':--'-:->^- ¦-;. 1993 1994 '95 VERÐásíldtilmanneldis, frystri og saltaðri hefur vereið nokkuð stöðugt undanf arna mánuði. í upphafi ársins 1004 var verðvísitalan 110.8, en hún var sett á 100 1986. Síðan fór verðið lækkandi fram á síðasta haust, en það fór að þokast upp á ný. Verð á saltsíld er nú með hææsta mótim' en þó mun lægra en 1986 og sömu sögu er að segja af frystu síldinni. Verð- hækkun á saltsíld má rekja til hækkandi hlutfalls flökunar og sérskorinna bita í framleiðsl- unni, fremur en að verðið hafi í raun verið að hækka. -~r - ¦ rr-r •:•'..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.