Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JULI1995 B 7 GREINAR Vitsmuni vantar í stjórnsýslu landsins Garðar Björgvinsson HVERS virði eru stjórnsýslulög þau er háttvirtur forseti vor frú Vigdís Finnbogadóttir skrifaði undir 30. apríl 1993 ásamt þáverandi og núverandi for- sætisráðherra Dav- íð Oddssyni? Davíð, hvað sagðir þú á kosningaloforða- fundi þínum á Húsavík í vor varð- andi afla smábáta? Að 10.000 tonn veidd á króka skiptu ekki máli um stofnstærð. Hverju lofuðu þau Siv og Hjálmar ef þau yrðu studd inn í hið hlýlega karphús við Austur- völl? Manni flökrar við tilhugsunina um það hvernig núverandi ríkis- stjóm laug sig til valda. Halldór er og verður Halldór. Samkvæmt stjórnsýslulögum ber ríkisstjórn íslands að rökstyðja þá ákvörðun sína og stefnu að smábát- um skuli útrýmt á fáeinum árum í samræmi við nýjar reglur um úreld- ingu smábáta. Dyggilega fetuð helstefna Ríkisstjórn íslands ber einnig að rökstyðja það hvers vegna helstefna Halldórs Asgrímssonar (kvótakerf- ið) er fetuð svo dyggilega sem raun ber vitni um þótt hún valdi þeirri óhamingju sem nú ríkir á lands- byggðinni og sé að setja þjóðarbúið á vonarvöl ásamt því að vera á góðri Ieið með það að útrýma öllum fiski- stofnum við landið og gera hið unga hraun landgrunnsins að sandeyði- mörk þar sem aldrei munu aftur geta orðið uppeldisskilyrði fyrir botnfisk. Það væri gaman að heyra eitthvað frá prófessorum vorum um hagkvæmni á nýtingu auðlinda? Það sem vantar í stjórnsýslu þessa lands er ofurlitlir vitsmunir! Ef landsfeður vorir hefðu í höfði sér ofurlítið brot af stjórnsýsluhæfi- leikum Irwing-feðga, væri bjart framundan. Fyrir það fyrsta þarf að söðla um og afneita þeim illind- um, þeirri togstreitu og spennu sem Samkvæmt stjórnsýslu- lögum ber ríkisstjórn íslands, skrifar Garðar Björgvinsson, að rökstyðja þá ákvörðun sína og stefnu áð smá- bátum skuli útrýmt á fáeinum árum. aðeins einn maður, Kristján Ragn- arsson formaður LÍÚ, er búinn að byggja upp eins og múrvegg á milli hins almenna borgara og hinnar til- tölulega fámennu hagsmunaklíku sem hann hefur í gjörgæslu. Á launaskrá í 63 daga á ári! - Útlit er fyrir að ástandið batni ekki nema með róttækum aðgerðum hinna hrjáðu, sem hljóta að vera nú þegar búnir að fá nóg. Hvernig á fjölskylda t.d. í Grímsey að lifa af því að gera út bátinn sinn 63 daga á ári? Vill Þorsteinn Pálsson vera á launaskrá 63 daga á ári? Þessum ljóta leik er lokið. Þessi rík- isstjórn verður að fara frá strax í haust ef hún er ekki til viðræðu um breytingu á máli málanna, sem er réttlát og hagkvæmt nýting hinnar sameiginlegu auðlindar, fiskim- iðanna við ísland. Nýtingu sem veldur ekki röskun á lífríki og skemmdum og tryggir jafnframt hámarks afrakstur með tilliti til þjóðarhagsmuna. Góðir ís- lendingar, munið að við ætlum ekki að verða annarra þjóða handbendi. Við ætlum að vera sjálfstæðir og öðrum óháðir um ókomnar aldir. Tökum höndum saman og hefjum aðgerðir. Með samstilltu átaki næst árangur. Höfundur er bátasmiður og sjó- maður Notkun seiðaskilju við rækjuveiðar við Island VERINU hefur borizt til birtingar eftirfarandi samtekt um rækjuveið- ar með seiðaskilju frá sjávarútvegs- ráðuneytinu. Samantekt þessi er meðal annars tilkomin vegna ágreinings um það, hvort hættulegt geti verið að nota skiljuna og örðug- leika minni báta við notkun hennar: „í febrúar 1995 voru rækjuveiðar bannaðar á þremur tilteknum svæð- um fyrir Norðurlandi. Reglugerð þessa efnis var gefin út samkvæmt tillögu Hafrannsóknastofnunarinn- ar í því skyni fyrst og fremst að koma í veg fyrir veiðar á smákarfa. í tillögu stofunarinnar sagði m.a.: VeiAi á karfaseiðum dregst saman um 50% „Seiðaskiljur skilja allan fisk yfir ákveðinni lengd úr vðrpunni. Hægt er að segja að allur fiskur yfir 20 cm skiljist út og töluvert af fiski á milli 10-20 cm. Veiði'a karfaseið- um dregst saman um u.þ.b. 50% sé notuð seiðaskilja og jafnvel meira þegar seiði eru í stærri kantinum. Við samanburðarrannsóknir okkar á ms. Sunnu í vor veiddist t.d. 70% minna af karfaseiðum í vörpu með seiðaskilju en með sams konar vörpu án skilju. Sé veitt með seiða- skilju veiðist nánast ekkert af þorski eldri en eins árs. Með því að nota seiðaskilju er því hægt að stöðva allt úrkast af þorski og öðrum fisk- tegundum, sem talið er að hafi ver- ið umtalsvert í sumar. Gæði rækjuaflans aukast Með því að nota seiðaskilju auk- ast einnig gæði rækjuaflans þar sem aukaafli kremur ekki rækjuna í pokanum. Þess skal getið að lokum að Norðmenn hafa notað seiðaskilju með góðum árangri í nokkur ár á öllum rækjumiðum fyrir norðan 62° N." I fréttatilkynningu sem ráðu- neytið gaf út 6. febrúar 1995 vegna útgáfu reglugerðarinnar segir m.a. að fulltrúar útgerðarmanna og sjó- manna hafí allir verið sammála um að stefna að því að seiðaskilja yrði áskilin við allar rækjuveiðar á öllum þeim svæðum, sem smáfiskur héldi sig. Því mætti vænta þess að fljót- lega kæmi til þess að seiðaskilja yrði áskilin við rækjuveiðar víðar. Nauðsyn að vernda borskinn Með bréfi dags. 22. mars 1995 leggja Hafrannsóknastofnun og Fiskistofa til að rækjuveiðar á ís- A RÆKJU. landsmiðum verði ekki leyfðar án seiðaskilju með þeirri undantekn- ingu að seiðaskilja verði ekkiáskil- in við innfjarðarrækjuveiðar. í bréfi Hafrannsóknastofnunarinnar kem- ur fram, að útbreiðslusvæði tveggja ára þorsks sé fyrir öllu Norðurlandi og einnig út af norðanverðum Vest- fjörðum og Austfjörðum. Telur stofnunin mikla nauðsyn bera til að vernda þennan þorskárgang, sem sé sá eini sem mælst hafi yfir meðallag mörg undanfarin ár. Hafi Hafrannsóknastofnun og Fiskistofu borist fregnir frá skipstjórum rækjuveiðiskipa af miklu drápi smá- þorsks á rækjumiðum. I framhaldi af þessari tillögu Hafrannsóknastofnunar og Fiski- stofu voru haldnir fundir í ráðuneyt- inu þar sem mættu fulltrúar frá Landssambandi íslenskra útvegs- manna, Farmanna- og fiskimanna- sambandi íslands, Sjómannasam- bandi íslands og Vélstjórafélagi ís- lands. Urðu allir aðilar sammála um að taka upp notkun seiðaskih'u við allar úthafsrækjuveiðar við Is- land. Nokkrar umræður um frest Nokkrar umræður urðu um hvaða fresti ætti að veita í þessu sambandi og varð niðurstaðan sú að skuttogurum, 40 metrar og lengri, er skylt að taka seiðaskilju í notkun eigi síðar en 15. júní 1995 en öðrum skipum var veittur frestur til 15. júlí 1995. Nokkuð lengri frestur var veittur á rækjusvæðinu í Kolluál og Jökuldýpi því þar er ekki skylt að taka seiðaskilju í notk- un fyrr en 1. janúar 1996. Hins vegar er fylgst með veiðum á svæð- inu og lokað fyrir veiðar án skilju á þeim hlutum þess, sem smáfiskur heldur sig hverju sinni. Hefur þegar tveimur svæðum verið lokað fyrir rækjuveiðum án seiðaskilju í Kollu- áli. Telja notkun skiljunnar vandalausa Nokkuð hefur borið á því að sjó- menn, einkum á minni bátunum, hafi haldið því fram, að notkun seiðaskilju við rækjuveiðar væri óframkvæmanleg. Hafa veiðieftir- litsmenn Fiskistofu og starfsmenn Hafrannsóknastofnunar farið í róðra með minni rækjubátum og telja þeir að notkun seiðaskiljunnar sé vandalaus. Hins vegar missi þeir einhvern fisk og sjái þeir eftir hon- um. Jafnframt geti það stöku sinn- um komið fyrir að trollið sé óklárt, en þeir telja að það séu byrjunarerf- iðleikar, sem verði úr sögunni þegar menn komist betur upp á lag með þetta. Hafa starfsmenn Hafrann- sóknastofunar og Fiskistofu lagt sig í líma við að aðstoða og leiðbeina mönnum í þessu efni." :\:°:::.y ::¦<:¦::.¦::¦¦<:¦::¦¦<:-:>¦:.....:m AUGLYSINGAR ATVINNAIBOÐI Atvinnaíboði Mann, vanan Baader-vélum, vantar á ft. Andey SF 222. Skipið fer út frá Hornafirði mánu- dagskvöldið 10. júlí. Upplýsingar í síma 478 1322 og um borð í síma 852 7152. Höfn,3.júlí1995. Guðjón Þorbjörnsson. Vélavörður Útgerðarfyrirtækið Kristján Guðmundsson hf., Rifi, óskar að ráða vélavörð til starfa á mb. Tjald SH 270. Viðkomandi þarf að geta leyst af sem yfirvélstjóri. Framtíðarstarf. Þeir, sem hafa áhuga á ofangreindu starfi, vinsamlega hafið samband við ftáðningar- þjónustu Hagvangs hf., sími 581-3666, sem veitir allar frekari upplýsingar. Hagyangurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Vélstjóri Vélstjóra vantar á frystitogarann Sindra frá Vestmannaeyjum. Upplýsingar í síma 481 3400. Melurhf., Vestmannaeyjum. Verkstjóri - f iskvinnsla Óskum eftir verkstjóra til sumarafleysinga í frystihús okkar nú þegar. Viðkomandi þarf að vera með reynslu sem yerkstjóri í frystihúsi og góð meðmæli. Áhugasamir sendi umsóknir í faxnúmer 456 1120. Oddihf., fiskvinnsla - útgerð, Patreksfirði. \mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm BÁTAR-SKIP Sjómenn - útgerðarmenn Frystihús Fáfnis á Þingeyri vantar báta í við- skipti í sumar. Fast verð, öruggar greiðslur, ókeypis löndun og ís. Þeir, sem áhuga hafa, vinsamlegast hafið samband við verkstjóra í síma 456 8204. KVUlTABANKINN Til leigu, þorskur, ýsa, ufsi, karfi, skarkoli, grálúða og humar. Sími565 6412, fax565 6372, Jón Karlsson. TIL SOLU Baader189 Til sölur Baader 189. Upplýsingar í síma 456 3001. Bleikjuseiði Til sölu bleikjuseiði eins og tveggja ára. Góður stofn. Upplýsingar í síma 353 1652. YMISLEC :u>l Köfun Sigurður Vilhjáimsson, Njarðvík, sími 852 2719 og heima 421 2534. -\

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.