Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA KNATTSPYRNA: POLLAR Á ÝMSUM ALDRISÝNDU LISTIR SÍNAR / C2 Fáni falur á sex og hálfa millj. Urslit / C4 Reuter STÓÐHESTURINN Fáni frá Hafsteinsstöðum verður nú auglýstur til forkaups á innanlands markaði en hann hefur sem kunnugt er verið valinn til þátttöku í kynbóta- sýningu heimsmeistara- mótsins sem haldið verður í Sviss í ágúst. Þjóðverjinn Karly Zingsheim og Rúna Einarsdóttir búsett í Þýska- landi hafa tryggt sér hestinn verði forkaupsrétturinn ekki nýttur. Uppgefíð verð á hestinum er sex og hálf milljón króna og má gera ráð fyrir að þar sé um staðgreiðsluverð að ræða. Annar eigenda hestsins Skafti Stein- björnsson sagði það vissulega leið- inlegt að þurfa hugsanlega að rifta gerðum kaupsamningi en svona væru leikreglurnar og þeim yrði að fylgja. Hann benti hinsvegar á að hesturinn hafi verið boðinn fal- ur á síðasta ári en ekkert orðið af sölu þá. Þeir forráðamenn hrossarækt- arsambanda sem rætt var við sögðu að ekki væri hægt að iáta svo góðan hesta fara úr landi án þess að skoða máiið vandlega. Formaður Hrossaræktarsam- bands Suðurlands Bjarkar Snorra- son sagði að þetta mál yrði skoðað gaumgæfilega en vissulega væru einnig aðrir hestar inni í myndinni og nefndi hann í því sambandi þá Andvara frá Ey og Loga frá Skarði. Hann benti einnig á að það væri erfiðleikum háð að halda úti þessum dýru stóðhestum því sveiflur í stóðhestatískunni væru það miklar og ómögulegt að sjá fyrir um hvort hestar haldi vin- sældum nema til eins eða tveggja ára. Máli sínu til stuðnings nefndi Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson FÁNI er nú komlnn í röð verðmætustu hesta landsins en hann hefur verið seldur utan og hafa fslendingar forkaups- rétt í tvær vikur. Knapi er Skaftí Steinbjörnsson hann föður Fána, Feyki frá Haf- steinsstöðum sem fékk eina hryssu í hitti fyrra hjá sambandinu og var því leigður einstaklingi svo ekki þyrfti að borga með honum. í ár væri allt vitlaust í hestinn og líklega fullt undir hann bæði tíma- bilin. Ólíklegt þykir að eitt hrossa- ræktarsamband kaupi hestinn ef til kæmi því verðið þykir í hærri kantinum þótt menn viðurkenni almennt að það sé ekki út i hött. Ljóst er að verðið sem fæst fyrir Fána er eitt hið hæsta sem greitt hefur verið fyrir stóðhest tii þessa. Kveikur frá Miðsitju var verðlagð- ur á rúmar sex milljónir 1990 þegar hann var seldur en þar var hins vegar um kaupleigusamning að ræða. Eftir kaupin á Kveik hefur verð á stóðhestum farið lækkandi en rís á ný með sölunni á Fána. BLAÐ JHpfgtniÞIftMfe 1995 ■ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ Nú er mér að mæta JANA Novotna frá Tékidandi fagnar sigri í átta manna úrslit- um kvenna á Wimbledon í gær — gegn Kimiko Date frá Japan, sem náði því að verða fyrsta stúlkan frá Japan til að komast í átta manna úrslit á Wimbledon. Novotna mætir Steffi Graf í úr- slitum, en í hinum undanúrslita- leiknum Ieika núverandi meist- ari Conchita Martinez frá Spáni og landi hennar Sanchez Vic- ario. Þetta er í þriðja skipti á átta árum í Wimbledon-keppn- inni að fjórar efstu stúlkurnar á alþjóða styrkleikalistanum leika í undanúrslitum. Martinez er talin sigurstranglegri og spá margir að hún leiki til úrslita gegn Graf, sem hefur 23 vinn- inga gegn þremur í leikjum gegn Novotna, sem get ekki leynt von- brigðum sínum þegar hún tapaði úrslitaleik gegn Graf 1993 — grét þá við öxl hertogagyðjunn- ar af Kent, sem huggaði hana, með því að segja nokkur hlýleg orð við hana. Nær Novotna hefndum, eða fellir hún tár á nýjan leik? TENNIS/WIMBLEDON David Ginola til Newcastle NEWCASTLE hefur fengið enn einn liðsstyrkinn — franski landsliðsmaðurinn David Ginola hjá París St Germain er á leið í herbúðir liðsins, sem borgaði 2,5 millj. punda fyrir hann. Ginola, sem er miðherji, skrifaði undir fjögurra ára samning á morgun. Kevin Keegan, framkvæmdastjóri Newcastle, gekk frá samningnum áður en hann hélt í sumarfrí til Flórída, en aðstoðarmaður hans Terry McDermott sér um að ganga endan- lega frá samningnum, ásamt stjórnarmönnum Newcastle. Keegan hefur keypt leikmenn fyrir samtals 12,5 millj. punda á stuttum tíma — áður hafði hann keypt ensku landsliðsmennina Warren Barton frá Wimbledon og Les Ferdinand frá QPR. Díana í FH „ÞAÐ er svo til frágengið að ég leik með FH næsta vetur,“ sagði Díana Guðjónsdóttir hand- boltakona í samtali við Morgunblaðið í gær. Diana hefur allan sinn ferill leikið með Fram en hafði ákveðið í vor að leika næsta vetur með Selfossi vegna náms sem hún stundar í Iþróttakennara- skólanum á Laugarvatni. En að sögn Díaönu er óliklegt að Selfoss verði með lið í meistaraflokki kvenna svo ekkert varð af skiptum hennar þang- að. „Mig langar að breyta til og leika með öðru félagi," sagði Diana aðspurð um ástæðuna fyrir skiptum hennar úr herbúðum Framara. Hún sagðist reikna með því að Stefán Arnaldsson verði ráðinn þjálfari FH og þegar þjálfaramálið væri komið í höfn myndi hún endanlega ganga frá sinum málum við FH. Þríríbann og fjársekt FORRÁÐAMAÐUR Völsungs, Arnar Guðlaugs- son, þjálfarinn Sigurður Lárusson og Asmundur Arnarsson, leikmaður, voru í gær úrskurðaðir í eins leiks bann vegna brottvisunar í leik Völs- ungs gegn Þrótti á Neskaupstað 27. júní. Þá þarf Völsungur einnig að greiða 10.000 kr. í sekt fyrir hvom þeirra Araars og Sigurðar, sam- kvæmt starfsreglum Aganefndar um viðurlög við brotum þjálfara og forystumanna. Fjörmörg mál voru tekin fyrir vegna brottvís- unar leikmanna, sem fara sjálfkrafa i leikbann í næsta leik eftir brottvisim. Þá voru nokkur mál tekin fyrir vegna fjögurra áminninga og fengu leikmenn eins og Jón Bragi Arnaraon, ÍBV, Zoran Ljubicic, Grindavík, Ámi Þór Árna- son, Þór og Páll Viðar Gíslason, Þór, eins leiks bann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.