Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 3
2 C MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ POLLAMÓTIN Á AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1995 C 3 „Gaman að skora úrslita- markið“ SKÆRINGUR Birgir Skæringsson, fram- herji nr. 5 hjá Fjölni, var hetjan í úrslita- leik Fjölnis og FH í flokki A-liða á KA-mót- inu. Hann skoraði sig- urmarkið I fyrri hálf- leik og fékk reyndar tvö góð færi að auki semekki nýttust. „Ég skoraði bara tvö mörk í mótinu en það var ofsalega gam- an að skora úrslita- markið. Það er búið að vera skemmtilegt héma. Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila í Essomóti. Jú, það er svolítið erfítt að spila svona marga leiki en við erum í góðu formi,“ sagði Skær- ingur, hinn 12 áragamli markvarðahrellir. Hann sagði að strákamir í Grafarvogi væm mjög efnilegir í fótboltanum og benti á að Fjölnir hefði líka sigrað hjá B-liðum og komist í úrslit hjá D-liðum. Skæringur var ekki frá því að Fjölnir færi áð koma fram með gott meistaraflokkslið og þá mætti búast við íslandsmeistaratitlum og hinum ýmsu bikurum í Grafarvoginn. Sú spá drengsins ætti að rætast með sama áframhaldi. KEFLAVÍKURSTRÁKARNIR Garðar Slgurðsson og Skúli Vllbergsson. „Fórum í spilavíti" „VIÐ erum I B-liði Keflavíkur og okkur hefur gengið illa, tapað þremur leikjum og gert eitt jafntefli. Það er samt búið að vera mjög gaman. Við löbbuðum niður í bæ og fórum í spilavíti. Jú, við máttum það alveg. Við máttum vera úti til klukk- an ellefu en það var náð í okkur fyrr af því að við þurftum að vakna klukkan átta í morgun og byija að spila klukkan níu,“ sagði Garðar Sigurðsson sem við hittum að máli ásamt Skúla Vilbergssyni, félaga hans úr ÍBK. Þeir létu vel af mótinu en fannst dálítið kalt á laugardagsmorguninn og einnig voru þeir famir að vonast eftir sigri. „Það er samt aðalatriðið að vera með, enda erum við bara með eitt stig. Við gerðum jafntefli við Hauka,“ sagði Skúli. Verðlaun BESTU menn á KA-mótinu voru heiðr- aðir. Þeir voru eftirtaldir: A-lið; markvörð- ur Gunnar Marteinsson Fjölni, vamarmað- ur Elvar Ægisson FH, sóknarmaður Ing- var Rúnarsson Keflavík. B-lið; markvörður Jóhannes Kristjánsson KR, varnarmaður Sigurður Eyþórsson Fjölni, sóknarmaður Sigmundur Astþórsson. C-lið; markvörður Stefán Bergsson KA, vamarmaður Ásgeir Halldórsson KR, sóknarmaður Hilmar Þór Guðmundsson, FH. D-lið; markvörður Sól- mundur Pálsson Þór, varnarmaður Stefán Kárason Fjölni, sóknarmaður Helgi Már Valdimarsson Þrótti. Landslið var valið og skipuðu það þessir strákar: Gunnar Marteinsson, Gunnar Már Guðmundsson og Andri Steinn Birgisson úr Fjölni, Elvar Ægisson og Davíð Þór Viðarsson úr FH, Fylkismennirnir Jónas Guðmannsson og Bjarki Smárason, Birgir Haraldsson Þrótti, Tryggvi Bjamason og Ófeigur Viktorsson úr KR og Keflvíkingurinn Hafsteinn Ing- var Rúnarsson. + POLLAMOTIN A AKUREYRI nokkrar; sunnan gola og 20 stiga hiti, vestan strekkingur og 16 stiga hiti og norðan stinningskaldi og 9 stiga hiti. Sólskin með köflum. í heild voru menn afar sáttir við veðr- ið, mótin, aðstæður allar og dvölina á Akureyri og forsvarsmenn KA og Þórs telja þannig takmarkinu náð. Knattspyrnuveisla og fjölskylduhátíð Það er dálítið merkilegt að vera karlmaður, eftir að hið sérkennilega Pollamót Þórs var fundið upp, segir Stefán Þór Sæmundsson, sem flögraði á milli íþróttasvæða KA og Þórs um helgina, og fylgdist með pollum á ýmsum aldri leika listir sínar. HVAÐ er svona merkilegt við það, að vera karlmaður? kyij- uðu Grýlurnar forðum og þóttust ekki vita svarið. Þá var heldur ekki búið að fínna upp hið sérkennilega Pollamót Þórs, knattspýrnuhátíð karlmanna 30 ára og mun eldri. Fátítt er að sjá á einum stað annað eins úrval íturvaxinna karla (í bak og fyrir) og þykir engri furðu sætta þótt aðsókn áhangenda af kvenkyni hafi farið hríðvaxandi. Það er nefni- lega dálítið merkilegt að vera karl- maður á stundum sem þessum. Og verðandi karlmenn, strákar í 5. ald- ursflokki, fá einnig að opinbera leikni sína á sama tíma í pollamóti KA. Þessi tvö fjölmennu knatt- spyrnumót voru haldin á Akureyri um síðustu helgi og óhætt er að segja að gestirnir hafi sett skemmti- legan svip á bæinn. Norðlenskt sumar. Tuttugu stiga hiti og andvari. Næfurþunn skýja- slæða dregur úr lamandi áhrifum sólarinnar. „Það er aldrei svona gott veður hjá okkur,“ segja dæsandi knattspyrnuhetjur af sunnanverðu Iandinu þegar hádegissólin rífur sig lausa. Vindkælingin er kærkomin. Svo er alltaf hægt að væta kverkarn- ar. Hann rýkur upp öðru hveiju, vestanvindurinn, og þerrar svitann úr fellingum og skorum. Lífið er bærilegt. Þetta var bein lýsing frá Þórsvell- inum í Glerárhverfi' þar sem sjötta Pollamót Þórs hófst sl. föstudag. Þangað voru mætt 63 knattspyrnul- ið og alls um 1000 manns þegar makar og börn eru talin með. Miklar tjald- og tjaldvagnaborgir voru komnar við félagssvæði Þórs en að- komnar (og síðar aðframkomnar) knattspyrnuhetjur gistu einnig í or- lofsíbúðum, heimahúsum og víðar. Pollamót KA er líka árlegur við- burður og ber upp á sömu helgi. Það er engin tilviljun því feður og synir eru oft haldnir sömu áráttu, að sparka bolta. Keppni á KA-svæðinu á Brekkunni hófst á fimmtudaginn. Um 700 sprækir strákar voru mætt- ir til leiks með 76 liðum auk þjálf- ara, foreldra og annarra aðstand- enda; samtals á annað þúsund manns. Fjölskyldan tekin með Akureyri stóð undir nafni sem bær með brag um síðustu helgi. Tvö þúsund gestir í tengslum við knatt- spyrnumótin vógu þar þungt. Sömu- leiðis voru margir ferðamenn komn- ir í leit að veðurblíðu og afþreyingu óg lausleg könnun leiddi í ljós að hótelrými bæjarins var nánast full- bókað, sundlaugarnar vel sóttar, verslun og þjónusta í blóma og Lis’ta- sumarið < dafnaði vel. Akureyri er góður ferðamannabær. Kristján Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, sagði að þessi mót væru tvímælalaust mikil lyftistöng fyrir bæinn og hann kvaðst sakna þess að fá ekki stuðn- ing og athygli frá bæjaryfirvöldum þar eð félögin vinna mikið sjálfboða- liðastarf sem skilar tekjum t hrin- grás atvinnulífsins. En Pollamótið er auðvitað fyrst og fremst skemmt- un og um leið mikilvæg ijáröflun fyrir félagið. „Þetta er mikil knattspyrnuveisla og hér eru samankomnir á sjöunda hundrað knattspyrnumenn víðs veg- ar af landinu og eitt lið frá Þýska- landi. Það færist stöðugt í vöxt að menn komi með íjölskyldurnar og tjaldi hér í kringum félagsheimilið Hamar, sem er miðpunktur mótsins. Þegar við byijuðum með Pollamótið 1990 komu 16 lið en nú eru þau 63 og þetta er orðin mjög stór fjöl- skylduhátíð," sagði Kristján, en knattspyrnudeildin og aðalstjórn standa í sameiningu að mótinu. Grillað og glaðst á Þórssvæðinu Að lokinni drengilegri keppni á Þórssvæðinu á föstudaginn var efnt til heilmikillar grillveislu við Hamar. Eyjólfur Kristjánsson spilaði og söng fyrir gesti og pollarnir tóku vel und- ir. Þótt gamanið eigi náttúrlega að vera í öndvegi mátti þó glögglega merkja í leikjum dagsins að keppnis- skapið er enn fyrir hendi hjá fót- boltahetjum fortíðarinnar. Kempurnar eru misgamlar, en keppt er í tveimur deildum, annars vegar 30-40 ára og hins vegar 40 ára og eldri. Nöfnin hljóma kunnug- lega, t.d. landsliðsmarkverðirnir Árni Stefánsson og Þorsteinn Ólafs- son, og af handahófi má nefna menn eins og Stefán Halldórsson, Sæbjörn Guðmundsson, Lárus Guðmundsson, Pétur Ormslev, Erling Kristjánsson, Gunnar Austflörð, Jón Lárusson o.m.fl. Laugardagurinn var tekinn snemma og sparkað frá klukkan níu fram undir miðaftan. Margir virkuðu frekar stirðir í morgunsárið en hresstust þegar líða tók á daginn. Veðrið var ekki eins gott og daginn áður, reyndar langt frá því. Nokkuð stíf norðan átt og hitinn hafði hrap- að úr 20 gráðum niður í 9. Heldur hlýnaði og létti til eftir hádegi á laugardaginn. Nú fóru línur að ský- rast og úrslitaleikirnir framundan, en ef til vill skipta úrslitin ekki öllu máli. Víkingur sigraði Þór í úrslitum í flokki eldri liða og Framarar höfðu betur í viðureign við ÍR hjá þeim yngri. Lokahóf Pollamótsins var síðan í íþróttahöllinni um kvöldið. Heiðurs- gestir mótsins voru prestshjónin í Laufási, séra Pétur Þórarinsson og Ingibjörg Siglaugsdóttir. Bjarni Haf- þór Helgason var veislústjóri og Jó- hannes Siguijónsson aðalræðumað- ur; tveir góðir Þingeyingar þar á ferð. Jóhannes Kristjánsson, oft titl- aður eftirherma, sá um skemmti- atriði ásamt fleirum og hljómsveit Ingu Eydal lék fyrir dansi fram á rauða nótt. Óhemju líflegt hjá ungu strákunum Jón Sævar Þórðarson og Rúnar Sigurpálsson réðu ríkjum í KA-heim- ilinu meðan á móti félagsins stóð. Þeir sögðu mótshaldið hafa gengið ákaflega vel þrátt fyrir þennan flölda. Leikið var á sjö völlum, sem á KA-svæðinu og einum á lóð Menntaskólans. Spilað var frá 9-19 fimmtudag og föstudag og næstum jafn lengi á laugardaginn, en úrslita- leikurinn hófst kl. 17.40. „Þetta er níunda mótið sem KA heldur og það er stefnt að sannköll- uðu stórmóti næsta ár. Við erum mjög ánægðir með hvernig til hefur tekist núna og strákarnir og forráða- menn þeirra eru líka kátir. Fólkið gistir hérna í Lundarskóla, Gagn- fræðaskólanum, KA-húsinu og á „Væri gaman að prófa að vinnau í íþróttum vinna sumir en aðrir tapa. „Austri er á uppleið," sögðu kampakátir Eskfirðingar þótt liðið hefði tapað öllum leikjum sínun. síðdegis á föstudag, nema hvað eitt jafntefli var í höfn. „Við vinn- um_ kannski á morgun, eða bara næst,“ bættu þeir við. Ólympíu- og ungmennafélagshugsjónin var í hávegum höfð hjá Eskfirðingum og þeim fannst óumræðilega gaman á Pollamótinu. Það hafði gengið á ýmsu hjá leikmönnum. Einn kvartaði yfir eymsl- um í fæti en bætti það upp með því að setja vænan ullarsokk á annan handlegginn og útbúa þannig varafót. „Það væri nú ansi gaman að prófa að vinna einn leik. Hins veg ar getum við ekki kennt dómurunum um gengi okkar. Þetta er lík; að megninu til fjölskylduferð. Mamma kom meira að segja með Hún er sjötíu og fimm ára. Við skemmtum okkur konunglega, ung ir sem aldnir,“ sagði einn hinna bráðhressu Eskfirðinga. Séra Pétur fýrirliði SÉRA Pétur Þórarinsson í Laufási er einstakur keppnismaður. Lands- menn þekkja sjúkrasögu hans og fylgjast af aðdáun með kjarki Péturs og áræðni. Hann var fyrirliði Þórs-b á Pollamóti félagsins og gekk inn á völlinn í upphafi leikja á gervifótunum og með hækj- ur til stuðnings og heilsaði dómara og fyrirliða andstæðinganna. Pétur fór siðan af leikvelli og fylgdist með, en fyrir fyrsta leikinn sagði hann að dómarinn hefði fullyrt að hækjur væru ólögleg hjálpar- tæki f fótbolta og því gæti hann ekki spilað með! Séra Pétur hefur tekið þátt í öllum Pollamótum Þórs í einni eða annarri mynd, en á einu mótinu kom hann ekki fram í eigin persónu heldur var búin til gína í hans stað. Andi hans sveif þá yfír vötnum. tjaldsvæðinu. Það hefur verið nóg að gera hjá strákunum, ferð í Kjarnaskóg, sund, pox-mót og fleira," sagði Jón Sævar þegar mót- ið stóð sem hæst á laugardaginn. KA-svæðið iðaði af lífi. Strákarnir eru á aldrinum 11-12 ára og búa yfir miklu keppnisskapi. Það sama má segja um foreldra og þjálfara sem standa argandi utan vallar og iifa sig ekki síður inn í leikinn. Fög- ur fyrirheit um að halda sig á mott- unni vilja gleymast þegar spennan nær hámarki en það er vitanlega hluti af stemmningunni að hvetja strákana. Draumurinn um sigur- launin kitlar Eftir langa og stranga keppni var loks komið að lokaathöfn móts- ins í KA-heimilinu. Liðin stilltu sér upp fyrir myndatöku og ótal verð- laun voru afhent, bæði fyrir sigur í hinum ýmsu flokkum svo og hátt- vísi innan og utan vallar. Að sjálf- sögðu er kitlandi fyrir 11-12 ára stráka að fá bikar þótt aðalatriðið sé ef til vill ekki að vinna heldur vera með. Mótin tvö hjá KA og Þór eru búin að festa sig í sessi og orðin ómissandi þáttur í sumarleyfi margra landsmanna. Fyrsta helgin í júlí er þannig frátekin fyrir Akur- eyri. Fólk sem heimsækir annars sjaldan eða aldrei þennan höfustað Norðurlands kemur vegna knatt- spyrnuveislunnar. Og það er upp- lagt að halda bæði mótin á sama tíma og stuðla þannig að sannkall- aðri fjölskylduhátíð. Þórsarar fullyrtu að það væri vísindalega sannað að veðrið væri nánast alltaf gott fyrstu helgina í júlí. Að þessu sinni voru sveiflurnar Sigurlið Fjölnis A-LIÐ Fjölnls sem gulliö í KA-mótinu. Aftari röð f.v.: Jón Vermundsson llðsstjóri, Hermann Hreinsson aðstoðarþjálfari, Gunnar Már Guðmundsson, Tryggvi Pálsson, Jón Ómar Jóhannes- son, Andrl Steinn Birgisson og Lárus Grétarsson þjálfarí. Fremri röð frá vínstri: Jón Valdimar Jóhannsson, Gunnar Marteinsson, Skæringur Birgir Skæringsson og Björgvin Ólafsson. AogB-lið Fjölnis hlutu gullverðlaun SÍÐDEGIS á laugardaginn var leikið til úr- slita í pollamótinu hjá KA. Fjölnir og FH mættust í úrslitum A-liða og einnig B-liða en Fjölnir og Þróttur í úrslitaleik D-liða. Fýrirkomulagið hjá C-liðum var annað en þar sigraði Þróttur í riðlakeppni. Fjölnir sigraði FH 1:0 í úrslitaleik B-iiða en Þróttur sigraði Fjölni 3:1 í leik D-riðla eftir vítaspymukeppni. í keppni C-liða sigr- aði Þróttur, FH varð í öðru sæti og KA í þriðja. Mikil spenna var I úrslitaleik A-liða. Hin- ir ungu leikmenn Fjölnis og FH léku afar lipurlega, reyndu sífellt að spila og byggja upp markvissar sóknir og þótt það tækist ekki alltaf var haldið áfram að reyna en ekki gefist upp. Sigurmarkið kom seint í fyrri hálfleik. Fjölnismenn fengu hornspyrnu, FH-ingum mistókst að hreinsa frá marki og Skæringur Birgir Skæringsson þrumaði í netið, 1:0. FH-ingar sóttu býsna stíft undan vindi i seinni hálfleik en tókst ekki að skora. Óhætt er að segja að Grafarvogsbúar hafi verið sigursælir á mótinu og sömuleiðis er frammi- staða FH og Þróttar mjög góð. Gaman í fótbolta þó ekki gangi sérlega vel LEIKMENN Hattar frá Egilsstöðum voru að hita upp fyrir næsta leik á pollamóti KA þegar Morgunblaðið tók þá tali. Þeim fannst afskaplega gaman á Akureyri en sögðu að Höttur væri svo sem ekkert í toppbarátt- unni. „A-liðið er búið að tapa öllum leikjunum en B-liðið náði einu jafntefli. Við keppum um síðasta og næstsíðasta sætið. Samt er gaman í fótboltan- um. Þetta er spennandi. Nei, það er ekki voðalega mikil harka. Kannski fáum við bara háttvísiverðlaun," sögðu þeir hver í kapp við annan. Einn þeirra kvaðst einnig hafa keppt á Andrésar andar skíðamótinu um páskana og þar náði hann öðru sæti. „Mér finnst svolítið skemmti- legra á skíðum." Þar sem drengjunum líkar svo vel á Akureyri voru þeir inntir eftir því hvort þeir vildu ekki bara flytja þangað. Nokkrir játuðu því hiklaust og sögðust þá ætla að spila með KA en ekki Þór. En hvað hafa þeir gert meira en að spila knattspyrnu? „Við erum búnir að fara í sund í Akureyrarsundlaug og á Þelamörk. Svo erum við búnir að fara niður í bæ og í Kjarnaskóg. Þar var grillað og farið í leiki," sagði einn strákanna. Þeir eru, í efri röð frá vinstri: Heiðar, Davíð, Hafþór og Kristján, og í neðri röð f.v.: Steinar, Stefán og Andri. Jóhann Helgi Karlsson „Giskaði á rétt hom“ Mikil fagnaðarlæti kváðu við eftir leik A-liða Fram og Víkings í pollamóti KA skömmu fyrir hádegi á laugardaginn. Mark- vörður Fram var að veija síðustu vítaspyrnuna í úrslitaleik liðanna um sæti og Fram knúði fram sigur í vítaspyrnukeppni. Félagarnir hróp- uðu á Jóa, kysstu hann og föðmuðu svo honum varð nóg um. „Við náðum 9. sætinu. Ég gisk- aði á rétt horn og þess vegna varði ég vítið," sagði Jóhann Helgi Karls- son, markvörður Fram. Hann sagð- ist vera sáttur við frammistöðu sína á mótinu og liðsins í heild, en hann keppti líka á mótinu í fyrra og liðið varð þá í 4. sæti. Honum finnst þetta skemmtileg tilbreyting og gaman að hitta svona marga stráka. Foreldrar Jóhanns komu með honum og því var tilvaiið að spyija hann hvort það sé ekki óþægileg tilfinning að standa í markinu og hlusta á hávær hvatningarhróp for- eldranna. „Ég loka bara eyrunum fyrir því. Ég nenni ekki að hlusta á þetta. Maður þarf að einbeita sér að fót- boltanum," sagði pilturinn ákveðinn. „Hópum okkur sam an á tjald- svæðinu" MÓT KA-mannað teygði anga sína niður á grasflöt við Menntaskólann á Akureyri því ekki var hægt að koma öllum leikjunum fyrir á KA- svæðinu. Sumir sögðu þetta besta völlinn og því engin ástæða til að kvarta. Mæðginin Áslaug Guðna- dóttir og Guðni Rúnar Kristinsson frá Kópavogi voru að ganga af velli eftir tapleik Breiðabliks. „Æ, já. Það gekk mjög illa. Við töpuðum 1:7,“ sagði miðvallarleik- maðurinn Guðni Rúnar sem var að taka þátt [ sínu fyrsta pollamóti á Akureyri. Á síðasta ári var hann á pollamótinu í Vestmannaeyjum. Þetta var í annað skipti sem hann kom til Akureyrar. En hvað segir Áslaug móðir hans um mótið og aðstæðurnar? „Þetta er mjög ánægjulegt, að- stæður góðar og veðrið var alveg dásamlegt í gær. Það eru margir foreldrar sem fylgja strákunum hingað. Við hópum okkur saman á tjaldsvæðinu. Flestir komu um leið og krakkarnir á miðvikudaginn en síðan hafa verið að tínast fleiri og fleiri. Þetta er fjölskylduferð og hluti af sumarleyfinu hjá mörgum, enda ætla sumir .að halda áfram hringinn og slá tvær flugur í einu höggi,“ sagði Áslaug. Hún sagði að það væri vel til fund- ið að hafa Pollamót Þórs á sama tíma því margir fótboltafeðgar væru í UBK og því enn meiri ástæða fyr- ir alla fjölskylduna að skella sér norður. MÆÐGININ Áslaug Guftna- dóttir og Guðnl Rúnar Krist- insson frá Kópavogi Liðfrá Stuttgart á mótinu hjáÞór POLLAMÓT Þórs er orðið alþjóðlegt því eitt lið frá Þýskalandi mætti til leiks, Frank and the papas frá Stuttgart. Þjóðveijarnir hafa lengi ætlað að koma til landsins, eins og við víkjum að síðar, og liðið sýndi afar skemmtileg tilþrif. Fyrst hittum við að máli Wolfgang Sixt og Reiner Bierig þar sem þeir sátu á tröppun- um við Hamar og svöluðu þorstanum milli leikja. „Við eigum vini hérna á íslandi, Guðbjörn og Snæbjörn, sem voru úti í Stuttgart við nám. Þar spiluðum við fótbolta saman og síðan höfum við talað um það á hveiju ári að koma til Islands. Draumurinn rættist loks núna og við dveljum hérna í eina viku,“ sagði Reiner Bierig. „Það er yndislegt hérna á íslandi. Veðrið er miklu betra en við héldum og björtu næturnar eru stórkostleg upplifun. Maður getur bara ekki sofnað. Við höfum gert margt skemmtilegt í Reykjavík og farið að veiða, á hestbak, í gönguferðir og í bátsferð niður Hvítá og nú erum við komnir til Akureyrar að spila fót- bolta og gengur bara vel,“ sagði Wolfang Sixt. Þjóðveijarnir í Frank and the pap- as eru allir feður og ijölskyldumenn, nema Frank. Níu manns eru í liðinu og að auki leika Guðbjörn Árnason og Snæbjörn Jónsson með því. Þeim þykir mikið til Pollamótsins koma og eru ákaflega hrifnir af landi og þjóð. Guðbjörn sagði að þeir Snæbjörn hefðu verið við nám úti í Stuttgart og búið þar í sjö ár og leikið fót- bolta sér til gamans með Frank og félögum einu sinni í viku. Liðið náði þeim merka áfanga að verða há- ÞÝSKA liftið Frank and the papas frá Stuttgart. skólameistari 1984, sama ár og Ás- geir Sigurvinsson varð Þýskalands- meistari með Stuttgart en af ein- hveijum ástæðum var ekki eins mik- ið látið með árangur Frank and the papas! Þýska liðið setti mikinn svip á Pollamót Þórs. Leikmennirnir voru líka svo einstaklega ánægðir með íslandsdvölina og auðvitað kom margt þeim á óvart eins og gengur. Þeir voru t.a.m. alveg hissa á lipurð- inni sem þeir mættu í sundlauginni á Þelamörk. Það var búið að loka þegar þeir ætluðu í sund síðla kvölds en laugin var opnuð sérstaklega fyr- ir þá. Þetta væri óhugsandi í hinu reglufasta Þýskalandi. Þjóðveijarnir voru líka hissa á að fá alls staðar ókeypis kaffi, hvort sem það var á sundstöðum, í bönkum eða öðrum stofnunum. Þeir eru van- ir að þurfa að borga fyrir allt. Akureyri heillaði leikmenn Frank and the papas öllu meira en Reykja- vík. Þeir trúðu ekki að veðrið gæti verið svona gott á íslandi eins og það var á Akkureyri á föstudaginn og þó hafa heimamenn oft upplifað meiri blíðu. Þýsku gestirnir gáfu Þórsurum þijá afar vandaða fótbolta til að nota í yngri flokkunum. Með þessu vildu þeir minna á sig, en það gerðu þeir líka innan sem utan vallar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.