Morgunblaðið - 05.07.1995, Side 1

Morgunblaðið - 05.07.1995, Side 1
Itlil mmSm - ÚR ÆVISÖGU ÍSLENDINGS HÆ, Myndasögur Moggans. Ég heiti Arnbjörg Jó- hannsdóttir, 9 ára, Birki- lundi, Biskupstungum, 801 Selfoss. Ég hef gaman af myndunum, þær eru svo skemmtilegar. Ég teiknaði mynd sem ég kalla Sól og steikjandi hiti. Svo mörg voru þau orð ogier enginn vafi, Arnbjörg mín, að myndin þín svona skemmtileg og vel gerð, kveikir vonir í brjósti margra íslendinga - sólin er sem sagt þarna einhvers staðar á bak við skýin. En hún ætlar ekkert, þegar henni þóknast að skína á okkur, að hella úr glasinu yfir okk- ur í sumar þegar við förum í tjaldútilegurnar okkar - er það nokkuð? Við getum nú barasta sagt henni sem er, að við íslend- ingar erum ekki neitt að vesl- ast upp af þurrki, síður en svo, ha. Og hún má nú bara koma meira til okkar - bless- uð sólin sem elskar allt - og hætta að gera svona upp á milli okkar mannanna barna. Já, hún er nú bara alveg velkomin til okkar og raunar miklu meira en það. Þá hlýtur hún að skína um leið og hella heitum geislum sínum yfir land og þjóð en ekki einhveijum svaladrykk! Við erum hreint út sagt alveg búin að fá nóg af svoleiðis suljumbulli í bili að minnsta kosti, já, ég verð nú bara að segja það, mikið meira en nóg - eða er það ekki. Enginn minnsti vafí, takk fyrir pent og hana nú! Þegar þetta er sett á tölvu undir súð er alskýjað - og hefur verið í marga, marga SÓLARhringa - og gengur á með skúrum - regndropar falla við hvert skref og reynd- ar miklu meira en það og ég hef ekki getað slegið gras- blettinn alltqf lengi vegna bleytu. Enn og aftur takk fyrir pent. PENNA- VINIR ÉG óska eftir pennavinum á aldrinum 8-11 ára, ég er sjálf 8 ára. Ég vil gjarnan skrifast á við stelpur og stráka. Áhuga- mál mín eru: Skautar, tónlist, hestar, útilega, lestur, föndur, Myndasögur Morgunblaðsins, að vera með dýrum. Bless, bless, takk fyrir að birta þetta fyrir mig. Jóhanna Guðrún Magnúsdóttir Hnjúki, Vatnsdal 541 Blönduósi Skipti- markaðuririn ÉG VIL skipta á servíett- um, ég vil fá límmiða í staðinn. Agla Friðjónsdóttir Einibergi 19 220 Hafnarfjörður SÍMI: 565 1741 Saga tvíburanna EINU sinni voru tvíburasyst- ur. Þær voru munaðarlausar því foreldrar þeirra fórust í flugslysi. Vond og leiðinleg kona tók nú við þeim. Þær fengu bara brauðskorpur og súra mjólk. Systumar hétu Ester og Alda. Alda hvíslaði að Ester: - Ég vildi að við værum komnar til guðmóður okkar, hún er svo góð. Ester kinkaði kolli. Vonda konan hét Olga. Olga rak þær nú út. Það var rigning og þær voru bara í rifnum kjólum og berfættar. Þeim varð kalt en allt í einu sáu þær frænku sína hinum megin við götump Hún hét Irma. Irma sá þær og hljóp yfir götuna. - Hvað er að sjá ykkur? spurði Irma, en hún var full- orðin. Ester sagði henni allt af létta. Irma tók þær með sér heim. En fyrst komu þær við hjá Olgu. Hún varð bálreið þegar hun sá systurnar, en Irma sagði að hún hefði farið illa með þær og Olga tautaði eitthvað en fór svo inn. Nú leið systrunum mjög vel því Irma sá mjög vel um þær og þegar þær stækkuðu fluttu þær að heiman, en þær gleymdu Irmu aldrei. Þessa góðu sögu samdi og sendi okkur til birtingar Agla Friðjónsdóttir, 8 ára, Eini- bergi 19, 220 Hafnarfjörður. Þú ert aldeilis dugleg 8 ára gömul stúlka. Vonandi heldur þú áfram að semja sögur og leyfir öðrum að njóta með þér. Kunnum við þér, kæra Agla, bestu þakkir fyrir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.