Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 4
4 D MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÞETTA er teikning af afa mínum, sem er nýdáinn. Nú er hann uppi í himninum hjá mömmu sinni. Eg sakna hans mikið. Inga Lilja Pálsdóttir, 9 ára, Blytsvej 9,2000 Frederiksberg, Danmörk. Afi hjá Guði EF ÞAÐ eru blóm í himnaríki, eins og sjást á myndinni þinni, Inga Lilja mín, er eins víst að þar sé margt fleira sem við þekkjum héðan af jörðinni okkar. Þið eruð öll veifandi - þið vitið hvert af öðru, þú, elskulegur afi þinn og mamma hans, hún langamma þín bless- unin. Það er alltaf léttir að vita að einhver sem okkur þyk- ir vænt um er í góðum hönd- um, og hendur þess sem öllu ræður - hans Guðs eða er það hennar Guðs - eru mýkstu hendur í öllum heiminum - það segir okkur öll sköpunin, sem er Guðs verk. Þú hefur gert rétt, Inga Lilja, að vinna í sorginni með til dæmis því að gera þessa fallegu mynd. Ég þykist vita að þér hafi liðið vel að því verki loknu. Við ættum ekki að loka sorgina inni í sálinni - hún getur skemmt út frá sér - betra er að hleypa henni út á einhvern þann máta sem okkur finnst hveiju um sig best, þó án þess að það meiði nokkurn. Gangi þér vel í Pönnuköku- landi. Smá glens, stundum er nefnilega sagt að Danmörk sé flöt eins og pönnukaka. Það fer ekki mikið fyrir fjöllunum þar, en engu að síður er Dan- mörk afar fallegt land með skóga og akra svo langt sem augað eygir, nema nyrst á Jótlandi, þar minnir landslagið á umhverfi Þorlákshafnar, sandar og melgresisskúfar. Verkfall á kaupskipaflotanum YFIRMENN- á kaupskipaflot- anum eru í verkfalli þegar þetta er skrifað. Eins og þið vitið kannski öll eru flestar vörur sem til landsins eru keyptar fluttar með kaupskip- um hingað til okkar landsins barna stórra og smárra. Ekki gengur til lengdar að horfa aðgerðarlaus á kaup- skipin stöðvast eitt af öðru og þess vegna er hér þraut sem leiðir ykkur og samningamenn deiluaðila — fulltrúa atvinnu- rekenda (þeirra sem eiga og reka skipin) og launþega (það er fólksins sem vinnur hjá við- komandi fyrirtækjum) — að lausn deilunnar. Allt og sumt sem þið og samninganefndimar þurfið að gera er að komast krókaleiðina frá stefni kaupskipsins aftur í skut og þaðan upp á dekk. Ef það dugar ekki verður að gera bátana (björgunarbát- ana) klára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.