Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 2
2 'HlMBCnUDAGUR 6. JÚUH995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Þróun á gengi jens kemur frystiskipum helst til góða „JAPANSKA jenið hefur styrkst verulega á þessu ári, en á sama tíma hefur gengi dollara og punds lækk- að. Fiskvinnsla í landi ber skarðan hlut frá borði, því á helstu mörkuð- um hennar, í Bandaríkjunum og Bretlandi, hafa verðhækkanir ekki vegið upp gengislækkunina. Þróunin í Japan kemur hins vegar frystiskip- um til góða,“ sagði Gylfi Þór Magn- ússon, framkvæmdastjóri markaðs- mála Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, í samtali við Morgunblaðið. Allt árið í fyrra nam verðmæti fisks, sem SH seldi til Bandaríkjanna og Bretiands 39% af heildarverð- mæti, en það sem af er árinu er hlutdeild þessara markaða 32% af heildarverðmæti. Gylfí Þór sagði alvörumál hvemig þróun gengis dollara og punds hefði verið frá áramótum, en gengi þess- ara gjaldmiðla hefur lækkað um 8 og 6 af hundráði. „Við flytjum þorsk og ýsu aðal- lega til Bandaríkjanna og Bretlánds og þetta hefur því mikil áhrif á þann útflutning. Við getum heldur ekki beint útflutningnum annað, því markaðir í Japan og á meginlandi Evrópu geta ekki tekið við þessum tegundum í neinu magni. Gengis- breytingin kemur því mjög illa við þá sem að mestu byggja sinn útflutn- ing á þorski og ýsu, því engar verð- hækkanir hafa unnið upp geng- islækkunina." Jenið styrkist Gylfí Þór sagði að framleiðsla fyrir Asíumarkað hefði aukist und- anfarin ár, en þangað fer aðallega karfi, grálúða, rækja og loðna. „Þar hefur hagur útflytjenda vænkast, því japanSka jenið er nú um 8% sterkara en það var um síð- ustu áramót. Stærsti hluti karfans, sem fer á þennan markað, er sjó- frystur, svo þessi þróun er til hags- bóta fyrir frystitogara, en land- 60% af pillaðri rækju til Bretlands „GENGISLÆKKUN pundsins hefur komið illa við þá sem selja unna rækju, en hærra verð í er- lendri mynt vegur þó upp á móti,“ sagði Pétur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda. Innan vébanda félagsins eru rækju- vinnslur, sem flytja út pillaða rælýu. Pétur sagði að um 60% af pill- aðri rækju færu á Bretlandsmark- að og restin að mestu til Dan- merkur. ' „Frá miðju síðasta ári hefur verð á rælyu hækkað nokkuð og rækjuvinnslan nýtur því betra rekstrarumhverfis en oft áður. Gengissig í Bretlandi setur hins vegar verulegt strik í reikninginn. Bretar ráða einnig markaðnum, því um helmingur allrar pillaðrar rækju í Evrópu er seldur þangað. Reglan hefur því verið sú, að þeg- ar pundið lækkar vilja kaupendur annars staðar knýja fram lækkun. Það hefur þeim að vísu ekki tekist nú, vegna góðrar eftirspumar.“ vinnslan vinnur karfaflök að mestu fyrir meginland Evrópu, þar sem gengið hefur verið nokkuð stöðugt." Hann sagði að verð á flestum fisk- tegundum hefði verið stöðugt á öll- um mörkuðum framan af árinu. „Mesta verðbreytingin hefur orðið á Japanskarfa, sem er nú á 10-15% Iægra verði í erlendri mynt en í árs- byijun. Þessi munur bætist upp að hluta með um 8% sterkara gengi jensins en í ársbyijun og að auki er búist við að verðið fari hækkandi, þar sem úthafskarfaveiði hefur gengið illa og því skortur á karfa.“ Grálúðan stendur vel að vígi Grálúða er seld heilfryst til Japans og Tævans, en 80% af allri grálúðu, sem SH hefur flutt út á þessu ári, hafa farið á þessa markaði. „Verð á heilfrystri grálúðu hefur hækkað um 10-15% í erlendri mynt og að auki er þróun jensins hagstæð. Grá- lúðan stendur því best að vígi hvað þetta varðar. Verðhækkunin og gengisþróunin hefur komið framleið- endum til góða, en enn er hið sama uppi á teningnum; vinnsla í landi nýtur ekki góðs af. Sama á við um rækju, sem er seld heilfryst til Jap- ans, verðið hefur hækkað." Týndur friðarstólpi fannst á æfinga- svæði lögreglunnar FRIÐARSTÓLPI sem reistur var við Hallveigarstaði árið 1986 og stolið fjórum árum síðar er nú kominn í leitimar. Stólpinn fannst á æfingasvæði lögreglunn- ar í Saltvík og höfðu staðarhald- arar bjargað honum frá niðurn- íðslu. Friðarstólpar reistír af hugsjón Fulltrúi japönsku friðarsamtak- anna Bænasamtök fyrir friði á jörð (The society of prayer for world peace), Kumiko Moriya, sá um að koma stólpanum hingað til lands. Eitt af helstu markmið- um samtakanna er að gefa friðar- stólpa til allra landa heims. Kum- iko Moriya kom með tvo friðar- stólpa ásamt friðarkveðjum til landsins árið 1986. Fulltrúar Friðarhreyfingar kvenna, Kven- félagasambands Isiands og fleiri veittu þeim viðtöku og var öðrum fundinn staður við Hallveigar- staði en hinum í nágrenni gömlu gróðrarstöðvarinnar á Akureyri. Stólpanum stolið Ekki fékk stólpinn í Reykjavík að standa lengi í friði því honum var stolið árið 1990. María Pét- ursdóttir, fyrrverandi forseti Kvenfélagasambands Islands segir að tilkynnt hafi verið um stuldinn til lögreglunnar og kon- ur á vegum sambandsins hafi leit- að víðs vegar í Vesturbænum og annars staðar en án árangurs. Fyrir nokkru var friðarstólpi reistur á Hellnum á Snæfellsnesi og birtist frétt um atburðinn í Morgunblaðinu með þeim um- mælum að fyrsti friðarstólpinn á íslandi hafi verið reistur. María segir að kvenfélagasambands- konur hafi viljað leiðrétta þann miskilning. „Best er að hafa það sem rétt er, en við viljum alls ekki gera lítið úr framtaki þeirra sem sáu um að koma upp friðarstólpa á Hellnum. Málið er einfaldlega það að hann er sá þriðji í röðinni á eftir þeim sem reistir höfðu verið í Reykjavík og á Akureyri." Fundu stólpann þar sem hann lá undir skemmdum Hjónin Guðmundur Bogason og Ardís Olgeirsdóttir eru stað- arhaldarar í Saltvík. Ýmiskonar dót, þ.á m. þýfi sem ekki hefur skilað sér til réttra eigenda, er flutt í geymslur lögreglunnar í Saltvík. Þau segjast hafa fundið friðarstólpann fyrir um tveimur árum innan lun alls kyns dót og drasl. Þeim Ieist vel á gripinn, hreinsuðu hann, reistu hann við í hlaðvarpanum og sýndu honum þann sóma sem honum bar. Stólp- inn var reistur í Saltvik vorið 1994 og þar hefur hann staðið þar til í gær. Þær stöllur María Pétursdóttir og Stefanía María Pétursdóttir, báðar fyrrverandi forsetar kven- félagasambands íslands höfðu haft fregnir af því í gegnum Morgunblaðið hvar stólpinn stæði. Því gerðu þær sér ferð til Saltvíkur, sóttu týnda friðar- stólpann, þökkuðu staðarhöldur- um fyrir gæsluna og skiluðu hon- um til síns heima. Guðmundur er, auk þess að vera staðarhaldari æfingasvæðis lögreglunnar í Saltvík, lögreglu- maður í Grafarvogi. Hann segir að mikið af alis kyns hlutum Ijúki hlutverkum sínum í geymslum lögreglunnar í Saltvík. Skýring- una á því að stólpinn hafi ekki skilað sér til réttra eigenda þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um þjófnaðinn segir Guðmundur lík- lega vera tvíræðar merkingar. Þar sem um óhefðbundinn grip er að ræða gæti hann hafa verið skráður á einn veg í byrjun og þegar hann hafi fundist er ekki ólíklegt að annars konar merking hafi verið notuð. Guðmundur seg- ir að þau hjónin og starfsmenn lögreglunnar sem til stólpans þekkja séu ánægð með málalok. Morgunblaðið/Sverrir MARÍA Pétursdóttir og Stefanía María Pétursdóttir eru báðar fyrrverandi forsetar Kvenfélagasambands íslands. Þær sóttu friðarstólpann til Saltvíkur og ætla að sjá um að festa hann vel og rækilega í garðinum fyrir framan Hallveigarstaði þar sem hann var fyrst reistur árið 1986. Morgunblaðið/Rúnar Þór FRIÐARSTÓLPINN sem reist- ur var á Akureyri í nágrenni gömlu gróðrarstöðvarinnar er annar í röðinni af þeim þremur sem reistir hafa verið á ís- landi. Þar hefur hann fengið að standa í friði í 8 ár. Langá á Mýrum Kvótinn nýttur í fyrsta sinn í tíu ár LAXVEIÐIMENN í Langá á Mýrum höfðu fullnýtt dags- kvótann, 40 laxa á fimm stangir, um kvöldmatarleyti í gær. Runólfur Ágústsson, einn leigutaka, segir að slíkt hafi ekki gerst í 10 ár. Gríðar- leg laxagengd sé í ánni. Runólfur sagði góða veiði enn eftirtektarverðari með hliðsjón af því að smástreymt hefði verið í ánni í gær. „Laxagengd fer venjulega töluvert mikið eftir því hvern- ig stendur á sjávarföllum og menn búast almennt við því að mikið af laxi gangi inn í ána á stórstreymi á hálfsmán- aðar fresti. Síðan verði róleg- heit yfir smástreymi. En smæsti straumur var í dag og því má segja að brotin séu öll náttúrulögmál, því hér mokast inn fiskur.“ Hann sagði að á þriðja hundrað laxar hefðu fengist í Langá í sumar. Tuttugu til þijátíu hefðu að meðaltali fengist á neðra svæðinu und- anfama daga. Tæpri milljón stolið á Selfossi Selfossi. Morgunblaðið. BROTIST var inn í tvö fyrir- tæki á Selfossi aðfaranótt miðvikudags, Byggingavöru- verslun Steinars Árnasonar við Austurveg og Heildversl- un Viðars Bjarnasonar við Eyraveg. Þjófarnir höfðu á brott með sér um 900 þúsund krónur úr peningaskápnum í Bygg- ingavöruverslun Steinars en höfðu um 5.000 krónur upp úr krafsinu í innbrotinu í heildverslunina. Lögreglan telur að um sama þjófinn hafi verið að ræða við bæði inn- brotin. Nóttina áður var einnig brotist inn í veitingastaðinn Við fjöruborðið á Stokkseyri og stolið litaprentara og sömu nótt braust sami þjófur inn í Dugguna í Þorlákshöfn þar sem hann skildi eftir sig rof- jámið. Tveggja ára fangelsi fyrir líkamsárásir Fimmti refsidóm- ur 17 árapilts HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt 17 ára síbrotamann í 2 ára fangelsi fyrir þijár alvarlegar lík- amsárásir. Í eitt skiptið beitti hann hnífi og í annað skipti réðist hann á fangavörð og barði hann í höfuðið með járnstöng. Þetta er fimmti refsi- dómurinn sem pilturinn hlýtur. Fyrsta árásin var framin í miðbæ Reykjavíkur. Eftir orðaskipti við 18 ára pilt greip árásarmaðurinn kú- bein, elti piltinn inn í bíl, barði hann ýórum sinnum í hné með kúbeininu og braut að auki rúðu í bílnum. Önnur árásin var einnig framin í miðbænum. Þá kom til átaka milli árásarmannsins og pilts, sem átti upptök að átökunum. Árásarmaður- inn dró þá upp hníf og stakk piltinn í síðuna. Sá var fluttur á Borgarspít- alann og lagður þar inn um tíma. Eftir árásirnar fór pilturinn í a plánun eftirstöðva eldri dóms í Síð múlafangelsi. Þar fóru hann og an ar fangi að kasta á milli sín c flösku, sem lenti í lampa sem brot aði. Þegar piltinum var skipað inr klefa, greip hann járnstöng se hann hafði falið í setustofu, ógna fangaverðinum og sló hann þríveg í höfuðið. Dómurinn sem kveðinn var upi árásarmálinu var fimmti refsidómu inn sem pilturinn hlýtur frá því i hann varð sakhæfur fyrir rúmum árum og hefur hann á þeim tín afplánað um 12 mánaða fangelsi dóma. Hann hefur undanfarin komið við sögu lögreglu í tugu afbrotamála, einkum vegna þjófna og innbrota.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.