Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 17
JVJQRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1095 17 ERLEIMT Chirac í eldlínunni Rifkind tekur við af Hurd en Redwood út í kuldann FRANSKA stjórnin reyndi í gær að gera lítið úr húsnæðis- málahneyksli, sem hefur gert Jacques Chirac, hinum ný- kjörna forseta Frakklands, og stjórn hans lífíð leitt und- anfarið. í ljós hefur komið að fjöldi háttsettra embættis- manna, blaðamanna og félaga Chiracs og Alains Juppes for- sætisráðherra hefur fengið ódýrar íbúðir á leigu frá París- arborg, þótt mörg hundruð manns hafi verið á biðlistum svo árum skiptir. Meðal ann- ars búa sonur, dóttir, fyrrver- andi eiginkona, og hálfbróðir Juppes í nýuppgerðum íbúðum og borga leigu langt undir markaðsverði. Skæð um- ferðarslys í Wales ÁTTA manns létu lífíð og 40 slösuðust þegar langferðabif- reið valt á þjóðvegi í Wales í gær. Þetta er annað stórslysið á velskum vegum á tveimur dögum. 75 manns voru fluttir á sjúkrahús eftir árekstur langferðabifreiða á þriðjudag. Sprenging í Montreal SPRENGJA sprakk í verslanamiðstöð í úthverfí Montreal á þriðjudagsmorgun. Engan sakaði. Sprengjusér- fræðingar voru að reyna að aftengja sprengjuna með vél- menni þegar hún sprakk. Að sögn lögreglu virtist sem að sprengingunni stæði útlaga- hópur mótorhjólafólks, en hópar þeirra hafa átt í heiftúð- ugum deilum um yfírráða- svæði í borginni. Alda ofbeld- isverka hefur riðið yfír Mon- treal undanfarið vegna átaka útlagahópanna. Deilt um fána frumbyggja RÁÐAGERÐIR áströlsku stjórnarinnar um að viður- kenna fána frumbyggja í Ástr- alíu hafa valdið deilum milli Pauls Keatings forsætisráð- herra og Johns Howards, leið- toga stjómarandstöðunnar. Howard sagði að þessi fyrir- ætlan stjómvalda væri til þess fallin að kljúfa þjóðina vegna þess að umræddur fáni væri aðeins tákn lítils hluta hennar. Sony fór halloka LÍTIÐ, gjaldþrota útgáfufyrir- tæki í New Jersey, Clark Ent- ertainment Group, Inc., bar í gær sigurorð af útgáfurisan- um Sony í lagadeilu um eign- arréttinn yfir óútgefnum frumupptökum, sem heims- frægir listamenn gerðu á árunum 1950 til 1980. Hér eru á ferð 3.000 spólur með um 20.000 lögum flytjenda á borð við Elvis Presley, Frank Sinatra, Bob Dylan og Louis Armstrong. Spólurnar hafa verið metnar á 100 milljónir dollara, en voru uppmnalega seldar starfsmanni hljóðvers hins sáluga hljómplötufyrir- tækis Columbia fyrir smá- aura. London. Reuter. MALCOLM Rifkind var í gær gerð- ur að utanríkisráðherra Bretlands, þegar John Major, forsætisráð- herra, stokkaði upp í ríkisstjórn sinni í kjölfar sigurs í leiðtogakjöri í fyrradag. Keppinautur Majors í kjörinu, John Redwood, á ekki sæti í stjóminni. Rifkind tekur við embætti utan- ríkisráðherra af Douglas Hurd, sem tilkynnti fyrir skömmu að hann hygðist segja af sér eftir sex ár í embætti. Michael Heseltine, sem var ráð- herra viðskipta- og iðnaðarmála, mun taka við embætti aðstoðarfor- sætisráðherra og jafnframt gegna embætti fyrsta ríkisráðherra (first secretary of state), sem er nýtt, og veitir honum enn frekari upphefð. Portillo í varnarmálin Michael Portillo, sem hafði verið nefndur sem líklegasti frambjóð- andinn af hægri væng flokksins ef til annarrar umferðar leiðtogakjörs kæmi, flytur sig um set úr atvinnu- málaráðuneyti í varnarmálaráðu- neytið, þar sem Rifkind sat áður. Kenneth Clarke mun áfram gegna embætti fjármálaráðherra, og var þeim fregnum vel tekið á fjármálamörkuðum, þar sem titr- ings og óvissu hafði gætt vegna væntanlegra mannabreytinga í stjórninni. Meðal annarra ráðherra eru Mic- hael Howard, innanríkisráðherra; Ian Lang, viðskiptaráðherra; John Gummer, umhverfísmálaráðherra; William Waldegrave, aðstoðarfjár- málaráðherra; Sir Patrick Mayhew, Norður-írlandsmálaráðherra; Virg- inia Bottomley, ráðherra þjóðarar- fleifðar; Michael Forsyth, Skot- landsmálaráðherra; William Hague gegnir embætti ráðherra málefna Wales, sem Redwood hafði á sinni Reuter MALCOLM Rifkind kemur til fundar við John Major að Downingstræti 10 í gær. könnu áður en hann sagði af sér til þess að mæta Major í leiðtoga- slagnum. Brian Mawhinney verður flokksformaður. „Vogun vinnur“ Dagblöð í Bretlandi höfðu flest tekið þá afstöðu fyrir leiðtogakjörið að Major bæri að víkja, og í gær héldu þau uppteknum hætti. Fin- ancial Times sagði að væntanleg uppstokkun í stjórninni myndi ekki brúa bilið milli stríðandi fylkinga innan íhaldsflokksins. Æsifréttablaðið Sun og hið virta Times, sem bæði eru hægrisinnuð, voru sammála vinstrisinnuðum Gu- ardian, um að eiginlegur sigurveg- ari væri Tony Blair, leiðtogi Verka- mannaflokksins. Eina blaðið sem fagnaði sigri Majors var Daily Express, sem sagði: „Það er satt, stórkostlega satt. Vogun vinnur.“ Reuter Deilt um veiðar í Síldarsmugunni ESB íhugar að kæra Norðmenn Brussel. Reuter. TALSMAÐUR framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) sagði í gær að hún kynni að höfða mál gegn Norðmönnum vegna meints brots þeirra á samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES) með því að meina síldveiðiskipum frá ESB-löndum að landa afla úr Síldar- smugunni í norskum höfnum. Norskur embættismaður sagði að norska stjórnin liti ekki á löndunar- bannið sem brot á EES-samningnum en vildi að skip ESB-landanna hættu sfldveiðum þar til settar yrðu viðun- andi reglur til að hindra rányrkju. Marco Zatterin, talsmaður fram- Verst menguninni LÖGREGLA í Bankok í Tælandi hefur gripið til þess ráðs að vera með grímu til að veijast mengunni í borginni. Mest er hún að morgni dags er borgarbúar halda til vinnu og hafa margir sem vinna á eða við stærstu umferðaræðarnar, séð sig knúna til að bera grimur. kvæmdastjómarinnar, sagði að sfld- arstofninn væri ekki í hættu og deil- an yrði á dagskrá fundar sameigin- legrar nefndar ESB og Fríverslunar- bandalags Evrópu (EFTA) 18. þessa mánaðar. Hann sagði að fram- kvæmdastjórnin hefði lagt til að efnt yrði til sérstaks fundar um deiluna hjá Norðaustur-Atlantshafsfisk- veiðinefndinni (NEAFC) en norska stjórnin hefði hafnað tillögunni. Kári Bryn, deildarstjóri í norska utanríkisráðuneytinu, vísaði því hins vegar á bug að Norðmenn hefðu komið í veg fyrir aukafund hjá NE- AFC. http://www.strengur.is Komdu þá í einhverja af verslunum KÁ þar sem þú getur fengið SAMKVÆMT LÖQUM NR36 5.MAÍ1ð86 Verslanir KÁ, Selfossi, Hveragerði, Eyrarbakka, Stokkseyri, Þorlákshöfn, Vík, Klaustri og Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.