Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ1995 21 LISTIR Ný óratóría eftir Þorstein Hauksson frumflutt í Skálholtskirkju um helgina Stríðið um mannssálina Morgunblaðið, Selfossi. „TÓNLEIKARNIR hafa gengið mjög vel og síðasta helgi var mjög gleðileg og góður andi í öllum hópnum. Næsta helgi er mjög spennandi og þá sér- staklega fyrir frum- flutning á verki Þor- steins Haukssonar og þá mun að auki hljóma í fyrsta sinn á Sumar- tónleikunum hér í Skálholti verk eftir Henry Pureell en nú er minnst 300 ára ár- tíðar hans,“ sagði Amgeir Heiðar Hauksson fram- kvæmdastjóri Sumar- tónleikanna í Skálholti. Hann sagði að tónleikunum hefði verið vel tek- ið og að þeir hefðu greinilega skap- að sér ákveðinn sess. Aðsókn hefði verið góð og það væri greinilegt að þeir sem kæmu væru ánægðir enda um fagra tónlist að ræða á fögrum stað með góðum hljóm- burði. „Það er ástæða til að hvetja fólk til að koma í Skálholt um næstu helgi og fylgjast með lista- fólkinu," sagði Arngeir Heiðar. 300 ára ártíð Henry Purcells Onnur tónleikahelgi Sumartón- leikanna í Skálholti hefst með er- indi Bjarka Sveinbjörnssonar klukkan 14 í Skálholtsskóla um tónsköpun Þorsteins Haukssonar. Klukkustund síðar hefst flutningur Bachsveitarinnar í Skálholti á kammerverki eftir Henry Purcell (1659-1695). Við flutning verksins verður leikið á upp- runaleg hljóðfæri barokktímans eða eftirlíkingar þeirra. Bachsveitina skipa: Einar Jónsson tromp- et, Hildigunnur Hall- dórsdóttir fiðla, Lilja Hjaltadóttir fiðla, Rut Ingólfsdóttir fiðla, Sara Buckley lágf- iðla, Sigurður Hall- dórsson selló, Páll Hannesson bassi, og Helga Ingólfsdóttir semball. í Skálholts- skóla verður vegg- spjaldasýning um ævi og samtíð Henry Purcells og skáldsins John Drydens. Henry Purcell fæddist við lok púritanatímabilsins þegar upp- gangstímar voru í Englandi í lista- legu og efnahagslegu tilliti. Faðir hans og föðurbróðir voru tónlist- armenn og tónskáld við hirðina og átta ára fékk hann inngöngu sem kórdrengur við hinn virta tónlistar- flokk konungs. 15 ára komst hann að sem riemandi John Blows organ- ista Westminster Abbey sem eftir- lét honum organistastöðuna tvítug- um til að standa ekki í vegi fyrir frama hans. Purcell var þremur árum síðar útnefndur einn af org- anistum konunglegu kapellunnar og árið 1685 fékk hann stöðu sem hirðtónskáld konungs. Purcell var afkastamikið tónskáld og viður- kenndur af samtímamönnum sín- um sem stórkostlegasta tónskáld sem Englendingar hefðu eignast. Amgeir Heiðar Hauksson Morgunblaðið/Sig. Jóns. HLJÓMEYKI á æfingu undir stjórn Árna Harðarsonar. Síðdegis á laugardag, klukkan 17, verður frumflutt óratórían Psycomachia eftir Þorstein Hauks- son. Flytjendur eru Marta Halldórs- dóttir sópran, Söngflokkurinn Hljó- meyki og Strengjasveit undir stjórn Árna Harðarsonar. Strengjasveit- ina skipa Auður Hafsteinsdóttir fiðla, Dóra Björgvinsdóttir fiðla, Hildigunnur Halldórsdóttir fíðla, Sigurlaug Eðvaldsdóttir fíðla, Guð- mundur Kristmundsson lágfiðla, Bryndís Halla Gylfadóttir selló og Borgar Magnason bassi. I Söng- flokknum Hljómeyki eru: Sópran: Áslaug Ólafsdóttir, Diljá Sigur- sveinsdóttir, Hallveig Rúnarsdóttir, Heiðrún Hákonardóttir og Hildi- gunnur Rúnarsdóttir. Alt: Guðfinna Dóra Ólafsdóttir, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Hildigunnur Hall- dórsdóttir og Sigurður Halldórsson. Tenór: Guðmundur Kristmundsson, Hafsteinn Ingvarsson, Skarphéð- inn Hjartarson og Þorbjörn Rúnars- son. Bassi: Gunnar Guðnason, Hall- dór Vilhelmsson, Ingólfur Helgason og Rúnar Einarsson. Þorsteinn Hauksson tónskáld lauk einleikaraprófi í píanóleik frá Tóniistarskólanum í Reykjavík 1974. Hann sótti framhaldsnám í tónsmíðum við Háskólann í Illinois í Bandaríkjunum og lauk þaðan mastersprófi 1977. Hann hefur lagt sig eftir að semja raftónlist með tölvutækni og hefur verið boðið að starfa við rannsóknir og tónsmíðar við ýmis hljóðver víðs vegar um heim meðal annars við IRCAM tölvutónlistarhljóðverin í París og Stanford háskólann í Kaliforníu. Þorsteinn kennir nú tónsmíðar og fræðilegar greinar og raftónlist við Tónlistarskólann í Reykjavík. Messa með tónverkum Oratórían Psychomachia eða „Stríðið um mannssálina,“ byggir á samnefndu verki fyrir sópranrödd og selló sem Þorsteinn samdi 1987 við ljóð Prudentiusar (348-410 e.Kr). Ljóðið, sem er sungið á lat- ínu, lýsir hildarleik góðra og illra afla sem eru persónugerð með guð- um en þó einkum gyðjum sem heyja grimmar og blóðugar orrustur en inn á milli eru ljóðrænir kaflar þar sem allegórískur (táknfræðilegur) kveðskapur Prudentiusar nær há- marki í andlegri upphafningu. Á sunnudag verður verk Þor- steins flutt aftur klukkan 15. Klukkan 17 er svo messa í Skál- holtskirkju þar sem sr. Guðmundur Oli Olafsson predikar og organisti verður Glúmur Gylfason. Við mess- una verða fluttir þættir út tónverk- um helgarinnar. í tónleikaskránni er þess getið að ekki sé venja að klappa í Skál- holtskirkju en bent á að gestir láti gjarnan í ljós hrifningu sína með því að rísa úr sætum í lok tónleik- anna. Tónleikarnir vara eina klukkustund í senn og eru áheyr- endur_ beðnir að sitja alla tónleik- ana. Áætlunarferðir eru á tónleik- ana frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík klukkan 11.30 og til baka frá Skálholti klukkan 18. Hátíðarrit Sumartónleikanna, Sem niður margra vatna, er komið út og er selt við kirkjudyr og í skólan- um á krónur 500. Aðgangur að Sumartónleikunum í Skálholts- kirkju er ókeypis. Perlur í náttúru Islands á ensku MÁL og menning hefur sent frá sér enska þýðingu bókarinnar Perlur í náttúru íslands eftir Guðmund Pál Ólafsson, Iceland the Enchanted. í bókinni er íslensku landslagi lýst á í máli og myndum. í kynningu segir: „Bókin skiptist í tvo hluta, fyrri hlutinn er yfirlit um jarðsöguna og kenningar um hvernig' ísland reis úr sæ, hvemig landslag verður til, mótast og eyðist. í síðari hlutanum er lýst um 70 stöðum á landinu, frá fjöru til tjalla. Um staðina er ekki einungis fjallað frá sjónarhorni náttúrufræði, heldur líka í tengslum við sögu þjóðarinnar. Skýringarmyndir, kort og ljós- myndir koma töfrum landsins til skila í þessari bók sem er einstök gjöf til vina og viðskiptamanna_ erlendis. Guðmundur Páll Ólafsson er menntaður í Bandaríkjunum og Sví- þjóð í náttúrufræði, ljósmyndun, myndlist og köfun. Hann hefur víða farið og unnið mörg störf til sjós og lands á íslandi og er óbilandi hug- sjóna- og baráttumaður fyrir skyn- samlegri nýtingu á auðlindum lands- ins.“ Bókina þýddi Bernard Scudder. Bókin er 419 bls. og prentuð i Odda hf. Verð: 14.850 kr. Kaffileikhúsið Veronika fer í sumarfrí SÝNINGUM á spennuleikritinu Her- bergi Veroniku, sem frumsýnt var í Kaffileikhúsinu 25.-maí síðastliðinnj fer nú fækkandi fyrir sumarfrí. I kynningu segir að sýningin hafi hlot- ið góðar viðtökur gagnrýnenda og að uppselt hafi verið á flestar sýningar hingað til. Leikritið gerist í herbergi Veroniku í gömlu húsi í Massachusetts í Banda- ríkjunum. Óhugnanlegir atburðir úr fortíð og nútíð fléttast saman og eng- inn veit hvað verður fýrr en tjaldið fellur. Sýningin er ekki við hæfi bama. Leikendur eru fjórir; Gunnlaugur Helgason og Ragnhildur Rúriksdóttir, sem bæði útskifuðust nýlega frá leik- listarskóla í Los Angeles og tveir af reyndustu leikurum þjóðarinnar, Rú- rik Haraldsson og Þóra Friðriksdóttir. Þýðandi er Ingunn Ásdísardóttir og leikstjóri Þórunn Sigurðardóttir. Næstu sýningar á Herbergi Ver- oniku verða fimmtudaginn 6. júlí og sunnudaginn 9. júlí. Blab allra landsmanna! HtargtntfrlfiMfe - kjarni málsins! Sianens í ddhúsið! E3 Eldavélar - sígildar gæöavélar. EJ Örbylgjuofnar - mikiö úrval og gott verð. Gufugleypar - í öll alvöru eldhús. E3 Innbyggðir ofnar - þeir gerast ekki betri. E3 Helluborð - treystu Siemens. Mikið úrval af eldavélum, bakstursofnum, helluborðum, gufugleypum og örbylgjuofnum. Gæða-eldunartæki til að piyða eldhúsið þitt. Þúáttþaðskilið. Umboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgames: Glitnir Borgarfjörður. Rafstofan Hvítárskála Hellissandur: Blómsturvellir • Grundarfjörður: Guðni Hallgrimsson Stykkishólmun Skipavík • Búðardalur: Ásubúð • isafjörður Póllinn Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur: Rafsjá • Siglufjörður: Torgið • Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: Öryggi Þórshöfn: Norðurraf • Neskaupstaður: Rafalda Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson • Breiðdalsvik: Stefán N. Stefánsson • Höfn i Homafiröi: Kristall ■ Vestmannaeyjar. Tréverk z Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga • Selfoss: Árvirkinn • Grindavík: Rafborg Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. 3 Keflavlk: Ljósboginn • Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 511 3000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.