Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 6. JÚLI1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR OLAFUR B. BJÖRNSSON + Eitt hundrað ár eru nú liðin síð- an ritstjórinn og fræðimaðurinn 01- afur B. Björnsson fæddist. Hann hét fullu nafni Ólafur Bjarnason Björns- son og var fæddur á Litlateigi á Akra- nesi hinn 6. júlí 1895. Hann lést 15. maí 1959. Foreldr- ar hans voru Björn formaður og út- gerðarmaður __ Hannesson, Ólafs- sonar Stephensen og kona hans Katrín Oddsdóttir prófasts á Rafnseyri, Sveinssonar. Björn var seinni maður Katrínar. Fyrri maður hennar var Ólafur formaður á Litlateigi, Bjarna- son, hreppstjóra á Kjaransstöð- um, Brynjólfssonar. ÞOTT Ólafur B. Björnsson væri ekki langskólagenginn kom hann víða við í menningar- og athafna- sögu Akraness og má vafalaust --telja hann einn mesta framfara- mann sem Akranes hefur alið. Hann mun ekki hafa þótt bráðger að lík- amsþroska í æsku og var frekar heilsuveill, en þeim mun meira bar á andlegu atgervi, frjórri hugsun og brennandi áhuga fyrir hvers konar umbótum og framförum. Á sínum yngri árum vann hann við verslunarstörf og stofnaði hann árið 1915 verslunar- og útgerðar- fyrirtækið Bjarni Ólafsson og Co. (BOCO) ásamt hálfbróður sínum - hinum kunna athafnamanni Bjarna j Ólafssyni skipstjóra og frænda sín- um Níels Kristmannssyni frá Lamb- húsum, en það fyrirtæki starfaði til ársins 1946. Olafur átti þátt í stofnun annarra fyrirtækja og fé- laga, sem ætlað var að efla og . styrkja veg Akraness, m.a. Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar, sem var fyrsta og lengi eina almennings- hlutafélagið hér á Akranesi, með á þriðja hundrað hlut- hafa; sat Ólafur lengi í stjórn þess fyrirtækis. Stutt frásögn í Borgfirzkri Blöndu „Rafmagnið og Garða- flóinn" segir nokkuð um aldarandann og áhuga þeirra bræðra, Ólafs og Bjarna, fyrir því sem til framfara gat orðið á Akranesi: „Fyrstu rafljósin voru kveikt á Akranesi ájólunum 1918. Bræð- urnir, Bjarni Ólafsson og Ólafur B. Björns- son, keyptu lítinn rafmótor, sem þeir komu fyrir í kjallaranum á Litlateig, en þar bjó Björn Hannes- son, faðir Ólafs. Leiddu þeir síðan raflínu þaðan yfir í Hoffmannshús. Síðan tóku menn að sameinast um ljósavélar fyrir nokkur hús saman. Loks var það 19. júní 1926 að boð- að var til almenns fundar í Báruhús- inu, þar sem rætt skyldi um eina sameiginlega rafstöð fyrir plássið. Sýndist sitt hverjum í því máli, en aðalandmælandi var Þorsteinn á Grund. Um þennan fund gerði Árni Böðvarsson eftirfarandi vísur: Steini á Grund í sínum svarta frakka sat um stund en lengi ekki beið. Hann talaði af tungu og af hjarta og talaði eitthvað svona á þessa leið: Ég vil láta'allan Skagann vita að ég er á móti rafmagnssuðu og hita. Ef Akurnesingar hætta að hugsa um móinn er hann heldur lítils virði Garðaflóinn. Vélbátaútgerðin hafði gengið í garð en afgreiðslu og leguskilyrði þóttu ekki nógu góð á Akranesi svo útgerðarmenn leituðu til Sandgerðis með báta sína. í framhaldi af því átti Ólafur ríkan þátt í því að hafíst var handa um hafnargerð hér á Akranesi og vann hann af miklum krafti að framgangi þess máls. Ólaf- ur sat í stjórnum margra félaga, m.a. Vélbátaábyrgðarfélags Akra- ness og Fiskifélags íslands. Þá stýrði hann lengi aðalfundum Landssam- bands íslenskra útvegsmanna. Frá því að Slysavarnarfélag íslands var stofnað árið 1928 var Olafur virkur þátttakandi í því þarfa starfi; sat hann alla Iandsfundi og flesta stjórn- arfundi og voru honum falin mörg störf innan félagsins, sem hann leysti af hendi með mikilli prýði. Hann var í kirkjuráði, í sóknar- nefnd Garðakirkju og í landsnefnd Hallgrímskirkju; var reyndar einn aðalhvatamaður að byggingu Hall- grímskirkju í Saurbæ. Hann hafði einnig mikinn áhuga á að efla tón- mennt í landinu, var lengi organisti Akraneskirkju, stjórnandi kirkju- kórsins og einn af stofnendum karlakórsins Svana og söngstjóri hans lengi. Mikið og gott starf lagði Ólafur af mörkum til bindindismála. Átti stúkustarfið á Akranesi hauk í horni þar sem Ölafur var. Ritaði hann mikið um þau mál og flutti um þau erindi í útvarpinu. Trúmað- ur var Ólafur mikill og átti hann einlægt samband við æskulýðsleið- togann Friðrik Friðriksson. Birti Ólafur m.a. kafla úr sjálfsævisögu hans í tímariti sínu. Þau stÖrf sem munu halda nafni Ólafs B. Björnssonar lengst á lofti eru þó ritstörf hans og fræði- mennska, sérstaklega þau er vörð- uðu Akranes og byggðirnar sunnan Skarðsheiðar. Olafur gaf út og rit- stýrði tímaritinu Akranesi, sem kom út á árunum 1942 til 1959. Einnig gaf hann út Sögu Akraness í tveim bindum. Um sama Ieyti og tímaritið Akranes hóf göngu sína var sett á stofn prentsmiðja á Akranesi. Voru þrír menn í félagi með Ólafi um stofnsetningu. Sú prentsmiðja var ekki starfrækt á Akranesi nema til ársins 1945, en árið eftir hefst Ólaf- ur einn handa um stofnun nýrrar prentsmiðju - Prentverks Akraness - sem enn er í fullum gangi undir stjórn dóttursonar hans, Indriða Valdimarssonar. Útgáfa tímaritsins Akraness markaði að mörgu leyti tímamót í útgáfu. héraðsblaða. Það var ekki eingöngu staðbundið fréttablað, heldur einnig virt menningarrit á landsvísu. Blaðið skrifaði Ólafur fyrst og fremst af hugsjón en ekki irieð fjárhagslegan ávinning í huga. í blaðið ritaði hann ýmsar áhuga- verðar greinar, eða þá að hann fékk aðra hæfa menn þar til liðsinnis. Greinar þessar voru ýmist tengdar Akranesi eða landinu í heild; einnig voru þar greinar um erlend mál- efni. Ýmsir greinaflokkar, svo sem „hversu Akranes byggðist" og „upphaf sjávarútvegs á Akranesi" birtust reglulega í blaðinu. Þættir þessir eru hinir fróðlegustu og að baki þeim liggur mikið rannsóknar- starf og könnun heimilda, sem afla þurfti víðsvegar að. Leitaði Ólafur m.a. mikið í smiðju eldra fólksins og bjargaði með því dýrmætum heimildum frá gleymsku og glötun. Annar fastur póstur var „Annáll Akraness" , sem átti eftir að verða eitthvert vinsælasta efni blaðsins æ síðan. Þar voru skrifaðar helstu fréttir dagsins, svo sem: aflabrögð, ýmsar framkvæmdir á vegum bæj- arins og annarra fyrirtækja, hjú- skapur, dánardægur, samgöngu- mál, íþróttamál og stjórnmál. Fyrsta bindi hins mikla ritverks „Saga Akraness" kom út árið 1957 og hið síðara tveim árum síðar. Þegar Ólafur lést var hann vel á veg kominn með samningu þriðja bindis, en efni hafði hann viðað að sér í fleiri bindi. Bókmenntastarf Ólafs er mikið að vöxtum og ekki unnt að gera grein fyrir því í stuttu máli. Þó má segja að fáum byggðar- lögum hafi verið gerð þetri skil um uppruna þeirra og sögu og stendur Akraneskaupstaður og byggðirnar sunnan Heiðar í mikilli þakkarskuld við Ólaf fyrir þetta þrekvirki hans. Mörg trúnaðarstörf voru Ólafi falin um dagana. Hann var um skeið í sýslunefnd Borgarfjarðar- sýslu. Eftir að Akranes fékk kaup- staðarréttindi árið 1942 varð hann oddviti sjálfstæðismanna í bæjar- stjórn og fyrsti forseti bæjarstjórn- ar. Var flokkurinn með hreinan meirihluta í bæjarstjórn undir for- ystu hans fyrstu árin. Hann sat í stjórn Sparisjóðs Borgarfjarðar- sýslu og síðar Sparisjóðs Akraness. Ymsum trúnaðarstörfum gegndi hann í Ungmennafélagi Akraness, en blómaskeið ungmennafélaganna stóð um þær mundir sem hann kom þar við sögu. Þá var hann formaður nefndar sem skipuð var árið 1934 til að undirbúa byggingu sjúkra- skýlis á Akranesi. Einnig var hann áhugamaður og ein aðaldriffjöðrin við tilraun til að reká bílferju yfir Hvalfjörð við lok síðari heimsstyrj- aldar. Áhrifa Ólafs gætti mikið hér á Akranesi, áhrifa sem áttu eftir að efla byggðina og þroska andann. Ólafur var bæklaður og Iágvaxinn af völdum þess og hefur sú fötlun efalaust eitthvað háð honum; þó var hann rismikill og bárum við ungl- ingarnir á Akranesi mikla virðingu fyrir honum þar sem við sáum hann þjóta um götur bæjarins, kvikan á fæti eða hjólandi á reiðhjólinu sínu. Eins og nærri má geta var Ólafur hamhleypa til allra verka og fljótur að átta sig á viðfangsefnum þeim sem leiða þurfti til lykta. Hann var samvinnuþýður og laginn að miðla málum, trygglyndur og viðmótsgóð- ur. Eiginkona Ólafs var Ása Ólafs- dóttir Finsen, dóttir Ólafs Finsen héraðslæknis. Ása reyndist manni sínum alla tíð mikil stoð og stytta og hefði honum sjálfsagt ekki orðið svo mikið úr verki ef hennar hefði ekki notið við, því oft var margt um manninn á heimili þeirra hjóna á Háteigi 16, svo mikil umsvif sem Ólafur hafði alla tíð með höndum. Eins og fyrr segir lést Ólafur 15. maí 1959, aðeins 63 ára að aldri. Ása Finsen býr nú á Dyalarheimil- inu Höfða á Akranesi, 92ja ára að aldri. Þau hjón eignuðust tvö börn, sem bæði eru búsett hér á Akra- nesi; Ólaf B. Ólafsson, fram- kvæmdastjórae sem kvæntur er Oldu Jóhannesdóttur frá Auðnum, og Ingibjörgu Ólafsdóttur, sem var gift Valdimar Indriðasyni, fram- kvæmdastjóra og alþingismanni, en hann lést í byrjun janúar á þessu ári. Einnig ólu þau upp Kolbrúnu Olafsdóttur, sem búsett er á Seyðis- firði, en maður hennar er Gunnar B. Sigmarsson. Saga Ólafs B. Björnssonar, rit- stjórans og fræðimannsins, sem lét æskudrauma sína rætast, hefur ekki verið skráð á bækur;_þó blasa verk hans hvarvetna við. Á þessum tímamótum minnast Akurnesingar mikils hugsjónamanns og góðs son- ar hinnar grónu byggðar við Fló- ann. Byggðar sem skartar Borgar- firði á aðra hönd en Hvalfirði á hina, og þar sem Akrafjall og Skarðsheiði mynda svo traustan og fagran bakhjarl. Ásmundur Ólafsson. EGGERT G. ÞORSTEINSSON + Eggert G. Þor- steinsson fyrr- verandi alþingis- maður og ráðherra var fæddur 6. júlí 1925. Hann lést á Landspítalanum 9. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni 16. maí. ! f Í DAG, 6. júlí, hefði elskulegur vinur orðið sjötugur, hefði honum enst aldur, en hann andaðist 9. maí síðast- Íiðinn. Ég dvaldi á sjúkrahúsinu hér á Akureyri. Halli hafði komið í kvöld- heimsókn og var farinn heim. Eftir nokkra stund var hann kominn aft- ur, stóð í dyrunum og benti mér að koma. Ég fór í sloppinn minn og fór fram á gang til að tala við hann. Hann sagði: „Eggert er dáinn." Mér fannst allt stöðvast; tíminn, starfsfólkið á sjúkrahúsinu, sjúkl- ingarnir sem ráfuðu um gangana, allt ys og þys, veröldin hlaut að hafa stöðvast augnablik. Mér varð hughvarf smá stund en þarna stóð Halli rólegur og hafði sagt mér að Eggert væri dáinn. Þetta kom mér á óvart - og þó. Eg áttaði mig, allt í kringum mig var eins og það átti aðvera, ekkert hafði stöðvast. Ég vissi að Eggert átti að gangast undir erfiða og hættulega skurðað- gerð sem gat brugðið til beggja vona og þetta urðu endalokin. Hugurinn flaug til hennar Helgu systur minnar, sambýliskonu Eggerts. Eggert G. Þorsteins- son fæddist í Keflavík 6. júlí 1925. Faðir hans var Þorsteinn Eggerts- son skipstjóri, fæddur í Kothúsum, Garði. Hann drukknaði er m.b. Egg- ert fórst í róðri 23. nóv. 1940. Móðir Eggerts var Margrét Guðna- dóttir, fædd í Keflavík. Bróðir Eggerts, Guð- björn Þorsteinsson, var líka skipstjóri en hann lést 6. des. 1991, svq að það var ekki langt á milli þeirra bræðra. Þótt Eggert væri fæddur og alinn upp við sjóinn og sjómennskuna varð hann ekki sjómaður. Hann lærði múrverk hjá föður mínum, Einari Jóhannssyni byggingameistara, sem þá var flutt- ur til Reykjavíkur. Eggert tók sveinspróf í múraraiðn 1947 og fékk meistararéttindi í múrsmíð og bygg- ingaleyfí 1951. Systir mín, Helga Soffía Einars- dóttir, var við nám í Kennaraskólan- um um sama leyti og Eggert var í námi hjá föður okkar og kynntust þau þá, Eggert og hún. Eftir að Helga lauk kennaraprófi fór hún til Vestmannaeyja og kenndi þar í tvö ár. Þar kynntist hún fyrri manni sínum, Jóni Magnússyni. Fyrri kona Eggerts var Jóna Jónsdóttir hárgreiðslumeistari. Eignuðust þau fjögur börn; Þor- stein, Jón Ágúst, Eggert og Guð- björgu. Er þetta orðin stór fjöl- skylda. Helga og Jón eignuðust eina dótt- ur, Kristínu Björgu, gifta Jóhanni Magnússyni viðskiptafræðingi og eiga þau þrjú börn. Eggert var félagi í Múrarafélagi Reykjavíkur og síðar heiðursfélagi. Ungur gekk hann til liðs við Alþýðu- flokkinn. Á Alþýðuflokksþingum hittumst við oft og þá endurnýjuð- ust okkar fyrri kynni, sem síðar urðu að einlægri vináttu. Alltaf átt- um við smellnar sögur að segja hvort öðru. í framboð til Alþingiskosninga fyrir Austurland fór Eggert 1953. Hann sagði mér að hann hefði ver- ið á Seyðisfirði um kosningarnar. Ekki var búið að telja atkvæðin og úrslitin því ekki kunn þegar hann tók sér bíl upp að Egilsstöðum áleið- is heim, hafði litla von um að kom- ast inn á þing. Á leiðinni upp eftir kemur bíll frá Egilsstöðum og báð- ir bílar nema staðar. Út úr Egils- staðabílnum kemur maður, opnar dyrnar á bílnum sem Eggert var í og segir: „Ég verð nú líklega að heilsa upp á nýja þingmanninn." Það var fyrst þá að Eggert vissi að hann var kominn á þing, eftir þetta var framtíð Eggerts ráðin. Hann gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir Alþýðuflokkinn, átti m.a. sæti í miðstjórn hans í tæpa hálfa öld eða frá. árinu 1948. Eggert var þingmaður Alþýðuflokksins 1953- 1978, sjávarútvegs- og félagsmála- ráðherra 1965-1969, sjávarút- vegs-, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra 1970-1971. Hann var forseti efri deildar Alþingis 1959 og síðan varaforseti deildar- innar. Eggert var formaður stjórnar og skrifstofustjóri Húsnæðismála- stofnunar ríkisins frá 1961-1965. Árin 1972-1979 gegndi hann störf- um framkvæmdastjóra styrktarfé- iags lamaðra og fatlaðra. Hann tók við starfi forstjóra Tryggingastofn- unar ríkisins 1979 og gegndi því starfi fram á haust 1993 er hann lét af störfum. Eftir mörg ár er þau höfði bæði misst sína maka, Eggert og systir mín, Helga Einarsdóttir, fyrrver- andi yfirkennari við Melaskólann í Reykjavík, endurnýjuðu þau sín fyrri kynni, tóku saman og keyptu sér hús á Móaflöt 59 í Garðabæ. Þar áttu þau gott og glæsilegt heimili, þar var gaman að koma og sitja og hlusta á Eggert segja skemmtilega frá ýmsu er á hans daga hafði drifið, bæði frásagnir af veru hans á þingi og ferðalögum og ekki síst hans skemmtilegu grín- sögum, sem hann var hafsjór af. Ég gat laumaði svona einni og einni sögu sem ekki eru sagðar nema í þröngum hópi, stóðu misjafnlega mörg vindstig eins og við Eggert sögðum. Þá var ekki síðra að fá þau hingað norður í Goðabyggðina. Þá var grillað, borðað og spjallað, jafnvel sungið út í „Derry" það eru ljúfar minningar. Síðastliðið sumar komu þau norð- ur, Didda og Eddi, eins og við köll- uðum þau ætíð og með þeim tvær danskar vinkonur okkar. Ég minn- ist sérstaklega kvöldsins sem þau komu, við höfðum lokið kvöldverði og sest út í hús eins og ég kalla það að fá okkur kaffisopa og pönnu- kökur. Þá hringir síminn og þar er góð vinkona mín, sem búsett'er í Noregi til fjölda ára, og eiginmaður hannar sem er norskur. Þau lang- aði til aðeins að sjá okkur áður en þau yfírgæfu landið en höfðu lítinn tíma. Ég sagði þeim að koma strax, sem þau gerðu. Þetta varð hin dá- samlegasta „sammenkomst". Það var töluð danska, norska, íslenska, og úr þessu varð allsherjar „skand- inavíska." Vinkona mín hafði orð á því hvað Eggert talaði vel norsk- una. Þetta var ein af þessum inni- lega skemmtilegu samverustundum í góðra vina hópi sem geymast í sjóði minninganna." ¦ Nú er þessi glæsilegi og góði maður genginn, sem öllum vildi gott gera og margir standa í þakk- arskuld við, enda voru þau alls stað- ar aufúsugestir, Didda og Eddi. Útför Eggerts fór fram frá Frí- kirkjunni 16. maí sl. að viðstöddum forseta íslands og ríkisstjórn ásamt fjölda ættingja og vina. Var þessi athöfn virðuleg. Hvað sagði hún Didda systir er ég talaði við hana eftir lát Eggerts? Jú, hún sagði eitthvað á þessa leið: „Lífið er eins og bók í mörgum köfjum og nú hafa orðið kaflaskil." Ég ætla að nota sem niðurlags- orð þéssara skrifa minna vísuna í gömlu afmælisdagbókinni minni á afmælisdegi hennar Diddu systur, 22. nóvember. I bókinni stendur að þetta sé viðlag: ' Hér komst ekki gleðin á því nóttina syrtir, vér skulum dansa betur þegar birtir. Elsku Didda, við Halli og allir góðir vinir og ættingjar hér norðan heiða sendum þér innilegar samúð- arkveðjur og við biðjum Guð að styrkja þig. Vertu viss það birtir á ný. Eddi hafðu innilega þökk fyrir allar þær ljúfu minningar sem við eigum um þig. Fjölskyldu þinni sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Áslaujr J. Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.