Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 29
MplKíUNBIAUIÐ MINNINGAR : FIMMTUDAqUR 6. JÚLÍ 1995 29 SIGMUNDURÞ. G UÐBJARTSSON + SIGMUNDUR Þórður Guð- bjartsson fæddist í Hafnarfirði 10. ág- úst 1908. Hann lést í Landspítalanum 29. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjartur Guð- bjartsson, vélstjóri, f. 10. júní 1873, d. 1954, frá Læk í Dýrafirði, og Hall- dóra Sigmundsdótt- ir, frá Hrauni á In- gjaldssandi, f. 25. júlí 1877, d. 1939. Sigmundur var sjö- undi í röð tólf systkina en ein- ungis sjö þeirra komust á legg: Sigurður, bryti, f. 1900, d. 1959, Páll, vélstjóri, f. 1904, d. 1994, Halldóra f. 1906, d. 1964, Marsi- bil f. 1911, Sigþrúður f. 1913 og Guðni, vélstjóri, f. 1916. Hinn 15. desember 1951 kvænt- ist Sigmundur Magneu Kristj- ánsdóttur, f. 3. mars 1907, d. 31. jan. 1992. Þau voru barnlaus. Sigmundur stundaði gagnfræða- skólanám á Akureyri og vél- smíðanám í Héðni og í Iðnskól- anum í Reykjavík. Hann lauk vélstjóraprófi 1930. Sigmundur var m.a. vélstjóri á Hermóði (eldra) og varðskipinu Þór (II). Frá 1932 var hann vélstjóri á e.s. Heklu og var í áhöfn skips- ins þegar þvi var sökkt 1941. Hann var vélstjóri á dráttarbátn- um Magna og járnsmiður í Hafn- arsmiðjunni í Reykjavík. Frá 1949 var hann vélstjóri á dýpk- unarskipinu Gretti þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1973. Sigmundur Guðbjartsson verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. reglunni á íslandi, þegar hann gekk í stúkuna Hallveigu nr. 3 hinn 24. mars 1952. Seinnagerð- ist hann stofnfélagi í Oddfellowstúkunni Þor- geiri nr. 11 og naut hann þess félagsskapar. Á sjómannadaginn árið 1973 var Sigmundur sæmdur heiðursorðu Sjómannadagsráðs sem hann mat mikils. Löng ævi og mikil lífsreynsla gerði Sig- mund Guðbjartsson að miklum mannþekkjara. Hann var ekki allra, en eignaðist marga vini í gegnum áratuga sjó- mennsku og félagsstörf. Hann var vinur vina sinna og sannur höfðingi. Kunni að gleðjast á góðum stundum, var ætíð hrókur alls fagnaðar og á alla lund veitandi góður. Ekki síst var hann veitandi í frásögn og viðræðu. Það var auðvelt að gleyma sér í spjalli við hann því hann var víðförull, marg- fróður og stálminnungur. Gamansem- in fylgdi ávallt með í ríkum mæli en aldrei á kostnað annarra. Mestu lífs- reynslu sína vildi hann þó ekki ræða, hvorki opinberlega né við sína nán- ustu, fyrr en nú rétt fyrir andlát sitt, en það var þegar hann bjargaðist ásamt fimm skipsfélögum sínum, eft- ir að hafa verið skipreika á íleka í tíu og hálfan sólarhring og taldir af, þegar þýskur kafbátur sökkti flutn- ingaskipinu Heklu 29. júní 1941. Afstaða Sigmundar til lífsins var einstök og til eftirbreytni. Hann var þakklátur Guði sínum fyrir góða heilsu, sem hann naut þar til fyrir fáum vikum, og með fullri andlegri reisn fól hann skaparanum sál sína og þjáðan líkama, ævarandi þakklátur fyrir lífsbjörgina fyrir nákvæmlega fimmtíu og fjórum árum. Eftirlifandi systkinum Sigmundar votta ég innilega samúð í sorg þeirra. Við hjónin og bömin okkar söknum hans sárt en erum þakklát fyrir að hafa átt samleið með öðlingi og mun- um ávallt heiðra minningu hans. Ásthildur Sigurðardóttir. ERFIDRYKKJUR sími620200 Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðbord, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÍTEl LÖFTLEIBIR í ÞAU tuttugu og fímm ár sem ég hef notið viðkynningar við Sigmund Guðbjartsson, nafna mannsins míns og stórfrænda, hefur hann verið mér ímynd lífsgleðinnar. Mér og mínum var hann svo sannarlega stórfrændi, stór í öllu en stærst var þó hjartarým- ið. Mummi og Magnea eiginkona hans, voru þau fyrstu sem ég kynnt- ist af tengdafólki mínu og frá fyrstu heimsókn á Hrefnugötu 3 einkennd- ust móttökur þar af elskusemi og glaðværð, ásamt einlægum áhuga á velferð okkar hjónanna og bama okk- ar. Mummi og Magnea voru einstak- lega samhent hjón og líf þeirra ekki hlaup eftir vindi. Bæði náðu háum aldri við góða heilsu og þau nutu lífs- ins saman. Gegnum árin ferðuðust þau viða, innanlands og utan, seinni árin mest á suðlægar slóðir. Þau voru sannir heimsborgarar. Það var Sig- mundi mikið áfall og missir þegar Magnea andaðist fyrir rúmum þremur árum eftir stutta sjúkralegu. Hann hélt einn heimili áfram á Hrefnugöt- unni þar til í janúar síðastliðnum er hann fluttist á dvalarheimili aldraðra sjómanna að Hrafnistu í Reykjavík. Sigmundi og Magneu varð ekki barna auðið en bamelsku sína færðu þau yfir á börn vina sinna og vanda- manna. Sérstöku ástfóstri tók Sig- mundur við systurson sinn og nafna, en heimili systur hans og mágs, tengdaforeldra minna, var að hluta heimili hans í áratug áður en hann kvæntist. Með nöfnunum þróaðist náin vinátta og elska og eftir lát Magneu studdist Sigmundur mjög við nafna sinn. Báðir nutu þeir einlæg- lega saman ferðar til Kaupmanna- hafnar á afmæli hins eldra fyrir tveimur árum. Ungur maður stundaði Sigmundur skíðaíþróttina í KR og riíjaði oft upp góðar minningar frá þeim tíma. Bolta- leikur í sjónvarpi átti hug hans allan og þegar þannig stóð á fékk ekkert tmflað. Þangað til fyrir skömmu stundaði hann reglulega sund í Sund- höll Reykjavíkur. Sundið taldi hann allra meira bót og þakkaði þvi m.a. góða heilsu. Sigmundur varð félagi í Oddfellow- UM PITT Verðbréfasjódir Skandia bjóðaJjölbreyttar leiðir til að ávaxta sparifé þitt Werðbréfasjóðir Skandia eru góður kostur fyrir þá sem vilja spara markvisst og fjárfesta til lengri eða skemmri tíma. Þegar þú fjárfestir í verðbréfasjóðum Skandia geturþú verið viss um að alltaf er leitast við að ná hœstu ávöxtun sem mögulegt er, án þess að mikil áhœtta sé tekin með penitigana jji««. Á árinu 1994 nam munávaxtun sjóða Skandia alltað 11.1%. Skandia býður upp á 5 sjóði sem hver um sig er sniðinn að mismunandi þörfum Jjárresta: Kjarabréf Tekjubréf, Markbréf, Skyndibréf og Fjölþjóðabréf Ráðgjafar Skandia eru ávallt reiðu- búnir til að leiðbeina þér við val á rétta verðbréfasjóðnum fyrirþig. Tryggðu þér góðar fréttir i blaðinu á morgun og fjárfestu i verðbréfa- sjóðum Skandia. Skandia Lögg8tverðbréfafyrirtæki«Laugavegi170«Simi56197 00 Fjárfestingarfélagið Skandia hf. er alfarið i eigu Skandia nminw—■■■■mmnmnmmro niimmimHmnwmmnm«imwnH—wnm«-i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.