Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 37 ,• __________BRÉF TIL BLAÐSHMS______ Islendingar eiga að bíða átekta h Frá Þórði Oddssyni í STAKSTEINUM í Morgunblað- inu föstudaginn 23. júní sl. var birtur hluti af grein Guðmundar Magnússonar hagfræðings úr tímaritinu Hagmálum, um van- þekkingu íslendinga á þeim regl- um sem gilda innan Evrópusam- bandsins og EES. Það er að vísu alveg rétt að Islendinga skortir ábyggilega þekkingu á þessu sviði og þegar ég ávarpa svona háæruverðugan prófessor í hagfræði, þá kemur mér í hug gamla vísan um fjallið og hundaþúfuna: Hundaþúfan hreykti kamb hróðug mjög með þurra dramb tók að skamma fremdarfjall farðu burtu ljóti karl en fjallið þagði, það ég skil það þekkti ekki að hún væri til. Svona er mér innanbrjósts þeg- ar óþekktur maður eins og ég er að ávarpa hálærðan prófessor. Andstaða mín við Evrópusam- bandið hefur nokkuð lengi verið mótuð af því að ég hef vantrú á þeirri grundvallarhugsun sem liggur að baki því. Það hefur sýnt sig í áranna rás að það er ekki svo gott að koma þessum málum í rétt horf vegna þess að voldugar þjóðir setja sig upp á móti vissum atriðum, eins og t.d. myntbanda- laginu. Frakkar eru dálítið óþægir í taumi og mörg ríkin eru það vanþróuð að þau eiga jafnvel ekki heima í svona bandalagi þar sem allir eiga að hafa jafnan rétt. Því er ég á skoðun Jóns Bald- vins Hannibalssonar að því leyti að ég tel að þetta sé deyjandi sam- kunda sem á eftir að leggja upp laupana innan mjög fárra ára. Peningaástand heimsins hefur breyst mikið síðustu áratugi. Frá árinu 1960 til 1995 hefur fjöl- þjóðafélögum fjölgað úr 7 þúsund- um í 37 þúsund og gríðarstór fijáls markaður hefur skapast utan við öll þjóðríki í heiminum. Þessi þróun hófst, eins og venjan er í fijálsri samkeppni, að mestu án siðferðis- kenndar. Gróðasjónarmið eru auð- vitað alltaf ríkjandi í frjálsri sam- keppni, en nú er í auknum mæli þvingað uppá hana kröfum um bætt siðferði og umhverfisvæna afstöðu, sem öll auðfélög í heimin- um verða að tileinka sér í dag til að geta lifað og stundað sína starf- semi truflanalaust. Nýverið komu fulltrúar sjö helstu iðnríkja heims saman í Halifax í Nova Scotia í Kanada. Þeir hafa haldið sína fundi með vissu millibili og alltaf hlotið jafnmikla virðingu heimsins. Nú koma þessir menn saman í Halifax og það eina sem þeir samþykktu var að stofna sjóð sem á að nota til þess að aðstoða ríki sem standa LAWIM-BOY garðsláttuvélar Reykjavik: Ármúla 11 - Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Simi 461-1070 ÞOR HF Roykjavík - Akurcyri höllum fæti fjárhagslega og tillaga Clintons Bandaríkjaforseta um að aðstoða Mexíkó var samþykkt. En þeir gátu ekki ákveðið hvaðan peningarnir áttu að koma í þennan sjóð. Áður fyrr voru sjö helstu iðnríki heims raunverulega fjárhagslega sjálfstæð ríki sem gátu hagað sín- um fjármálum að vild. Nú er hið fijálsa fjármagn orðið svo yfir- gnæfandi að þjóðhöfðingjar þurfa að leita á náðir þess til að geta gert þær fjármálaráðstafanir sem þörf er á í iðnríki. Þannig eru lög- legar stjórnir þessara landa orðnar gjörsamlega valdalausar og fund- ur leiðtoga þessara sjö ríkja sem komu saman í Halifax er eins og fundur jólasveina á Grænlandi. Þeir geta ekkert sagt vegna þess að þeim er ljóst að það er algjör- lega búið að svipta þá fjármála- völdum í heiminum. Ég vil meina að Guðmundur Magnússon hafi þegar gert sér þetta ljóst og tali í því samhengi um að nauðsynlegt sé að bæta þekkingu íslendinga á EES og ESB, til þess að við getum tekið rétta afstöðu. Því að ég álít þetta deyjandi fyrirkomulag og að það sé alls engin þörf fyrir íslenska þjóð annað en, eins og Davíð Odds- son vill hafa það, að bíða átekta. ÞÓRÐUR ODDSSON, fyrrv. læknir, Bólstaðahlíð 45, Reykjavík. Lauf og litprúðir runnar. Rósir, skógarplöntur og margt blómstrandi. É Rosa 'George Will' Tilboð þessa helgi: ! Sitkagreni í pottum á 350 kr. (áður 550). Fagursýrena ossvoffsstððin hf Fossvogsstöðin, Fossvogsbletti 1, f. neðan Borgarspítala Réðgjöf; þjónusta, leiðsögn 'Z 11 j (0»] >1» 1 gj [j ire \| v \ \ \ Opið 8-19 & um helgar 9-17. Sími 564-1777 NÚ: 1.490 2.9901 2.990 4.990 |30-60% afsláttur!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.