Morgunblaðið - 06.07.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.07.1995, Qupperneq 1
___________LÝSl Hyggur á útílutn- ing á harðfeiti /4 _______EVREKA Tvö ný rann- sóknarverkefni /6 REItSTUR Nýtt skemmti- ferðaskip /8 Bensínsala Olís og Skeljungur náðu í gær samkomulagi um kaup Olís á Skeljungsstöðinni í Neskaupstað samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Stöðin, sem er í miðjum bænum, hefur verið lokuð frá því í byijun júní, og síðan hafa viðræð- ur staðið yfir um kaup Olís á henni. Olís mun væntanlega á næstunni flytja bensínafgreiðslu sína í stöðina. Skuldabréf Lántökur sveitarfélaga verða væntanlega á bilinu einn til einn og hálfur milljarður króna á næstu þremur mánuðum að því er fram kemur í nýútkomnu fréttabréfi Landsbréfa. Frétta- bréfið spáir því að skuldabréfaút- gáfa sveitarfélaganna nemi um 4-5 miiyörðum í ár en í fyrra nam hún um sex milljörðum króna. SPRON Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis hefur endurbyggt húsin Skólavörðustíg 13 og 13a sem standa við hlið aðalstöðva hans að Skólavörðustig 9. Tengibygg- ing hefur verið smiðuð milli aðal- stöðvanna og hússins númer 13.1 því verður ein af stoðdeildum Sparisjóðsins ásamt fundarsal. SÖLUGENGIDOLLARS GENGI NOKKURRA GJALDMIÐLA frá 1. júní 1994 (sölugengi) DOLLARI Kr. 85 -8,47% breyting JJÁSONDJFMAMJ STERLINGSPUND Kr. -6,55% breyting „ frá áramótum k ;; 1994 1995 1 l l*l 1 1 1 J J Á S 0 N D t t d 1 “t I oö J F M A M J Dönsk KRÓNA Kr. +3,66% breyting frá áramótum 1 i'á? vy 1U,o !994 y,o 1995 JJÁSONDJFMAMJ Þýskt MARK +3,15% breyting frá áramótum Kr. 50 48 46 '45,45 44 44,06 1994 1995 JJÁSONDJFMAMJ 42 40 38 36 Japanskt YEN Kr. +9,01 % breyting frá áramótum jr®%0'75 ÍjJ 0,7404 0,6 1994 1995 I i i*i 1 1 1 J J A S 0 N D J F M A M J ’ Franskur FRANKI +0,62% breyting frá áramótum 12,786 Kr. 14 13 12,940 1994 I—I—H-l—I—I—I 12 11 1995 1 i10 JJÁSONDJFMAMJ Verulegur viðsnúningur í rekstri Sæplasts hf. fyrstu fjóra mánuðina Hagnaður upp á 10,6 milljónir Heildartekjurjukustum 17,4% REKSTUR Sæplasts hf. skilaði 10.6 milljóna króna hagnaði á fyrstu fjóru mánuðum ársins, en á sama tímabili í fyrra var rúm- lega átta milljóna tap af rekstrin- um. Að sögn Kristjáns Aðalsteins- sonar, framkvæmdastjóra Sæ- plasts, skýrist munurinn einna helst af aukinni sölu milli ára, auk þess sem hagræðing í rekstri er farin að skila árangri. Heildartekjur Sæplasts fyrstu fjóra mánuði ársins voru sam- kvæmt milliuppgjöri 108,4 milljón- ir og er það 17,4% meiri velta en á sama tímabili í fyrra. Samkvæmt fjögurra mánaða milliuppgjörinu var bókfært verð heildareigna Sæplasts 397,6 millj- ónir. Þar af voru veltufjármunir 194.6 milljónir. Heildarskuldir fé- lagsins voru á sama tímabili 133,8 milljónir og eigið fé því 263,8 milljónir. Eiginfjárhlutfall Sæplasts var í apríllok 0,66, en 0,64 um síðustu áramót. Þá er veltufjárhlutfall fé- lagsins 2,62 skv. fjögurra mánaða milliuppgjöri, en var 2,46 um síð- ustu áramót. Útflutningur 63% veltu Útflutningur Sæplasts fyrstu fjóra mánuði ársins nam tæplega 63% af heildarveltu fyrirtækisins og að sögn Kristjáns munar þar mest um góða sölu til fyrirtækja í Danmörku, Hollandi og suð-aust- ur Asíu. Ríflega 33% aukning varð í sölu keija samanborið við fyrstu fjóra mánuði ársins í fyrra, en hins vegar dróst trollkúlusala sam- an um 20%. Kristján sagði að mikil fram- leiðsla hefði verið í verksmiðju Sæplasts síðustu mánuði og allt útlit fyrir að framhald yrði þar á „Sala síðustu-tveggja mánaða hef- ur verið mjög góð og ljóst að velt- an eftir fyrstu sex mánuði ársins verður um 190 milljónir,“ sagði Kristján, en það er um 18% aukn- ing frá sama tíma í fyrra. Nýgerðkerja Undanfarnar vikur hefur Sæ- plast unnið að því að kynna nýja gerð af keijum fyrir viðskiptavin- um. Um er að ræða ker með nýrri gerð af einangrun og hafa þau að sögn Kristjáns vakið mikla at- hygli viðskiptavina, bæði heima Og erlendis. „Nýju kerin hafa það meðal annars fram yfír þau ker sem eru nú á markaði, að þau eru endurvinnanleg, sem þýðir að það verður hægt að mala þau niður og nota í annarskonar plastfram- leiðslu. Þá eru nýju kerin sterkari en þau gömlu, en aftur á móti um 10% þyngri,“ sagði Kristján. Kristján sagði ennfremur að mikill áhugi væri hjá erlendum fyrirtækjum í matvælaiðnaði fyrir nýju keijunum og vonir stæðu til að á næstunni yrði gengið frá samningum við nokkra aðila. 1? s ISLENSKI LÍFEYRISSJÓÐ URINN fyYÍrhyggja til framtíðar íslenski lífeyrissjóðurinn hf, séreignasjóður í umsjd Landsbréfa, hefur sýnt bestu ávöxtun séreignasjóða sl. fjögur ár. Allir sem vilja skapa sér og sínum meira öryggi í framtíöinni eiga erindi í sjóöinn. Ráðgjafar Landsbréfa hf. og umboðsmenn í Landsbanka Islands um allt land veita allar ffekari upplýsingar 0 X landsbref hf. hx. - S. UOURLANDSBRAUT 2 4, 10 8 R E Y K J A V í K , S I M I 5 8 8 0 2 0 0, R R I. r A 5 8 3 8 0 1) 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.