Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ _______________________VIÐSKIPTI Ávöxtunarkrafa hús- bréfa hækkar Líkur á auknu framboði skuldabréfa fyrirtækja og sveitarfélaga í ár Morgunblaðið/Jón Svavarsson. Fjölhæfar litljós- ' ritunarvélar LANDSBRÉF hækkuðu í gær ávöxtunarkröfu í nýjustu flokka spariskírteina um 0,04% eða úr 5,95% í 5,99%. Þetta er fyrsta breyt- ingin frá því 4. apríl sl. Óttar Guðjónsson, hagfræðingur hjá Landsbréfum, segir að rekja megi þessa hækkun að nokkru til aukins framboðs verðtryggðra skuldabréfa að undanförnu. Þannig hafi Stofnlánadeild landbúnaðarins boðið út ríkistryggð skuldabréf að fjárhæð 600 milljónir til 15 og 25 ára miðað við 6% raunávöxtun. Jafnframt liggi fyrir sölutilboð í 600 milljónir króna af húsbréfum á Verðbréfaþingi miðað við 5,97% ávöxtunarkröfu, en væntanlega sé Seðlabankinn þar á ferð. Að sögn Óttars hafa lífeyrissjóð- TÖLUVERÐ lækkun varð á meðal- ávöxtun samþykktra tilboða í útboði á 3ja, 6 og 12 mánaða ríkisvíxlum sem lauk í gær. Að sögn Péturs Kristinssonar, framkvæmdastjóra Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa, staðfestir vaxtalækkunin þá þróun sem hefur átt sér stað á Verðbréfa- þingi undanfarið. Alis bárust 56 gild tilboð í ríkis- víxlana, samtals að fjárhæð 5.841 milljónir króna. Heildaríjárhæð tek- imir á sama tíma verið að þreifa fyrir sér með erlendar ijárfestingar auk þess að ijárfesta í innlendum veðskuldabréfum. Aukin ásókn í húsbréf í haust Landsbréf hafa spáð því að tölu- vert framboð af skuldabréfum fyrir- tækja og sveitarfélaga verði á verð- bréfamarkaði á næstu mánuðum. I nýútkomnu fréttabréfi fyrirtækisins fyrir lífeyrissjóði er bent á 300 millj- óna króna skuldabréfaútgáfu Eim- skips sem þegar hefur verið sett á markað. Vitað sé um fyrirætlanir fleiri sterkra útgefenda um skulda- bréfaútgáfu. Þá er bent á að óvissu um láns- tíma í húsbréfakerfínu verði vænt- anlega eytt nú á haustmánuðum, inna tilboða er 4.128 milljónir króna og þar af enj 1.297 milljónir frá Seðlabanka Islands á meðalverði samþykktra tilboða. Heildarupphæð samþykktra til- boða í þriggja mánaða ríkisvíxla var 3.930 milljónir króna og meðalávöxt- un var 6,89%. í lok maí sl. var meðal- ávöxtunin 7,13%. Samþykkt tilboð í 6 mánaða rík- isvíxla voru samtals 1.150 milljónir og meðalávöxtun 7,36%. Við síðustu en við það megi ætla að eftirspum einstaklinga eftir húsbréfalánum taki aftur að aukast. Talið er að allstór hópur einstaklinga haldi að sér höndum á fasteignamarkaði í þeirri von að þá verði hægt að sækja um 40 ára húsbréfalán. Þar að auki þykir Landsbréfum trúlegt að ríkissjóður verði að beina töluverðum hluta af lántökum sínum á innlendan markað á síðari hluta ársins, ef marka megi ummæli ráð- herra. Að öllu samanlögðu telja Lands- bréf að leiða megi líkur að því að framboð verðtfyggðra skuldabréfa sé nægilegt á markaði, nú sem stendur og næstu mánuði, til að ekki verði þar um vaxtalækkun að ræða að öðru óbreyttu. viðskipti, í lok maí, var meðalávöxt- unin 7,55%. Að lokum voru sam- þykkt tilboð í 12 mánaða ríkisvíxla samtals að fjárhæð 761 milljón. Meðalávöxtunin var 7,90% sam- anborið við 8,20% í lok maí. „Þetta er staðfesting á þeirri lækk- un sem hefur átt sér stað á Verð- bréfaþingi undanfarið. Tvennt kemur til, aukin trú manna á stöðugleika hér innanlands og vaxtalækkanir erlendis," sagði Pétur. OPTÍMA í Ármúla hélt fyrir skömmu námskeið í litlj'ósritun fyrir eigendur litUósritunarvéla. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu á slíkum vélum og þjónustuvörum fyrir þær. Nú nýlega fékk Op- tíma einkaumboð fyrir þýska fyr- irtækið The Magic Touch en það sinnir þjónustu og sölu á rekstr- arvörum fyrir litljósritunarvélar og sérhæfir sig í að flytja lit- myndir á slétta fleti með ljósrit- unartækni. Theresa M. Brisch, sölustjóri The Magic Touch var fyrirlesari á námskeiðinu en hún heldur því fram að með hjálp lit- ljósritunartækni sé hægt að koma litmyndum á alla slétta fleti Björgvin Ragnarsson, sölu- sljóri Optíma, telur að um 55 Iit- ljósritunarvélar séu nú til á Is- landi og að flestar þeirra séu notaðar á ljósritunar- eða ljós- myndastofum. „Nú eru þær aðal- lega notaðar til að koma litmynd- um á pappír eða boli. Vélarnar búa þó yfir miklu fleiri möguleik- um en margur ímyndar sér og á námskeiðinu var sýnt hvernig nota má þessa tækni til að koma litmyndum á útiskilti, bolla, málm, gler, plastpoka og kerti svo eitthvað sé nefnt. Helsti kost- urinn við litljósritun er hve hún er einföld og fljótleg. Til dæmis eru nú mörg fyrirtæki að upp- götva að það er miklu ódýrara og fljótlegra að koma vörumerki eða mynd á ákveðinn hlut með litljósritun en mörgum öðrum aðferðum," segir Björgvin. Á myndinni eru frá vinstri: Jón Georgsson frá Pedromyndum á Akureyri, Albert Már Stein- grimsson frá Filmum og fram- köllun í Hafnarfirði og Theresa M. Brisch. Vextir 3ja mánaða ríkis- víxla úr 7,13% Í6,89% Innflutningur notaðra ökutækja Reglum um ákvörð■ un tollverðs breytt Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkur * Avöxtun með því lakasta sem þekkist NÝJAR reglur hafa tekið gildi um ákvörðun tollverðs notaðra öku- tækja en það er liður í að fram- fylgja skuldbindingum íslendinga samkvæmt GATT-samningnum. Fjármálaráðherra hefur sett reglu- gerð um tollverð og ákvörðun þess sem nær til allra innfluttra vöru- tegunda. Með gildistöku laga um breyt- ingar á lögum vegna aðildar ís- lands að alþjóðaviðskiptastofnun- inni fellur úr gildi heimild í tolla- lögum til að láta sérstakar reglur gilda um tollverð notaðra bifreiða. Indriði H. Þorláksson skrif- stofustjóri í fjármálaráðuneytinu sagði að í gömlu reglunum hafi tollverð notaðra bifreiða verið ákvarðað annars vegar miðað við nývirði nýjustu árgerðar sömu bif- reiðar og sérstakar afskriftareglur vegna aldurs bifreiða hins vegar. Upplýsingar um nývirði hafi ís- lensk bifreiðaumboð veitt. Vörureikningur lagður til grundvallar tollverði í nýju reglugerðinni gildir sú regla um notaðar bifreiðar eins og aðrar vörur að vörureikningur er lagður til grundvallar tollverð- inu. I henni eru þó einnig veittar heimildir til að vísa vörureikningn- um til hliðar ef ástæða er til að ætla að hann sýni ekki raunveru- legt viðskiptaverð. Sérstakar reglur kveða þá á um hvernjg staðið skuli að ákvörðun tollverðsins en í stórum dráttum er verð sömu eða sambærilegrar vöru haft til hliðsjónar. Megin- markmiðið er að komast eins ná- lægt raunverulegu viðskiptaverði og hægt er. Ef allt um þrýtur segir Indriði að notast megi við þá reglu að áætla líklegt fob-verð á nýrri bif- reið og síðan að afskrifa hana eft- ir sömu afskriftareglu og áður. Hann taldi líklegt að mikið reyndi á þessa reglu sérstaklega þegar um værri að ræða aðila sem flyttu inn bíla sem þeir hefðu átt og notað erlendis í mörg ár. í þeim tilvikum sé ekkert kaupverð til að miða tollverð við. Til að koma í veg fyrir misnotk- un á reglunum munu íslensk toll- yfirvöld bera verð á innfluttu öku- tæki samkvæmt aðflutnings- skýrslu saman við viðmiðunarverð á ökutækjum af sömu tegund og árgerð í því landi sem ökutækið var keypt. Gæti leitt til verðlækkunar Indriði sagði að gamla reglu- gerðin um ákvörðun tollverðs hafi verið gagnrýnd af innflytjendum notaða bíla fyrir þá sök að nývirði bíla hafi verið ofmetið. Afskrifta- reglumar hafi aftur á móti þótt bærilegar. „Gagnrýnin beindist einkum að því að miða tollverð við söluverð nýrra bifreiða sem umboðin gefa upp,“ sagði Indriði. „Ef það reyn- ist rétt að nývirði bifreiða hafi verið ofmetið með þessum hætti munu breytingarnar líklega leiða til einhverrar lækkunar á verði notaðra bíla.“ Stækkun kartöflu- verksmiðju Hellu. Morgunblaðió FRAMKVÆMDIR eru hafnar við 600 fm viðbyggingu Kartöfluverk- smiðjunnar í Þykkvabæ. Að sögn verksmiðjustjórans, Auðuns Gunnarssonar, var þörf á auknu rými eftir að verksmiðjan hóf framleiðslu á nasli sem var áður framleitt á hennar vegum í Hafnarfirði. Oll framleiðslan franskar, skifur, forsoðnar kart- öflur auk naslsius og fl. tegunda er nú í Þykkvabænum, en i sumar er einmitt verið að markaðssetja þrjár uýjar tegundir af nasli. Eftir stækkun hefur verksmiðj- an til umráða 1.700 fm en starfs- menn hennar eru tíu. Dreifingar- stöð og skrifstofa fyrirtækisins er í Garðabæ þar sem starfsmenn eru sjö, en framkvæmdastjóri Kart- öfluverksmiðjunnar er Friðrik Magnússon. Nýja viðbyggingin er frá Lím- tré hf. á Flúðum og Yleiningum. BORGARENDURSKOÐUN gagn- rýnir í nýútkominni endurskoðunar- skýrslu sinni Lífeyrissjóð starfs- manna Reykjavíkurborgar fyrir slaka ávöxtun eigna. Bent er á að raunávöxtun sjóðsins hafi verið með því lakasta sem gerist hjá lífeyris- sjóðum í landinu eða einungis 4,87% árið 1993. Með sömu reikningsskila- aðferð fyrir árið 1994 hefði sam- bærileg ávöxtun orðið 5,11%. Ekki liggja fyrir upplýsingar um ávöxtun lífeyrissjóðsins á árinu 1994, en borgarendurskoðun telur að ávöxtunin sé lakari én gerist hjá lífeyrissjóðum þrátt fyrir nokkurn bata. Breyting varð á reglum um vexti af inneign sjóðsins hjá borgar- sjóði á árinu og hækkuðu vextirnir úr 0,5% í 5,5%. Samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt á sjóðnum nema áfallnar líf- eyrisskuldbindingar í árslok tæplega 13,2 milljörðum miðað við 2% vexti. Hafa þær hækkað um 30% á síðustu fjórum árum. Hrein eign til greiðslu lífeyris nam hins vegar tæplega 1,6 milljörðum í árslok og hefur hækkað um 79,5% á síðustu fjórum árum. Samkvæmt þessu hefur nettó skuldbinding, þ.e. áfallin skuldbind- ing að frádreginni hreinni eign til greiðslu lífeyris, hækkað um 25%. Er raunhækkun nettó lífeyrisskuld- bindingar sjóðsins rúmlega 10%. Borgarendurskoðun bendir á að raun- hækkunin samsvari 951 milljónum en á árunum 1991-1994 hafí framlag borgarsjóðs og borgarstofnana verið 768 milljónir. Framlagið hefði þurft að vera u.þ.b. 124% hærra en það var umrætt tímabil til að nettó lífeyr- isskuldbindingin stæði í stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.