Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 B 3 VIÐSKIPTI * Utflutningur æðadúns tvöfaldast milli ára Flutt útfyrir 100 milljónir í fyrra ÚTFLUTNINGUR æðadúns nam 3.793 kg. á síðasta ári og var út- flutningsverðmætið rétt tæpar 100 milljónir króna, fob. Bæði magn og verðmæti útflutnings nær tvöfald- aðist á milli ára. Árið 1993 voru flutt út um 1.600 kg. af æðadúni og svipað magn árin 1992 og 1991. Arin 1987-1990 var útflutningsmagnið hins vegar rúm þijú tonn á ári. Hermann B. Reynisson, stjórnarformaður Atl- antic Trading á íslandi hf., sem m.a. flytur út æðadún, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að frá árinu 1984 til 1994 hafi alls_ verið flutt út 24 tonn af dúni. „Árlegur út- flutningur Hefur þar af leiðandi verið 2,4 tonn að meðaltali á þess- um áratug. Miðað við það er út- flutt magn á síðasta ári um tveimur þriðju hærri en á meðalári," sagði Hermann. Fob verðmæti útflutnings nær tvöfaldaðist á milli áranna 1993 og 1994, fór úr 51 milljón árið 1993, á verðlagi þess ár, í 99,9 milljónir í fyrra. Að sögn Hermanns var verð- ið lágt í fyrra samanborið við fyrri ár. Það var tiltölulega stöðugt og var verðhækkun frá áramótum til ársloka aðeins rétt innan við 4%. Hverjir kaupa? Meginþorri æðadúns sem er seld- ur frá Islandi fer til Evrópu og Asíu. Hlutur Evrópusambandsland- anna var á síðasta ári 2.020 kg eða 53% af heildarútflutningi. Þar af var hlutur Þýskalands 1.668 kg. eða tæp 44%. Til Asíu voru flutt 1.770 kg. eða 47% af heildarútflutningi. Aðeins voru flutt út 3 tonn til Bandaríkjanna og samkvæmt út- flutningsskýrslum fer dúnn ekki til annarra landa milliliðalaust. Hverjir flytja út? Hermann sagði að sjö útflutn- ingsfyrirtæki hefðu flutt út æðadún á síðasta ári. Þar sé Kjötumboðið hf. stærst með alls 1.755 kg., eða rétt tæpan helming alls útflutnings á síðasta ári. Önnur fyrirtæki sem þá fluttu út æðadún eru að sögn HermannSj XCO hf. í Reykjavík með 9%, Islenskur æðadúnn hf. í Stykkishólmi með 6% og Frico heildverslun í Reykjavík með 3_%. Fyrirtækin Atlantic Trading á ís- landi hf., með 5%, og Eiríkur Snæ- björnsson í Reykhólasveit, með 1%, fluttu æðadún út í fyrsta skipti á síðasta ári og þá er ótalin heildversl- un Elíasar Gíslasonar, en ekki feng- ust upplýsingar um hversu mikið magn var þar flutt út. Fjöldi bænda og einstaklinga flytur út æðadún í eigin nafni, milliliðalaust. Að sögn Hermanns hefur slíkur beinn útflutningur þeirra stóraukist frá því sem áður var og telst hann nú um fjórðungur alls útflutnings. Hermann segir að þar vegi þyngst beinn útflutningur Jóns Sveinssonar, bónda í Miðhús- um, en útflutningur á hans vegum eða í tengslum við hann sé talinn um þrír fjórðu hlutar alls beins út- flutnings síðasta árs. Útfiytjendur dúns 1994 0 200 400 600 800 1000 1200 1400 1600 1800 kg WBBMiiOiJio ///•'. Fjármálafor- rit Búnaðar- banka fyrir heimili HEIMILISLÍNA Búnaðarbankans hefur gefið út fjármálahugbúnað- inn Heimi. í frétt frá bankanum segir að hann sé fyrstur íslenskra banka með fjármálahugbúnað til nota í heimilistölvu. Með notkun Heimis er hægt að færa heimilisbókhald beint inn á tölvu heimilins, gera fjárhagsáætl- un fram í tímann, reikna út greiðslubyrði lána og ávöxtun sparireikninga. Auðvelt er að bera saman rauntölur úr heimilisbók- haldi við fjárhagsáætlunina. Eins er hægt að skrá inn alla tekju- og útgjaldaliði og láta hugbúnaðinn sjá um útreikning á sköttum o.fl. Þá er hægt að prenta út skýrslur og skjámyndir, velja um mismun- andi leturgerðir o.fl. Ennfremur segir að félagar í Heimilislínu Búnaðarbankans geti gert áætlanir í eigin tölvu og notað í samskiptum við þjónusturáðgjafa bankans. Hugbúnaðurinn er skrif- aður fyrir Windows og honum fýlg- ir ítarlemir leiðheininp-arbæklinmir. VIÐ FLYTJUM í Furugerbi 5 Vib höfum ávallt lagt metnaö okkar í aö vera leiöandi fyrirtæki í ráögjöf og erum í stööugri sókn. Vegna aukinna umsvifa og nýrra og spennandi verkefna flytjum viö nú í rýmra og hentugra húsnæöi. Nýtt símanúmer 533 1800 RÁÐCARÐUR hf RÆG/WÐUR ■ SIJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐQÖF SKIPARAÐGJOFhf. Gæbastjórnun • Stefnumótun og endurskipulagning • Vibskiptaáætlanir • Vörustjórnun • Þjónusturáðgjöf og þjónustukannanir • Launakerfi • Rábningamiblun Alhliba tækniþjónusta og rábgjöf fyrir nýsmíbi, breytingar og endurbyggingar skipa • Hönnun • Útbob • Kostnabaráætlanir • Verkeftirlit • Úttektir TILKYNNING UM UTGAFU MARKAÐSVERÐBREFA HÚSBRÉF 2. flokkur 1995 Kr. 6.500.000.000,- - krónur sexþúsundojjfhnmhundruómilljónir 00/100- Utgefandi: Byggingarsjóður ríkisins, húsbréfadeild Útgáfudagur: 15. júní 1995 Skráning á Verðbréfaþing Islands hefst: 10. júlí 1995 Vextir: 4,75% Lokagjalddagi: 15. júní 2020 Einingar bréfa: kr. 10.000, 100.000, 1.000.000, 5.000.000 Umsjón með útgáfu: Landsbréfhf. * y LANDSBRÉF HF. tK. - tlfn- Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. LÖGGILT VEROBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS. Siglingaáætlun Samskipa til og frá Bandaríkjunum Samskip bjóða viðskiptavinum sínum beinar áætlunarsiglingar milli íslands og Bandaríkjanna. Þannig tryggja Samskip að virk samkeppni fái að njóta sín í flutningaþjónustu á íslandi. SAMSKIP Holtabakka viö Holtaveg • 104 Reykjavík • Sími 569 8300 • Fax 569 8327 BANDARÍKIN ÁÆTtUN Feröanúmer Brottför 5N28 5N31 5N34 5N37 5N40 5N43 5N46 5N49 Reykjavík: Koma 30. júl. 20. ág. 10.sept. 01. okt. 22. okt 12. nóv. 03. des. Reykjavík: Brottför Mán. 10. júl. 31. júl. 21. ág. 11 .sept. 02. okt. 23. okt. 1 3. nóv. 04. des. New York Fö. 14. júl, 04. ág. 25. ág. 1 S.sept. 06. okt. 27. okt. 1 7. nóv. 08. des. Gloucester Þri. 18. júl. 08. ág. 29. ág. 19.sept. 10. okt. 31. okt. 21. nóv. 12. des. Norfolk Fös. 21. júl. 11. ág. Ol.sept. 22.sept. 1 3. okt. 03. nóv. 24. nóv. 15. des. Hafðu saniband við markaðsfulllrúa okkar lil að fá nánari upplýsingar um flutninga Samskipa til og frá Bandaríkjunum. Flutningsmiðlarar innan Bandarikjanna: Umboðsmenn: Gloucester EUiot Shipping Sími: 00 1 508 281 1700 Fax: 00 1 508 281 3065 New York Weco Agencies Ltd. Sími: 00 1 212943 4406/ 001 212493 5660 Fax: 00 1 212 742 1407 Norfolk T Parker Host Inc. Sími: 00 1 804 627 6286 Fax: 00 1 804 627 3948 Viklng Shlpping Sími 00 1 804 463 3374 Fax: 00 1 804 463 5210 Intercontinental Cargo ExprassLM. Sími: 00 1 908 530 8663 Fax: 00 1 908 530 2071

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.