Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Lýsi hf. leitar að samstarfsaðilum til að taka þátt í stofnun hlutafélags um harðfeitiframleiðslu Útflutningur harðfeiti næsta stórverkefni Sérstakt fyrirtæki, Hydrol hf., verður á næstunni stofnað um hersludeild Lýsis hf. o g er því ætlað að stórauka framleiðslu og útflutning á harðfeiti. Kjartan Magnússon ræðir málið við Baldur Hjaltason, forstjóra. UTFLUTNINGUR á harð- feiti er helsta markmið- ið með stofnun Hydrol hf. en hingað til hefur hersludeild Lýsis eingöngu hert búklýsi til smjörlíkis- og fóðurgerð- ar fýrir innanlandsmarkað. Lýsis- menn leitar nú að samstarfsaðilum til að standa með sér að stofnun Hydrol hf. eða kaupa í því hlut. Til að byrja með verður hið nýja fyrirtæki alfarið í eigu Lýsis en ætlunin er að fljótlega verði allt að 75% hlutabréfa boðin einum eða fleiri aðilum til kaups. Nýtt fyrirtæki á gömlum grunni Baldur Hjaltason, forstjóri Lýsis hf., er 43 ára gamall efnafræðing- ur. Hann réðst til starfa hjá fyrir- tækinu árið 1982, varð tæknilegur Morgunblaðið/Golli BALDUR Hjaltason, forstjóri Lýsis hf. framkvæmdastjóri þess 1985 og forstjóri um síðustu áramót. Hann segir að með stofnun Hydrols hf. sé í raun verið að endurvekja gam- alt fyrirtæki sem bar sama nafn og framleiddi einnig harðfeiti fyrir innanlandsmarkað og til útflutn- ings. Hydrol hf. hið fýrra var stofn- að árið 1960 og stóðu Lýsi hf. og Smjörlíki hf. að stofnun þess. Að sögn Baldurs tókst fyrirtækinu að vinna markaði er- lendis fyrir hert lýsi upp úr 1979. Af- kastageta verk- smiðjunnar var þá aukin verulega og varð framleiðsla fyrir útflutning meginverkefni hennar. Hydrol hf. var sameinað rekstri Lýsis hf. árið 1988 en Smjörlíki hf. hafði áður dregið sig út úr rekstrinum. Samtímis varð stefnubreyting hjá Lýsi hf. í þá veru að fyrirtækið fór að leggja aukna áherslu á vöruþró- un, framleiðslu og markaðssetningu lýsis sem heilsu- vöru innan lands og utan. Þetta leiddi til þess að útflutningur harð- feiti lagðist niður og Hydrol var gert að deild innan Lýs- is sem hefur ein- sinnt vörðungu innanlandsmarkaði síðan. Yfirburðastaða á heimamarkaði Lýsishersla felst í því að metta fjölómettaðar fitusýrur í lýsinu. Við það hækkar bræðslumarkið og lýsislykt og -bragð hverfur þannig að hægt er að nota feitina til smjör- líkis- og fóðurgerðar. Helstu afurð- ir hersludeildarinnar eru nú tvær; fóðurfeiti, sem ætluð er til fóður- gerðar og matarfeiti, til smjörlíkis- gerðar. Innanlandsmarkaðurinn hefur vaxið nokkuð á undanförnum árum og er aukin spum eftir fóður- feiti meginástæðan að sögn Bald- urs. „Við stofnun mun Hydrol þeg- ar hafa yfirburðastöðu á heima- markaði og stefnt verður að því að halda henni og styrkja enn frek- ar með þróun og framleiðslu á nýjum vörutegundum. Þar má til dæmis nefna steikingarfeiti í neyt- endaumbúðum og ýmsa sérvöru til notkunar í kex- og matvælaiðnaði. Þá má nota harðfeiti til kertagerð- ar og einnig vinna úr henni ýmsar fitusýrur og fitusýraafleiður sem notaðar era til gúmmí- og þvotta- efnaframleiðslu. Að auki er hægt að nota herslubúnaðinn til að herða aðrar lýsistegundir og til millifram- leiðslu annarra efnaflokka, t.d. í snyrtivöruiðnaði. í raun era mögu- leikarnir nánast óþtjótandi." Miklir möguleikar í útflutningi Um milljón tonn af lýsi og olíum era framleidd árlega úr sjávaraf- urðum í heiminum. Baldur segir að íslendingar eigi um 10% fram- leiðslunnar í góðu aflaári eða um 100 þúsund tonn og þar vegi loðnu- lýsi langþyngst. Helsta markmið verksmiðjunnar verður að hefja útflutning á harðfeitinni í stórum stíl og að sögn Baldurs era góðir möguleikar á því sviði. „Síðustu árin höfum við eingöngu framleitt á innanlandsmarkað þar sem eftir- spumin er aðeins um nokkur þús- und tonn en afgangurinn er fluttur óunninn úr landi til erlendra hersluverksmiðja, fóðurgerðar og annarra nota. Við álítum að nú sé Þróunarfélagið hf. orðið öflugt fjárfestingarfélag eftir yfírtöku á Draupnissjóðnum Fjárfestum þar sem líkleg arðsemi er mest Eigið fé hins sameinaða félags er alls um 840 milljónir króna og það á hlutabréf í 40 félögum. Krístinn Bríem ræddi við Hrein Jakobsson, framkvæmdastj óra Þró- unarfélagsins um sameininguna og fram- tíðarhlutverk félagsins. MEÐ kaupum Þróunarfé- lags Islands hf. á meirihluta hlutabréfa í Draupnissjóðnum hf. og samruna félaganna hefur orðið til öflugt fjárfestingarfyrirtæki með um 1,3 milljarða heildareign- ir. Eigið fé sameinaða félagsins er 840 milljónir og eiginfjárhlut- fall 64%, m.v. síðustu áramót. Viðræður milli Þróunarfélagsins og Iðnþróunarsjóðs hófust snemma á síðasta ári um að félag- ið keypti meirihluta bréfa Iðnþró- unarsjóðs í Draupnissjóðnum. Enginn skriður komst þó á þessar þreifingar fyrr en undir lok ársins þegar Iðnþróunarsjóður sýndi áhuga á að heíja viðræður á ný og sömuleiðis kom fram áhugi af hálfu Iðnlánasjóðs. Þróunarfélagið gerði síðan tilboð í 65% af bréfun- um í Draupnissjóðnum til fjárfest- ingarlánasjóðanna í janúar með það að markmiði að renna félögun- um saman. Þetta leiddi til þess að samningar tókust 25. apríl um má því segja að lagskiptingin á milli fyrirtækjanna hafi verið orðin úrelt og byijuð að skarast, sér- staklega með tilliti til þess að sömu eigendur vora að báðum félögun- um. Markmiðið með kaupunum hjá Þróunarfélaginu var að breikka starfssviðið og taka þátt í viðskipt- um á öllum sviðum hlutabréfa- markaðins. Þá styrkjum við fjár- hagsgrundvöllinn og náum fram betri eignadreifingu. Eftir samein- Morgunblaðið/Ámi Sæberg HREINN Jakobsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélagsins. kaup félagsins á hlutafé að nafn- virði 355 milljónum í Draupnis- sjóðnum sem samsvarar 65% af heildarhlutafénu. Kaupverðið var 486 milljónir miðað við kaupgeng- ið 1,37. Ólík afskipti af stjórnum „Bæði félögin hafa byggt sinn rekstur í megindráttum á hluta- bréfaviðskiptum þó segja megi að þau hafi starfað á ólíkum hlutum markaðsins,“ segir Hreinn Jakobs- son, framkvæmdastjóri Þróunarfé- lagsins. „Þannig hefur Þróunarfé- lagið lagt megináherslu á óskráð fyrirtæki, oft lítil eða meðalstór, meðan Draupnissjóðurinn hefur fyrst og fremst keypt hlutabréf í stærri fyrirtækjum sem skráð era á hlutabréfamarkaði. Hins vegar hefur Þróunarfélagið verið að fær- ast nær þeim hluta markaðarins þar sem Draupnissjóðurinn hefur verið. Þá hefur Draupnissjóðurinn í nokkram tilfellum keypt hluta- bréf í óskráðum hlutafélögum. Það Hluthafar í Þróunarfélagi Íslands hf. eftir sameiningu Draupnissjóðsins hf. og Þróunarfélags íslands hf. Hlutafé (kr.) % 1. Iðnþróunarsjóður 109.077.972 16,90 2. Lífeyrissjóður verslunarmanna 81.944.000 12,69 3. Sameinaði lífeyrissjóðurinn 56.842.689 8,80 4. Iðnlánasjóður 55.621.594 8,62 5. Landsbanki íslands 42.737.500 6,62 6. Fiskveiðasjóður íslands 39.000.000 6,04 7. Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar 30.940.000 4,79 8. Lífeyrissjóður lækna 27.950.000 4,33 9. íslandsbanki hf. 26 065.000 4,04 10. Stofnlánadeild landbúnaðarins 26.000.000 4,03 11. Lífeyrissjóður Austurlands 22.056.555 3,42 12. Söfnunarsjóður Iffeyrisréttinda 19.500.000 3,02 13. Samvinnusjóður íslands hf. 14.300.000 2,22 14. Hlutdeild 13.081.250 2,03 15. Búnaðarbanki íslands 13.000.000 2,01 Aðrir 67.464.335 10,45 SAMTALS 645.580.895 100,00 inguna á félagið hlut í um 40 félög- um og hlutabréfa- eignin er um 600 milljónir. Síðan ætti sameiningin að skila sér í sam- legðaráhrifum, þ.e. lægri rekstrar- kostnaði og ein- faldara innra skipulagi. Til við- bótar má nefna skattaleg sjónar- mið.“ Þróunarfélagið með hlutverk viðskiptavaka „Við teljum að þetta sameinaða félag hafi miklu hlutverki að gegna á hlutabréfamark- aðnum. Markað- urinn er mjög smár og óþroskaður þannig að hlutverk Þróunarfélags- ins verður að vera ákveðinn við- skiptavaki fyrir hlutabréf á mark- aði. Það hefur vantað aðila á markaðnum sem kaupa og selja hlutabréf því menn virðast haldnir nokkurri söfnunaráráttu í þessu efni. Síðan er eðlilegast að fjárfest sé þar sem Iíkleg arðsemi sé mest á hveijum tíma.“ Hreini verður einnig tíðrætt um hver afskipti félaganna hafa verið í fyrirtækjum þar sem þau eiga hlutabréf. „Þróunarfélagið hefur verið meira „hands-on“, þ.e.a.s. skipt sér af fyrirtækjunum og átt beinan fulltrúa í stjórnum. Draupnissjóðurinn hefur aftur á móti haft „hands-pff'-stefnu gagnvart fyrirtækjum. Ég tel mjög eðlilegt og í raun nauðsynlegt að eigendumir hafi afskipti af smærri fyrirtækjum sem ekki búa yfir sérfræðiþekkingu á öllum sviðum. í stærri og þroskaðri fyrirtækjum er aftur á móti mun minni þörf á slíku.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.