Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 B 5. Framleiöendur lýsis 1895 Áætluður hlutur hverrar þóðar spurnir erlendis frá um harðfeiti. Herslugeta verksmiðja í Evrópu er því sem næst fullnýtt enda er mikil spum eftir smjörlíki í Austur- Evrópu. Nú eru helstu notendur og framleiðendur á harðfeiti í Bret: landi, Þýskalandi og Hollandi. í Asíu er einnig allstór markaður fýrir hert lýsi sem er notað til steik- ingar og matargerðar. Ástæðan er sú að í löndum eins og Ind- landi, Pakistan og Bangladesh mega sumir trúarhópar ekki nota dýrafeiti til matargerðar. Þess vegna nota þeir hertar jurta- og fiskiolíur til áðurgreindra nota. Þá er Mexíkó einnig dæmi um annan stóran markað þar sem löng hefð er fýrir harðfeitineyslu.“ Aukin fullvinnsla hráefnis rétti tíminn til að snúa þessu við og aðstæður em að mörgu leyti heppilegar til að hefja markaðs- sókn erlendis. Fyrst skal nefna að við hjá Lýsi höfum áratuga þekk- ingu og reynslu á viðfangsefninu og höfum einungis beðið eftir hent- ugu tækifæri til að hefja útflutn- ing. Okkur berast sífellt fleiri fyrir- Baldur segir að þetta útflutn- ingsverkefni sé ekki síst athyglis- vert í ljósi þeirra umræðna sem hafi verið áberandi að undanförnu um betri nýtingu afla og full- vinnslu sjávarafurða. „Manni renn- ur óneitanlega til rifja að horfa á eftir stórum hluta lýsisins til er- lendra hersluverksmiðja á hveiju ári. Þá má einnig geta þess að hér Gengur illa að finna arðvænlega kosti En hvaða tækifæri skyldu vera fyrir Þróunarfélagið í óskráðum og arðvænlegum hlutafélögum? „Það verður að segjast eins og er að Þróunarfélaginu hefur ekki gengið of vel að finna arðvænlega fjárfestingarkosti í þessum óskráða hluta markaðsins. Það er takmarkað framboð af góðum fjárfestingarkostum á þeim mark- aði. Öll góðu málin lenda ekki endilega á okkar borði, t.d. ef eignaraðilar hafa ekki áhuga á því að fá utanaðkomandi íjárfesta og vilja eiga fyrirtækin einir. Þá era mörg af stóra fyrirtækjunum að Q'árfesta í öðrum smærri fyrir- tækjum, t.d. þeim sem tengjast þeirra starfsemi þannig það er einnig veruleg samkeppni um arð- vænleg hlutabréf. Sjávarútvegurinn er okkar raunveralega stóriðja ásamt ýmis- konar afsprengjum af því 'í sam- bandi við veiðar og vinnslu. Við höfum mörg ánægjuleg dæmi um fyrirtæki í framleiðslu á búnaði fyrir sjávarútveg eins og Marel og Sæplast. Það er erfiðara að benda á mörg dæmi í hugbúnaðar- iðnaði um fyrirtæki sem hafa gengið vel en þar held ég að tæki- færin séu mörg. Mér sýnist eitt- hvað lengra í land í líftækni. Þá er ferðaþjónustan mjög vaxandi grein. Við höfum litið í kringum okkur á því sviði og raunar fjár- fest líka. Við höfum velt því fyrir okkur hvar raunveruleg tækifæri fjárfesta liggja en segja má að greinin skiptist í megindráttum í þrennt, þ.e. flutninga, aðbúnað og afþreyingu.“ Framkvæmdastjóri Draupnis- sjóðsins hefur vakið athygli fyrir skeleggan málflutning á aðalfund- um og var Hreinn spurður hvort þess væri að vænta að Þróunarfé- lagið myndi veita slíkt aðhald í framtíðinni. „Ég held að þetta aðhald hafi verið mjög mikilvægt fyrir markaðinn, þ.e. að gerð sé krafa um arðsemi og að stjómendur hlutafélaga hugi betur að hluthöf- unum sem eru í raun og vera eig- endur fyrirtækjanna. Þróunarfé- lagið hefur auðvitað veitt stjórn- endum aðhald í smærri félögum þar sem félagið á hlut og við munum halda því á lofti að menn gleymi ekki hagsmunum hluthaf- anna. Aðalfundir fyrirtækjanna eru vettvangur hluthafanna til að tjá sig og láta álit sitt í ljós. Ég á von á því að hluthafar almennt muni láta meira heyra í sér, eftir því sem hlutabréfaformið verður algengara meðal almennings og markaðurinn eflist." ÖRUGG HEILDARLAUSN í RAFSUÐU OG LOGSUÐU. itf BETRI RAFSUÐU- OG LOGSUÐUVÖRUR \ VPUDÐV AlllVii m I HÁGÆÐA RAFSUÐU VÉ LAR Gastalin BETRI HÐGERÐAR- TÆKWILEG ÞJÓINIUSTA 0 isteBoal liffo Nethyl 2 Ártúnsholti Sími: 587-9100 Grænt nr: 800-6891 VIÐSKIPTI er um orkufrekan iðnað að ræða. Vetnið sem notað er til framleiðsl- unnar er framleitt með rafgrein- ingu sem er mjög orkufrekur ferill þannig að ef dæmið gengur upp mætti segja að Hydrol væri komið í orkuútflutning." Samstarfsaðila leitað Lýsismenn hafa áhuga á að fá önnur fyrirtæki til liðs við sig um stofnun Hydrols og leita nú að heppilegum samstarfsaðila. „Áhætta vegna verðbreytinga er mikil í lýsisframleiðslu og því telj- um við heppilegt að fá lýsisfram- leiðanda, einn eða fleiri, til liðs við okkur um stofnun Hydrols. Með slíku samstarfi yrði tryggt að Hyd- rol hefði ávallt greiðan aðgang að hráefni á góðum kjörum. Við léggj- um hins vegar til tæki, hugvit og sérþekkingu. Þannig gæti Hydrol haldið þeirri yfirburðastöðu sem það hefur hér innan lands og um leið haslað sér völl á sviði útflutn- ings. Sæmilegur tækjakostur er nú þegar fyrir hendi og við stefnum að því að nýta hann til fuílnustu en jafnframt að halda föstum kostnaði í lágmarki þannig að fyrir- tækið verði vel undir það búið að mæta verðsveiflum á markaðnum. Áformað er að útflutningurinn hefj- ist árið 1997 og verði orðinn að minnsta kosti 2.000 tonn á ári um aldamótin. Alþjóðlegt samstarf Auk þess að vera forstjóri Lýsis gegnir Baldur formannsstöðu hjá einni af fastanefndum Alþjóðasam- bands fiskimjöls- og lýsisframleið- enda. Hann segir að „lýsisheimur- inn“ sé fremur lítill og lýsisfram- leiðendur hvaðanæva að eigi gott samstarf. „Þátttaka okkar í þessu alþjóðasamstarfi er meðal annars sá grannur sem byggt verður á_ þegar við tökumst á við útflutning- inn af einurð og krafti,“ segir Bald- ur. „Samstarfið gerir okkur kleift að fylgjast með því hvað aðrir fram- leiðendur eru að gera í hráefnisnýt- ingu, gæðamálum, vöruþróun og markaðssetningu svo eitthvað sé nefnt og markmið okkar er síðan að gera jafn vel eða betur. Á næst- unni munum við væntanlega hefja viðræður við stönduga'Mýsisfram- leiðendur um að standa með okkur að stofnun Hydrols. Um leið og það gengur eftir mun fyrirtækið hefja þá innrás á alþjóðamarkað sem hefur verið í undirbúningi síðastlið- in ár. Innflutningur frá Norður-Ameríku Innflutningur frá Norður-Ameríku er í öruggum höndum hjá Eimskip. Goðafoss og Skógafoss sigla nú á tveggja vikna fresti milli íslands og fimm hafna í Norður- Ameríku. Innflutningshafnir okkar eru í Boston, New York og Norfolk í Bandaríkjunum, Halifax í Kanada og St. John's á Nýfundnalandi. í rúm áttatíu ár hafa Ameríkuskip Eimskips verið traustur hlekkur í viðskiptum íslands • og Vesturheims. Hér eftir sem hingað til höfum við að leiðarljósi víðtæka og ! persónulega þjónustu í þína þágu. '• „Hjá innflutningsdeild og skrifstofu Eimskips í Norfolk og St. John's, býðst þér fyrsta flokks þjónusta við innflutning frá Norður-Amerfku.“ Eimskip býður viðskiptavinum upp á heildarlausnir í flutninga- þjónustu, inn- og útflutning, vöruhúsaþjónustu, innanlands- flutninga, framhaldsflutninga og forflutninga erlendis. EIMSKIP Sfmi 525 7000 • Fax 525 7179 Netfang: mottaka@eimskip.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.