Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 B 7 VIÐSKIPTI Algi'ím vegna sínm- n úmerabreytinga Tölvupistiil Nú þegar rúmlega mánuður er liðinn frá því öllum símanúmerum var breytt í land- inu, skoðar Marinó G. Njálsson algrím sem hægt er að nota til að láta tölvur breyta númerunum sjálfvirkt. Breytingar þær sem urðu á símanúmerum landsmanna í byrjun júní hafa áhrif víða. Fyrir það fyrsta þurfum við dauðlegir menn að leggja á minnið heil ósköp af nýjum númerum, sem hafa sum hver tekið miklum breyt- ingum undanfarna 13 mánuði. í annan stað þarf að breyta. síma- númerum í öllum þeim gagnasöfn- um sem þau er að finna. Mörg þessara gagnasafna er að finna í tölvukerfum fyrirtækja og stofn- ana og hafa umsjónarmenn tölvu- kerfana vafalaust margir hveijir fengið það verkefni að framkvæma breytinguna vélrænt. Það er ekk- ert einfalt verk og þarf að hyggja að ýmsu. Hér á eftir fylgir algrím sem ég fékk frá íslenskri forritaþróun hf., en Kristinn Kristinsson bjó það til. Það er upphaflega gert fyrir forrit- unarmálið C, en er hér birt í ein- faldaðri mynd. Margir möguleikar Símanúmeri geta verið vistuð á efit mörgum mismunandi leiðum. Tökum dæmi um fímmstafa númer með og án svæðisnúmérs. Það getur verið: 26000, 2 60 00, 2-60-00, 91-26000, 91 26000, 91 2 60 00, 91 2-60-00, 91-2-60-00 eða 91-2 60 00. Einnig getur verið svigi utan um svæðisnúmerið (91). Þá getur verið ’ ’ og 7’ á milli og annað númer á einhveija þessara forma t.d. 91-26000/91-26001, 12345 (hs) 23456 (vs) eða 12345/23456 svo dæmi séu tekni. Gróflega má skipta þessu upp í 8 flokka: 1. Símanúmerið er sjö stafír og fremsti stafurinn er 4, 5 eða 8. Ef svo er þarf ekkert að gera frek- ar. 2. Símanúmerið er sjö stafír og fremsti stafurinn er 9. Þá þarf að athuga hvort um gamalt númer er að ræða eða hvort númerið sé á símatorgi. 3. Símanúmerið er með svæðis- númeri, þ.e. fremsti stafurinn er 9 og annar stafur 0, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7 eða 8. 4. Símanúmerið fyrir boðtæki, far- síma, GSM-síma eða talhólf, þ.e. eru fremstu tveir stafirnir 98 og þriðji stafurinn 4, 5, 8 eða 9. 5. Símanúmerið fyrir grænt núm- er, þ.e. tveir fremstu stafirnir eru 99 og þriðji stafurinn 6 (fyrir grænt númer). 6. Símanúmerið fyrir símatorg, þ.e. tveir fremstu stafirnir eru 99 og þriðji stafurinn er ekki 6. 7. Um erlent símanúmer að ræða, þ.e. tveir fremstu stafimir em 90. 8. Símanúmerið án svæðisnúmers. Þá er hægt að nota póstnúmerið til að koma símanúmerinu á rétt form. Tilfelli þar sem fleiri en eitt símanúmer er vistað í reit verða ekki tekin fyrir hér, en auðvelt er að útvíkka algrímið til að það ráði við slíkt. Hvað öll önnur tilfelli áhrærir er gott að byija á því að eyða út öllum öðrum táknum en tölustöfum. Það þýðir að eyða út bilum, bandstrikum, skástrikum, svigum og öðrum þeim táknum sem notuð eru til að bijóta númer- ið upp í smærri einingar. Þegar því er lokið er loks hægt að heijast handa. (Miðað er við að búið sé að eyða út öllum táknum öðrum en tölu- stöfum.) Finnum lengd símanúmers. Þetta er gert með einhvers konar lengdarfalli. 1. Ef lengd = 7, þá er athugað hvort fremsti stafurinn er 4, 5 eða 8. Ef svo er má álykta að símanúm- erið sé komið á rétt form. 1.1 Annars þarf að athuga hvort fremsti stafurinn er 9 og næstu tveir 00. Ef svo er, er um símat- orgsnúmer að ræða og númer kom- ið á rétt form. 1.2 Fremsti stafur er 9 og næstu tveir ekki 00. Símanúmerinu breytt samkvæmt tölulið 3. 1.3 Ef númer er sjö stafir og fremsti stafur ekki 4, 5, 8 eða 9, þá er eitthvað að númerinu. 2. Lengd númers er 8 tölustafír og fremstu tveir tölustafir 98. (Boðsími, farsími, GSM-sími eða talhólf.) 2.1 Fremsti stafur felldur burt. 3. Lengd númers er 6, 7 eða 8 tölustafir, það byijar á 9 og næstu tveir eru ekki 00 (símanúmer með svæðisnúmeri): 3.1 Annar stafurinn er 2, 3, 5, 6, 7 eða 8. Fremsta staf er skipt út fyrir 4. Dæmi: 9212345 verður 4212345. w 3.2 Annar stafurinn er 4. 94 er skipt út fyrir 456. Dæmi: 941234 verður 4561234. 3.3 Annar stafurinn er 1. 3.3.1 Lengd númers er 8 tölustaf- ir: Tveir fremstu stafirnir felldir burt og 5 kemur í staðinn. 3.3.2 Lengd númers er 7 tölustaf- ir: Tveir fremstu stafírnir felldir burt og 55 kemur í staðinn. (Gæta þarf að því að fjölmörg númer á fyrrum svæði 91 hafa tekið meiri breytingum.) 3.4 Annar stafurinn er 0: Erlent númer. Fremsta staf breytt í 0. 3.5 Annar stafurinn er 9. 3.5.1 Þriðji stafur er 6: Grænt númer. 996 skipt út fyrir 800. 3.5.2 Annars: Símatorg. 99x skipt út fyrir 900. 4. Símanúmer byijar ekki á 9 og lengd þess er sex tölustafir. (Núm- er án svæðisnúmers af Reykja- víkursvæðinu). 5 bætt framan við símanúmer. 5. Lengd símanúmers er fjórir tölu- stafir (af fyrrum svæði 94). 456 bætt framan við símanúmer. 6. Lengd símanúmers er fimm tölu- stafír. Skoða þarf póstnúmer til að ákveða hvaða tveir tölustafir bætast framan við símanúmerið. 6.1 Póstnúmer byijar á 1. 6.1.1 Póstnúmer er 190 (Vogar). 42 bætist framan við númer. 6.1.2 Annars (Reykjavík, Seltjarn- arnes). 55 bætist framan við síma- númer. 6.2 Póstnúmer byijar á 2. 6.2.1 Annar stafur í póstnumeri er 0, 1, 2 eða 7 (Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Bessastaðahreppur eða Mosfellsbær). 55 bætist fram- an við símanúmer. 6.2.2 Annars (fyrrum svæði 92). 42 bætist framan við símanúmer. 6.3 Póstnúmer byijar á 3, 5, 6, 7 eða 8. 4 og fremsti stafur í póst- númeri bætast framan við síma- númer. 6.4 Póstnúmer byrjar á 9 (Vest- mannaeyjar). 48 bætist framan við símanúmerið. 7. Símanúmeri komið á endanlegt form með því að bæta inn viðeig- andi eyðum, bandstrikum eða öðr- um þeim táknum, sem notandinn vill hafa. Ég held að þetta -algrím sýni svo ekki verður um villst að þær síma- númera breytingar sem nýlega eru um garð gengnar, eru langt frá því að vera jafn einfaldar og full- trúar Pósts og síma vildu vera að láta. Jafnframt vona ég að það komi einhveijum að notum. Höfundur er tölvunarfræðingur. Ýmsar nýjungar á döfinni í Askinum Stefna að aukn- um útflutningi 400 milljóna króna verkefni framundan FRÁ undirritun samstarfssamnings Miðlunar og Skýrr. F.v. Árni Zophaníasson, framkvæmdastjóri Miðlunar, Þorsteinn Garðars- son, markaðsstjóri Skýrr og Hallgrímur Thorsteinsson, fram- kvæmdasljóri Asks. Raddskipu- leggjarinn kominn til Islands G&B Import hf. hefur nú sett á markað hérlendis „Raddskipuleggj- arann,“ taltölvu í segulbandsformi. Innflytjendurnir, Gunnar Tryggva- son og Björgvin Ibsen Helgason, segja að tækið muni nýtast öllum sem hafa knappan tíma, og þá ekki síst fólki í atvinnulífinu sem þarf að gæta þess að gleyma ekki fundum og stefnumótum. Raddskipuleggjarinn bætist nú í stóran hóp hjálpargagna sem hjálpa nútímafólki að skipuleggja líf sitt. Notandinn les minnispunkta, síma- númer, hugmyndir og annað sem hann þarf að muna inn á tækið. Hann kallar það síðan fram í bókstaf- legri merkingu þegar hann þarf á því að halda. Raddskipuleggjarinn inniheldur hólf fyrir símaskrá, dagbók, hug- myndabanka og minnisatriði. Ef á til dæmis að skrá símanúmer í tækið þarf að ýta á hnapp og segja upp- hátt nafn og símanúmer. Þegar not- andinn þarf síðan á númerinu að halda er nóg að ýta á hnappinn, segja nafn mannsins og birtist þá númerið á skjánum. Þegar minnisatriði eru lesin inn er hægt að nefna dagsetn- ingu fram í tímann og spilar tækið síðan skilaboðin umræddan dag. GULA línan stendur nú almenningi til boða í Askinum, en Askurinn er snertiskjár sem hannaður var af Skýrr og Fjarhönnun hf. Að sögn Hallgríms Thorsteinssonar framkvæmdastjóra Asks hjá Skýrr eru ýmsar aðrar nýjungar á döf- inni varðandi þennan skjámiðil. Nú nýverið var gerður samning- ur við Miðlun ehf. þess efnis að Gula línan yrði aðgengileg í Askin- um. Með þessum hætti bætist nýr upplýsingageiri við í Askinn, en hingað til hefur þar einkum verið að finna upplýsingar fyrir ferða- menn. Með tilkomu þessarar nýj- ungar verður hægt að leita sér upplýsingar um fyrirtæki, vöru og þjónustu í Askinum á öllum þeim stöðum sem hann er staðsettur, en áætlað er að hann verði kominn upp á um 25 stöðum í lok þessa árs. Á Internet í haust Hallgrímur segir þennan kost vera mjög hentugan upplýsingam- iðil og jafnframt ódýra leið til þess að tengjast upplýsingahraðbraut- inni enda séu ekki nærri því allir tengdir Internetinu í dag. Það sé hins vegar stefnt að því að setja Askinn inn á netið í haust í núver- andi mynd. „Skjástandarnir sjálfir verða þó ekki tengdir inn á Inter- netið heldur munu þeir standa sjálfstætt. En síðar meir hugsum við það þannig að þegar fólk geng- ur að standnum verður hann net- tengdur og því kemst notandinn I inn á upplýsingahraðbrautina.“ Sveitarfélög í Askinn Hallgrímur segir að til standi að setja upp sérstaka Aska fyrir einstök sveitarfélög. „Hugsunin er sú að sveitarfélög geti notað Askinn til þess að koma upplýsing- um út til borgaranna. Þannig geti fólk nálgast þarna lóðaúthlutanir, hægt væri að kynna skipulagstil- lögu og gera kannanir á vilja íbúa og hægt væri að sinna þarna ýms- um erindum. Þegar fram líða stundir gætirðu jafnvel afgreitt sjálfan þig í ýmsum veigaminni málum.“ Hallgrímur segir að hugs- unin með þessu sé að létta álagi af afgreiðslum sveitarfélaganna með Askinum. Viðræður munu nú vera í gangi við eitt sveitarfélag um tilraunaverkefni á þessu sviði jafnframt því sem Reykjavíkur- borg er að athuga málið. „Fyrir- komulagið á þessu yrði þannig að viðkomandi bæjarfélag myndi kaupa Ask í heilu lagi og viðmótið í honum yrði lagt undir bæjarfélag- ið en síðan yrði valmöguleiki út úr þeirri valmynd og inn á hinn hefðbundna Ask.“ Hallgrímur seg- ir ennfremur að uppi séu hugmynd- ir um svipaðar útfærslur fyrir fyr- irtæki og stofnanir. Frekari útflutningur Að sögn Hallgríms er ennfremur verið að kanna möguleika á frek- ari útflutningi á þessari viðskipta- hugmynd í heild sinni. „Hér er um að ræða leyfíssamninga, líkt og þeir samningar sem gerðir hafa verið í Svíþjóð, þar sem kerfið er nú í notkun. Stokkhólmsborg var til dæmis að setja upp 25 svona standa. Ætlunin er að vinna að frekari útflutningi á þessu viðmóti því það hefur fengið mjög góð við- brögð. Það er einfalt, gagnsætt og stöðugt. Það er hægt að setja hvað sem er inn í skjáinn og þú heldur samt alltaf þessum sömu tökkum. Því hefur þetta virkað mjög vel fyrir fólk sem kemur alveg óreynt að þessu.“ Skýrr hefur einnig gengið til samstarfs við 8 evrópsk fyrirtæki þar sem verið er að þróa þessa skjástanda enn frekar, en verkefn- ið nýtur styrkja úr sjóðum Evrópu- sambandsins. „Verkefnið miðar að því að þróa svona margmiðlunar gagnabanka, þar sem Askurinn er hugsaður sem útstöð. Þetta er margmiðlunarefni sem er sett fram fyrir sjónvarp og fyrir Internet," segir Hallgrímur. Þetta mun vera verkefni upp á um 100 milljónir króna og verður notast við það umhverfi sem hefur verið þróað í Askinum hér á landi. (•) Ráðstefnuskrifstófa Islands Sími 562 6070 — Fax 562 6073

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.