Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 8
; <Ff trir 'IJ jl .3 U'Jt’jv ]t''' /1! M Ríi„n/.i ;:ion VIÐSKIFTIAIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 * Ames nýtt ís- lenskt skemmti- ferðaskip Morgunblaðið/Sverrir ÍSLENSK skemmtiferðaskip eru ekki á hverju strái en ný- lega hófst þó rekstur á einu slíku. Skipið, sem er í eigu hjónanna Eysteins Yngvason- ar og Bergljótar Viktorsdótt- ur, heitir ss. Árnes og hefur aðstöðu í Reykjavíkurhöfn. Þau hjónin reka einnig Viðeyj- arferjumar Skúlaskeið og Maríusúð. í boði em ýmsar útgáfur af skemmtisiglingum auk þess sem verið er að huga að rekstri vínveitingastaðar um borð yfir háveturinn. Sjóbirting í brúðkaupið Boðið er upp á ýmsa ferða- möguleika, en það em þó við- skiptavinirnir sem ráða ferð- inni og er reynt að verða við öllum þeirra óskum. Hægt er að leigja skipið í sjóstanga- veiði, til fundarhalda, útsýnis- siglinga og brúðkaupa eða sambland af þessum möguleik- um, svo dæmi séu tekin. Þá er það ekkert skilyrði að skip- ið sé leigt til siglinga, því einn- ig er hægt að leigja það bund- ið við bryggju t.d. sem veis- lusal og er sá möguleiki að sjálfsögðu ódýrari að sögn Jörundar Guðmundssonar markaðsstjóra ss. Ámess. „Fólk getur sett saman sínar eigin ferðir, og við reynum af fremsta megni að verða við óskum þess. Hægt er að út- vega hvers kyns mat og vín ef þess er óskað og við tökum ekkert aukalega fyrir þá þjón- ustu.“ Þá geta viðskiptavinir einnig séð sjálfir um veitingar og hafa þá aðgang að aðstöðu um borð í skipinu. Ýmsir möguleikar í athugun Að sögn Jömndar er verið að skoða ýmsa möguleika i rekstri bátsins. „Meðal annars emm við að velta fyrir okkur þeim möguleika að bjóða upp á söguskoðunarferðir upp í Hvalfjörð. Ætlunin er að fá einhvern sögufróðan aðila til leiðsagnar í þeim ferðum enda er fjörðurinn ekki bara mjög fallegur heldur á hann sér einnig merkilega sögu.“ Jör- undur segir þó að erfitt hafi reynst að skipuleggja ein- hveijar fastar ferðir þar sem mikið hafi verið um bókanir með stuttum fyrirvara. Um verslunarmannahelgina er ætlunin hins vegar að gera skipið út á Síldarævintýri á Siglufirði og verður gestum hátiðarinnar boðið upp á skoð- unarferðir um Siglufjörð og hafsvæðið í kring. Stutt sumar hér á íslandi háir rekstri bátsins nokkuð en veðurfar leyfir vart skemmti- siglingar sem standa eiga und- ir nafni lengur en frá apríl- byijun fram til september- loka. Jömndur segir að verið sé að athuga með verkefni að vetrarlagi og hafi meðal ann- ars komið til tals að reka bát- inn sem vínveitingastað í höfn- inni. „Ódýrara en fólk heldur“ Rekstur Árness hófst fyrir alvöru í apríl síðastliðnum. Bókanir nú í sumar segir Jör- undur lofa góðu. „Það tekur svona tvö, jafnvel þijú ár að markaðssetja svona nýjung hins vegar hafa bókanir verið nokkuð jafnar og ekki dottið út nema þrír til fjórir dagar i mánuði," segir Jörundur. Þá segir hann jafnframt að verðið sé lægra en fólk geri ráð fyrir. „Ef miðað er við sextíu manna hóp þá kostar hver klukkutími 500 krónur á mann.“ Þriggja til fjögurra tíma sigling myndi því kosta á bilinu 1.500 til 2.000 krónur á mann. Skipið tekur allt að 100 manna hóp í sæti og um borð er koníaksstofa með leð- ursófum og stólum ásamt bás- um á efra dekki. Þá er grillað- staða um borð. Ss. Árnes er sjálfsagt betur þekkt sem Breiðafjarðarfeij- an Baldur. Það hefur verið í eigu Eysteins og Bergljótar frá árinu 1991 og gerðu þau það út á sjóstangveiðar fram að breytingunum. Skipið var smíðað árið 1966 en endur- byggt árið 1994 af skipasmíða- stöð Þorgeirs og Ellerts. Ey- steinn segir að þær breytingar hafi verið nokkuð dýrar, þrátt fyrir góða samninga. Áætlað hafi verið að skipið yrði til- búið í maí á síðasta ári en taf- ir urðu á verkefninu vegna rekstrarörðugleika skipa- smíðastöðvarínnar. Bergijót og Eysteinn reka einnig Viðeyjarfeijurnar fb. Maríusúð og fb. Skúlaskeið en þann rekstur keyptu þau árið 1993. Fólk Nýr for- stöðumaður Vilborg ■ VILBORG Guðnadóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Upplýs- ingamiðstöðvar ferðamála í Reykjavík frá 15. júní 1995. Vil- borg lauk stúdentsprófi frá Flens- borgarskóla 1981 og prófi í stjórn- málafræði og fjölmiðlun frá Há- skóla Islands 1990. Hún hefur starfað að ferða- málum og sem verkefnisstjóri at- vinnuþróunarverk- efnis í Dalasýslu og Reykhóla- hreppi. Þá var hún um skeið framkvæmdastjóri Ferða- korta hf. sem gefa út What’s on in Reykjavík auk þess sem hún starf- aði að undirbúningi alþjóðlegu vík- ingahátíðarinnar í Hafnarfirði. Vil- borg hefur einnig starfað sem fréttamaður á útvarpsstöðinni Bylgjunni og við dagskrárgerð hjá Ríkisútvarpinu. Hún hefur tekið þátt í sveitastjórnarmálum, bæði í Reykhólahreppi og Garðabæ og setið í skólanefnd á báðum stöðum auk ýmissa annarra starfa að félags- málum. Eiginmaður Vilborgar er Páll Ágúst Ásgeirsson, deildar- stjóri akstursdeildar Eimskipafé- lags íslands og eiga þau tvö börn. ■ UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ ferða- mála í Reykjavík er til húsa í Bankastræti 2. Upplýsingamiðstöð- in hefur starfað í 8 ár og að henni standa Ferðamálaráð Islands og Reykjavíkurborg. Þar starfa að sumrinu til 5 manns sem veita upp- lýsingar um ferðaþjónustu hvar sem er á landinu. Upplýsingamiðstöð ferðamála í Reykjavík leigir breska fyrirtækinu Change Group Intern- ational húsnæði fyrir rekstur gjald- eyrisskiptistöðvar sem opnuð var í byrjun júní. V Ég fæ allar rekstrar- og hreinlætisvörur tijá Rekstrarvörum Rekstrarvörur, Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík, Sfmi: 587 5554 Fax: 587 7116 Torgið Fjárfest í f ramtíð HVAÐ er hægt að gera til að efla rannsóknir og þróunarvinnu fyrir- tækja og renna þannig stoðum undir atvinnulífið með aukinni ný- sköpun? Svörin við þessari spurn- ingu eru mörg og misjafnlega góð. Það er því alltaf athyglisvert að frétta af vel heppnaðri aðgerð og eina slíka kynnti ráðgjafi áströlsku ríkisstjórnarinnar, Dr. John Bell, í heimsókn sinni hér á landi fyrir nokkru. Lykilatriðið í þeirri aðferð sem hann mælti með var að beita skattalegri hvatningu, til þess að fá fyrirtæki til þess að fjárfesta í rannsóknum og þróunarverkefn- um. Á þeim áratug sem er liðinn frá því að það kerfi var tekið upp í Ástralíu hafa framlög ástralskra fyrirtækja til þessara mála tvöfald- ast. Um er að ræða 150% skatta- hvata þannig að að uppfylltum ákveðnum skilyrðum geta fyrirtæki lækkað skattskyldar tekur um hálfa aðra krónu fyrir hverja krónu sem þau eyða í rannsóknir og þróunar- verkefni. Beinn ávinningur fyrirtækja af skattalegri hvatningu af þessu tagi fer eftir tekjuskattsprósentu. Þegar kerfinu var komið á í Ástralíu borg- uðu hlutafélög 46% tekjuskatt. Þá var kostnaður fyrirtækis við rann- sóknir og þróunarvinnu upp á eitt hundrað krónur, 31 króna. Fyrir- tækið fékk sem sagt endurgreidd- an kostnað upp á 69 krónur. Síðan var skatturinn lækkaður í 33% og kostnaður fyrirtækisins jókst því í 50,50 krónur. Fast í sessi Áhrif skattalækkunarinnar voru m. a. þau að kröfur hafa aukist meðal stjórnenda ástralskra fyrirtækja um að skattalega hvatningin verði auk- in í 200%. Svar stjórnvalda er að á meðan framlag fyrirtækjageirans til rannsókna og þróunarverkefna heldur áfram að aukast í sama mæli og undanfarinn áratug sé enginn þörf fyrir slíkri breytingu. Það má sem sagt með nokkrum rökum segja að framlög ástralskra fyrirtækja til rannsókna og þróun- arstarfa hafi fest sig í sessi á þeim tíu árum sem liðin eru frá því að stjórnvöld gripu til aðgerða til þess að efla þau. Að minnsta kosti dreg- ur ekki úr framlögunum þó að beinn ávinningur fyrirtækja hafi minnkað vegna lækkunar tekjuskattspró- sentu. Hér á landi var tekjuskattur lög- aðila lækkaður úr 39% í 33% í fyrra. Miðað við hvatakerfi Ástrala bæru íslensk hlutafélög því aðeins kostnað upp á 50,5 krónur af hverj- um eitt hundrað krónum sem þau legðu í nýsköpun í atvinnulífinu. Efling nýsköpunar fyrirtækja með skattalegri hvatningu eins og kerfið í Ástralíu gengur út á, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, ætti að vera íslenskum stjórnvöld- um umhugsunarefni. Dr. John Bell segir að þó áströlsk stjórnvöld hafi vissulegar orðið fyrir háum fjárútl- átum í formi endurgreiddra skatta hafi skatttekjur þeirra aukist. Þu- malputtaregluna og dæmi um vel heppnað átak sagði Dr. Bell vera að fyrirtæki sem þannig fengi end- urgreitt vegna fjárfestingar í rann- sóknum eða þróunarverkefnum væri búið að endurgreiða upphæð- ina aftur í formi hærri tekjuskatts á næstu 2-3 árum á eftir. Undanfarið hafa teikn verið á lofti um að íslenskt atvinnulíf sé að rétta úr kútnum eftir mögur ár. Ein af forsendum þess að batinn verði varanlegur er nýsköpun í at- vinnulífinu og til þess að til hennar komi þarf að efla framlög fyrir- tækja til rannsókna og þróunar- verkefna. „Fjárfestingu í framtíð- inni,“ kallaði Dr. John Bell þá miklu vinnu og fjármuni sem fóru í koma þessu kerfi á laggirnar í Ástralíu. Arðvænlegri gerast fjárfestingar ekki. HKF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.