Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 12
.12 C FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Löggan knáa í Kingsmarkham í ÆTT vid Agöthu Christie; Baker sem Wexford í Kína. Nokkrar af sögum Ruth Rendell sem kvikmyndaðar hafa verið fyrir sjónvarp. rHf: AN unkindnfs'; S^RAVENS ILED ONE að hugsa um slíkt. Það var mjög mismunandi hvemig Wexford fékkst við morðmálin en það gerði þættina miklu áhugaverðari og hélt þessu öllu gangandi hvað mig varðar.“ Baker, sem verður 64 ára á þessu ári, á að baki fjöldann allan af sjón- varpsþáttum og kvikmyndum og hef- ur skrifað bæði fyrir útvarp og sjón- varp, m.a. Wexfordþætti upp úr bók- um Rendells. Hann heldur mikið upp á sjónvarpsseríuna. Fyrstu Wexford- þættirnir urðu til árið 1988 svo þeir eru komnir á sitt áttunda ár og Bak- er segir að það séu „ánægjulegustu árin sem ég hef átt í leiklistinni," en árið 1997 er rétt hálf öld liðin frá því hann fór að starfa sem leikari. Hjón leika hjón Baker missti konuna sína árið 1992. Hún lést úr krabbameini en þau höfðu verið gift í 25 ár. Leikkon- an Louie Ramsey, sem leikur Dóru eiginkonu Wexfords í þáttunum, var mikill vinur þeirra hjóna og var Bak- er styrk stoð í raunum hans. Á end- anum kvæntust þau. „Við hlökkum til að vinna saman sem hjón að leika hjón. Það verður spennandi að sjá hvort efnasambandið á milli okkar á skjánum hafi breyst með nýja ráða- hagnum,“ var haft eftir Baker þegar kvikmyndun „Simisola" stóð fyrir dyrum, en það eru fyrstu Wexford- þættimir þar sem þau leika saman sem hjón. Baker hefur sjálfur fengist við skriftir eins og fram hefur komið og hefur þróað hugmynd að nýjum spennumyndaþáttum sem hann kall- ar „Dead on Time“ og vonar að verði kvikmyndaðir. Og hann gerði m.a. sjónvarpsútgáfuna af Wexfordsög- unni „The Strawberry Tree“, sem sýnd var í Bretlandi í mars sl. Að sögn Guðmundar Inga Krist- jánssonar hjá Innkaupadeild Sjón- varpsins hefur ríkissjónvarpið sýnt alla þætti og myndir sem gerðar hafa verið um Wexford og mun kaupa allt það sem framleitt verður með Wexford í framtíðinni en sjón- varpsmynd með Wexford verður næst á dagskrá í haust. Breska sakamálasagan með sínum skemmtilegu og ólíku rannsóknar- lögreglumönnum hefur lengi vel dafnað í sjónvarpinu en nú virðist ætla að verða hörgull á góðum lögregluforingjum. Þegar vel tekst til eru bresku sakamálaþættimir með besta sjónvarpsefni sem völ er á og ekki samanburðarhæfir við banda- ríska lögguþætti eins og Allt á huldu svo tekið sér nærtækt dæmi þar sem allt snýst um sálarlíf og einkavanda- mál sérgóðra og áferðafallegra lög- reglumannanna sjálfra svo glæpur- inn og spennan gleymist. Það gæti aldrei gerst hjá Rendell og Wexford. Rannsóknarlögreglumenn bresku sjónvarpsstöðvanna standa á nokkrum tímamót- um. Fremsti lögreglumaður Glasgowborgar, Taggart, er látinn langt um aldur fram. Morse upplýsir ekki lengur morðin í Oxford. Ádam Dalgliesh er fjarri góðu gamni og hefur reyndar ekki sést á skjánum í heila eilífð. Og brátt gæti morðunum farið að fækka í smábænum Kings- markham þar sem rannsóknarlög- reglumaðurinn, Reg Wexford, og félagi hans, Burden, standa í ströngu. Líklega hefur minnst farið fyrir Wexford. Hann er hugarfóstur sakamálasöguhöfundarins Ruth Rendell og hefur nú skemmt íslensk- um sjónvarpsáhorfendum í nokkur ár með þrjósku sinni og ósveigjan- leika og áunnið sér sess svo óhætt er að segja að hann sé orðinn einn af skemmtilegri heimilisvinum sjón- varpsins. í ætt vlö Christle Ekkert varir þó að eilífu. Wexford er að verða einhver lífseigasta sjón- varpsafurð Bretanna en óvíst er hversu lengi hægt verður að halda honum að rannsókn morðmála. Hann á í áþekku vandamáli og landi hans James Bond í Ieyniþjónustunni; sögu- brunnurinn er uppurinn í bili. Það hefur reyndar ekki stöðvað njósnara hennar hátignar en örlög Wexfords eru óráðin. Sakamálahöfundurinn Ruth Rendell hefur ekki haft undan að skrifa ofan í hann morðmálin og nú hafa allar sögur hennar verið færðar í sjónvarpsbúning. I Bretlandi töldu menn að þar með yrði Wexford atvinnulaus en nýjustu fréttir herma að í vor hafi enn eitt Wexfordmálið verið upplýst. Heitir sagan „Simi- sola“ og var kvikmynduð fyrir skemmstu og mun sýnd sem sérstak- ir jólaþættir í Bretlandi. Þeir verða að líkindum sýndir í ríkissjónvarpinu á næsta ári. Hvort það verður síð- ’ista myndin um þéttvaxna rann- sóknarlögreglumanninn með trilby- hattinn skal ósagt látið. Vinsældir þáttanna eru miklar og má skýra með ýmsu móti. Ruth Rendell er einn af færustu sakamála- söguhöfundum Bretlands og einn sá afkastamesti. Sögur hennar eru bæði spennandi og skemmtilegar með áhugaverðum persónum eins og þær birtast í sjónvarpsútgáfunni. Umbún- aðurinn er fjarska langt frá t.d. stór- borgarraunsæi hins úrilla Taggarts (sem líka er fyndnastur rannsóknar- lögreglumanna) en minnir um margt á rólyndislegar sögur Agöthu Christie þar sem undir kyrrlátu yfir- borði sveitasamfélagsins krauma ástríður og heitar tilfinningar nú eða bara hrein og klár fégræðgi, sem leiða til ódæðisverka. Það er hrein- lega viðburður ef einhver bregður upp skammbyssu gegn Wexford. Rendell er mjög stórvirkur saka- málasöguhöfundur en eftir hana liggur fjöldinn allur af bókum. Hún skrifar einnig undir heitinu Barbara Vine og sl. vor sáum við einmitt smáþáttaröð á Stöð 2 eftir sögunni „A Dark Adapted Eye“ eða Með vakandi auga og var eitthvert besta sjónvarpsefni sem komið hefur hér í langan tíma. Wexford aldrei staðnað Annar mikilvægur þáttur í vin- sældum og velgengni Wexfords er fjölbreytni sakamálanna. Þótt Rend- ell hafi sent mikið magn sakamála- sagna frá sér endurtekur hún sig ekki heldur kemur á óvart með hverri sögu. I bandarískum sakamálaþátt- um eins og „Matlock" og „Murder She Wrote“ er byggt á sömu formúl- unni þátt eftir þátt en eins og leikar- inn George Baker segir í nýlegu blaðaviðtali er alltaf eitthvað nýtt á ferðinni í Rendell-sögunum. „Það skemmtilegasta við Wexford er að hann hefur aldrei staðnað. Þetta hefur aldrei orðið formúlusería vegna þess að Wexford-sögurnar hafa verið svo ólíkar hverri annarri," er haft eftir honum. Þriðja ástæðan fyrir vinsældunum er skemmtileg persónusköpun alveg ofan í minnstu smáatriði í smæstu rullum. Fyrirferðarmestur er auðvit- að Wexford sjálfur, sem Baker leikur með áherslu á einurð og þrjósku þess sem einatt glímir við flóknar morðgátur og er aldrei í rónni fyrr en hann hefur leyst þær. Hann hefur sinn dr. Watson til halds og traust, sem er rannsóknarlögreglumaðurinn Burden. Christopher Ravenscroft leikur hann án þess að bjóða upp á nokkra samúð með persónunni, alltaf þurr á manninn og fráhrindandi og efasemdarmaður fram í fíngurgóma en Ravenscroft hefur þó tekist að gera hann aðlaðandi á sinn hátt. Eiginkonur þeirra beggja koma æ nieira við sögu og síðan er litríkur hópur persóna í hveijum þætti sem tengjast morðrannsókn dúettsins. Þar skiptir kannski mestu máli per- sónusköpun Rendell en Baker, sem orðinn er einn af framleiðendum þáttanna, er óþreytandi við að lýsa mikilvægi hennar í heildarmyndinni. „Mikill fjöldi lögregluþátta sem skrif- aðir eru af stórum hópi handritsþöf- unda þurfa að fylla upp í ákveðna beinagrind en rithöfundur þarf ekki Breski rannsóknarlögreglu- maðurinn, Wexford, og sam- starfsmaðurinn, Burden, eru hugarfóstur Ruth Rendell en þeir lenda í dularfullum málum í Kingsmarkham, kyrrlátu sveitasamfélagi þar sem morðin hrannast upp. Arnaldur Indríðason skoð- ar hvað er á seyði Skemmti- legar saka- málasögur; úr einum þáttanna um ránnsóknar- lögreglu- manninn Wexford.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.