Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C ttrgunMfifrife STOFNAÐ 1913 151.TBL.83.ARG. FOSTUDAGUR 7. JULI1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Eðlisfræði Spá í eðli fjármála- markaða London. Reuter. TVEIR eðlisfræðingar sögðust í gær hafa komist niður á að- ferð til að spá fyrir um breyt- ingar á fjármálamörkuðum, nokkuð sem hagfræðingum og fjárfestum hefur ekki tekist þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hins vegar segjast þeir ekki getað sagt fyrir um hvenær breytingarnar verða. Það voru Rosario Mantegna, við háskólann í Palermo á Ital- íu og Eugene Stanley, við Bos- ton-háskóla sem sögðu frá rannsóknum sínum í nýjasta hefti Nature. Beittu þau tölfræðilegri greiningu sem venjulega er aðeins notuð í æðri stærðfræði til að spá fyrir um meiriháttar hækkanir og lækkanir á fjár- málamörkuðum. Til grundvall- ar rannsóknum lögðu eðlis- fræðingarnir breytingar á verðbréfamarkaðnum í New York á sex ára tímabili, frá 1984-1989. Reuter Bildt í Sarajevo CARL Bildt, sáttasenyari ESB í ríkjum fyrrv. Júgóslavíu, kom í gær til Bosníu til viðræðna við Bosníusljórn. Á myndinni klæðir Bildt sig í skothelt ve'sti áður en hann heldur frá Sarajevo en harð- ar árásir voru gerðar á borgina í gær sem kostuðu tvö börn lífið. ¦ Eldflaugadrífa/16 Yfirmaður hersins í Tsjetsjníju skipaður innanríkisráðherra Merki um að auka eigi ítök hersins Moskvu. Reuter. The Daily Telegraph. BORÍS Jeltsín, Rússlandsforseti, skipaði í gær Anatolíj Kúlíkov "í embætti innanríkisráðherra en hann var yfirmaður herafla Rússa í Tsjetsjníju. Er skipun hans talin merki um að auka eigi ítök hersins í Rússlandi eftir tilraunir síðustu fimm árin til færa stjórn landsins í lýðræðisátt. Rússneskir og tsjetsj- enskir sáttasemjarar hófu á ný frið- arviðræður í Grozny í gær, nokkr- um klukkustundum eftir að rúss- neskir hermenn sökuðu uppreisnar- menn um að hafa ráðist á stöðvar þeirra um nóttina, að sögn Itar- Tass. Tilgangurinn með skipun Kúlí- kovs er fyrst og fremst að herða á öryggismálum innanlands í kjölfar gíslatöku tsjetsjenskra uppreisnar- manna í Búdennovsk í síðasta mán- uði. Kúiíkov tekur við af Viktor Jerín, sem Jeltsín vék úr embætti í síðustu viku vegna málsins. Kúlíkov var skipaður aðstoðar- innanríkisráðherra 1992 og hefur stýrt hernaðaraðgerðum Rússa í Kúlíkov Tsjetsjeníju. Hann var einn af stuðningsmönn- um Jeltsíns þeg- ar harðlínumenn gerðu misheppn- aða tilraun til valdaráns. Grein- ir stjórnmála- skýrendur á um hvaða áhrif skip- un Kúlíkovs muni hafa á friðarvið- ræðurnar við Tsjetsjena, sumir halda því fram að hún muni skaða þær, aðrir telja ekki hættu á því. Sjálfstæði ekki til umræðu Þá eru merki um klofning innan stjórnarinnar vegna friðarviðræðn- anna við Tsjetsjena, en menn eru ekki á eitt sáttir um hversu mikið eigi að koma til móts við þá. Hryll- ir harðlínumenn við því að svo virð- ist sem rússnesk yfirvöld viður- kenni Dzhokar Dúdajev sem rétt- mætan leiðtoga Tsjetsjníju. Friðarviðræður Rússa og Tsjetsj- ena voru hafnar á ný, þrátt fyrir yfirlýsingu rússneskra stjórnvalda um að ekki yrði rætt um hvort Tsjetsjeníu yrði veitt sjálfstæði, sem er ein helsta krafa uppreisnar- manna. Að sögn Itar-Tass létu Tsjetsjenar lausa tvo rússneska fanga áður en viðræðurnar hófust. Árangur af viðræðunum hingað til er ótraust vopnahlé og drög að samningi um brottför rússneskra hermanna, en engar ákvarðanir hafa verið teknar um stöðu Tsjetsj- níu og framtíð Dúdajevs. Báðir aðilar hafa sakað hinn um að rjúfa vopnahléð, sem lýst var yfir í síðasta.mánuði, til þess að finna mætti friðsamlega lausn á deilunni, sem hefur kostað mörg þúsund manns lífið. Viktor Tsjernomýrdin, forsætis- ráðherra Rússlands, sagði á mið- vikudag að Tsjetsjenar gætu vænst þess að verða efnahagslega sjálf- stæðir með einum eða öðrum hætti, en ekki kæmi til greina að ræða um fullt sjálfstæði þeirra. Rifkind vill efla NATO og samstarf við Bandaríkin London. Reuter. MALCOLM Rifkind, nýskipaður ut- anríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að það væri einarður ásetningur sinn að styrkja samstarf Bandaríkja- manna og Breta og efla Atlantshafs- bandalagið (NATO). „Það verður meginviðfangsefni mitt að styrkja og hleypa nýjum þrótti í Atlantshafsbandalagið og glæða samstarf á öðrum sviðum sem tengja Bandaríkin og Evrópu," sagði Rifkind á fundi með blaðamönnum í ráðuneyti sínu í gær. Hann sagðist hafa fengið góðar undirtektir við hugmyndir sem hann setti fram fyrr á árinu um nýtt Atl- antshafssamfélag, þar sem ekki yrði einvörðungu lögð áhersla á samstarf á sviði varnarmála, heldur á mörgum sviðum stjórnmála og menningar- mála. Rifkind sagði að vaxandi áhugi væri í þá veru að koma á fríverslun milli Evrópu og Ameríku en mikil undirbúningsvinna þyrfti að fara fram áður en þau markmið gætu orðið að veruleika. Rifkind sagði að Evrópusamstarf- ið yrði annað helsta viðfangsefni sitt. Sagðist hann myndu verja hagsmuni Breta ásamt því að leggja fram já- kvæðar tillögur um að efla Evrópu- samstarfið. „Evrópusambandið (ESB) er stórkostlegur sögulegur áfangi og framtíð okkar er innan þess, en við verðum að byggja sam- starfið með þeim hætti að okkur líði vel í sambandinu og það samrýmist breskum hagsmunum og sérkenn- um," sagði Rifkind í gær. ¦ Major eflir vinstri/23 Reuter Pottar í stað launa STARFSKONA verksmiðju í Novomoskovsk í austurhluta Úkraínu hefur komið sér fyr- ir við vegarbrún til að selja potta og pönnur sem hún f ékk við síðustu útborgun. Ekki eru til peningar í verksmiðj- unni til að greiða út laun og því hef ur verið gripið til þessa ráðs. Efnahagsþreng- ingar í mörgum lýðveldum Sovétríkjanna sálugu hafa reynst fyrirtækjum þungar í skauti og ramba fjölmörg þeirra á barmi gjaldþrots. Vaxta- lækkun til styrktar efnahag Lóndon, Washington. Reuter. GENGI dollarans lækkaði í gær gagnvart þýsku marki í kjölfar þess að bandaríski seðlabank- inn lækkaði vexti af skamm- tímalánum um 0,25% til að reyna að styrkja efnahag lands- ins. Sagðist bankinn losa um lánsfé í fyrsta sinn í þrjú ár til að geta lækkað vextina. Þá voru vextir lækkaðir í Dan- mörku og í Frakklandi og talið er að fleiri lönd muni fylgja í kjölfarið. I Bandaríkjunum lækkuðu millibankavextir úr 6% í 5,75% en forvextir standa áfram í stað, eru 5,25%. Um er að ræða stefnubreytingu hjá seðlabank- anum en hún endurspeglar áhyggjur manna af efnahag landsins. Kanadíski seðlabankinn fylgdi í kjölfarið og lækkaði skammtímavexti í fjórða sinn á einum mánuði. Búist við aukningu á skuldabréfamarkaði Ekki eru margir mánuðir frá því að menn áttu fremur von á vaxtahækkunum en lækkun í Evrópu. í gær lækkuðu hins vegar Frakkar skammtímavexti og Danir forvexti i trausti þess að fleiri þjóðir myndu gera slíkt hið sama. Búist var við að það myndi auka sölu á skuldabréfa- mörkuðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.