Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umfangsmikil leit að tveimur Spánveijum á Drangajökli Hundrað manns leit- uðu í kuida og' byl Tveir spænskir ferða- menn fundist heiiir á húfi í Hrafnsfírði í Jök- ulfjörðum í gær eftir að þeirra hafði verið leitað í sóiarhring. Tæplega 100 björgunarmenn leituðu þeirra í afar * slæmu veðri. Olafur Þ. Stephensen blaðamað- ur og Kjartan Þor- bergsson ljósmyndari fylgdust með leitinni. LEITARMENN skipuleggja aðgerðir undir stjórn Höskuldar B. Erlingssonar yfirlögregluþjóns á Hólmavík. TÆPLEGA 100 hjálparsveitarmenn leituðu í veðri, sem fremur minnti á vetur en-hásumar, að Spánverjunum tveimur, sem saknað var í nágrenni Drangajökuls. Fólkið, maður og kona um þrítugt, fannst heilt á húfi í Hrafnsfirði síðdegis í gær, um sól- arhring eftir að leit hófst. Fólkið kom á mánudagskvöld að bænum Skjaldfönn í Skjaldfannar- dal og skildist heimilisfólki þar að parið hygðist ganga á Drangajök- ul. Ekki skildi fólkið þó eftir neina ákveðna ferðaáætlun og gekk því sömuleiðis illa að gera sig skiljan- legt. Spánverjarnir skildu bíl sinn eftir í túnfætinum á Skjaldfönn og lögðu af stað fótgangandi upp Skjaldfannardal. Leitað til fjögur um nóttina Á þriðjudag versnaði veður og er komið var fram á miðvikudag tók heimilisfólk á Skjaldfönn að óttast um Spánveijana, sem höfðu ekki vitjað bfls síns. Sýslumaðurinn á Hólmavík var látinn vita og ósk- aði hann eftir aðstoð frá björgunar- sveitum á svæðinu um klukkan fíögur. Björgunarsveitarmenn frá Isa- firði, Hnífsdal, Bolungarvík, Hólmavík og úr Reykhólahreppi fóru til leitar strax á miðvikudags- kvöldið og voru margir fluttir yfir ísafjarðardjúp með djúpbátnum Fagranesi og björgunarbátnum Daníel Sigmundssyni. Þeir lögðu m.a. á jökulinn á fjórum snjóbílum og nokkrum snjósleðum og höfðu jafnframt sex hunda sér til aðstoð- ar. Aðstæður til leitar voru mjög erfiðar, 10 til 12 vindstig, kalt og bylur til fjalla. Síðustu leitarmenn- irnir leituðu til klukkan fjögur um nóttina, en án árangurs. Björgunarmenn höfðu bækistöð í félagsheimilinu Dalbæ við Bæi á Snæfjallaströnd og gistu flestir þar um nóttina og þurrkuðu blaut hlífð- arföt en einnig gistu nokkrir leitar- menn í Laugarási í Skjaldfannardal. Snjóaði niður í byggð Leit hófst að nýju um hálftíuleyt- ið í gærmorgun. Þá hafði snjóað niður í byggð og enn var mjög vont veður sem gekk ekki niður fyrr en uppúr hádeginu. Snæfjallaströnd stóð undir nafni í gær, þar er enn hvítt nánast niður í sjó. Tveir leitarflokkar gengu sinn Eflir að hafa gengið f-" I noröur ylir jökutinn kom /■ I I fólkíð í Furufjörð en hélt svo i Hrafnsfjörð Bolungarvík isS- s # fjörður / ' J[ J /i ^ Súðavík Parið lagði af stað úrSkjaldfannadalá mánudagskvöld Leitarmenn á bát frá Bolungarvík fundu parið, sem leitað var frá því í fyrradag, í Hrafnsiirði um kl. 16.00 ígær. Hólmavik 0l Reykhólar* 20 km hvorum megin upp Skjaldfannardal og jafnframt var áfram- leitað á snjóbílum og sleðum. Björgunar- sveitarmenn fóru einnig á báti frá Bolungarvík í Jökulfirði að svipast um eftir tveimur Frökkum, sem ástæða þótti til að athuga um vegna veðursins, þótt þeir hefðu skilið eft- ir ferðaáætlun, sem gerði ekki ráð SNÆFJALLASTRÖND bar nafn með rentu í gær. fyrir að þeir kæmu til byggða fyrr en eftir nokkra daga. Fundu parið í sæluhúsi í Hrafnsfirði fóru björgunarsveit- armenn á land um fjögurleytið. Þeir fundu hins vegar enga Frakka, heldur spænska parið, þar sem það hafði leitað skóls undan veðrinu í sæluhúsi Slysavarnarfélagsins. Ekkert amaði að fólkinu, en vegna takmarkaðrar tungumálakunnáttu varð að koma því í símasamband við spænskumælandi mann á Bol- ungarvík. Svo virðist sem fólkið hafi gengið norður yfir jökulinn, niður í Furufjörð og yfir í Hrafns- ljörð í gærmorgun. Það hugðist ganga að Bæjum í dag og hyggst lögregla þá ræða betur við það. Að sögn Snorra Hermannssonar, í svæðisstjórn björgunarsveitanna á ísafirði, er óvenjulegt að svo um- fangsmikil leit að týndum ferða- mönnum fari fram um hásumar. Hann segir að ljóst sé að kostnaður við leitina hlaupi á milljónum. Með- al annars valt björgunarsveitarbíll og skemmdist og björgunarsveitar- maður meiddist. Snorri segir menn þó hvorki horfa í kostnað né fyrir- höfn þegar mannslíf geti verið í húfi. Brýnt að skilja eftir ferðaáætlun Snorri segir það hins vegar hafa torveldað leitina mjög að fólkið hafí ekki skilið eftir neina ferða- áætlun. „Það er brýn þörf á að fólk, sem fer inn á þetta svæði, geri grein fyrir ferðum sínum fyrir- fram,“ segir hann og bætir við að það hafi Frakkamir, sem voru á sama svæði, gert og menn því ekki haft neinar áhyggjur af þeim að ráði. Snorri segist telja að gera verði meiri kröfur í framtíðinni um að ferðamenn veiti réttum aðilum upplýsingum um ferðir sínar. Líkur á að víkingaskipið, sem nota átti til stuttra útsýnisferða á Faxaflóa, verði selt úr landi SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur vísað máli Gunnars Marel Eggertssonar skipa- smiðameistara, vegna siglingaleyfis vík- ingaskips sem hann er að byggja, aftur til Siglingamálastofnunar. Siglingamála- stofnun gerði kröfur um verulegar breytingar á skipinu frá fyrirliggjandi teikningum. Stofnunin treysti sér ekki til að sam- þykkja skipið til farþegaflutninga að óbreyttu. Hugmyndin var að nota það til stuttra útsýnisferða við innanverðan Faxaflóa. Gunnar áfrýjaði áliti stofnun- arinnar til ráðuneytisins. Siglingamálastofnun hefur meðal ann- ars gert athugasemdir við efnisval og krafist aukinna styrkinga á skips- skrokknum sem hafið var að byggja 1. september síðastliðinn. Gunnar telur sig hafa styrkt skipið eins mikið og unnt er án þess að gjörbylta því. Hann telur að frekari breytingar á skipinu dragi úr sjóhæfni og geri það beinlínis hættu- legt. Reglur, sem stofnunin styðst við, gera meðal annars kröfur um nútíma- þægindi á borð við salerni í sérstökum klefa en slíkt þekkist ekki um borð í neinu víkingaskipi, að sögn Gunnars Marels. Öryggissjónarmið ráða Gunnar bendir á að víkingaskipið Gaia, sem smíðað var eftir Gauksstaða- skipinu líkt og skip Gunnars, sigldi und- Halldór Blöndal samgönguráðherra segir afstöðu sljórnvalda ráðast af ör- yggissjónarmiðum. Hér sé um að ræða umsókn um leyfi til farþegaflutninga á sjó gegn gjaldi og um það gildi strangar reglur. Skipið fullnægi ekki þeim örygg- iskröfum sem við íslendingar gerum í sambandi við farþegaflutninga og ör- yggismál á sjó. „Við hljótum að hugsa um það hvernig við getum staðið þannig að okkár málum að það sé traust á þeim farkostum sem opinber sljórnvöld heim- ila að geti auglýst sig sem farartæki fyrir farþega, hvort sem þeir eru af erlendu eða innlendu bergi brotnir. Við erum að tala um tiltölulega litlar breyt- ■ ingar. Við í samgönguráðuneytinu og Siglingamálastofnun erum allir af vilja gerðir til þess að reyna að leysa þetta mál,“ sagði Halldór. Mánaðarvinna eftir Gunnar segir að ef ekki fáist skilning- ur á sérstöðu þessa skips sé ekki um neitt annað að ræða en að selja skipið úr Iandi. Honum hafa borist fyrirspurn- ir um skipið, meðal annars frá leiðang- urssljóranum á Gaia, frá Bandaríkjunum og víðar. Talið er að skipið kosti full- búið um 20 milljónir króna og er búið að leggja í það 16-18 milljónir. Að mati þeirra Gunnars og Ríkharðs Pétursson- ar, sem einnig hefur unnið að smíðinni, tekur ekki nema um mánuð að ljúka skipinu og koma því á flot. Morgunblaðið/Árni Sæberg GUNNAR Marel Eggertsson og Róbert Már Pétursson hafa unnið ásamt fleirum að smíði vikingaskips í Reykjavík. ir íslenskum fána og með íslenskt haf- færnisskírteini um heimsins höf í nær tvö ár. Þá hafa önnur víkingaskip sem gerð eru eftir sömu fyrirmynd siglinga- leyfi með allt að 50 farþega á afmörkuð- um hafsvæðum við Noreg og Danmörku. i i I I I I I I I I í: I I : L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.