Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alþjóðlega víkingahátíðin Landnám sett að viðstöddum forseta íslands á Þingvöllum í gær ' - , . .. i PRUÐBUNIR vikingar a Völlunum við Oxarárfoss. 570 manns gengu og riðu fylktu liði. Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands og Halldór Blöndal samgönguráð- herra voru við setninguna. Ullarskikkjurkomu sér vel í nepjunni. Hópreið niður Almannagjá ALÞJÓÐLEGA víkingahátíðin Landnám var sett á Þingvöll- um í gær. Heiðursgestur var Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands. Setningarathöfnin hófst á hópreið og göngu víkinga nið- ur Almannagjá og niður á Vell- ina norðan við Öxarárfoss. Fremstir í flokki voru 70 reið- menn og á eftir fylgdu um 500 göngumenn. Ellert Borgar Þorvaldsson formaður stjórnar Landnáms setti hátíðina. Hann bauð þátt- takendur hvaðanæva úr heim- inum velkomna og flutti þakk- ir til þeirra sem veittu aðstoð við skipulagningu og undir- búning. Hann þakkaði sérstak- lega Lars Bæk Sörensen, sem var ráðgjafi hátíðarinnar. Magnús Magnússon, formað- ur Scottish Natural Heritage og sérfræðingur um víkinga, flutti ávarp þar sem hann fjall- aði um Þingvelli á þjóðveldis- öld og útskýrði þýðingu staðar- ins fyrir íslensku þjóðina. Jón- as Kristjánsson, prófessor og fyrrverandi forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, talaði þvínæst um Island á landnámsöld og fornbók- menntir Islendinga. Einnig fluttu ávörp Parker W. Borg, sendiherra Banda- ríkjanna á íslandi og Geoffrey Bibby, fyrrverandi deildar- stjóri fornmynjasafnsins í Moesgárd í Danmörku. At- höfninni á Þingvöllum lauk með hestasýningu, þar sem danskir knapar sýndu listir sýnar. Aðalhátíðin hefst í dag Aðalhátíðin hefst í dag kl. 9.30 með fyrirlestrahaldi í Víðistaðaskóla. Sýningin „Saga Hafnarfjarðar frá land- námi til hernáms“ verður opn- uð í byggðasafninu Smiðjunni við Strandgötu kl. 12 á hádegi og fjölbreytt dagskrá verður á Víðistaðatúni frá kl. 13 og fram eftir degi. Niðurstöður rannsóknar á högum foreldra og barna á íslandi Meðalfjöldi fermetra í íbúðarhúsnæði Giftir Ein- Eklgur Fráskilin Fráskilin í sambúð hleypir -ekklar með forsjá án forsjár Hcild Fjöldi svefnherb. 3,3 2,5 3,6 2,5 2,6 2,8 Fjöldi fermetra 127,0 98,0 124,0 91,0 99,0 107,0 Samskipti svarenda við aðra fjölskyldumeðlimi Samband við fjölskyldu mína Giftir Ein- Ekkja Fráskilin Fráskilin í sambúð hleypir -ekkill með án forsjár Heild forsjá Veijumoftfrítímumsaman 14,7 33,1 17,6 19,3 8,0 19,6 Hittumst oft á stórhátíðum 70,1 82,4 58,5 69,9 41,1 69,5 Samband við tengdafjölskyldu mína Giftir Ein- Ekkjur Fráskilin Fráskilin í sambúð hleypir -ekklar með forsjáán forsjár Heild Verjum oft frítímum saman 6,9 • — 11,1 1,1 0,0 5,4 Hittumst oft á stórhátíðum 41,7 - 27,8 7,7 5,9 27,6 Svör hópsins um heilsufar Giftir Ein- Ekkj Fráskilin Fráskilin í sambúð hleypir -ekkill með forsjá án forsjár Heild Verið hraust(ur) 73,2 67,5 77,5 64,4 67,7 68,8 Svefnleysi 13,2 15,9 27,5 15,4 25,8 16,1 Hræðsluköst 2,9 9,3 10,0 11,8 6,5 7,9 Þunglyndi 11,4 11,9 17,5 19,3 35,5 16,4 Stöðugur kvíði 8,6 13,2 15,0 21,0 18,6 14,3 Höfuðverkur 25,4 33,8 17,5 27,8 16,1 26,7 Slöpp/slappur 14,3 13,9 15,0 22,9 17,7 17,6 Magaverkir 13,6 15,9 7,5 17,6 14,5 15,3 Bakverkir 30,7 27,8 32,5 26,1 16,1 27,5 Lystarleysi/offita 5,7 7,9 7,5 9,8 4,8 7,6 Annað 11,1 18,5 5,0 13,1 12,9 13,0 Munur á að- stæðum bama mikill eftir fj ölskyldugerð AÐSTÆÐUR íslenska barna virð- ast fremur ráðast af gerð þeirrar fjölskyldu sem þau búa í en af stéttarstöðu. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á högum foreldra og barna á íslandi sem unnin var á vegum Landsnefndar um Ár fjöl- skyldunnar 1994 og félagsmála- ráðuneytisins. Fram kemur að ein- stæðir foreldrar, sem eru að stærstum hluta konur, búi almennt við lakari aðstæður en giftir for- eldrar og. að það skapi börnum þeirra mun óhagstæðari stöðu. Rannsóknin er ein sú fyrsta sem gerð hefur verið hér á landi á högum íslenskra fjölskyldna og segir Páll Pétursson, félagsmála- ráðherra, að niðurstöðurnar komi sumar á óvart en annað staðfesti það sem þegar var vitað. Aðstæður einstæðra foreldra Sigrún Júlíusdóttir, félagsráð- gjafi og dósent við Háskóla ís- lands, segir að mesta athygli yeki sá munur sem kemur fram á að- búnaði barna eftir fjölskyldugerð sem og munur kynjanna með til- liti til ábyrgðar á uppeldi barna en konur axli höfuðábyrgðina. Áhugi karla á aukinni fjölskyldu- ábyrgð sé þó að eflast og tekur Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneyt- isstjóri í félagsmálaráðuneytinu undir það en hún er nýkomin frá Finnlandi þar sem hún tók þátt í ráðstefnu um stöðu og hlutverk feðra innan fjölskyldunnar. Sigrún segir að aðstæður einstæðra for- eldra séu sérstakar að því leyti að þeir vinni mikið, húsnæði þeirra sé að jafnaði lakara og með færri herbergjum en annarra foreldra. Þeir búi einnig við lakari bílakost en aðrir, en almennt sé viðurkennt að barnafólki sé nauðsynlegt að hafa til umráða góðan bíl. Það sé- því ljóst að daglegt líf þessara fjöl- skyldna sé erfitt. Við skilnað tapa allir Einnig kemur fram að aðstæður fráskilinna foreldra séu hvað erfið- astar. „Stundum er sagt að allir tapi við skilnað," segir Sigrún og víst er að við skilnað verður um- talsverð breyting á högum allra fjölskyldumeðlima. Félagsleg og efnaleg staða breytist og börnin tapa daglegu sambandi við það foreldri sitt sem ekki hefur for- sjána, sem oftast er faðirinn. Þar á ofan þurfa börnin oft að skipta um skóla sem og félaga. Forsjárlausir feður Ennfremur kemur á daginn að við hjónaskilnað tapi feðurnir fyrst og fremst tilfinningalega en þá losnar um tengsl þeirra við börnin og það dregur úr samskiptum við stórfjölskylduna. Þessir menn eru ósáttir við hlutskipti sitt og í rann- sókninni kemur fram að 76% for- sjárlausra feðra vilja hafa sam- eiginlega forsjá. Einungis 20% frá- skilinna mæðra vilja sameiginlega forsjá en óska þess á hinn bóginn að feður taki meiri þátt í fram- færslu barnanna en þeir gera. Auk þessa glíma margir forsjár- lausir feður við sama vanda og ekkjur og ekklar, þ.e.a.s. sorg, svefntruflanir og einmanakennd. Þess ber þó að geta að stór hópur þeirra hirti ekki um að svara í könnuninni. Lágt svarshlutfall bendir oft til óánægju fólks með aðstæður sínar þannig að gild rök eru fyrir því að þeir sem hafi mestan metnað til að hafa áhrif á aðstæður sínar svari best. Lifir fólk innihaldsríku lífi? Friðrik H. Jónsson, sálfræðing- ur og dósent við Háskóla íslands, segir að rannsakendur hafi m.a. haft áhuga á að vita hvort fólk lifi áhugaverðu lífi, hvernig það noti tímann og hvort það _ eyði honum með börnum sínum. I ljós kemur að forsvarsmenn barnafjöl- skyldna vinna að jafnaði yfir 40 vinnustundir á viku. Fráskildir feð- ur án forsjár barna sinna vinna manna mest eða 51 stund á viku að meðaltali. Þetta þykir segja sína sögu um möguleika fólks til að hlúa að hjónabandi eða rækja upp- eldishlutverk sitt. Á óvart kemur hversu fábreyttu og litlu félagslífi gift fólk lifir og vekur það upp spurningar um hvort tímaleysi komi í veg fyrir tilgangsrík sam- skipti utan fjölskyldu. Einnig kem- ur í ljós að frístundalíf karla án forsjár barna er mjög fábreytt en mæður með forsjá njóta mun fjöl- breyttari félagslegra tengsla utan fjölskyldu sem innan. „Eg óttast að allir geti tekið sig á til að gera líf sitt og sinna áhugaverðara og betra en það er,“ segir Friðrik. Svörun með besta móti I rannsókninni voru sendir út spurningalistar til giftra foreldra, fráskilinna foreldra með og án forsjár barna, ekkna, ekkla og ein- hleypra foreldra. Svör bárust frá 846 fjölskyldum, eða frá 75% þátt- takenda og telst það mjög góð svörun. Formaður Landsnefndar um Ár fjölskyldunnar 1994, Bragi Guðbrandsson, segir að markmið rannsóknarinnar hafi verið þrí- þætt. í fyrsta lagi að leggja drög að heildstæðri fjölskyldustefnu, í öðru lagi að auka vitund og skiln- ing fólks á mikilvægi fjölskyldunn- ar og að síðustu að beina athygli fólks að börnunum. „Með rann- sókninni fæst nákvæmari sundur- greining á aðstæðum íslenskra fjölskyldna en áður var til,“ segir Bragi. Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra, segir að nota beri niðurstöð- ur rannsóknarinnar til leiðbeining- ar við stjórnvaldsaðgerðir og að mikilvægt sé að efla ráðgjöf við fólk áður en það grípi til róttækra ráðstafana sem hafi áhrif á fjöl- skylduhagi þess. Þá segir hann einnig að mikilvægt sé að fólk geti verið öruggt um sína meðan það er í vinnunni. Það sé mikil- vægt svo að fólk geti axlað ábyrgð á fjölskyldunni sameiginlega og til að jafnrétti kynjanna náist. Að rannsókninni unnu auk Sig- rúnar Júlíusdóttur og Friðriks H. Jónssonar þau Nanna K. Sigurðar- dóttir, félagsráðgjafi, og Sigurður J. Grétarsson, sálfræðingur og dósent við Háskóla íslands. Niður- stöður rannsóknarinnar hafa verið gefnar út á bók: Barnafjölskyldur. Samfélag-lífsgildi-mótun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.