Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Nær 10% veltuaukn- inghjá Fríhöfninni SALA Fríhafnarinnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflug- velli hefur farið vaxandi á síðustu misserum. Nam salan um 870 millj- ónum fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við 795 milljónir á sama tíma í fyrra, sem er um 9,5% aukn- ing. Sérstaklega var mikil gróska í sölu tækja af ýmsu tagi en hún jókst um 18% milli ára. Farþegum fjölgar Guðmundur Vigfússon, skrif- stofustjóri Fríhafnarinnar, segir aukna sölu einkum skýrast af fjölg- un farþega. Þannig hafi tæplega 383 þúsund farþegar átt leið um flugstöðina fyrstu sex , mánuðina samanborið við 342 þúsund farþega á sama tíma í fyrra sem er um 12% aukning. Um þessar mundir stendur yfír athugun á húsnæðismálum Fríhafn- arinnar og hvort möguleikar séu á stækkun hennar. „Við höfum þrýst á um stækkun en einnig hefur verið rætt um að sameina verslanimar,“ segir Guðmundur. „Ef við fengjum meira rými gætum við aukið úrval af sportvöru og fatnaði." A síðasta ári nam salan í Fríhöfn- inni samtals 1.977 milljónum sem er um 5,6% meiri sala en árið 1993. Fyrirtækið skilaði um 550 milljónum í ríkissjóð á árinu en þar að auki greiddi það um 100 milljónir í húsa- leigu og sameiginlegan kostnað. Reiknað er með að þessir liðir verði svipaðir á yfirstandandi ári. Endanlegur hagnaður síðasta árs liggur hins vegar ekki nákvæmlega fyrir þar sem ekki hefur verið tekin ákvörðum um hvemig farið verði með lífeyrisskuldbindingar umfram iðgjöld í ársreikningi. / Boðið upp á lummur og Rio-kaffi í eldhúsinu í gamla Arbænum. Gullsmiður að störfum í Suðurgötu 7. Sjómaður sinnir netagerð viö Nýlendu og hjall. Roðskógerð á baðstofuloftinu í gamla Árbænum kl. 13-17. Mjaltir við gamla Árbæinn kl. 17. Krambúðin full af gamaldags góðgæti. Sunnudagur 2. júlí Bílaviðburður ársins! Sýndir verða bílar, auk jeppa og vörubíla. Sérfræoingar fornbílaklúbbsins verða á safninu til skrafs og ráðageröa. Árbæjarsafn á einnia ágætt safn slökkviliösbíla, frá hestakerrum til vélfáka sem eru til sýnis ásamt gufuvaltarnum Bríeti og eimreiöinni Pionérfrá 1892. Þar að auki verða sýndir fastir viðburðir með sama sniöi og á laugardag og einnig er boöiþ upp " á lummur og Rio-kaffi í eldhúsinu i gamla Arbænum. Og svo auðvitað veitingar í Dillonshúsi. ÁRBÆJARSAFN • REYKJAVÍK MUSEUM SÍMI: 5771111 • FAX: 5771122 - kjarni málsins! Auglýsingar Benetton bannaðar AUGLÝSING frá Benetton-fyrir- tækinu, sem sýnir börn stunda erf- iðisvinnu í Suður-Ameríku hefur verið bönnuð af dómstól í Þýzka- landi. Hann segir að með henni séu samkeppnislög brotin með því að nota mannlegar þjáningar til að selja tízkuklæðnað. Einnig auglýs- ing sem sýnir hvemig stafimir HIV hafa verið stungnir í hömnd alnæmissmitaðs manns. *_ VIB spáir vaxtalækk- unum á næstu mánuðum VERÐBRÉFAMARKAÐUR ís- landsbanka spáir því í nýrri ársfjórð- ungsskýrslu sinni að vextir á skulda- bréfamarkaði muni lækka lítillega á ný á næstu mánuðum eftir hækkan- ir undanfarið. Þar segir m.a. að afar spennandi staða hafi skapast á íslenskum skuldabréfamarkaði um mitt árið 1995 við stórfellda og óvænta Iækk- un markaðsvaxta í svo til öllum við- skiptalöndunum á fyrri hluta þess árs. „Meðan vextir af skuldabréfum á markaði í Bandaríkjunum lækkuðu um nærri 2%, úr 8,2% 1 6,2-6,3% hafa vextir af íslenskum skuldabréf- um hækkað. í fjárfestingarstefnu VÍB á þriðja ársfjórðungi er reiknað með því að vextir á Islandi lækki lítillega aftur á næstu mánuðum. Sú breyting yrði bæði til samræmis við þróun á alþjóðlegum markaði fyrir skuldabréf og hagþróun innan- lands, en nú er útlit fyrir að nokkuð hægi á í þjóðarbúskapnum aftur eft- ir kröftuga áukningu í mörgum greinum framleiðslu á árinu 1994,“ segir í skýrslunni. Nánar tiltekið er því spáð að vext- ir á verðtryggðum skuldabréfum muni lækka um 0,1-0,15% á þriðja ársíjórðungi. í því sambandi er einn- ig bent á að eftirspurn eftir fjár- magni á innlendum verðbréfamark- aði hafi verið minni en vænst hafi verið. Vegna lækkandi vaxta eslend- is hafi ýmis fyrirtæki og stofnanir leitað eftir erlendu lánsfé sem þann- ig minnki eftirspurn eftir lánsfé í krónum. Fjárfestar hafi að sama skapi hægt á erlendum fjárfesting- um vegna lágra vaxta í samanburði við innlenda kosti. Aukið framboð peninga og minni eftirspurn eftir þeim peningum eigi því að leiða til lækkunar vaxta. VIB reiknar einnig með að vextir á skammtímamarkaði haldi áfram að lækka en raunávöxtun verði þó góð. „Verðbólga síðustu mánuði hef- ur ekki verið eins mikil og vænst hafði verið. Gert er ráð fyrir því að verðbólga haldist áfram í skefjum á þriðja ársfjórðungi og því er spáð nokkurri lækkun óverðtryggðra vaxta. Lækkunin gæti numið 20 til 30 punktum," segir ennfremur. Athugasemd frá Fiskveiðasjóði MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Fisk- veiðasjóði: „Athygli okkar hefur verið vakin á frétt er birtist í Morgunblaðinu 28. fyrra mánaðar: „Grandi keypti bankaábyrgð af Landsbankanum". Undirfyrirsögn: „Mun hagstæðari kjör fengust þannig hjá NIB en stóðu til boða hjá Fiskveiðasjóði". Þar eð efni greinar þessarar er all misvís- andi, og fyrirspurnir hafa borizt á skrifstofu sjóðsins um, hvort tilboð Fiskveiðasjóðs hafi verið jafn óhag- stætt og fram hafi komið í fréttum, er þess farið á leit við Morgunblaðið af hálfu Fiskveiðasjóðs, að eftir- greindar athugasemdir verði birtar á síðum blaðsins. Jafnframt viljum við ekki láta hjá líða að óska Granda hf. til hamingju með þokkalegan árangur. I. Til að taka af öll tvímæli skal tekið fram, að Fiskveiðasjóður gerði Granda hf. ekki tilboð um að taka ábyrgð á lántöku fyrirtækisins hjá Norræna fjárfestingarbankanum. Ekki var heldur gert tilboð í beint lán Fiskveiðasjóðs til Granda hf. Til þess var útboðsfrestur m.a. einfald- lega of skammur. 2. Jafnvel þótt Fiskveiðasjóður hafi hvorki gert Granda hf. tilboð um ábyrgð, né boðið beint lán - eða e.t.v. öllu heldur vegna þess, að slík tilboð voru ekki gerð - er rétt að vekja athygli á því, að talsmaður Granda hf. er að bera saman ails óskyld atriði og ósambærilegar tölur um lánskjör. Inn í þá umræðu er einnig blandað „tilboði" Fiskveiða- sjóðs, sem aldrei var gert. Talsmað- urinn ræðir í einu orði móttekið til- boð um ábyrgð á lántöku með föstum vöxtum og ber það saman við ímynd- að tilboð í beint lán, sem ber breyti- lega vexti. Þannig ræðir hann annars vegar um, að breytilegir vextir jena séu í sögulegu lágmarki, sem er rétt, þar sem þeir eru nú i ,12% miðað við sex mánaða millibankavexti, og blandar Fiskveiðasjóði af einhverjum ástæðum inn í þá umræðu. Hins vegar ræðir hann um lántöku Granda hf. með föstum vöxtum. Fastir jena- vextir eru nú sem næst 2,80%. Spurning vaknar um, hvar ríkis- ábyrgðagjald er vistað, er það inn í tölunni 3,15% eða fyrir utan? Ljóst er, að lán Granda hf. er tekið með ábyrgð íslenzka ríkisins. í fyrirsögn fréttarinnar er rætt um ábyrgð keypta af Landsbankanum. Forvitni vekur, hver þóknun eða álag Lands- bankans hafi verið. Fyrr fæst ekki rétt mynd af lánskjörum. Einnig finnst manni líklegt að ein- hver annar kostnaður fylgi slíkri lán- töku en talinn er hér að framan. 3. Vegna þess að fjölmargir halda hið gagnstæða skal tekið fram: Fisk- veiðasjóður íslands nýtur ekki ábyrgðar hins íslenzka lýðveldis á lántökum sínum - né veittum ábyrgðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.