Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995 19 Morgunblaðið/Rúnar Þór JÓN Laxdal Halldórsson myndlistarmaður á Akureyri við verk sín Línur. Er þetta ekki skáldskapur? Er þetta ekki póetískt? Sumarsýn- ing í List- húsinu í Laugardal MYNDLISTARKONURNAR Þorbjörg Höskuldsdóttir og Guðrún Svava Svavarsdóttir opna sýning á nýjum verkum í sýningarsal Listhússins í Laugardal kl. 14 á föstudag. Þorbjörg sýnir bæði olíu- málverk og vatnslitamyndir, en Guðrún Svava vatnslita- myndir. Þorbjörg stundaði nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík og í Myndlistar- akademíunni í Kaupmanna- höfn. Guðrún Svava stundaði einnig nám í Myndlistaskó- lanum í Reykjavík og í Strog- anov akademíunni í Moskvu. Þetta er í þriðja skipti sem þær sýna saman. Sýningin er opin virka daga frá kl. 13-18 og laugardaga kl. 12- 16. Lokað á sunnudögum. Ríkey á tveim- ur stöðum FYRIR helg- ina opnar Rí- key Ingi- mundardóttir myndlistar- kona sýningu á tveimur stöðum, í Gallerí Rí- key, Hverfis- Rlkey. götu 59, og í Nönnukoti, Hafnarfirði. Á sýningunni sýnir hún mikið af nýjum hlutum. Ríkey hefur haldið á fjórða tug einkasýninga bæði hérlendis og erlendis. Hún útskrifaðist frá Myndlista- og handíða- skóla íslands, myndhöggv- aradeild, árið 1983 auk náms í keramikdeild sama skóla. Opið er í Gallerí Ríkey frá kl. 13-18 daglega, en laugar- daga og sunnudaga frá kl. 13- 16. Georg sýnir á Mokka GEORG Guðni opnar örstutta málverkasýningu á Mokka, mánudaginn 10. júlí. Þar myn hann sýna nýjar myndir til 14. júlí. Sýningin mun aðeins standa yfir í þessa fimm daga og er hún hugsuð sem eins konar upphitun fyrir sumar- sýningu hans í Norræna hús- inu, sem opnuð verður strax í kjölfarið, laugardaginn 15. júlí. Georg Guðni er kunnur fyrir óvanalega nálgun sína að íslensku landslagi. Verk hans hafa verið sýnd um víð- an heim og vakið athygli. Norrænir brunnar SÝNINGUNNI Norrænir brunnar sem staðið hefur yfir undanfarnar þrjár vikur í og utan við Norræna húsið, lýk- ur á sunnudag kl. 19. Tilefni þessarar sýningar er 50 ára afmæli Norræna myndlistarbandalagsins. Alls eru sýnendur 17 talsins, frá íslandi, Svíþjóð, Noregi og Finhlandi. Sýningin er opin daglega kl. 12-19 og er aðgangur ókeypis. AKAFFI KAROLÍNU situr hann með tindrandi tár í glasi. Hann er hávaxinn og grannur, klæddur svörtum gallabuxum, bláum jakka og bol sem auglýsir íslenskt brenni- vín. Það gætir eilítils taugatitrings í röddinni er hann heilsar mér enda segist hann ekki vanur að tala mik- ið við blaðamenn. „Eg hef reyndar ekki mikið álit á blaðamönnum“, segir hann og brosir, „mér vannst bara ekki tími til að móðga þig í símanum í gær.“ Jón Laxdal hóf að yrkja á ung- lingsárum og gaf út sína fyrstu ljóðabók, Myrkur í hvítri örk, árið 1974, þá 24 ára gamall. Fyrir um fimmtán árum tók hann svo að fást við myndlist og segist strax hafa hrifist mjög af töfrum hennar. „Kikkið sem ég fékk út úr myndlist- inni fólst í að losna undan merking- arkvöðinni sem hvílir á tungumál- inu. Texti þarf alltaf að merkja eitt- hvað, hann þarf alltaf að hafa ein- hveija rökræna skírskotun til sam- mannlegs reynsluheims. í myndlist- inni eru manni ekki settar eins þröngar skorður. Auðvitað hefur myndlist merkingu en á allt annan hátt.“ Myndir úr texta Jón hefur þó ekki sleppt hendinni af tungumálinu fyrir fullt og allt. Myndir hans hafa mjög ljósa skír- skotun til texta enda flestar úr úr- klippum úr bókum og blöðum. „Textinn í verkum mínum þjónar sama hlutverki og litur gerir í mál-. verki. Það skiptir sem sagt ekki KVIKMYNPIR Lauga rásbíó EFTIRFÖRIN „The Hunted" ★ Vi Leikstjóri: J.F. Lawson. Aðalhlutverk: Christopher Lambert, Joan Chen, John Lone. Universal Pictures. 1995. FRANSKI leikarinn Christopher Lambert er að verða eins konar arf- taki Chucks Norris. Hann hefur reyndar nokkuð menningarlegra yf- irbragð fram yfir amerísku drasl- myndahetjuna, sennilega af því að hann er franskur og hefur ekki alltaf leikið í hreinræktuðum B-myndum, en myndir hans upp á síðkastið eru ósviknar draslmyndir og má sérstak- lega benda á tvær síðustu Hálend- ingsmyndir því til stuðnings en líka margar fleiri. Spennumyndin í Laugarásnum er enn ein í B-mynda safnið hans. Hún heitir Eftirförin eins og svo margar aðrar í þessum dúr og segir af hetju Jón Laxdal Halldórsson hefur fengist við skáld- skap og allsérstæða myndsköpun um langt árabil. Þröstur Helga- son hitti hann að máli í Gilinu á Akureyri og ræddi við hann um myndlistina og skáldskapinn. máli hvað þú getur lesið út úr text- anum enda ber hann engan boð- skap. Textinn hefur allt aðra fúnk- sjón þegar hann hefur verið settur í myndverk, það eina sem skiptir máli eru formin sem hann myndar." Finna má ýmsar bókmenntalegar skírskotanir í verkum Jóns þótt hann telji ekki að þær skipti höfuð- máli í verkunum. Þannig hefur hann t.d. rifið niður nánast allt höfundar- verk Agöthu Christie í myndaröð sem hann kallar Stofuljóð. Eitt verka hans heitir Flugur og saman- stendur af stöfunum úr heiti verks- ins sem dreift er um myndflötinn. Myndu margir telja það augljósa vísun í ljóðabók Jóns Thorodsens, Flugur, og segist Jón geta verið sammála því. „En í huga mínum eru hinar bókmenntalegu vísanir að ná Lambert leggur á flótta vorri í vondum málum í Japan. Hann sér andlit leigumorðingja seni enginn utan vina og vandamanna hefur séð áður og verður því að deyja en Lam- bert tekur til fótanna. Það sem skilur þessar formúluaf- þreyingar frá hverri annarri eru gæði hasarsins og að leikstjóri Eftir- fararinnar, J.F. Lawson, er ekkert að leggja sig neitt verulega fram í þeim efnum fyrr en kannski í loka- bardaganum, sem engan endi ætlar að taka. Allt snýst þetta um fornar samúræjahefðir og í stíl B-myndanna hljóma svipljótir Japanirnir eins og þeir hafi allir gleypt rifjárn. Engin þeim boðskap sem kemur fram í bókunum inn í verkin mín. Ég vel texta, orð og stafi einungis eftir útliti þeirra. Texti getur verið falleg- ur að sjá þótt það sé ekkert vit í honum, rétt eins og kona getur ver- ið falleg að sjá þótt það sé ekkert vit í henni.“ Bubbi nýjasta skáldið! Aðspurður segist Jón aldrei hafa hætt að yrkja. „Þetta er allt saman kveðskapur sem ég er að fást við.“ Hann sýnir mér þijú verk sem stillt er upp við einn vegginn í vinnustof- unni hans sem er í kjallaranum á Listasafninu á Akureyri, beint á móti Kaffi Karolínu. Verkin heita Línur. Þetta eru myndir af samhliða línum sem eru með óljósum rofum hér óg hvar, á einni myndanna ijúfa stafir línurnar. „Er þetta ekki skáld- skapur?" spyr hann dálítið sposkur á svip, „er þetta ekki póetískt?" Jón segist hafa fylgst sæmilega með því sem hefur verið að gerast í skáldskapnum síðan hann sneri sér að myndlistinni og hefur blendnar tilfinningar til ungskáldanna svo- köiluðu. „Og þegar höfundar eins og Bubbi eru gerðir að skáldi eins og gert var hér um árið, þá er ég alveg hættur að fylgjast með. Mað- ur skilur ekki hvað er verið að tala um. Það er eins og menn séu hætt- ir að gera sér grein fyrir því hvað er kvæði.“ Ég skil við Jón Laxdal þar sem hann gengur yfir Gilið, hann hristir höfuðið yfir nýja skáldinu og tuldr- ar: „Þetta hlýtur að vera einhver vitleysa." regla er á því hvort þeir taia ensku við hver annan eða japönsku, sem er ósvikið gleðiefni í svona myndum. John Lone er leigumorðinginn sem á ættir að rekja til morðingja langt aftur í aldir og er því sérstaklega alvarlegur á svip og annt um að enginn lifi sem sér framan í hann. Lone stjórnar svona sértrúarhópi, sem munar ekki um að drepa alla farþega í hraðlest bara svo þeir séu ekki fyrir þegar kemur að Lambert, sem svo óheppilega vili til að er frek- ar aftarlega í lestinni (maður má þakka fyrir að Lambert fór ekki inn á fótboltaleikvang en hvers eiga jap- anskir lestarfarþegar að gjalda aust- ur þar?). Lambert dettur að vísu útúr Eftir- förinni á heldur siysalegan hátt mið- að við að hann er stjarnan, þegar myndin tekur allt- í einu að snúast um Lone og erkióvin hans úr sam- úræjastéttinni. Chuck Norris hefði ekki verið ánægður með það en að öðru leyti hefði hann lítið út á mynd- ina að setja. Arnaldur Indriðason Ljósmynda- sýning Lárus- ar Karls LÁRUS Karl Ingason ljósmyndari opnar í dag ljósmyndasýningu í List- húsi 39 við Strandgötu í Hafn- arfírði. Þema sýningarinnar er hest- ar og fjöll. Lárus Karl sýnir þar tuttugu svart/hvítar ljósmyndir, sem teknar hafa verið og unnar á síðustu miss- erum. Þetta er þriðja einkasýning Lár- usar Karls, en hann starfar sem augiýsinga- og iðnaðarljósmyndari. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18, laugardaga 12-18 og sunnu- daga 14-18. Sýningin stendur til 20. júlí. Stéttin erfyrsta skrefið inn... MiMðúrval af hellum og steinum. Mjöggottverð. STÉTT HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700- FAX 577 1701

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.